Vísir - 29.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 29.12.1928, Blaðsíða 2
VÍSIR Kartoflumj 0L Hrismj 0l. Sagé, Veedol Það er alt of mikil áhætta að nota lélegar smurningsoliur á bifreiðar. Viðgerðaverkstæðin sjá daglega stórskemdar vélar vegna slæmrar ol- iu, sem bifreiðaeigendur kaupa vegna þess, að þær eru fáum aurum ódýrari líterinn. Notið að- eins allra bestu olíutegundir svo þið komist hjá dýrum viðgerðum. Kaupið Veedol olíur. „Graf Zeppelin“ notaði þær á fluginu inilli Ameríku og Evrópu fyrir skömmu, og „Commander Byrd“ hefir valið Veedol til Suðurpólsflugsins. Athugið, hversu mikið traust Veedol olíunum er sýnt með þessu. Notið þær til að spara yður peninga. Júh. Ólafsson & Co. Reykjavík. Aðalumboð fyrir Tide Water Oil Company, New York. Símskeyti —X— Kliöfn, 28. des. FB. Vinnusamningar í Noregi. Frá Osló er símað: Samning- iu' á milli vinnuveitenda og verkamanna var undirskrifaður á aðfangadag jóla. Núverandi lamiakjör í járniðnaðinum verða óbreytt um næstu tvö ár. Að þessir samningar tókust hef- ir vakið alnienna ánægju og aukið vonir matma um, að til- raunir þær, sem í hönd fara, til samninga í öðrum iðnaðargrein- um, gangi friðsamlega. Betri horfur uin iðnaðarfrið liafa haft örfandi áhrif á atvinnulifið, einkum skipasmíðaiðnaðinn. Hafa norskar skipasmíðastöðv- ar fengið margar nýjar pantan- ir. Viðsjár á Spáni. Frá Berlin er símað: Skeyti frá Madrid herma ,að alvarleg deila sé upp komin á milli Spán- arstjórnar og liðsforingjaefn- anna á Segovia. 100 liðsfor- ingjaefni af Segovia voru hand- teknir fyrir mótþróa gegn for- manni Riveraflokksins. Margir hðsforingjar hafa mótmælt gerðum stjórnarinnar og hafa nokkurir þeirra verið liandtekn- ir fyrir að neita að lilýða skip- unum stjórnarinnar. Launadeilurnar þýsku. Frá Berlín er símað til Iiaup- mannahafnarblaðsins „Social- demokraten“, að verkamenn í Bremerhaven, Liibeck og Kiel liafi felt gerðardóminn í vinnu- deilunni í skipasmíðaiðnaðin- um. Álíta verkamenn launa- hækkunina ófullnægjandi. Inflúensa í Bandaríkjunum og Canada. Frá Washington er símað: Verslunarráðuneytið tilkynnir, að 2000 manns i 78 bæjum í Bandarikjunum hafi dáið úr inflúensu síðastliðna viku. Frá Montreal er símað: Inflú- ensa er farin að breiðast út í Canada. 100 manns hefir dáið í Montreak Utan af landi. ♦ ísafirði, 28. des. FB. „Kinnarhvolssystur“ voru leiknar liér í gærkveldi og fyrra- kveld. Ingibjörg Steinsdóttir lék Ulrikku, Eva Pálmadóttir Jó- liönnu, Elias Halldórsson berg- konunginn, Samúel Guðmunds- son Axel og Halldór Ólafsson Jóhann. Leikurinn tókst yfirleitt vel og aöalhlutverkin vel leikin. Leiktjöld máluð af Sigurði Guð- jónssyni hér. Útbúnaður leik- sviðs góður. Tveir vélbátar Sarnvinnufé- lags Isfirðinga eru komnir frá Noregi, þriðji væntanlegur í dag. Hinir tveir á leiðinni. Bátarnir stærstir af fiskibátum liér. Látinn er Jóliann Pálsson, fyrr hóndi á Garðsstöðum. Ilann var á sjötugs aldri. Vestm.eyjum, 28. des. FB. Fjárliagsáætlun bæjarsjóðs var samþykt á bæjarstjórnar- fundi 13. des, alls kr. 277947,00, þar af niðurjöfnun aulcaútsvara kr. 212447,00. Bæjarstjórnarkosning mun fara fram 12. jan. Ur bæjar- stjórn ganga Jóhann Jósefsson og Sigfús Scheving, íhalds- menn, og ísleifur Högnason, jafnaðarmaður. Á fundi ilialdsmanna í gær- kveldi var samþyktur svofeld- ur listi: Jóhann p. Jósefsson al- þingismaður, Ólafur Auðuns- son, útgerðarm., S. Scheving skipstjóri. Nýr vélbátur, Fylkir að nafni, 40 smálestir að stærð, kom hing- að fyrir jól. Báturinn var keypt- ur i Svíþjóð. Eigendur eru fjór- ir ungir Vestmannaeyingar óg eru þeir allir á bátnum. Ferðin gekk vel. Sjaldan farið til fiskjar. Afli tregur. Bátar héðan búast sem óðast til Sandgerðist á línuvertíð. Einn nýkeyptur ísfirskur bát- ur kom hingað í gær frá Svi- þjóð. Vél í ólagi. Frá fnllveldisafraæli Jngoslafa. Tíu ára fullveldisafmæli Jugoslafiu, sambandsríkis Serba, Króata og Slafa, var hátíðlegt lialdið liinn sama dag og full- veldisafmæli Islands. Fóru hátíðahöldin víðast fram með kyrð og spekt, nema i Zagreb, aðalborginni í Króatíu. Eins og frá var sagt í skeytum i mánað- arbyrjun urðu þar óspektir og blóðsútheílingar. Borgarar í Zagreb höfðu fengið fyrirslcipanir um það frá stjómmálaforingjum sínum, að lialda 1. deseml>er ekki hátíð- legan, til þess að láta í ljós gremju sina út af morðum, er urðu í Skupslitina 20. júni s. 1. og vöktu mikla reiði meðal Ivíó- ata. En nú var það skylda lxer- manna og opinberra embættis- manna að halda liátiðlegt af- mælið, og gengu þeir í skrúð- göngu til katólsku dómkirkj- Munið að sænsku karlmannafötin eru óefað vönduðustu fötin sem til landsins flytjast. Verðið mjög sanngjarnt. — Fást aðeins hjá Reinh. Andersson Laugaveg 2. MæðurT Alið upp hrausta þjóð. Gefið börnunum ykkar þorskalýsi. Ný egg, da=;lega. Fæst í VON 06 BREKKUSTÍG1. unnar. Er þeir nálguðust kirkj- una, komu þrír svartir fánar í ljós á kirkjuturnunum. Lög- reglan fór þegar í stað inn í kirkjuna, reif niður fánana og tók liöndum átta unga menn, sem hún fann í turnunum. Eftir þetta liélt fylkingin til annar- ar kirkju, og fór þar fram fjöl- sótt messugerð. pegar farið var með hina liandteknu unglinga til fangels- is urðu óspektir. Lögreglan heyrði hljóð, er hún áleit skammbyssuskot, og er þá sagt að hún liafi hleypt af allmörg- um skotum. Var nú lialdið á- fram að skjóta, og hlaust það af, að piltur að nafni Stanko Petrich var særður banasári, en þrír vegfarendur og einn lög- regluþjónn voru alvarlega særð^ ir. Aftur lá við slysi, er hópur stúdenta, er stóðu fyrir framan háskólann, ögraði herflolcki, er gekk framhjá. Stjórnandi her- flokksins reiddist móðgun- um stúdentanna æg skipaði liði sinu að nema staðar. Var hafð- ur viðbúnaður að gi’ipa til vopna, en óeirðirnar hjöðnuðu niður og lierflokkurinn hélt leiðar sinnar án þess, að meira gerðist tíðinda. Stjórnmálaforingjárnir í Zagreb sögðu borgurunum að draga upp svarta fána til að syrgja hinn fallna ungling. Lög- reglan gerði tilraunir til að koma í veg fyrir þetta, en samt voru margir, er létu til leiðast, og klukkan sex að kveldi var kominn sorgarsvipur á bæinn. Um kveldið var 1 sífellu reynt að ögra lögreglunni og stjórn- inni í Belgrad. Ilvarvetna mátti licyra lirópað: „Lengi lifi písl- arvottar Króata!“ og „Niður með lögregluna!“ Flokkar lög- reglumanna urðu fyrir grjót- kasti. Hvað eftir annað var skotið úr skammbyssum, einn ineinlaus vegfarandi feklc sár á liöfuðið og allmargir. fengu minni sár. Fjöldi manna var sendur í fangelsi, þótt þeir, er fyrir æsingunum stóðu, lokuðu sig oft inni í liúsum sínum og yrði eigi teknir fyr en eftir liarða viðureign. Háskólanum í Zagreb var lokað upp úr óeirðúnum og þykir nú ekki horfa friðvæn- lega þar syðra, frekar en fyrri daginn. ¥egamál, —o—- Frh. Misjaf nt .færi'. Um 30 ára skeið hefi eg farið eitthva'ð nál. 40 sinnum um Hellis - heiði á vetrum, oftast í febrúar eða marz, þegar snjór og ís er einna mestur. Og þá jafnan haft í huga, hvort vetrarumferð yrði betur borg- ið á járnbraut eða vel settum vegi. Á þessu árabili hefir vitanlega aldrei komið annar eins snjór og 1898. Ekki helcíur líkt því aðrir eins byljir og blotar á víxl, með ísregni, harðfenni og hörkum, sem veturinn 1880—81. Samt hefi eg oft séð þar fannir djupar, vatnskrap mikið og hrannir háar á sumum stöðum, þar sem mælt var fyrir járnbrautinni. Hólmsá hleypur oft úr farvegi. Seinast í gæðavetrinum síðastliðna, fleytti hún löngu stykki ofan af veg- inum fyrir austan Hólmsárbrúna, sem þó var gamall og gróinn, meira en meter á hæð. Svo gæti og farið um járnbrautarundirhleðslu eða nýjan veg,ef lagður yrði á brautar- stæðið milli Hólms og Baldurshaga (norðan við Rauðhóla). Og eins gæti fariö fyrir ofan Hólm, þvi áin heíir oít hlaupið úr farvegi ofar, og yfir veginn neðan við Lækjarbotna; fylt þar svo af krapa og hrönn, að ferðamenn hafa komist þar í vandræði. — Fyrir fá- um árum eg og aðrir. Einhverntíma yrði „þröskuldur á vegi“, þegar snjókoma með byljum verður 22 daga í einum mánuði, eins og var í febrúar 1898. Eða snjóar og blotar ganga á víxl, allan vetur- inn, svo sem var t. d. 1913—14. Þá var þegar í nóvember „hrök og um- hleypingar, með vonsku-útsynningi og örgustu ófccrð á fjallvcguin“, hér hér syðra. Veturinn þar áður urð- um við tveir að ganga frá hestum i botnlausri lófœrð á veginum í Ölf- usinu, þar sem hann er lagður of- an í leirflag, og leita hjálpar — með an hestarnir hvíldust, eftir umbrot- in og á kafi í skaflinum. Ferðasaga. Veturinn 1920 var hið eina sinn, er eg sneri aftur. Lagði á stað úr Reykjavík i logni og þíðu (eftir hád. 29. febr.). Þá var sá snjór hér í bænum, að krapið og vatnið var í ökla á veginum í Sogamýrinni. Við Elliðaár byrjaði að drífa i logni og svo ákaft, að við Baldurshaga (sem þá var mannlaus) var kominn snjór nýdrifinn í mjóalegg, en undir var frostlaus snjór, svo gljúpur í blettum, að eg sökk að hné. Hver dælcf var full af snjó, hvergi vak- aði fyrir Hólmsá, hvað þá heldur veginum undir brúnunum, — nið- ur að honum voru víst nokkrar áln- ir á löngum köflum. Komið var rökkur og ekkert sást til neinna kennileita. Fór þá skyndilega að hvessa á norðan, og gerði all-,snarpa hrynu, (en hafði áður um stund rokkað sitt við hverja átt), svo eg gat ekki fylgt förum mínum eða séð votta fyrir þeim lengur en um 1—200 fm. Úr því sást engin „leið- arstjarna", hvorki á hiinni né jörðu, og varð eg því bara að hugsa uin hana; en hún varð þá Margrét hús- freyja að Árbæ. Og hún brást ckki, heldur en vant er. Eftir bestu hress-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.