Vísir - 10.04.1929, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1929, Blaðsíða 2
ItemiNi & Ols USKEID gúmmísólap og hælap endast þretalt á við leðup. Vatnsheldir - Þægilegir — Ódyrir. Nauðsyalegir tyrír alla, sem slita miklu skóleðri. I Þorleífur Jónsson I f póstmeistari. * Hann var fæddur 26. apríl 1855 aS Sólheimum í Svínadal í Húna- vatnssýslu. Voru foreldrar hans Jón Pálmason (f. 1826, d. 1886), bóndi í Sólheimum og síSar í . Stóradal, og kona hans Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir (f. 1826, d'. 1909). Jón bóndi í Stóradal var talinn hinn merkasti maSur á sinni tiS, framkvæmdarmaSur mikill í búnaSi og félagsmálum, þingmaS- ur Húnvetninga um skeiS (1863—¦ 1865), og mjög beitt fyrir málefni -sveitarinnar,, gegndi lengi hrepp- stjórn og oddvitastörfum i Svinia- vatnshreppi. FaSir hans var Pálmi Jónsson, -bónda Benediktssonar í Sólheimum. Kona Pálma var Ósk Erlendsdóttir, bónda a*S HoltastöS- um, en móSir hans var IngiríSur Jónsdóttir bónda á SkeggstöSum (f. 1709) Jónssonar, sem hin al- kunna SkeggstaSaætt er frá kom- in. — Salóme móSir Þorleifs póst- rmeistara var dóttir Þorleifs hrepp- stjóra í Stóradal, Þorkelssonar bónda x EiríksstaSakoti, en móSir Salómear var Ingibjörg GuS-' mundsdóttir bónda í Stóradal (f. 1749) Jónssonar bónda á Skegg- stöSum .— StóSu góSar ættir aS Þorleifi Jónssyni til beggja handa. Þorleifur póstmeistari ólst upp meS foreldrum sínum og vandist allri algengri sveitavinnu. LærSi undir skóla hjá síra Jóni heitnum Þorlákssyni aS Tjörni á Vatnsnesi, settist í annan bekk lærSa skólans 1876 og lauk stúdentsprófi voriS 1881, meS ágætum vitnisburSi. Þótti hann prýSilegur námsmaður í skóla, kappsamur viS lestur og jafnvígur á flestar námsgreinir. AS loknu stúdentsprótfi sigldi hann til háskólanáms í Kaupmannahöfn og lagSi stund á lögfræSi. Lauk prófi í forspjallsvísindum 30. janú- ar 1883, en sýktist hættulega næsta vor og lá árlangt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, oft þungt hald- inn. Mun hann aldrei hafa náS sér til fulis eftir þá legu. Hvarf beim til íslands voriS 1884 og dvaldist árlangt eSa lengur meS ioreldrum sínum í Stóradal. Keypti „ÞjóSólf" 1886 og var ritstjóri hans og eigandi um 6 ára skeiS (1886—1891). Lét þá af ritstjórn, seldi dr. Hannesi Þorsteinssyni „ÞjóSólf" og fluttist skömmu síS- ar úr bænum. Hann átti sæti á Alþingi sem fulltrúi Húnvetninga 1886—1900. Naut hann lengi fullkomins trausts mikils meiri hluta kjósanda. Var og almannadómur nyrSra, er eg var aS. alast þar upp, aS Þorleifur Jónsson stæSi framarlega í fylk- ing hinna bestu þingmanna, sakir drengskapar síns, einlægni í öllum störfum og fágætrar samvisku- semi. Þótti jatfnan örugglega mega treysta því, að hann legSi þaS eitt til málanna, er hann teldi heilla- vænlegast landi og lýS. — En er „Valtýskan" kom til sögunnar og bugír manna tóku aS ruglast í sjálfstæSismálunum,rofnuSu nokk- uS fornar trygSir Húnvetninga viS Þorleif, því aS hann hallaSist þá á sveif meS Valtýingum, en þorri kjósanda í Húnavatnsþingi var andvígur stjórnmálastefnu Valtýs og þeirra ifélaga. LeitaSi Þorleifur ekki kjörfylgis upp frá því, enda fluttist hann úr héraSinu áSur en kosningar færi fram. Þorleifur kvæntist 9. sept. 1893 RagnheiSi Bjarnadóttur, bónda ÞórSarsonar aS Reykjahólum, og konu hans, Þóreyjar Pálsdóttur. Dvald'ist hann meS tengdaforeldr- um sínum næsta vetur, en fluttist þá (1894) norSur í átthagana og reisti.bú í Stóradal í Svínavatns- hreppi. Fluttist ári síSar aS SySri- Langamýri og bjó þar eitt ár, 'en þá aS Sólheimum og bjó þar til vors 1900. — Hatm var skipaSur póstafgreiSslumaftur í Reykjavík 14. apríl áriS 1900, fluttist suSttr þá um voriS og sá ekki æskustöSv- arnar eftir þaS. Gegndi póstaf- greiSslustörfum til ársloka 1919, en var þá skipaSur póstmeistari i Reykjavík og sat í því embætti til síSttstu áramóta. Þeim hjónum varS fimm barna au'SiS og eru þessi f jögur á lífi: Þórey, verslunarmær, Salóme, barna-hjúkrunarkona í Þýska- landi, Jón LeSfs, tónskáld, og Páll, verslunarmaSur. Elsti sonur þeirra, Bjarni, andaSist 1913, vart tvítug- úí' aS aldri. Þorleifur Jónsson var framsæk- inn maSur aS eSlisfari, frjálslynd- ur í skoSunum, gerhugall og fylg- inn sér. Bera því vitni ýmsar rit- gerSir haris og tulögur i „ÞjóS- ólfi". Eftir aS hann hóf búskap nyrSra, beitti hann sér mjög fyrir ýmis framfaramál sveitar og sýslu. Hann var kjörinn hrepps- nefndaroddviti Svínavatnshrepps r^95 °S gegndr því starfi uns hann fluttist suSur. SíSla árs 1895 gekst hann fyrir stofnun „Kaupfélags Húnvetninga" og var formaSur þess, meSan hann dvaldist í hér- pSinu. — LagSi hann mikla alú'S og rækt viS félagiS, eins og allt annaS, sem hann tók sér fyrir bendur, markaði því í upphafi traustaní grundvöll og rækti stjórn þess meö mikilli prýSi og fyrir- hyggju. • Þ. J. var orSinn hálf-,fimmtugur aS aldri, er hann tókst á hendttr póststörf hér í Reykjavík, og síS- an vann hann aS þeim ósIitiS um næríelt 29 ára skeiS. ÞaS er lang- ur. tími og örSugur. Launin ótrú- lega litil mestan hluta tímans, < ; vinnan oft langt úr hófi. Mun fæst- um kunnugt, hversu vinnubrögS- um var háttaS í pósthúsinu allan fyrri hluta þessa tímabils og ve"S- ur þaS ekki heldur rakiS hér. Geta má þó þess, aS póstroenn urSu oft að vinna nótt meS degi. Kom iSti- lega fyrir, aS þeir væri rifnir upp um miSjar nætur, stundum skömmu eftir háttatíma, er land'- _________VÍSIR Peysufatakápur bláar og mislitar, fyrirliggj- andi. Einnig falleg efni í þær. G. Bjarnason & Fjeldsteð. XXXXÍOOÖOÍÍÍXXiíXXXXXXXXXXXX póstar komu eSa póstskip frá út- löndum. Var þá unniS "hvíldarlaust til morguns og allan næsta dag, oft langt fram á kveld. Bar þá stundum viS, aS vinnudagurinn yrSi 20 stundir eSa jafnvel meira, og mundi þa'S þykja mikiS nú. En ekki var um aS ræSa neina sér- ptaka þóknun fyrir „aukavinnu". Hún var ekki nefnd á nalfhi á þeim árum, en launin skorin svo við neglur, aS vissa væri fyrir, aS eng- iim gæti af þeim HfaS sómasam- lega. — Eg var samverkamaSur Þorleif s í pósthúsintt hér í Reykjavík ifull 20 ár og get því um þaS boriS, hversu hann rækti störf. sín þar. Er þar skemst frá aS segja, aS iSjusamari manni, samviskusamari og árvakrari hefi eg aldrei kynst. — Störfum hans i pósthúsinu var löngum þann veg háttaS, aS á hon- um hvíldi ákaflega þung peniriga- ábyrgS. HafSi hann meS höndum póstávísanastarfiS (þar til er hann varS póstmeistari) og gengu um hendur hans margar miljónir króna árlega og fór sifelt vaxandi. En engan eyri bar hann úr být- um, auk hiima litlu latma, fyrir á- byrgS á öllu þesstt mikla fé, og munu, sem betur fer, torfundin dæmi þess, aS nokkur starfsmaSur í svipaSri stöðu hafi veriS beittur þvílíkri rangsleitni. — Hann kvart- aSi þó lítt, en lagSi fram alla orku sína til þess, aS inna starfiS sem best af höndum. Hann spurSi ekki fyrst og fremst um launin, en vann af óvenjulegri elju og trúmensku meí5an dagur entist, og hvarf ekki frá störfum, fyrr en heilsan var ger-þrotin. Mun ekki of mælt, aS hann hafi veriS einn hinn allra vammlausasti ma15ur, sem starfa'S hefir í þjónustu landsins á síSari árum. Hitt er vafalaust, aS hann var stéttarbræSrum sinum ágæt fyrirmynd í starfi sinu og dagfari. Eftir aS Þ. J. lét af þingmensku og fluttist hingaS suSur, tók hann lítinn opinberan þátt í stjórnmál- ttm. Kunnugir vissu þó, aS hann hugsaSi all-mikiS um þau efni, og eins hitt, aS hann fylgdi þeim mönnum jafnan einhuga aS mál- tim, er fylstar 'gerSu kröfu'fnar í frelsismálum þjó'Sarinnar. — Þótti honum aS vísu mikiS fengiS meS fellveldis-viSurkenningunni 1918, en hitt duldist honum ekki, aS eft- ir væri þó enn örSugasti hjallinn, og ósýnt, hversu íslendingar dygSi aS lokum, þá er samning'stíminn væri á enda. Mtm hann aS vonum hafa veriS þar svipaSrar skoSunar og flestir gamiir sjálfstæSismenn og landvarnarmenn. — Heimilislíf Þorleifs Jónssonar mun hafa veriS meS miklum ágæt- um og þau hjónin einkar samhent um þaS, aS láta sem mest gott af sér leiSa í kyrþei. Veit eg meS sannindum, aS rausn þeirra og höfSingsskapur víS munaSarleys- ingja og snauSa menn og vanheila var miklu meiri en alment gerist, og mun margur einstæSingurinn bafa boriS til þeirra hlýjan hug af þeim sökum. Þorleifur Jónsson var ekki skör- ungur, sem kallaS er, og sótti íaust eftir vegtyllum og öSrum hégóma. — En hann var prýSilega gefinn maSur, fyrirmynd! í öllu dagfari og eirt hiS mesta valmenni, sem eg hefi kynst. Páll Steingrímsson. Lucana Með myndum úr íslendingasögnm. | 20 stk. 1 króna. Unglingastakan „Bylgja" nr. 87 heldur hátíðlegt afmæli sitt næstkomandi föstudagskveld kL 6 e. h. í Goodtemplarahúsinu. . Til skemtunar Yerður: Leikfimi (ungmeyjaflokkur), Sóló- dans, danssýning, sam*al, upplestur, skrautsýning, leikið. — Stiginn dans að skemtiatriðunum loknum. Aðgöngumiðar afhentir á morgun (fimtudag) frá kl. 1 e. h. í Goodtemplarahúsinu og kosta 50 aura. Aðeins skuldlausir félagar fá aðgang að skemtuninni. — Meðlimum Drafnar er heimilaður aðgangur að skemtuninni , svo lengi sem húsrúm leyfir og verða þeir ásamt félöguxu stuk- unnar að vitja aðgöngumiða frá kl. 1—7 á morgun. GÆSLUMAÐUR. Símskeyti —X— Khöfn, 9. apr. FB. Sprengikúlurnar í indverska þinginu. Frá Dehli er símað til Ritzau- fi-éttastofunnar: Um leið og sprengikúlunum var varpað niður' í þingsal Indlandsþings, var og varpað niður yfirlýsingu frá „hindú-socialistiskum lýð- veldisher". 1 yfirlýsingunni er komist að orði á þessa leið: „Á meðan Indverjar bíða óveru- legra umbóta af störfum Simon- nefndarinnar, reyrir stjórnin þjóðina í nýja fjötra". í yfir- lýsingunni er einnig bent á i þessu sambandi, lög um örygg- isráðstafanir og vinnudeilur, handtökur verkalýðsfdringja sýni hvert stefni, og hafi lýð- veldisfélagið iþess vegna látið gera þessa árás til þess að binda enda á auðmýkjandi skrípaleik sem fram fari í þinginu. Frá London er símað: Þegar sprengikúlunum var varpað nið- ur í sal Indlandsþings, særðust fimm þingmenn, nefnilega George Shuster, formaður fjárhagsnefndar og fjórir inn- fæddir þingmenn. Einn þeirra særðist hættulega. „Juan"-málið. Frá Osló er símað: Norsku blöðin telja framkomu amer- ísku tollvarðanna gagnvart skipshöfninni á Juan óafsakan- lega. Lita blöðin svo á, sam- kvæmt upplýsingum í skeytum" um málið, er þau hafa fengið, að tollverðirnir hefði hæglega getað gefíð skipinu stöðvunar- merki á venjulegan hátt. Norska stjórnin biður eftir opinberri skýrslu frá Bandaríkjunum og ákveður þá fyrst, er skýrslan er komin, hvað gert verður í mál- inu. Bankahrun. Frá Stokkhólmi er símað: Almánna sparbanken í Stokk- hólmi og Gautaborg og tveir sparisjóðir i smábæjum hættu f járgreiðslum i gær vegna mik- ils taps. Blöðin telja 20 miljónir kr. tapað fé, en bankastjórn Al- mánna sparbanken segir tapið minna. Fi?á Alþtngt i gær. Efri deild. Frv. til 1. um loftferðir hefir samgmn. haft til meðferðar. Taldi hún allmikla erfiðleika á, að setja hér slika löggjöf, en hitt þó ótækt, að hafa enga. — Einkum taldi htin það erfitt, að koma við umsjón og eftirliti með þvi, að settum öryggisráð- stöfunum yrði hlýtt. Fáeinár brtt. gerði hún við frv. og voru þær samþ. " Frv. til 1. um rekstur verk- smiðju til bræðslu síldar. Við f rv. þetta komu fram 2 brtt. Var önnur frá H. Steins. um að láta útgerðarmenn fá fulltrúa í stjórn verksmiðjunnar, en hin frá J. Bald. um að láta bæði út- gerðarmenn og Alþýðusam- bandið fá fulltrúa í stjórninni. Voru báðar feldar, en frv. af- greitt til Nd. Frv. til 1. um raforkuveitur til almenningsþarfa var enn rætt. Till. meiri hl. fjhn. var samþ., um að vísa máhnu tM stjórnarinnar vegna algerðs undirbúningsleysis. Er ætlast til að fé verði veitt á f járlögum til rannsóknar á málinu. Frv. til 1. um kvikmyndir var afgreitt til Nd. Neðri deild. Frv. ti,l 1. um breytingu á yf- irsetukvennalögum var til 3. umr. Komu þeir Magnús Torfa- son og Hannes fram með brtt. um að lækka laun þeirra nokk- uð frá þvi er ákveðið var i frv.; var hún feld. En samþ. voru 2 brtt. frá Sig. Eggerz, er voru til lagfæringar á frv. og var það svo af greitt til Ed. Til Ed. var einnig afgreitt frv. til 1. um kynbætur hrossa. Laun farkennara. — Ásgeir flytur frv. um að hækka laun farkennara um 200 kr., eða upp í 500 kr. á ári auk ókeypis fæð- is og húsnæðis. Er orðið erfitt að fá menn til þeirra starfa, ^egna hinna lágu launa. Rikis- sjóður á að borga launahækk- tínina, enda er talið að sveit- irnar verði nokkuð afskiftar ríkissjóðsstyrk til barnafræðslu sinnar. Útgjöld ríkissjóðs mundu aukast um 20—25 þús. kr árlega við þessa breytingu, Búnaðarbankinn var til 3. umr. Að till. landhn. var því ákvæðí bætt inn í frv. að úr bústofns-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.