Vísir - 31.12.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 31.12.1928, Blaðsíða 4
4 Mánudaginn 31. desember 1928. VÍSIR FABRIEK6MERK Snðnsúkkuiaði, Átsúkknlaði, „Overtræk" Kakaó, Öviðjafnanlegt að gæðum. BÚSÁHÖLD alls -konar VERKFÆRI alls konar VÉLAREIMAR LÁTÚNSPLÖTUR og S T A N G I R Fæst á Kiapparstíg 29, hjá VALD. POULSEN. »oocoooooooo;iooooöcocccö;icc;icoccoooocao;xico»oöooooo«; \T“—m 1J>*. £í?!t±t2uíi fínUm. nGóða frá Slgríður, hvernig ferð þú að hús til svons góðar kökar?“ bEg skal kenua þér galdarinn, Ólðf mín. Notaða aðeins Gerpdlrer, Eggrjapúiver og aila dropa frá Efna- gerö Reykjavikur, þá verða kökarnur svona fyrlrtaks góðar Það fœst hjá öllum kaupmönnum, og eg bið altaf um Gerpúlver frá Efnagerðlnni eða Liliu Ger- púiver. Set upp skinn og geri við skinnkápur. Fljót og vönduð vinna. Hvergi ódýr- ara i borginni. Uppl. í Ingólfsstræti 21 B. Sími 1035. MæðurT Alið upp hrauata þjóð. GefiS börnunum ykkar þorskalýsi. Ný egg, daglega. Fæst í VON OG BREKKUSTÍG 1. F. H. Kjartansson & Go. Stvausykuv, Molasykur, Hveiti, Haframjöl, Rísgrjón, Rísmjöl, Vlctoriubauuir, Sago, Kavtöflumjöl. Verðið hvergi lægra. 50 aura gjalsi- mælis bif- reiðar altaf e iion til leigu bjá l Lægsta gjald í borginni. § í bæjarkeyrslu hefir B. S. R. 5 manna og 7 manna drossíur. Studebaker eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla en hjá B. S. R. — Ferðir til Vifilsstaða og Hafn- arfjarðar alla daga. Austur í Fljótshlið 4 daga í viku. — Af- greiðslusímar 715 og 716. Tilkynning. SiSasti dagur til afhen lingar á tómum dósum undan okkar ágætu Fjöllkonuskósverlu, skó brúnu og lakkáburði, er 31. des. 1928. Nöfn þeirra er verðluun hljota veröa auglýst í blöðunum í byrjun ftbrúar næstkomandi. Heidradu húsmæðnrT Sparið fé yðhr og notið elngöngu lang- besta, dpýgsta og því ódýa*asta Skóáhurðinn Gólfáburðinn Fæst í öllum helstu verslunum landsins. Besta Gigarettan i 20 stk pSkkam. sem kostar 1 krðoo er Commander, öö Virginia 1 æ cigarettnr ’jr ■*>»> Fást t öllnm verslnnnm. áBææææææææææææææseæææssæææææáe F RELSIS VXNIR. Eg hirði ekkert um, hvort þa'Ö þykir rétt af mér eður ekki. Mér .virðist svo, sem ekki hafi veri'S hirt um rétt eða rangt í þessu máli, hingað til. En eg held fast á rétti mínum. Og úr því að þér álítið það skyldu mina að skjóta, þá ætla eg að gera það.“ Hann þagði andartak. Hann hrosti lítið eitt og hallaði undir flatt. „Eg ætla að skjóta — — einhverntíma viö tækifæri!“ Allir viðstaddir létu undrun sína í ljós. En þrumuraust sir Andrews yfirgnæfði allar raddir aðrar, „Einhvern tíma við tækifæri —?“ „Já, þegar mér hentar að skjóta!“ sagði Latimer með áherslu. Hann gekk nú fram úr horninu, þar sem hann hafði staðið og afhenti Moultrie skammbyssuna, alvarleg- ur og rólegur i bragði. Skammljyssan var enn hlaðin. „Þetta eru skuldaskifti, sem okkur sir Andrew fara á milli og öðrum koma ekki við. Eg áskil mér rétt til þess, að krefj- ast skuldarinnar eða að láta það ógert, — alveg eins og menn gera í venjulegum skuldaskiftum." „Helvítis fanturinn!“ grenjaði sir Andrew upp yfir sig, svo að undir tók í salnum. Voru það upphafsorðin að óstöðvandi flóði blótsyrða og formælinga. Hann þreif um skeftið á skammhyssu sinni og ætlaði sér að nota skot- vopnið sem barefli. En Christopher Gadsden hélt honum með valdi, ásamt þrem — fjórum mönnum öðrurn. Ef þeir hefði ekki gert það, mundi hann þegar hafa ráðist á Latimer. Latimer og Moultrie gengu saman fram að dyrunum til Myrtle. „Elsku stúlkan mín,“ sagði Latimer og greip hönd hennar t.il að reyna að gera hana rólegri. Myrtle greip um handlegg hans og starði framan í hann óttaslegin. „Hvernig vildi þetta til ?“ spurði hún, „þröngvaði hann þér til að deila við sig, Harry? Og skaut hann með þeim ásetningi að drepa þig? — Þig? —“ „Yndið mitt! — Mér finst það megi einu gilda.“ „Má það einu gilda?“ endurtók hún og starði á föður sinn. Hún var köld og miskunnarlaus eins og dómari. — „Hvers vegna gerðir þú þetta?“ spurði hún. — „Hvers vegna ?“ „Hvers vegna? — Þú spyr um það. Eg gerði það til þess, að þú skyldir verða ekkja! Til þess að frelsa þig úr hjónabandinu — til þess að losa þig úr botnlausri smán og svívirðingu —“ „Til þess að eg yrði ekkja! — Og þetta kallarðu.ást — föðurást." „Ást!“ endurtók hann æfur og hló kaldranalega. „Hypj- aðu þig frá augum mínum! Snáfið þið burtu! Bæði tvö Til fjandans með ykkur! Eg vil ekki sjá ykkur framar. Milli okkar er öllu lokið, dóttir mín *— öllu lokið áð fullu. Eg afneita þér — útskúfa þér, þú fær engan eyri frá mér — ekki naglsrótarstærð af landeignum mínum — hvorki meðan eg lifi, né að mér dauðum! En eg ætla að biðja guð þess á hverjum degi, að eg þurfi aldrei framar að verða fyrir þeirri smán, að sjá þig!“ Harry Latimer leiddi Myrtle út úr húsinu, ofan háu tröppurnar og að vagninum — vagninum, sem hún hafði yfirgefið fyrir skömmu, vegna þess, að hún óttaðist ósjálf- rátt um mann sinn og skildi ekki hvað gæti dvalið hann. Allir hljóta að geta skilið hvernig brúðhjónunum muni hafa verið innanbrjósts, er þau lögðu af stað í brfiðkaups- feröina. Sídari liluti. I. KAPITULI. Hjónin. Latimer var skamma stund að heiman. Að tveim mán- uðum liðnum var hann aftur kominn til Charlestown. Kveldið sem hann fór hafði engum getað komið til hugar, *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.