Vísir - 24.12.1928, Síða 1

Vísir - 24.12.1928, Síða 1
VISIR Mánudaginn 24. des. 1928. Lokaður inni um jólin Tveim dögum fyrir jól sat María vitS skrifborS sitt. Hún annafSist afgreiöslu og skriftir hjá gamla Jóni Westlake. Hann gekk til hennar, studdi hnúunum á boröiö og stóð þegjandi, þangað til hann sá, að hann mundi ekki fipa hana við vinnuna, þó að hann yrti á hana. , Hann mundi elcki hafa dokað svona við fyrir mánuði, en nú var hann orðinn rólyndari og miklu mildari í umgengni en áður, síðan hann hafði átt nærri klukkustund- ar tal við starfsbróður sinn, ein- hvern fornsala frá París. sem kom- íð hafði að heimsækja hann. En í kaupum og sölum var hann þó samur eins og áður. Hann hafði á boðstólum hvers konar trausta muni og listaverk, en einkanlegá allskonar forna gripi, hringa og gamlar klukkur, Búdda-líkneski úr eiri, skraut- gripi skorna úr fílabeini, ábreiður, kínverskar drekamyndir og forn húsgögn úr eik. Hann verslaði i gömlu húsi við Matthew-stíg, og öllum þessum fjölbreytta varningi var þrengt inn í hvern krók og kima, hvar sem því varð við kom- ið. Jafnvel í baðherberginu var hrúgað saman postulínsvarningi, og húsið alt, gamalt og crpið, var ærið draugalegt innan veggja. María sat þarna eins og blóm í forngripásafni og leit á hann brosandi. Henni var orðið hlýtt til gamla mannsins, þó að hann yrti stundum ekki á hana klukku- stundum saman. „Hvað hafið þér ætlað yður að gera um jólin, ungfrú Gregcry?“, spurði hann. „Eg hefi ekkert um það hugs- að,“ svaraði María, og furðaði sig hálfvegis á þessari spurningu. „Svo að þér verðið þá einar i leiguherbergi yðar, og konan, sem þér búið hjá, verður að bera á borð fyrir yður um jólin, og gremst, eins og von er, að þér hafið ekki farið neitt að heiman. Þér eruð ekki öfundsverðar af því. Þér ranglið eitthvað út, og komiö svo heim og setjist einmana að miðdegisverði. Þér lesið einhverja bók og grátið líklega yfir henni. Og loksins farið þér snemma að hátta, til þess að láta daginn líða sem fljótast. Eg þekki þetta.“ „Þessi skemtilega lýsing yðar er hárrétt í alla staði,“ svaraði María. „En það hefir engum verðlaunum verið heitið fyrir lýsing á næstu jólum mínum, herra Westlake. En tilraun yðar er þó góðra gjalda verð.“ Ofurlitið bros fór um hrukkótt og fölt andlit gamla mannsins. „Mér hefir dottið í hug tilllaga, sem yður kynni að falla í geð,“ sagði hann. „Hún gæti gefið yður dálítið i aðra hönd, og orðiö til þess, að eg færi að heiman um jólin. Eg þyrfti að bregða mér til Parisar, en mér er ekki um að fara frá þessum verðmætu mun- um, án þess að einhver sé til þess að gæta þeirra.“ „Til Parisar?“ spurði Maria. Henni var örðugt að hugsa sér gamla Jón Westlake í jólaglaumi þeirrar borgar. „Já, til Parísar," svaraði hann. „Eg ætla að reyna að ná þar aftur í nokkuð, sem mér er dýrmætt. — Viljið þér þá eyða jólunum í þessu húsi, ef eg sé um, að þér fáið allt, sem þér þurfið hendi til að rétta á meðan? Eg skal útvega yður góðan grammófón með skemtileg- um lögum, og eg skal greiða yður vikukaup fyrir ómakið. Eða óttist þér að vera hér einar innan um drekana?" „Alls ekki, — en væri nægilegt lið að mér til þess að gæta búðar- innar?“ „Nei, — en eg væri sjálfur ónýt- ur til þess. Þér eruð sennilega sterkari en eg er orðinn, en dvöl yöar hér væri nóg til þess, að fæla alla frá að brjótast inn, og þó að svo færi, að einhver kæmi, þá veit eg. að þér munduð hljóða upp yfir yður og fæla hann burtu. Þér get- 'ð gert yður í hugarlund innbrots- þjóf, sem væri allur á nálum; ætli honum brygði ekki í brún, ef hann iieyrði unga stúlku hljóða upp yfir sig og kalla á hjálp. — Hann mundi taka til fótanna og fara skemstu leið út, en þér þyrftuð ekki annað en að bíða rólegar eft- ir lögreglunni." „Mér er ánægja í að vera hér, hr. Westlake. Það yrði þó altaf til- breytni. Má eg hafa danslög á p'.ötum eftir vild?*" „Svo mörg sem eg get fengið keypt.“ Þetta var þá fastráðið, og gamli Jón Westlake hélt af stað til Par- ísar, en þegar hann var farinn, varð Maríu hálfvegis órótt, og hún gekk upp á loft, þegar hún tiafði lckað búðinni. Hún bjó þar um sig, eldaði sér kveldverð, tók sér bók í hönd og settist við eld- inn. Hún var öðru hverju að líta upp úr bókinni og horfa á fólkið, sem flyktist fram og aftur um götuna. Það var að flýta sér aö Ijúka jóla- kaupunum, En skömmu eftir lok- unartíma búða, var gatan orðin mannlaus og alt varö hljótt, ná- lega eins og í mannlausri borg, þvi að Jón gamli var eini maður í allri þessari götu, sem bjó uppi y fir búö sinni. María fór nú að heyra til gömlu klukknanna, sem gengu hér og þar i húsinu, og „sungu hver með sinu nefi“, og brak og brestir heyrðust öðru hverju í gömlum innviðum hússins og jafnvel út úr dimmum skotum, þar sem ófrýnilegir drekar lágu og Búdda-líkneski störðu á eitt- hvað, sem hún kom ekki auga á. „Hér virðist eitthvað óhreint á sveimi, sem gott væri að losna við,“ hugsaði Maria. Hún valdi sér danslag, dró upp grammófóninn og ögraði öllum þessum gömlu myrkravöldum með nýmóðins glaumi og gleði. Síðan tók hún til að dansa þarna alein, á auðum bletti á miðju gólfi, eins og kongsdóttir, sem hefði ver- ið heilluð þangað einhvers staðar utan úr víðri veröld. Hún var mjög ungleg, fögur og einmana innan um allan þenna gamla og fornfá- lega varning. Hún vissi, að hún hefði ekki blíðkað skap hinna ygldu dreka eða mildað ásjónu Búdda, sem horfði á hana eins og honum stæði alveg á sama um allt og alla. En hún hélt áfram að dansa, til þess að sannfæra sjálfa sig um, að hún væri ekki hrædd. Skuggar grúfðu í hverju horni, og henni hefði ekki komið á óvart, þó að kaldir fingur hefði þrifið til hennar út úr einhverju horninu. En það urðu ekki kaldir fingur, sem vöktu hana af þessum draumi, heldur karlmannsrödd. „Ágætt!“ heyrði hún kallað til sín. „Afbragð! Framúrskarandi! Gerið þér svo vel að halda áfram!“ í dyragættinni stóð ungur mað- ur. Hann hallaðist áfram og svip- urinn allur bar merki einlægrar aðdáunar. Hann klappaði saman lófunum, brosti svo að skein í hvítar tennurnar og var hinn alúð- legasti í viðmóti. „Hver eruð þér?“, spurði María einarðlega, „Hvernig hafið þér komist hingað.“ „Þér hverfið þá ekki eins og þokuhnoðri, þegar yrt er á yður,“ svaraði hann. „Ætli þér hverfið eins og draumur, ef eg heilsa yð- ur með handábandi?“ „Hvernig komust þér inn?“ ( „Þér eruð þá mannleg vera! Annars hefðuð þér vitað alla hluti. Álfameyjar vita allt.“ „Viljið þér tala í alvöru og svara mér tafarlaust?" „Eg vona að það skelfi yður ekki, þó að eg segi eins og er, að eg er sonur húsbóndans hérna og komst inn með útidyralyklinum mínum. Eg ætlaði að finna West- iake, föður minn. En eg er ekki að flýta mér. Hvernig væri að heyra annað lag, eitthvað skemti- legt?“ „Sonur húsráðandans! Á þá hr. Westlake son á lífi?“ „Svei mér, ef eg skrökva! Eins cg eg stend hérna, þá er eg son- ur hans.“ „En eg hefi unnið hér hjá hon- um nokkra mánuði, og hann hefir aldrei nefnt yður á nafn.“ „Það er mér að kenna. Eg hugs- aði mest um minn hag og skeytti ekkert um föður minn. Hann hefði átt að vita, að yður þætti gaman að fræðast um annan eins efnis- mann eins og mig! Sjáið þér ekki hvað við erum líkir?" „Ekki liggur það í augum uppi. Mér finst, ef satt skal segja, að yk.kur svipi ekkert saman. En þér eruð ef til vill líkur móður yðar?“ „Það kann að vera. En ætlið þér ekki að segja mér, hvað þér heitið? Svo gætum við sem best dansað saman, þangað til eg fer aftur til gistihússins." „Hvaða gistihúss?" „Anchor heitir það.“ Maria gekk að símanum, og bað um samband við An,chor gisti- húsið.“ „Er herra Westlake þarna? Eg sem spyr, heiti ungfrú Gregory.“ „Nei, ungfrú, hann er nýlega íarinn út,“ var svarað í gistihús- inu. Hún sneri sér að unga mannin- um, sem stóð hjá henni og hlustaði. „Þér hafið að minsta kosti skráð nafnið yðar í gestabókina,“ sagði hún. „Það er þó heldur til að sanna sögu yðar.“ Hún tók sím- ann aftur og spurði: „Getið þér lýst honum? Þekkið þér hann i:okkuð?,“ „Þessu getur enginn svarað þar. Sarfsfólkið er alt nýkomið," sagði ungi maðurinn. „Við höfum enga ástæðu til þess að rengja, að hann segi satt til sín,“ sagði sá, sem talaði í sim- anum. „Hvers vegna spyrjið þér?“ „Af því að hann er hér að spyrja eftir föður sínum, sem far- inn er að heiman, en húsið er fullt af verðmætum munum.“ „Væri þá ekki ráðlegast, að þér leyfðuð honum að koma inn?“ „Plann hefir komist inn með úti- dyralyklinum sinum.“ „Honum ætti þá að vera borgið, úr því að svo er, eða sýnist yður það ekki?“ „Það er likast til,“ svaraði María og hætti símtalinu. Francis Westlake horfði á hana og leit út undan sér, en góðlátlegt bros lék um varir honum. „Ef mig hefði grunað -þetta,“ svaraði hann, „þá hefði eg haft eitthvað með mér, til þess að sanna hver eg væri,“ „Mér þykir fyrir því, að þurfa að vera svona varkár, en mér hef- ir verið trúað tyrir húsinu. En mér sýnist samt, að þetta geti verið satt. Má eg bjóða yður eitthvað að eta eða drekka?“ „Eg dansa aldrei, þegar eg er saddur,“ svaraði hann. „Eg ætla í’.ú að draga upp grammófóninn. Það eru fimm ár siðan eg hefi dansað við enska stúlku, og mér þætti gaman að mega dansa fyrst við yður!“ „Gott og vel. Þér rænið engu á meðan þér dansið við mig.“ Francis Westlake fór úr yfir- frakkanum og lagði hann yfir höf- uð eins Ijótasta drekans. Þau höfðu ekki stigið nema fá- ein spor, þegar þau fundu, hve létt og ljúft þeim varð um sporið. Maria fann, að hún hafði aldrei á ævi sinni dansað betur, og Fran- cis varð þess var, að hann hafði aldrei dansað, við léttstígari dans- mey. „Það er eitthvað í fari enskra stúlkna," sagði hann, „sem skygg- ir á allar aðrar. Þér dansið vegna listarinnar og berist eins og lauf fvrir vindblæ. Þér trúið ekki, hvað eg skerriti mér vel.“ „Sama má eg segja.“ „Þér hafið verið hræðilega ein- mana hér. Er ekki svo?“ María kinkaði kolli. „Þér þekkið þenna ógurlega dreka, sem þér breidduð frakkann yðar yfir? Mig langaði líka til að hylja hann með einhverju, en var hrædd um, að hann færi þá að ygla sig, svo að eg þorði það ckki.“ „Það er mesta ónærgætni, að skilja yður hér eina eftir. En fað- ír minn er nú svona gerður. Af því að hann hefir aldrei haft nokk- urn beyg af þessum munum, þá kemur honum ekki til hugar, að r.ðrir hafi það. Eða liann mundi telja slikt til ístöðuleysis, ef hann yi-ði þess var, og síst vilja glæða það með vorkunsemi." „Eg skil ekkert í, að hann skyldi aldrei minnast á yður.“ „Eg skil það. Við vorum ólíkir í mörgu. Hann er allur í þessu gamla, og vildi, að eg tæki þátt i þessu stafi hans. En eg vildi skemta mér og fást viö listir. Sein- ast varð okkur sundurorða, og þá fór eg mína leið. Mig langaði til þess að mála glaða menn og glæsi- legt landslag. En hann sagði, að það væri gagnslaúst, þvi að ekk- ert fengist fyrir listaverk, fyrr en löngu eftir dauða listamannanna. Hann var vanur að segja, að það borgaði sig að versla með listaverk dauðra manna, „en þú hefir hvorki í þig né á, ef þú ætlar þér sjálfur að gera þess háttar listaverk," sagði hann oft við mig. Og loks- ins fór svo-------.“ „Eg hefi sjálf heyrt hann segja þetta margsinnis,“ sagði María. „Eg fór svo til Parisar, og fór að mála smámyndir á fílabein. Og eg var svo heppinn, að Banda- rikjamenn, sem þar eru, fóru að sækjast eftir verkum mínum. Nú er eg á leið til Bandaríkja og verð þar nokkura mánuði, — eða ef til vill fer eg þangað alfarinn. Eg á þar kost á miklu meiri atvinnu en eg get af hendi leyst.“ „Og þér hafið komið til þess að kveðja hr. Westlakesagði Mar- ía. „Mig langaði til að reyna það. Vinur minn kom nýlega frá París, og átti tal viö hann um mig, en hann vildi þá ekki heyra mig né sjá. Gott og vel! Faðir minn er nú ekki heima, svo að þá er ekk- ert við því að gera.“ „Hvenær leggið þér af stað?“ „Eg ætlaði mér að fara frá Li- verpool á rnorgun, eða-------.“ „Á morgun? Sjálfan jóladag- inn?“ „Hvers vegna ekki? Á morgun eða hinn daginn.“ Hann tók frakk- ann sinn af gamla drekanum og horfði á Maríu. „Eg geri ráð fyrir, að óhætt sé að skilja yður eina eft- ir hér. Eg á við, að engin hræðsla grípi yður, þangað til eg kem í fyrramálið." „Mér er óhætt,“ svaraði hún. „Eg veit ekki, hvort mér er óhætt að trúa yður, og eg veit ekki, hvað við ættum til bragðs að taka, nema að þér viljið vera i herbergi mínu í gistihúsinu í nótt og láta mig sofa hér ?“ Mariu fanst þetta þjóðráð fyrst

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.