Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 1
VZSIlt Mánudaginn 24. des. 1928. ............ Wll lllllll MIIUWIilllil*MJ>JjaBaE!iaBaMMaEBaB«yMMI!X'llll»*riWmTHMBSgBS^ Stúlkan handalausa. (ÞýSing eftir Stgr. Thorsteinson.) Einu sinni var mylnumaður, sem verið hafði vel efnaður, en nú var gengið svo af honum, að liann átti ekk- ert eftir nema mylnuna sína og stórt eplatré, sem stóð baka til við myln- una. Það var einhverju sinni, að hann hafði farið út í skóg að sækja brenni- við; þá kom til lians gamall maður og mælti: „Því viltu alt af vera að þreyta þig á að liöggva brennivið? Eg skal gera þig að ríkismanni, en þú verður aftur á móti að skuldbinda þig til þess að láta mig fá það, sem stendur bak við mylnuna þína. Að þremur árum liðn- um kem eg og sæki það.“ Mylnumaðurinn hugsaði með sér: „Það getur ekki verið annað en epla- tréð mitt, sem hann á við.“ Hann gekk því að hoði mannsins og' liét lionum skriflega því, sem hann hafði upp selt. Gamli maðurinn liló við, svo ánægður var liann með kaupin, og fór leiðar sinnar, en mylnumaðurinn fór heim til sin. Kemur þá kona hans fasmikil á móti honum og segir: „Heyrðu, maður! Hvaðan koma þessi miklu auðæfi i lnis olckar? Alt er orðið fult, kistur og kassar, og eng- inn hefir þó borið neitt inn.“ „Það skal eg segja þér,“ sagði mylnumaðurinn, „eg hitti gamlan mann úli í skógi og frá honum er auð- urinn; eg liefi axtur á móti veðdregið lionum það, sem stendur baka til við mylnuna.“ „Æ, maður minn,“ segir konan ótta- slegin, „tarna verða aumu vandræðin. Það hefir verið fjandinn, sem þú.hefir liitt, og liann hefir meint hana dóttur okkar, því að hún stóð þá einmitt að haka til við mylnuha og var að hreinsa - til í garðinum.“ Dóttir mylnumannsins var frið stúlka og frómhjörtuð, og lifði hún liin fyrgreindu ár í guðs ótta og án synda. Þegar nú sá dagur fór í liönd, að liinn vondi kæmi að sækja hana, þá þvoði hún sig lireina og dró hring í kring- um sig með krít. Fjandinn kom snemma morguns, en ekki mátti liann koma nærri lienni. Segir hann þá í reiði við mylnumanninn: „Talctu frá henni alt vatn, og sjáðu um að hún geti ekki þvegið sér, svo eg geli náð tökum á henni.“ Mylnumaðurin þorði ekki annað en að gera eins og hann sagði. Kemur svo fjandinn næsta dag, en stúlkan hafði grátið á hendur sínar, svo að þær voru tárhreinar. Ekki gat hinn vondi heldur þá nálg- ast hana. Verður liann þá bálvondur og segir við mylnumanninn: „Högðu af henni hendurnar, svo eg geti tekið til liennar.“ En mylnumað- urinn skelfdist við og mælti: „Hvernig ætti eg að geta liöggvið hendurnar af harninu mínu?“ Hinn vondi heitaðist þá við hann og sagðí: „Ef þú ekki gerir eins og eg segi, þá ert þú á mínu valdi, og þá tek eg þig sjálfan.“ Þá varð faðir stúlkunnar angistar- fullur og lofaði fjandanum því, að hann skyldi fara að orðum hans. Síð- an gekk liann til dóttur sinnar og mælti: „Dóttir mín, ef eg ekki hegg af þér hendurnar, þá fer djöfullinn burt með mig sjálfan; eg liefi lofað houum því í dauðans angist og bið þig að fyrir- gefa mér það.“ „Faðir minn,“ svaraði hún, „þú mátt gera við mig, hvað sem þér þóknast; eg er barnið þitt!“ Þar með rétti hún fram báðar hend- ur sinar og lét hann höggva þær af. Djöfullinn kom i þriðja sinn, en þá hafði hún grátið svo lengi og svo mik- ið á stúfuna, að hún var tárhrein enn. Þá varð hann að víkja hurt og liafði glatað öllu tilkalli til hennar. Nú segir mylnumaðurinn við dóttur sína: „Það er fyrir þig, sem eg er orðinn stórríkur, enda skal eg lialda þig svo ríkmannlega, sem unt er, alla æfi.“ En dóttir hans svaraði: „Nei, faðir minn. Ilér get eg ekki verið framvegis. Eg ætla að fara út i víða veröld. Það, sem eg þarf, mun eg víst geta fengið hjá brjóstgóðu fólki.“ Því næst lét hún binda báða handar- stúfana í klæði og festa á bak sér, lagði því næst af stað um sólarupp- komu og gekk svo liðanlangan daginn, þangað til nótt var komin. Þá kom hún að aldingarði, sem kon- ungur átti, og sá hún í tunglskininu, að liann var fullur af trjám með fegurstu aldinum; en vatnsgryfja var, alt um- hverfis garðinn. Og með því að hún hafði einskis neytt allan daginn og var sársvöng, þá hugsaði liún með sér: „Æ, það vildi eg, að eg væri komin þarna inn, svo eg gæti etið lítið eitt af þessum aldinum; að öðrum kosti verð eg með öllu örmagna.“ Að svo mæltu lagðist hún á kné og bað innilega til guðs. 1 sama vetfangi kom engili og hleypti fyrir flóðgátt í vatnsgryfjunni, svo að gryfjan þorn- aði og gengt varð yfir um. Hún gekk þá inn i aldingarðinn og engillinn fylgdi henni eftir. Hún sá tré nokkurt alsett lystilegustu perum og fékk löng- un til þeirra; en þær voru allar taldar. Þangað fór hún og át með munni sin- um cina peru af trénu, til að sefa liung- ur sitt. Garðyrkjumaðurinn sá það, en af því að engillinn stóð lijá lienni, þá var hann smeykur og ímyndaði sér, að þetta væri einhver andi og ekki kallaði hann og ekki sagði liann nein- um frá þessu. Þegar stúlkan hafði etið peruna, var hún södd og faldi sig milli runnanna. Konungurinn, sem átti aldingarðinn, kom þangað morguninn eftir; taldi hann þá perurnar og varð var við að eina vantaði. Hann spyr garðyrkju- manninn hvað orðið sé af perunni; ckki lá liún niðri undir trénu, en horf- in var hún. Þá svaraði garðyrkjumað- urinn: „Hér kom andi í nótt; hann var handalaus og hann át peruna með munni sínum, á sjálfu trénu.“ Konungur mælti: „Hvernig komst þessi andi yfir vatnið, og hvert er han.n farinn?“ Garðyrkj umaðurinn svaraði: „Það kom einhver á snjóhvitum klæðum ofan úr liinmi; hann hleypti flóðgáttinni fyrir, og tepti vatnið; og þegar eg sá að þetta var engill, varð eg hræddur, og þorði ekki að spyrja, og ekki heldur að kalla á neinn. Eftir þetta gekk andinn burt aftur úr garð- inum.“ „Næstu nótt mun eg vaka liér sjálf- ur,“ mælti konungur. Þegar dimt var orðið, kom konung- ur ol'an í garð og hafði með sér prest, sem átti að tala til andans. Þeir settust báðir undir tréð og liöfðu gætur á. Um miðnætti kom stúlkan skríðandi fram undan runnunum, fór til og át aftur með nnmninum eina peru af trénu. Engillinn hvitklæddi stóð við lilið hennar. Þá gekk presturinn fram og sagði við stúlkuna: „Ert þú frá guði komin, eða erl þú af þessum heimi? Ert þú andi eða manneskja?“ „Fjarri er því, að eg sé andi,“ sagði stúlkan, „lieldur er eg vesalings mann- eskja, sem vfirgefin er af öllum nema guði.“ Þá mælti konungur: „Hafi heimurinn yfirgefið þig, þá skal eg samt ekki yfirgefa þig.“ Því næst fór hann með hana til hall- ar sinnar, lét búa til handa henni silf- urhendur, og fyrir þá sök að hún var svo fríð og frómlijörtuð, þá fékk liann á henni innilegustu ást, og tók hana fyrir eiginkonu. Að einu ári liðnu varð konungur að fara í leiðangur, og sagði hann þá við gömlu drotninguna, móður sína: „Þegar hún legst á sæng, þá verður þú að hjúkra henni sem best og skrifa mér tafarlaust til um þetta.“ Skömmu síðar ól drotningin unga fagurt sveinbarn og samslundis skrif- aði gamla drotningin konunginum, syni sinum, og tjáði honum þessi fagn- aðar tíðindi. En svo bar til, að sá, sem með bréfið var sendur, hvíldi sig hjá læk og sofn- aði. Þá kom djöfullinn, sem jafnt og stöðugt sat á svikráðum við góðu og guðhræddu drotninguna, og vildi steypa henni i glötun. Hann nær bréf- inu og lætur annað í staðinn, sem í stóð, að drotningin sé léttari orðin, en það, sem hún liefði í heiminn fætt, væri herfilega ljótur umskiftingur. Þegar konungurinn las hréfið, varð hann hræddur og hryggur um leið, en slcrif- aði samt til drotningarinnar, móður sinnar, að hún skyldi fara vel með drotninguna og barnið, og sjá sem best fyrir þeim í öllu, þangað til hann kærni heim. Sendimaður fór með bréfið, hvíldi sig á sama staðnum og sofnaði aftur. Þá kom djöfullinn aftur og lét annað hréf til gömlu drotningarinn- ar i vasa hans, og stóð i þvi bréfi, að hún skyldi drepa bæði drotninguna og afkvæmi hennar. Þegar móðir kon- ungsins fékk bréf þetta, kom yfir liana liræðsla mikil ,og skrifaði hún lcon- unginum aftur sama og áður, en fékk ekki annað svar, því að djöfullinn stakk altaf falsbréfi á bréfberann, og í seinna bréfi konungs stóð ennfrem- ur, að hún skyldi geyma tungu og augu drotningarinnar, til jarteikna um það, að vilja hans hefði framgengt orðið. En konungsmóðirin gamla grét yfir því, að hún átti að úthella svo saklausu Ixlóði. Hún lét þvi um nóttina sækja hind og slátra henni, skar úr henni tunguna og augun og geymdi. Þvi næst. sagði hún við ungu drotninguna: „Eg hefi ekki brjóst til þess að drepa þig, en hér gelur þú ekki lengur hald- ist við; farðu með barnið þitt út í víða veröld og komxlu hér aldrei fi*ainar.“ Síðan vafði liún barnið í klæði og hatt á hak henni, og hélt svo vesalings konan grátandi af stað og fór inn í eyðiskóg mikinn. Þar lagðist hún á kné og bað til guðs; þá birtist henni engill guðs og leiddi hana að litlu, snotru húsi, og hékk á því spjald, sem þessi orð voru á letruð: „Hér býðst hverjum einum ókeyp- is húsavist!“ Út úr húsinu kom mjallhvít mey og sagði: „Komið heilar, drotning!“ og leiddi Iiana inn i stofu. Þar leysti hún reifa- strangann frá haki hennar, lagði svein- inn á brjóst henni, að hann mætti sjúga, og því næst í fallegt, vel upp búið rúm. Þá mælti vesalings unga konan: „Hvernig veistu það, að eg er drotn- ing?“ Þá svaraði meyjan hvíta: „Eg er engill af guði sendur, lil þess að þjóna þér og barni þinu.“ í þessu húsi dvaldi nú drotningin i sjö ár, og hafði hina bestu aðbúð, og fyrir miskun Drottins og fyrir sakir guðhræðslu hennar, þá uxu aftur út á henni afhöggnu hendurnar. Þegar konungurinn var kominn heim, vildi hann sjá konu sína og barn- ið; tók þá móðir lians að gráta, og mælti: „Þú vondi maður! Iiefir þú ekki skrifað mér sjálfur, að eg skyldi drepa þau hæði, saldeysingjana?“ Þar með sýndi liún lionum hæði bréfin, sem liinn vondi hafði falsað, og sagði ennfremur: „Eg gerði eins og þú bauðst mér.“ — Að svo mæltu sýndi hún honum aug- un og tunguna til sannindamerkis. Þá tólc konungur að gráta enn heisklegar yfir konu sinni og barni, svo að móðir lians kendi í brjósti um hann og sagði: „Láttu huggast; liún er lifandi enn; en þetta, sem eg liafði til jarteikna, er af hind, sem eg lét slátra á laun. Konu þinni bauð eg að fara út i víða ver- öld og batt xipp barnið á bak henni, og lét eg hana heita mér að koma hingað aldrei framar, því þú værir henni svo sárreiður.“ Þá mælti konungur: „Eg fer nú burt héðan, svo langt, sem himininn er blár, og neyti hvorki matar né drykkjar, fyrr en eg hefi aft- ur fundið ástríka eiginkonu mína og harn mitt, cf þau eru ekki dáin úr neyð og hungri. Eftir það fór liann viða um lönd, í sjö ár samfleytt, og leitaði í öllum hellum og klettagjám, en fann hana ekki og hélt, að liún hefði farist. Ekki mataðist hann eða drakk, allan þenna tíma, en Drottinn hélt við lífi lians. Loksins kemur liann í eyðiskóg- inn og finnur þar litla húsið með spjaldinu, sem þetta stóð á: „Hér býðst hverjum einum ókeypis húsavist!“ Meyjan hvíta kom út úr húsinu, tók

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.