Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 3
Saga Reykjavíkur. Myndir sem söguheimildir. Þess hefir verið getið i „Visi" og öðrum blöðum, að nú eigi að f ara að gefa út sögu Reykja- víkur, sem Klemens Jónsson hefir saman tekið. Hann er einn af fáum, sem vita og muna margt um fortíð þessa bæjar, sem allur fjöldi Reyk- vikinga hefir enga hugmynd um og lætur sig engu varða. Þó er sú tilfinning rik í Is- lendingum, og Reykvíkingum líka, að það, sem gerðist fyrir löngu, hafi verið merkilegt að mörgu leyti og þess vert, að það falli ekki með öllu i gleymsku. En aftur á móti hugsa fair út í hitt, að það, sem er að ger- ast núna, einmitt í ár og í dag, það sé neitt merkilegt. Og menn eru undarlega blindir fyrir því, að nokkur þörf sé að varðveita það frá gleymsku. En dagurinn í dag gleymist fyrr en varir, og árið í ár fer burt með margt merkilegt, sem cnginn setti á sig né kann frá að segja, þó spurt væri um. Ýmislegur lagabókstafur, samningar og réttargerðir haf a lengi verið aðal-heimild sagn- fræðinga, þegar þeir seint og síðar meir fara að rýna í liðna tíð. T. d. verða fundabækur bæjarstjórnar, reikningar bæj- arins, lóðamælingar og þess háttar alt, framtíðar-heimildir um sögu bæjarins, þá, sem nú er að gerast i dag og í gær; svo og blöðin, og margt fleira skráð og skrifað. En þrátt fyrir þetta glatast nrargt, sem engin orð ná: sjálf- ar manneskjurnar, daglega lif- ið, blærinn yfir bænum. Kem eg þá að erindinu með jþessari grein: Engar sögulegar heimildir eru trúverðugri en góðarmynd- ir Enginn segir eins satt og rétt frá eins og Ijósmyndavél- in, ef vel er á henni haldið. Ein mynd getur sagt miklu meira en 10 blaðsíður prent- aðar; og annað er merkilegra: hún getur geymt margt og sagt frá mörgu, sem engum sam- tíðannanni dytti í hug að bera orð á, en seinni tíðar menn sjá og þykir miklu merkilegra en hitt, sem samtíðarmenn ætluðu að láta myndina segja og geyma. . Þannig hefir margt merki- legt leynst i rituðu máli, sem kom með, án þess að til stæði að segja frá því. Eitt besta dæmi, sem eg man, er sagan i Landnámu um Þóri dúfunef og veðreiðina á Kjalvegi, þar sem síðan heitir Dúfunefs- skeið. Þar segir: „I þann tíma kom út skip í Kolbeinsarósi, hlaðit kvikfé, enn þeim hvarf íBrimnesskógum unghryssi eitt; enn Þórir dúfunef keypti von- ina og fann síðan." Því næst kemur sjálf sagan um Flugu, sem var állra hrossa skjótust, um veðreiðina á Kili, um Eið- f axa, son Flugu, „sem utan var færðr og varð sjau manna bani við Mjörs á einum degi, ok lézt hann þar sjálfr. Fluga týndist i feni á Flugumýri." — Miklu merkilegast af öllu þessu er sjálft upphafið: að skip kom út í Kolbeinsárósi, „hlaðit kvikfé". Þarna hefir alveg óvart slæðst með óræk heim- ild um það, að á landnámstíð hafa verið fluttir hingað heilir farmar af kvikfé, sem hver önnur verslunarvara að lík- indum. Það liggur að vísu i augum uppi, að landnáms- menn hafa ekki getað flutt með sér sjálfir alt það kvikfé, sem þeir þurftu til viðurlífis, þeg- ar eftir komu sína hingað. En eg hefi ekki heyrt getið neinn- ar heimildar eða frásagnar annarar um slíkan kvikfjár- flutning. Þessi fáu orð i Land- "hámu hafa leynst í frásögn um alt annað. Hitt og þetta getur skotist .upp úr sögumanni aukreitis. En myndin tekur alt með og geymir. Tíminn líður hvergi eins fljótt og i Reykjavík. Hér er svo margt að gera. Árin síðan um aldamót eru þotin hjá eins og fáeih misseri. En á þessum árum hefir saga landsins gerst að mestu leyti í Reykjavík. Hvergi á Norðurlöndum hafa orðið merkilegri hlutir, og þó víðar væri leitað. Vöxtur og viðgangur Reykjavíkur á þess- um árum, og síðasti aldarfjórð- ungurinn hér á landi, verða um æfilangan aldur merkasti kafl- inn í sögu þjóðarinnar, annar en landnámið sjálft. Bóklegar heimildir um þenn- an tima eru ærnar, og munu geymast. En bylting mikil er i aðsigi úm allan heim. I staðinn fyrir þykkar bækur um það, sem ekki verður með orðum lýst, koma stuttar og glöggar film- ur, kvikmyndir. 1 stað þess að sitja hálfan mánuð yfir þungri bók, fara menn og horfa á lif- andi inynd i klukkutíma,' og vita meira eftir og skilja betur. Það er tími til kominn fyrir slíka söguþjóð og við erum, að taka myndagerðina og filmuna í þjónustu sagnfræðinnar, og gera það með forsjá og fullri ráðdeild, ganga að því skipu- lega. Það liggur beint við fyrir Reykjavík að byrja. Það á að taka glöggar og réttar myndir af ollu þvi gamla, sem hverfur með hverju ári, gömlu bæjun- um, gömlu húsunum, sem rifin eru, af holtunum og urðunum, sem rudd eru í götur og hús- stæði. Það á að taka myndir af því nýja, sem er að vaxa upp, götum og mannvirkjum, sem verið er að gera, bæjarhverf- um, þar sem f joldi húsa standa hálfsmíðuð i einu o. s. frv. Það á að safna þessum myndum og geyma i minjasafni Reykjavíkur. Það er ekki til. En það er tími til kominn að efna til þess. _________V í SIR______ Reykjavik getur orðið einstæð meðal höfuðborga, eins og Is- lendingar meðal þjóða, að vita glögt sina sögu frá fyrstu tíð. Eg ætla ekki að tala hér um aðrar minjar en myndirnar. En myndir eru ódýrar sögu- heimildir, ef þeim er til haga haldið í tæka tíð, og þær eru réttastar- allra heimilda, það sem niynd getur náð. Nú er ekki hægt að arka á stað og taka myndir af liðna tímanum. En það eru til ó- grynni mynda frá seinni árum hér i Reykjavík. Þessar mynd- ir eru á við og dreif, sumar í eigu ljósmyndara, aðrar hjá al- menningi, eða þeim, sem taka myndir sér til gamans. Það, sem gera þarf, er að bjarga myndunum i tæka tíð, ná-þeim saman, taka af þeijn varanlegar eftirmyndir („kópí- ur", „aftök"), raða þeim glögg- lega og gera við þær athuga- semdir og skýringar, sem með þarf. Það má og vernda plötur og filmur að myndunum, eftir því sem hægt er. Þar að auki á að na i og vernda sem best þær kvik- myndir, sem til eru af bænum og bæjarlífinu; þær munu vera þó nokkrar. • Síðan á að halda verkinu á- fram. Ekki með neinum Iátum, heldur með athygli og smekk- visi og i kyrþey. En svo að eg nefni eitt dæmi: Kvikmynd af íbúum Reykja- víkur, þegar þeir koma sunn- an af Iþróttavélli og fylla Suð- urgötuna, það herrans ár 1928, hún er miklu meiri minjagrip- ur fyrir eftirkomendur okkar heldur en við getum gert okkur í hugarlund, sem sjálfir kom- um sunnan af vellinum. Eða mynd úr dómkirkjúdyrunum, þegar fólk gengur frá messu; eða af hafnarbakkanum, þegar skip fara; svo mætti lengi telja. Og eins og áður er sagt: eng- an getur grunað, hvað margt kann að dyljast okkar eigin augum, en seinna þykir merki- legt, í tækifærismynd, sem sýn- ir lífið, eins og það var á þvi augnabliki, ófegrað og séð með hlutlausu auga ljósmyndavél- arinnar. Nú eru Ijósmyndavélar i margra höndum, og feiknin öll eru tekin af tækifærismyndum. En allur fjöldi manna sækir mest í að taka myndirnar til þess að sjá þær næsta dag; síð- an gleymast þær og fýnast. Þetta er menningarlaust fikt. Filmurnar glatast, og „kópí- urnar" fara víðsvegar. Sjálfs sín vegna ætti fólki að lærast það, að lítil tækifærismynd hefir hundrað sinnum meira gildi eftir 10 ár, heldur en 10 daga. — En hvað þá eftir 100 ár! Þess vegna er það ágæt venja, að þeir, sem myndir taka, haldi þeim til haga i röð og reglu, og skrifi við ár og dag og skýr- ing á atburðinum, sem myndin er af, eftir því sem við á. Slík myndasöfn geta orðið dýrgrip- ur fyrir seinni tiðar menn. En gleymið þá ekki þvi, að allar myndir, sem geymast eiga, verða að vera vandlega GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS óskar ötlum Verslun G. Zoéga. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum viðskiftavinum minum, nær og fjær. Jes Zimsen. GLEÐILEGRA JÓLA óska eg öllum mínum viðskiftavinum. Guðm. B. Vikar, klæðskeri GLEÐILEGRA JÓLA úskar öllum viðskiftavinum sinum Skóverslun Lárus G. Lúðvígsson. <3«? GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum sínum viðskiftavinum Jón Hjartarson & Co. % æ GLEÐILEG JÓL! Verslunin Foss. tilbúnar, á gasljóspappir ein- göngu og vandlega afvatnaðar. Það er ekkert gagn i að geyma myndir á venjulegum dagsljós- pappir. Eg hefi hreyft hér því efni, sem eg hefi lengi undanfarið ætlað að vekja máls á. Nú beini eg þvi sérstaklega til þeirra manna, sem hafa þetta mál með höndum: sögu Reykja- víkur. Vera má, að eitthvað verulegt hafi verið að þessu efni gert (um myndirnar), þó að mér sé ekki kunnugt. En það er þá vel farið. Og þá menn, sem skráð hafa sögu Reykja- vikur og verndað frá gleymsku, bið eg að taka þessar tillögur mínar sem stuðning og þakk- læti af minni hálfu. Helgi Hjörvar. GLEÐILEG JÓLl Vershmin KLÖPP. X>ðO<XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX -X X GLEÐILEG JÓL! x Verslunin „Fram". xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX X $ GLEÐILEG JÓLl K X ð Verslunin Brúarfoss. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.