Vísir - 10.04.1929, Side 2

Vísir - 10.04.1929, Side 2
VlSIR gúmmísólap og hæla? endast þpetalt á við leðup. Vatnstaeldir - Þægilegir — Údýrir. Nauðsynlegli* fyrir alla, sem slíta miklu skóleðpi. Með myndum úr fslendingasðgnm. § 20 stk. 1 króna. Ungliogastttkan „Bylgja" nr. 87 heldur hátíðlegt afmæli sitt næstkomandi föstudagskveld kL 6 e. h. í Goodtemplarahúsinu. Til skemtunar Verður: Leikfimi (ungmeyjaflokkur), Sóló- dans, danssýning, santfal, upplestur, skrautsýning, leikið. — Stiginn dans að skemtiatriðunum loknum. Aðgöngumiðar afhentir á morgun (fimtudag) frá kl. 1 e. h. í Goodtemplarahúsinu og kosta 50 aura. Aðeins skuldlausir félagar fá aðgang að skemtuninni. — Meðlimum Drafnar er heimilaður aðgangur að skemtuninni svo lengi sem húsrúm leyfir og verða þeir ásamt félögum stúk- unnar að vitja aðgöngumiða frá kl. 1—7 á morgun. GÆSLUMAÐUR. Þoríelfnr Jónsson póstmeistari. Hann var fæddur 26. apríl 1855 a‘ð Sólheimum í Svínadal í Húna- vatnssýslu. Voru foreldrar hans Jón Pálmason (f. 1826, d. 1886), bóndi í Sólheimum og síöar í Stóradal, og kona haus Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir (f. 1826, d. 1909). Jón bóndi í Stóradal var talinn hinn merkasti rnaður á sinni tið, framkvæmdarmaður miikill í búnaði og félagsmálum, þingmað- ur Húnvetninga um skei'ö (1863— 1865), og mjög beitt fyrir málefni sveitarinnaiv gegndi lengi hrepp- stjórn og oddvitastörfum i Svína- vatnshreppi. Faöir hans var Pálmi Jónsson, -bónda Benediktssonar í Sólheimum. Kona Pálma var Ósk Erlendsdóttir, bónda að Holtastöö- um, en móöir hans var Ingiríður Jónsdóttir bónda á Skeggstöðum (f. 1709) Jónssonar, sem hin al- kunna Skeggstaðaætt er frá kom- in. — Salóme móðir Þorleifs póst- nreistara var dóttir Þorleifs hrepp- stjóra í Stóradal, Þorkelssonar bónda i Eiríksstaðakoti, en móðir Salómear var Ingibjörg Guð- mundsdóttir bónda í Stóradal (f. 1749) Jónssonar bónda á Skegg- stöðum .— Stóðu góðar ættir að Þorleifi Jónssyni til beggja handa. Þorleifur póstmeistari ólst upp með foreldrum sínum og vandist allri algengri sveitavinnu. Lærði undir skóla hjá sira Jóni heitnum Þorlákssyni að Tjörni á Vatnsnesi, settist í annan bekk lærða skólans 1876 og lauk stúdentsprófi vorið 1S81, með ágætum vitnisburði. Þótti hann prýðilegur námsmaður i skóla, kappsamur við lestur og jafnvígur á flestar námsgreinir. Að loknu stúdentsprólfi sigldi hann til háskólanáms í Kaupmannahöfn og lagði stund á lögfræði. Lauk prófi í forspjallsvísindum 30. janú- ar 1883, en sýktist hættulega næsta vor og lá árlangt i sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, oft þungt hald- inn. Mun hann aldrei hafa náð sér til fulls eftir þá legu. Hvarf heim til íslands vorið 1884 og dvaldist árlangt eða lengur með ioreldrum sínum í Stóradal. Keypti „Þjóðólf“ 1886 og var ritstjóri hans og eigandi um 6 ára skeið (1886—1891). Lét þá af ritstjórn, scldi dr. Þlannesi Þorsteinssyni „Þjóðólf“ og fluttist skömmu síð- ar úr bænum. Hann átti sæti á Alþingi sem fulltrúi Húnvetninga 1886—1900. Naut hann lengi fullkomins trausts mikils meiri hluta kjósanda. Var og almannadómur nyrðra, er eg var að alast þar upp, að Þorleifur Jónsson stæði framarlega i fylk- ing hinna bestu þingmanna, sakir drengskapar síns, einlægni í öllum störfum og fágætrar samvisku- semi. Þótti jaJfnan örugglega mega treysta því, að hann legði það eitt til málanna, er hann teldi heilla- vænlegast landi og lýð. — En er „Valtýskan“ kom til sögunnar og hugir rnanna tóku að ruglast í í jálfstæðismálunum, rofnuðu nokk- uð fornar trygðir Húnvetninga við Þorleif, því að hann hallaðist þá á sveif með Valtýingum, en þorri kjósanda i Húnavatnsþingi var andvígur stjórnmálastefnu Valtýs og þeirra ifélaga. Leitaði Þorleifur ekki kjörfylgis upp frá þvi, enda íluttist hann úr héraðinu áður en kosningar færi fram. Þorleifur kvæntist 9. sept. 1893 Ragnheiði Bjarnadóttur, bónda Þórðarsonar að Reykjahólum, og konu lians, Þóreyjar Pálsdóttur. Dvaldist hann með tengdaforeldr- urn sínum næsta vetur, en fluttist þá (1894) norður í átthagana og reisti.bú í Stóradal í Svínavatns- hreppi. Fluttist ári síðar að Syðri- Langamýri og bjó þar eitt ár, 'en þá að Sólheimum og bjó þar til vors 1900. — Hann var skipaður póstafgreiðslumaður í Reykjavík ij. april árið 1900, fluttist suður þá um vorið og sá ekki æskustöðv- arnar eftir það. Gegndi póstaf- greiðslustörfum til ársloka 1919, en var þá skipaður póstmeistari i Reykjavík og sat í þvi embætti til síðustu áramóta. Þeim hjónum varð fimrn barna auðið og eru þessi fjögur á lífi: Þórey, verslunarmær, Salóme, bama-hjúkrunarkona í Þýska- landi, Jón Leilfs, tónskáld, og Páll, verslunarmaður. Elsti sonur þeirra, Bjanii, andaðist 1913, vart tvítug- ur að aldri. Þorleifur Jónsson var framsæk- inn máður að eðlisfari, frjálslynd- ur í skoðunum, gerhugall og fylg- inn sér. Bera því vitni ýmsar rit- gerðir haris og fillögur i „Þjóð- ólfi“. Eftir að hann hóf búskap nyrðra, beitti hann sér mjög fyrir ýmis framfaramál sveitar og sýslu. Plahn var kjörinn hrepps- nefndaroddviti Svínavatnshrepps 1895 oggegndi því starfi uns hann fluttist suður. Síðla árs 1895 gekst hanin fyrir stofnun „Kaupfélags Húnvetninga" og var formaður þess, meðan hann dvaldist í hér- ?ðinu. — Lagði hann mikla alúð og rækt við félagið, eins og allt annað, sem hann tók sér fyrir hendui", markaði því í upphafi traustaní grundvöll og rækti stjórn þess með mikilli prýði og fyrir- hyggju. Þ. J. var orðinn hálf-finnmtugur að aldri, er hann tókst á hendur póststörf hér 5 Reykjavik, og síð- an vann hann að þeim óslitið um nærfelt 29 ára skeið. Það er lang- ur. tími og örðugur. Launin ótrú- lega lítil mestan hluta tímanis, i vinnan oft langt úr hófi. Mun fæst- um kumnugt, hversu vinnubrögð- um var háttað í pósthúsinu allan fyrri hluta þessa tímabils og verð- ur það ekki heldur rakið hér. Geta má þó þess, að póstmenn urðu oft að vinna nótt með degi. Kom iðu- lega fyrir, að þeir væri rifnir upp um miðjar nætur, stundum skömmu eftir háttatima, er land'- § Pefsufatakápui’ Ibláar og mislitar, fyrirliggj- andi. Einnig falleg efni í þær. 6. Bjarnason & Fjðlústeð. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX póstar komu eða póstskip frá út- löndum. Var þá unnið hvíldarlaust til morguns og allan næsta dag, oft langt fram á kveld. Bar þá stundum við, að vinnudagurinn yrði 20 stundir eða jafnvel meira, og mundi það þykja mikið nú. En ekki var um að ræða neina sér- staka þóknun fyrir „aukavinnu“. Hún var ekki nefnd á nalflnJ á þeim árum, en launin skorin svo við neglur, að vissa væri fyrir, að eng- inn gæti af þeim lifað sómasam- lega. — Eg var samverkamaður Þorleifs í pósthúsinu hér í Reykjavík fiull 20 ár og get því um það borið, hversu hann rækti störf. sín þar. Kr þar skemst frá að segja, að iðjusamari manni, samviskusamari og árvakrari hefi eg aldrei kynst. — Störfum hans i pósthúsinu var löngum þann veg háttað, að á hon- um hvíldi ákaflega þung peninga- ábyrgð. Hafði hann með höndum póstávísanastarfið (þar til er hann varð póstmeistari) og gengu um hendur hans rnargar miljónir króna árlega og fór sífelt vaxandi. En engan eyri bar hann úr být- um, auk hinna litlu launa, fyrir á- byrgð á öllu þessu mikla fé, og munu, sem betur fer, torfundin dæmi þess, að nokkur starfsmaður í svipaðri stöðu hafi verið beittur þvílíkri rangsleitni. — Hann kvart- aði þó lítt, en lagði fram alla orku sina til þess, að inna starfið sem best af höndum. Hann spurði ekki fyrst 0g frernst um launin, en vann af óvenjulegri elju og trúmensku meðan dagur entist, og hvarf ekki frá störfum, fyrr en heilsan var ger-þrotin. Mun ekki of mælt, að hann hafi verið einn hinn allra vanuulausasti maður, sem starfað hefir i þjónustu landsins á síðari árum. Hitt er vafalaust, að hann var stéttarliræðrum sinum ágæt fyrirmynd í starfi sínu og dagfari. Eftir að Þ. J. lét af þingmensku og fluttist hingað suður, tók hann litinn opinberan þátt í stjórnmál- um. Kunnugir vissu þó, að hann hugsaði all-mikið um þau efni, og eins hitt, að hann fylgdi þeirn mönnum jafnan einhuga að mál- ura, er fylstar gerðu kröfurnar í frelsismálum þjóðarinnar. — Þótti honum að visu mikið fengið með fellveldis-viðurkenningunni 1918, en hitt duldist honum ekki, að eft- ir væri þó enn örðugasti hjallinn, og ósýnt, hversu íslendingar dygði að lokum, þá er samning'stiminn væri á enda. Mun hann að vonum hafa verið þar svipaðrar skoðunar og flestir gamlir sjálfstæðismenn og landvarnarmenn. — Heimilislíf Þorleifs Jónssonar mun hafa verið rneð miklum ágæt- um og þau hjónin einkar samhent um það, að láta sem mest gotj: af sér leiða í kyrþei. Veit eg með sannindum, að rausn þeirra og höfðingsskapur við munaðarleys- ingja og snauða menn og vanheila var miklu meiri en alment gerist, og mun margur einstæðingurinn bafa borið til þeirra hlýjan hug af þeim sökum. Þorleifur Jónsson var ekki skör- ungur, sem kallað er, og sótti laust eftir vegtyllum og öðrum hégóma. — En hann var prýðilega gefiinn maður, fyrirmynd! i öllu dagfari og eitt hið mesta valmenni, sem eg hefi kynst. Páll Steingrímsson. Símskeyti -X-- Khöfn, 9. apr. FB. Sprengikúlurnar 1 indverska þinginu. Fi’á Dehli er símað til Ritzau- fréttastofunnar: Urn leið og sprengikúlunum var varpað niður' í þingsal Indlandsþings, var og varpað niður yfirlýsingu frá „hindú-socialistiskum lýð- veldisher“. I yfirlýsingunni er komist að orði á þessa leið: „Á meðan Indverjar bíða óveru- legra umbóta af störfum Simon- nefndarinnar, reyrir stjórnin þjóðina í nýja fjötra“. í yfir- lýsingunni er einnig bent á í þessu sambandi, lög um örygg- isráðstafanir og vinnudeilur, handtökur verkalýðsforingja sýni hvert stefni, og liafi lýð- veldisfélagið þess vegna látið gera þessa árás til þess að binda enda á auðmýkjandi skrípaleik sem fram fari í þinginu. Frá London er símað: Þegar sprengikúlunum var varpað nið- ur í sal Indlandsþings, særðust finun þingmenn, nefnilega George Sliuster, formaður fjárliagsnefndar og fjórir inn- fæddir þingmenn. Einn þeirra særðist hættulega. „Juan“-málið. Frá Osló er símað: Norsku blöðin telja framlcomu amer- ísku tollvarðanna gagnvart skipshöfninni á Juan óafsakan- lega. Líta blöðin svo á, sam- kvæmt upplýsingum í skeytum um málið, er þau hafa fengið, að tollverðirnir hefði hæglega getað gefífe skipinu stöðvunar- merki á venjulegan hátt. Norska stjórnin bíður eftir opinberri skýrslu frá Bandaríkjunum og álcveður þá fyrst, er skýrslan er komin, hvað gert verður í mál- inu. Bankahrun. Frá Stokkhólmi er símað: Almánna sparbanken í Stokk- hólmi og Gautaborg og tveir sparisjóðir í smábæjum liættu fjárgreiðslum i gær vegna milc- ils taps. Blöðin telja 20 miljónir kr. tapað fé, en bankastjórn Al- mánna sparbanken segir tajiið minna. Fi»á Alþtngi í gær. Efri deiid. Frv. til 1. um loftferðir hefir samgmn. haft til meðferðar. Taldi hún allmikla erfiðleika á, að setja hér slíka löggjöf, en hitt þó ótækt, að hafa enga. — Einkum taldi hún það erfitt, að koma við umsjón og eftirliti með því, að settum öryggisráð- stöfunum yrði hlýtt. Fáeinár brtt. gerði hún við frv. og voru þær samþ. ' Frv. til 1. uni rekstur verk- smiðju til bræðslu síldar. Við frv. þetta komu fram 2 brtt. Var önnur frá H. Steins. um að láta útgerðarmenn fá fulltrúa i stjórn verksmiðjunnar, en liin frá J. Bald. um að láta bæði út- gerðarmenn og Alþýðusam- bandið fá fulltrúa í stjórninni. Voru báðar feldar, en frv. af- greitt til Nd. Frv. til 1. um raforkuveitur til almenningsþarfa var enn rætt. Till. meiri hl. fjhn. var samþ., um að vísa málinu til stjórnarinnar vegna algerðs undirbúningsleysis. Er ætlast til að fé verði veitt á fjárlögum íil rannsóknar á málinu. Frv. til 1. um kvikmyndir var afgreitt til Nd. Neðri deild. Frv. ti.1 1. um breytingu á yf- irsetukvennalögum var til 3. umr. Komu þeir Magnús Torfa- son og Hannes fram með brtt. um að lækka laun þeirra nokk- uð frá því er ákveðið var í frv.; var hún feld. En samþ. voru 2 brtt. frá Sig. Eggerz, er voru til lagfæringar á frv. og var það svo afgreitt til Ed. Til Ed. var einnig afgreitt frv. til 1. um kynbætur lirossa. Laun farkennara. — Ásgeir flytur frv. um að hækka laun farkennara um 200 kr., eða upp í 500 kr. á ári auk ókeypis fæð- is og húsnæðis. Er orðið erfitt að fá menn til þeirra starfa, vegna hinna lágu launa. Ríkis- sjóður á að borga launaliækk- únina, enda er talið að sveit- irnar verði nokkuð afskiftar ríkissjóðsstyrk til barnafræðslu sinnar. Útgjöld ríkissjóðs mundu aukast um 20—25 þús. kr árlega við þessa breytingu, Búnaðarbankinn var til 3. umr. Að till. landbn. var því ákvæði bætt inn í frv. að úr bústofns-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.