Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1928, Blaðsíða 8
V T S 1 H mm Gamla Bíó fMMl sýnir á annan í jólum kl. 5 og 8*4 BEN HUR æ æ æ æ æ i'Y>* Aðaihlutverk leika: Ramon Novarro. — May Me. Avoy. Myndin hefir verið sýnd hér 20 sinnum áður, en fjöldi manna hefir ósk- að eftir að myndin yrði sýnd hér aftur. — Nú er myndin komin í nýju, óslitnu eintaki. Betri jólamynd er varla hægt að hugsa sér. Sökum þess hve myndin er löng, verða að eins 2 sýningar á annan í jólum, kl. 5 og kl. 8y2. Aðgöngumiðar seldir á annan í jólum frá kl. 1, en ekki tekið á móti pöntunum í síma. ' mumtmsuMMH ' Oiediieg jóií mmkmmskmmm: 5«OOOÍ54ÍOOÍXSÍÍ!JÍSÍ5ÍXSOOOOÍX>00< 8 » 8 , g « GLEÐILEG JÓL! | Verslunin ” Kjöt & Fiskur. h vr H JOÍÍOÍSOOOOÍÍÍSÍSSXSÍSÍSÍ >0000004504 GLEÐILEG JÓL! Ölgerðin Egill Skallagrímsson. ; N ja Bió g ) 54Í04S4S04S004S4S4XS4S Jóíamynd | Nýja Bíó 04XXS4S4S454S4S45454S4S ' Minsta nóttin. Stórkostlega fallegur kvikmyndasjónleikur í 8 þáttum—leikinn af þýskum leikurum, þeim LILY DAMITA PAUL RICHTER HARRY LEIDTKE RUDOLF KLEIN-ROGGE og fleiri. Efni myndar þessarar er um unga prinsessu frá Kraya, sem var neydd til þess að setjast í drotningarstól — en þráði það eitt að geta lifað lífi sínu, í meðlæti og mótlæti, ineð manni þeim, er hún unni hugástum. Þó er það sérstaklega hinn snildarlegi leikur hinn- ar undrafögru Lily Damita, sem hefur kvik- myndina langt upp yfir hið venjulega. Myndin verður sýnd á annan jóladag kl. 5, 7 og 9. — Börn fá aðgang að sýningunni kl. 5. Alþýðusýning kl. 7. — Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Gledi/eg jól! Karlakór K. F. 0. M. Samsengup 26. þ. m. (annan jóladag) kl. 3 e. li* í Gamla Bíó. Aðgöngumiðai* seldir i Gamla Bió feá kL 1—3 á annan. •> Sœunn: Já, ekki spyr eg að því. Og nú ætlar þú að ger- ast veitingamaður. Samúel: Eg verð áreiðanlega margt, þegar stundir liða. — Sýslunefndarmaður, aintsráðsmaður, alþingismaður og hver veit hvað — ef til vill landshöfðingi. — Gullið opnar allar dyr. Sæunn: — Nema dyr gæfunnar, drengur minn. Samúel: Það er notaleg tilhugsun, að vera í þann veginn að verða ríkasti maður landsins. — Eg býst ekki við, að eg þurfi að leggja mér þorskhausa til munns, eða hrossa- kjöt og steikl roð, þegar þessi vetur er liðinn. — Eg geri ekki heldur ráð fyrir, að eg þurfi að rífa mig upp fyrir all- ar aldir á morgnana og vinna hvíldarlaust, þangað til eg dett út af dauðlúinn að kveldi. — Þið munuð fá að sjá mig vaxa og magnast að auði og völdum með hverju árinu sem líður. Sæunn: Það verða mikil viðbrigði. Síðustu árin hefirðu altaf verið að minka. Samúel (ansar þessu ekki): — Eg sel kotið — skepn- urnar — klápana — alt draslið — slöngva hyskinu vest- ur um heiðar og sest að í Bótinni. Valgerður (hnuggin): Og hvað á þá að verða um okk- ur, þegar jiangað er komið? Samúel: Tókstu ekki eftir þvi, sem eg sagði áðan, um þessar sterku sonarhendur? (fórnar höndum). Valgerður: Jú — cn — — Samúel: Eg ætla að rífa ykkur upp úr hungrinu og basl- inu — sýna ykkur glæsileik mannlcgs lífs, áður cn þið steypist i moldina. — Ejómann af mér, hinum mikla syni, skal léggja á ykkur öll (þegir augnabiik). Annars get eg vel sagt ykkur frá ráðagerðum mínum þegar í stað.--------- Eg hefi hugsað mér, að þú þvægir gólfin i veitingasölun- uin. Það er þó að minsta kosti dálitið veglegra starf, en að paufast hér, hálfbogin og sótug, milli búrs og eldhúss. — Pabbi verður i snatti og snúningum hjá kaupmannin- um, en þess á milli stundar hann róðra eða fer í hákarla- legur.-----Eg hefi þegar hugsað mér, að kaupa væna sjó- búð handa ykkur — býst nefnilega ekki við, að þið unið ykkur í glæsilegum sölum fyrsta sprettinn — Valgerður (með sárri gremju): Svo að þú ællar mér að þvo gólfin i höllinni þinni, Samúel, og pabba þínuni að iiætta lifi sinu í hákarlalegum — Helgi (stcndur upp. Hann er bersýnilega bæði hryggur og reiður, en stillir sig): — Þú nýtur þess, drengur minn, að nú fer í hönd heilög jólanótt. Þú hefir nú sýnl okkur innra borðið á sjálfum þér. Og nú býð eg þér, að þagna og setjast niður. Samúel (verður sýnilega hræddur; stendur grafkyr á miðju gólfi): —■ Eg — eg — Helgi (reiðir hönd til höggs og segir þrymjandi raustu): Hlýddu! ------Að öðrum kosti---------- Valgerður (hleypur i fang hans): Gættu þín, Ilelgi! — í guðsbænum gættu þín! Ásdís (við Helga): Þú mátt ekki gera honum neitt--------- Samúel (allur gleiðgosabragurinn rennur af honum á svipstundu og er þvi líkast, sem hann minki allur og lækki í loftinu. Sest á stólgarminn): — Eg skal seljast------ Helgi (fastmæltur): Þú ert barnið mitt, Sainúel, og þess vegna tel eg mér skylt, að vara þig við, meðan tími er til. — Og nú ætla eg að spyrja þig einnar spurningar: Hver liefir sagt þér frá ríkidæmi Stígs söðla? Samúel (bljúgur og hræddur): Ilún — —. Ifún sýndi mér í kistuna og sagðist vita, að allir pokarnir væri fullir af gulli og silfri.-------Og svo spurði eg karlinn sjálf- an —. Hún sagði að eg ætti bara að spyrja, hvort eg fengi ekki alla pokana með henni. Helgi (cins og áður): Og hvað sagði Stígur? Samúel: Fjæst var hann önugur og drýldinn. — En svo dró hann heila augað i pung, klappaði mér á öxlina og sagði: Giftið ykkur strax á inorgun! — Svo gaf hann mér að súpa á víni og fór að gefa í skyn, að allskonar höfð- ingjasynir og bókhaldarar væri altaf að biðja hennar. — En það væri engu líkara, en að einhver hulinn kraftur hefði verndað hana hreina og flekklausa handa mér einum. — Þegar'eg fór að verða drukkinn, lyfti hann upp kislulok- inu, benti mér á pokana og sagði: All þetta gull verður þitt og hennar að mér látnum. Helgi: Ríkidæmi Stígs er ekkcAt annað en blekking. — Hefir nokkur annar en þau feðginin sagt þér frá þessum mikla auði? Samúel (hnugginn): Nei. Helgi: GuIIið og silfrið, sem þú liugðir vera, er eintóm- ur kopar — fimmeyringar, tvíeyringar, eins eyris pening- ar. — Hann hefir safnað þeim og haft þá ungum mönnum til sýnis siðan Anika var um tvítugt. Og nú er hún hátt á fertugs-aldri — Samúel: Nei — nei — tultugu og eins. Hún sagði mér það sjálf — Helgi: Farðu til prestsins á Stað og lállu hann skera úr’ þeim vanda.-------Þér mun liafa þótt hún fögur og glæsi- leg — þessi gamla stássrófa? Samúel: Já. — Hún er ákaflega stór og fönguleg og salla- fín. Og svo fann eg þessa ilmandi lykt af henni hátt og lágt (lítur til Dísu). En hún hefir ekki spékoppa og gló- bjart hár í fjórum fléttum.--------Eiginlega held eg nú, að eg hafi hugsað mest um peningana--------- Helgi: Hvernig heldurðu að hún mundi lita út í hvers- dags-tuskunum hennar Dísu litlu? Samúel (skotrar augunum til Disu): — Eg veit ekki. —■ Eg hefi víst altaf litið á hana með liliðsjón af pokunum. — Eg er ekki alveg viss um, að eg hafi nokkurn tíma elskað liana sjálfa — svona beinlinis. — En mikil kona er hún þó vafalaust á sinn hált — stórlærð í kossum og viðmótið háskalega eggjandi. — Helgi: Að lokum vildi eg mega spyrja, livort hún hefðí; sagt þér frá börnunum sinum. Samúel (æfur og forviða): Börnunum? — Hvaða börn- um? — Þú ætlar þó ekki að fara að telja mér trú um, að • hún eigi börn! Helgi: Um það getur þú líka fengið upplýsingar hjá* Staðar-presti. Samúel (æfur): Þá eru þctta hrein og bein svik! — Manneskjan stórgölluð — margra barna móðir — ckki tú- skildings virði! — Og pokarnir fullir af kopar! (lætur hringinn renna af fingri sér niður á gólfið — tekur báð- um höndum fyrir andlitið). Það var þó svei-mér gott, að eg gaf henni ekkert skriflegt. — Helgi: Og nú vildi eg helst, að þú færir úr mínum bús- um. Moldargrenið hérna í Selhólum hæfir ekki slíkum' manni (sest). Valgerður: Þetta máttu ekki gera, Helgi. — Vertu misk- unnsamur, eins og sá er miskunnsamur, sem okkur ber að' fagna í kveld. Ásdís (gengur hljóðlega til Samúels — krýpur, tekur aðrei: hönd lians og kyssir hana). Samúel (strýkur hár hennar).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.