Vísir - 30.08.1929, Blaðsíða 2
V I S I R
Nýkomið:
Confetti,
Karamellnr,
Lakkrís.
+
Siglivatur Bjarnason
jusiitsráð,
fyrrum bankastjóri, andáðist að
heimili sínu i nótt.
Æviatriða hans verður síðar
getið hér i blaðinu.
Símskeyti
Khöfn, 29. ág. FB.
Hnattf luginu lokið.
Frá Lakehurst er símað: Loft-
skipið „Graf Zeppelin" lenti hér
í dag kl. 13 (Mið-Evróputími)
og hefir þvi flogið kring um
hnöttinn á 21 degi og 5 klukku-
stundum.
Haagfundurinn og skaðabóta-
málið.
Frá Haag er símað: Vegna
samkomulagsins á milli Bretaog
bandalagsþjóða þeirra um skift-
ingu skaðabótanna, vérður
sennilega hægt að koma til leið-
ar endanlegri af greiðslu Young-
samþyktarinnar. Þ j óðverj ar
hafa að visu ekki enn fallist á
samninginn um skif tingu skaða-
bótanna, en samningurinn eyk-
ur nokkuð byrðar Þjóðverja. Þó
er búist við, að samþykki Þjóð-
verja fáist. Ennfremur hefir
náðst samkomulag um greiðsl-
ur Þjóðverja til Bandamanna
með vörum. Samkomulagið er
hagfelt Bretum, því að greiðsla
Þjóðverja með kolum hefir ver-
ið takmörkuð. Auk þess hefir
ítalska stjórnin lofað að kaupa
eina miljón smálesta af ensk-
um kolum árlega i þrjú ár.
Heimköllun setuliðs Banda-
manna úr Binarbygðum er riú
sem stendur rædd á Haag-fund-
inum, og er von manna, að mál-
Sið verði leitt til farsællegra
lykta innan skamms.
Rósturnar í Palestínu.
Frá London er símað: Óeirð-
irnar í Palestínu eru nú mestar
i Haifa. Arabar hafa rænt og
brent Gyðingabústaði þar, en
breskir hermenn hafa rekið Ar-
aba á flótta eftir harðan bar-
daga. Alment er óttast, að óeirð-
irnar breiðist út fyrir Palestínu.
Vaxandi æsing er á meðal Ar-
aba i Transjordaníu og Sýrlandi.
Tuttugu þúsund Arabar í Dama-
skus hafa látið í ljós andúð
gagnvart Gyðingum. Herlið hef-
ir verið sett á vörð við bústaði
Gyðinga í borginni.
Beuter-fréttastofan tilkynnir,
að Arabar haldi þvi fram, að
ásóknarstefna Gyðinga sé orsök
óeirðanna, sem sé ekki beint
gegn Bretum.
Frakkar hafa sent beitiskip
til Beyrutli.
Blaðíð New York World skýr-
ir frá því, að fascista-sinnaðir
Gyðingar bafi átt upptökin að
óeirðunum.
Hinsvegar eru skeyti um
grimd af hálfu Araba í garð
Gyðinga samhljóða.
Khöfn, 30. ágúst, F.B.
Vígbúnaður Japana.
Blöð i Tokio skýra frá því,
að flotamálaráðuneytið hafi
samið tillögur um, að Japan láti
smiða fjögur tíu þúsund smá-
lesta beitiskip, 15 stóra tundur-
spilla og mörg minni herskip
á næstu sex árum. Kostnaður-
inn áætlaður 400 miíjónir yen.
Tilgangur þessara áforma Jap-
ans-stjórnar virðist vera sá, að
gera aðstöðu Japans auðveldari
á væntanlegum stórveldafundi
um takmörkun herskipaflota.
„Aukninfl Valhallar".
v Fjárlög næsta árs mæla svo
fyrir, að ríkisstjórninni skuli
heimilt, „að veita Jóni bónda
Guðmundssyni á Brúsastöðum
alt að 25 þus. kr. viðbótarlan
úr viðlagasjóði, til aukningar
gistihúsinu Valhöll á Þingvöll-
um, eða ábyrgjast lán fyrir
hann, gegn þeim tryggingum,
er stjórnin metur gildar, enda
samþykki hún tilhögun breyt-
inga-þeirra, sem gerðar verða
á gistihúsinu."
Eins og kunnugt er, hefir
„Valhöll" verið rifin niður og
flutt vestur um Öxará og reist
þar af nýju. Mun stjórnin hafa
lagt fjárstyrk nokkurn til
þeirra flutninga, en fráleitt
hefir þó sá styrkur hrokkið
nándar-nærri fyrir öllum kostn-
aði, er af flutningunum hefir
leitt. — Hefir Jón Guðmunds-
son, eigandi „Valhallar'V vafa-
laust orðið að bæta við allmiklu
fé úr eigin vasa, því að flutn-
ingarnir á efniviði hússins urðu
miklu kostnaðarsamari, en
áætlað hafði verið i fyrstu. Mun
hafa verið gert ráð fyrir, að
flutningarnir gæti farið fram á
isum siðastliðinn vetur, en því
varð ekki við komið, sakir þess,
að Öxárá lá aldrei undir isi degi
lengur allan veturinn. Var því
ekki annars kostur, en að ferja
alt efni yfir ána, og reyndist
það ærið tafsamt og dýrt.
Gistihúsið er nú fullbúið að
mestu, og verður bætii hent-
ugra og rúmbetra en áður.
Verður ekki betur séð, en að
hin nýja „Valhöll" muni verða
nægilega stórt gistihús á Þing-
völlum um margra ára skeið.
Þess ber að gæta, að gistihús til
sumardvalar eru nú að rísa
upp allvíða hér syðra þessi árin.
Gistihúsið i Þrastaskógi (Þrasta-
lundur) hefir nú starfað tvö
sumur, og nýtt gistihús er risið
upp að Ásólfsstöðum. Er mælt,
að þar hafi jafnan verið fjöldi
gesta i sumar. Þá hefir og
heyrst, að í Laugarvatnsskól-
arium verði framvegis tekið á
móti gesium sumarmánuðina,
bæði til næturgislingar og lengri
dvalar. Og vafalaust bætast við
enn fleiri gestahæli austan
f jalls á næstu árum. - Eru þvi
litlar horfur á, að aukast muni
gestasókn að Þingvöllum næstu
árin. Hitt er öllu sennilegra, ef
haldið verður áfram að fjötra
þar alt í girðingum og jþröngva
kosti gesta á annan hátt af op-
inberri hálfu, að fólk leggist frá
hinum fornhelga stað og leiti í
aðrar áttir, þó að flestum, sem
reynt hafa, beri saman um, að
framkoma gestgjafans og að-
búnaður allur af hans hálfu sé
i besta lagi.
. Það yrði þvi að teljast mjög
misráðið, ef sá kostur yrði tek-
inn, að fara nú áð stækka Val-
höll til nokkurra muna. Þeirrar
stækkunar yrði áreiðanlega ekki
nein þörf til venjulegra nota.
„Aukningin" mundi ekki verða
að neinu gagni, nema þessa fáu
daga, sem hátíðahöldin standa
þar eystra að ári. En nú hefir
heyrst, að reisa eigi matskála
hjá Valhöll fyrir þær 25 þús.
kr., sem stjórninni er heimilað
að lána gestgjafanum. — Og
sá skáli á ekki að verða neitt
smásmiði. Hann á að sögn að
rúma 300 gesti í sætum og geta
menn af því ráðið, hversu stór
hann muni verða. Væri sök sér,
þó að slegið yrði upp ódýrum
tímburskála til bráðabirgða, er
nota mætti til borðhalds þessa
fáu daga. — Hitt er vitanlega
óðs manns æði, að f ara að koma
þarna upp með ærnum kostn-
aði einhverju rokna-gimaTdi úr
steinsteypu. — Sá mikli skáli
hlýtur að kosta stórfé og þvi fé
'er öllu á glæ kastað, sakir þess,
a'ð skálinn verður að engu eða
sama sem engu gagni, hvorki
landinu né gestgjafanum, nema
eina þrjá eða fjóra daga. Timb-
urskála mætti rífa niður, þegar
að hátíðahöldunum loknum og
hafa eitthvað upp úr efniviðun-
um, en steinskála-verðið er al-
gerlega glatað fé. — Það er nú
altalað, að þegar sé ákveðið, að
steinsteypuskálinn skuli reistur,
og má um það segja, að ekki sé
öll vitleysan eins. — Og gest-
gjafanum í „Valhöll" er ætlað
að taka stórfé að láni, og verja
þvi í byggingu, sem ekki eru
neinar horfur á, að nokkuru
sinni geti gefið honum hinn
allra minsta arð, nema þessa
fáu daga, sem hátíðahöldin
standa yfir að ári.
Jón Guðmundsson mun hafa
tapað all-miklu fé á flutningi
gistihússins vestur mn Öxará.
Að vísu er Valhöll vandaðra og
betra hús í sjálfu sér í hinni
endurbættu útgáfu. En gisti-
húsið er miklu ver fallið til að-
sóknar á hinum nýja stað og
má því búast við, að hagnaður
eigandans af rekstrinum verði
ekki meiri en áður. — Allir
þeir, sem um Þingvelli fóru,
hlutu að koma í gömlu Valhöll,
því að hún var á almannaleið.
Hin nýja „Valhöll" liggur mjög
afskekt og rýrir það gildi henn-
ar1 sem veitingahúss. — Þar er
ogalt f jötrað í gaddavírsgirðing-
um og má nærri geta, að slíkt
er lítt til þess fallið, að laða
gesti að staðnum. — Veit eng-
inn hvenær því gaddavírs-fári
muni linna, en sennilega rekur
að þvi, að íslendingum þyki
þröngt um sig í gaddavírs-kvi-
um stjórnarinnar þar eystra, ef
svo verður stefnt til lengdar,
sem nú horfir.
Það verður nú ekki betur séð,
en að Jón Guðmundsson verði
allhart úti, ef hann á að þola
])að bótalaust, að- vera rekinn
irieð ¦ gistihúsið af einhverjum
allra-hagairiegasta staðnum í
{XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXli
TEOFANI ei» orðið —
1,25 * bordid.
QCXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX?
jpg0 Besta skemtilerðin
nú um helgina, verður skemtiferð meí áætlunarbifreið Steindórs. —
Á laugardagskvöld og sunnudagsmorgun til Þingvalla e8a í Þfasta-
skóg, að ölfusárbrú, EyMfbakka eða austur í
Fljótsb.llð. — Heim aftur á sunnudagskvöld.
STEINDÓR.
Þingvallalandi og holað niður á
einum Irinna lökustu. Sérsták-
lega verður ranglætið áberandi,
er þess er gætt, að hann hefir
beðið allmikinn halla af flutn-
ingunum og getur átt það á
hættu, að aðsókn þverri að gisti-
húsinu sakir þess, hversu illa
iþví er í sveit komið. — Og ofan
á alt þetta er svo ætlast til, að
hann taki stórfé að láni og verji
því til skálabyggingar, sem fyr-
irsjáanlega verður arðlaus eign.
Bóðnr
skólanámsgrein.
Að æfa íþrótt, hverju nafni
sem hún nefnist, skapar þrótt
og þol og eykur því starfshæfni.
Þess vegna hafa allar iþrótta-
iðkanir óbeina hagræna þýð-
ingu fyrir þjóðfélagið. Auk þess
eru sumar íþróttir þannig, að
þjóðirnar geta ekki án þeirra
verið, vegna atvinnu sinnar og
lífsbaráttu.
Slik íþrótt er róðurinn fyrir
okkur Islendinga. Öll okkar
fiskimannastétt hefir fram að
þessu fengið bróðurpartinn af
líkamsuppeldi sínu við árarnar.
En nú hefir vélmenningin með
öllum sínum kostum og göll-
um hertekið þennan atvinnu-
veg, svo að ségja alveg. Og því
er spurningin: Við hvað eiga nú
hinir upprennandi sjómenn að
efla orku sína og þrótt — þegar
áranna gerist ekki lengur þörf
við hin daglegu störf.
Stoltir erum við af þvi, að
eiga einhverja hina harðfeng-
ustu og hraustustu sjómanna-
stétt, sem til er í heiminum.
En hvernig hefir þessi stétt
þroskast? Við brimróður og
harðræði viðsvegar við strend-
ur landsins. Og hvernig verður
nú þegar róðrinum, þessari
þróttgefandi íþrótt, er sjómenn-
irnir hafa iðkað af blákaldri
iþörf frá blautu barnsbeini, er
skyndilega kipt burt úr upp-
eldi þeirra og ekkert látið i
staðinn? Það þarf ekki mikla
þekkingu á þróunarlögmáli
manna og dýra, til að sjá hvern-
ig þetta hlýtur að fara. Óhjá-
kvæmilega hlýtur stéttin, ef
ekkert er að gert, að missa mátt
smátt og smátt og úrkynjast.
En hvað á þá að gera til að
bæta upp þetta tap, sem vélarn-
ar valda?
Það á að gera róður að föst-
um lið í uppeldisstarfseminni.
Við eigum að kenna og æfa
róður í öllum skólum þessa
lands, þar sem því verður við
komið.
Hver sú þjóð, er þekkir sínar
eigin þarfir, og veit hvers ber
að vænta af uppeldi, hagar
þeirri starfsemi með þarfirnar
fyrir augum. Nú er það aug-
ljóst, að mjög mikill hluti
þeirra unghnga, er alast upp við
sjávarsíðuna, verða sjómenn.
Og líka er hitt kunnugt, að þrátt
fyrir allar vélarnar, er fleyta
áfram flota vorum, iþá geta þau
atvik altaf komið fyrir, að sjó-
mennirnir þurfi að grípa til ár-
anna og.geta þá átt líf sitt und-
ir því, að kunna vel að neyta
þeirra. Vaxandi sjómanni er því
nauðsyn, að læra að róa. Fyrst-
og fremst af þvi, að róðrar-
kunnáttan getur oft og einatt
verið honum lifsnauðsyn. Og í
öðru lagi hefir langvarandi
reynsla sýnt okkur, að það, að
æfa róður, er einhver sá allra
besli undirbúningur, er sjómaS-
ur getur fengið undir sitt erfiða
og áhættusama lífsstarf.
Og varla verða bornar á það
brigður, að sjómannastéttin
hafi aflað svo mikilla auðæfa
fyrir þessa þjóð, að hún eigi
kröfu til þess, að vera ekki lak-
ar undirbúin til starfs síns af
hálfu hins opinbera, en aðrar
stéttir. Enda ætti þjóðfélagið
að sjá sinn eigin hag í því. En
eins og nú standa sakir, hefir
ungur sjómaður, sem ekki kann
að róa, ekkert tækifæri til þess,
að læra það, hvað þá að hann
geti æft róður í frístundum sín-
um, sér til ánægju og hreysti-
auka.
Reykjavíkurborg hefir risið,
svo voldug og sterk sem hún er,
að mestu fyrir atgerðir sjó-
mannanna. — Tilvera hennar
byggist að mestu á þeim. Það
væri þvi hvorttveggja í senn
hagsmuna og metnaðarmál fyr-
ir þetta bæjarfélag, að hefjast
nú þegar handa og gera eitt-
é
Hínar
fallegu
Oxford-
buxur
eru nú enn komnar afíur í
mðrgum brúnum litum og
ennfremur gráar.
&^>
J
fáwa&uúffiinaöof?
W<