Vísir - 30.12.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1928, Blaðsíða 3
Ví SIR ian flutning bílarnir — eg flug- vélarnar fáa farþega á sínum tíma — skildu eftir handa lestinni. Hve oft hún kynni aS verSa aS skrölta á milli, fyrir minni tekjur x flutn- kigagjöldum, en næmi kolaeyðslu (e<5a rafurmagnsleiöslu og kostn- at5i), eöa hve oft hún yröi aö liggja -fereyfingarlaus, meö brautarstjóra, vélstjóra, lestar- og stöövarþjóna : á föstum launum. Frh. Vigfús GuÖmundsson. Kxistín Pálsdóttir, Hverfisgötu i25, anda'öist á sjúkrahúsinu i Landakoti þ. 23. dés. þ. á. Krist- ín var fædd 18. sept. 1885 aö Spóa- stöðum í Biskupstungum, þar sem fcreldrar hennar, Páll Guðmunds- son og Anna Pálsdóttir, þá dvöldu hjá fósturforeldrum Páls, en for- . fildrunx Önnu, Páli Þórðarsyni og Kristínu Ólafsdóttur. Árið 1889 tóku þau Páll og Anna við búi foi-eldra hennar og bjuggu þar síðan í 20 ár, eða til ársins 1911, ér þau fluttu hingað til Reykjavxkur. ÖIl þessi ár og þar til Anna andaðist 1916, átti hún við mikla og erfiða vanheilsu að striða. E11 sú líkn var henni cg nxanni henn- ar lögð með þraut, að einasta barn þeirra, sem upp komst, Kristín, sem hér er minst, var snemma þroskuð, bæði andlega og likam- lcga. Þegar frá ungum aldri hvildi á hennar herðum, ásamt föður henn- ar, umönnun veikrar, oft sárþjáðr- ar móður og forstaða fjölmenns og gestskvæms heimilis og all- stórs húss. En öll þessi vandasömu og oft erfiðu störf, leysti Kristín sáluga af hendi með þeirri kær- leiksríku fórnfýsi, alúð og ár- vekni, er einkendi alt hennar líf. Kristín Pálsdóttir hafði tekið að erfðum blíðlyndi og bókhneigð móður sinnar, en vöxt og skap- festu föður síns. Hún var há vexti, en svaraði sér vel. Hún var góðuni gáfum búin, námfús og athugul, enda víðlesin og fróð, einkum á islenskan skáldskap. Hún var vel að sér til handanna, vinnusöm og verklagin. Hún var hollráð og hjálpfús. Mannúðarmálin áttu vís- ai1 stuðning, þar sem hún var. Hún var góðtetnplar ög -bindindis- ir.álið var henui mikið áhugamál. Hún var dýravinur. Einkum voru hestarnir hennar eftirlæti, enda var fátt, — neina þá lestur góðra bóka, — - er veitti henni u'.eiri ánægju og yndi, en að kcma á hestbak og láta ■gæðinginn spretta úr spori. Hún var prúð og- látlaus í fram- göngu, alúðleg í viðmóti, ákveðin í skoðunum og hreinskilin, en -sanngjörn í dómum. Hún var trygg vinum síntun og glaðvær í þein-a hóp. Hún átti bjarta trú á sigur þess góða og sanna. Þannig hafði upp- eldi og lítsstarf mótað hana. Og nú er hún horfín yfir um „móð- una miklu“. Ástrík umönnun föð- ur Kristínar fyrir dóttur siuni ungri, uppeldi hennar og mótun, — sem vegna veikinda móðurinn- ár, hvíldi mest á hcnum,-— og samstarf hans með henni síðar í Fullkomnustu viðtæki, sem fáanieg era. EMGIM |„BATTERI“ LENGURT <j§ æ Telefmiken 9 W tengjast beiot við bæj- gg arstrauminn og nota þassvegna GDgÍll „ljatt8FÍ“. S8 <38 06 Aðalumboðsmenn fypir Tðlefunken ^ HJÁLTÍ BJðRNSSON & CO. 1 isessææææææææææææææææasæææææi ili-yiii prtr i\\i glaði Mitt og þetta« lífinu við hjúkrun móður hennar, heimilis- og búsumhyggju, batt þau feðgin svo traustum og inni- legum böndum ástríkis og sam- huga, að betur verður ekki á kosið. Má nærri geta hvílíkur harmur er kveðinn að föðumum, þar sem hann, aldraður og slitinn, stendur nú einn uppi sinna nánustu, við hið óvænta fráfall elskaðrar dótt- ur, sem lfann með þakklæti minn- ist, að átti enga heitari ósk en þá, að mega halda áfram að hlynna •að honum og annast hann í ellinni. En Páll Guðmundsson er meiri stillingar- og þrékmaður en svo, að hann æðrist. Hann veit líka, að dóttir hans sendir honum hlýjar kveðjur handan yfir „móðuna miklu“, þar sem hún trúði, að mennirnir héldu áfram að lifa cg þioskast eftir líkamsdauðann. Það- an sendir hún nú föður sínum og öðrum vinum! hlýjar óskir sínar tim farsæl ár. H. S. □ 8DDA 5929163 - H St.'. □ •EDDa 5929167 — V St *. Lfsti í □ og hjá S.. M.. til 2. jan. kl 6 siðdegís. Áramótaguðsþjónustur. í dómldrkjunni: Á gamlárs- kveld kl. 6 síra Friðrik Hall- grímsson og kl. 11V2 Sigurbjörn Á. Gislason, cand. theol. — Á nýársdag kl. 11 síra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síra FriðriH Hallgrímsson. í fríldrkjunni í Reykjavík: Á gamlárskveld kl. 6 síra Árni Sigurðsson. — Á nýársdag kl. 2 síra Árni Sigurðsson. I þjóðkirkjunni í Hafnar- firði: Á gamlárskveld kl. 6 síra Árni Björnsson og á nýársdag' kl. 1 síra Árni Björnsson. I fríkirkjunni í Hafnar- firði: Á gamlárskveld kl. 7V2 síra Ólafur Ólafsson og á ný- ársdag ld. 2 síra Ólafur Ólafs- son. í Landakotskirlcju: Á gaml- árskveld kl. 6 þakkarguðsþjón- usta. Á nýársdag hámessa kl. 9 árdegis og kl. 6 síðdegis guðs- þjónusta með predikun. í spítalakirkjunni í Hafnar- firði: Á gamlárskveld ld. 6 þakkarguðsþj ónusta. Á nýárs- dag liámessa kl. 9 árdegis og ld. 6 síðdegis guðsþjónusta með predikun. Sjómannastofan. Guðsþjón- usta á gamlárskveld kl. 6. Ólaf- ur Ólafsson kristniboði talar. Á Njálsgötu 1: Iíristileg sam- koma á nýársdag ld. 8 síðd. All- ir velkomnir. Hjálpræðisherinn: Opinberar samkomur kl. 11 á gamlárs- kveld og kl. 11 árdegis og kl. 8 síðdegis á nýársdag. Árni Jó- hannesson stjórnar samkomun- um. Næsta blað Vísis verður borið út tímanlega á morgun. Veðurhorfur. í gærkveldi leit ur fyrir að gott veður numdi verða í dag víðasthvar á landinu. — í nótt má búast við, að hvessi af suð- austri með nokkurri úrkomu. Alþingi er stefnt saman til reglulegs fundar föstudaginn 15. fehr. næstkomandi. Jón Hermannsson lögreglustjóri hefir verið skip- aður tollstjóri i Reykjavík frá 1. næsta mánaðar að telja. Leikhúsið. „Nýársnóttin“ verður leikin i kveld kl. 8 og þar næst á ný- ársdag. Aðgöngumiðar að báð- um sýningunum verða seldir i Iðnó í dag. Að sýningunni á ný- ársdag verða aðgöngumiðar seldir þann dag kl. 10—12 og eftir kl. 2. — Aðsókn hefir ver- ið mjög mikil að leiknum þau kveld, sem liann hefir verið sýndur að þessu sinni. Landpóstar norður og veslur fara héðan '5. janúar. Austanpóstur fer 10. janúar. í haust og vet- ur hefir póstflutningur verið sendur austur j’fir fjall að stað- aldri milli aðalpóstferða. Stúdentafræðslan. Sigfús Sigfússon frá Eyvind- ará flytur erindi í Nýja Bíó kl. 2 í dag að tilhlutun stúdenta- fræðslunnar. Ætlar hinn aldni fræðaþulur að tala um þjóð- sagnasal'n sitt og segja nokkur- ar sögur. H. J. Hólmjárn efnafræðingur, flutli erindi á fundi, er haldinn var í íslands- deild félags norrænna búvís- indamanna, um nokkur undir- stöðuatriði landbúnaðar. Ralcti hann framþróun búnaðarins í Danmörku, færði skýr rök að liverja þýðingu hin vísindalega rannsóknarstarfsemi hefði liaft til að lyfta dönskum landbúnaði til forvígis í landbúnaðarmál- um meðal alþjóða. Hann skýrði síðan frá framþróun íslensks búnaðar og' færði rök að, hvers væri vant til að framþróun ís- lensks húnaðar væri bygð á traustum grundvelli. Leiddi hann skýr rök að því, að ís- lenskan landbúnað vantaði inn- lenda rannsóknar- og tilrauna- starfsemi, er skapað gæti inn- lend búvísindi, er landbúnaður vor bygði framtíð sína á. Var erindið einkar fróðlegt og vel flutt. Halldór Jlorsteinsson skipstjóri tók sér fari til Eng'- lands á „Baldri“ í fyrrakveld. Trúlofun sína hafa birt ungfrú Svava Sveinsdóttir, Urðarstíg 15, og Magnús G. Kristjánsson, versl- unarmaður, Grundarstíg 4. Náttúrufræðisfélagið hefir samkomu i náttúru- sögubeklc Mentaskólans mánu- daginn 7. janúar kl. 8%. Fiðrildi heitir safn af smásögum eft- ir Gunnár M. Magnúss, sem ný- lega er komið út á kostnað hókaverslunar Guðm. Gamali- elssonar. Verður getið síðar. St. Dröfn hefir jólfagnað kl. 5 í dag í fundarsalnum við Brattagötu. Nýárskveðja. FB. 29. des. Erum á leið til Englands. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegs nýárs. pökkum gamla árið. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Ráu. Vilji ex- nýlega kominn út (6. tbl. 1. árg.) cg hefst á kvæSi um Jón br'skup Arason eftir Kr. Guölaugs- son. Margt er þar fleira kvæ'ða og greina af ýmsu tagi, ritdómar o. fl. — Kristján GuSlaugsson hefir verið ritstjóri blaðsins á'S undan- föi-nu, en lætur nú af því starfi. Hjálparbeiðni. Kunnugur maSur hefir tjáð Vísi, aS hjón ein hér í bæ eigi viS niikla fátækt aS búa, vegna heilsuleysis þeirra beggja, og sé því mikil bág- indi á heimilinu. Væri vel gert, ef einhver vildi rétta þeim hjálpar- hönd. Vísir veitir gjöfum vi'Stöku. Gjafir til heilsulausa drengsins, afh. Vísi: 2 kr. frá S., 2 kr. frá M., 2 kr. frá fátækri konu, 2 kr. frá S. B. Gjöf til Elliheimilisins afh. Vísi: 25 kr. frá matborSi á aSfangadagskveld. Aheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr. frá S. P., 3 kr. frá gamalli konu á Akranesi, 3 ki'. frá stúlku, 5 kr. frá S. G., 15 kr. frá K. J., 5 kr. frá vélstjóra, 5 kr. frá GuSrúnu Helgadóttur, 5 kr. frá H. S. Björgunarflekar. HiÖ mikia gufuskip Cunard-fé- lagsins, „Carmania“, hefir nýlega reynt nýja tegund björgunarfleka, og eru þeir ger'Sir úr gúmmibornu lérefti. Flekar þessir eru mjög létt- ir, og geta fjórir menn au'Övtldlega borið þá. Er hægt að blása þá upp á rúmum 6 mínútum og ber hver fleki 30 menn, jafnvel þótt helm- ingur loftbelgjanna sé óþéttur. Flek- inn er mjög handhægur og léttur, eins og áSur var sagt, og gera menn sér vonir um, að hann geti komið að miklu haldi. Nýr forseti í Austurríki. Snemma í desember fór fram forsetakosning í Austurríki. Kosningu hlaut Herr Miklas, sem verið hefir forseti þings þeirra Austurríkismanna. Tek- ur hann við af Dr. Hainisch, sem setið hefir í embætti tvö kjörtimabil. — Nýi forsetinn telst til krislilega jafnaðar- mannaf lokksins; hefir hann verið mentaskólastjóri í bæn- um Horn og þingmaður síðan 1907. Er sagt að liann njóti góðrar virðingar hjá öllum flokkum, en jafnaðarmenn vorn andvígir kosningu lians fyrir þá sök, að liann er ramrn- kaþólskur og einnig andvígur sameiningu Austurríkis og pýskalands. En tii þessa hefir verið sagt, að sú hreyfing hefði mjög eindregið fylgi i Austur- ríki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.