Vísir - 30.08.1929, Blaðsíða 3

Vísir - 30.08.1929, Blaðsíða 3
V 1 S I R hvað til viðhalds og eflingar s j ómannastéttinni. í>ess vegna ætti bæjarstjórn Reykjavikur nú að láta byggja 4—6 lótta og liðlega báta, er all- ir væru nákvæmlega eins, lianda drengjum, úr efstu bekkjum barnaskólans, til að æfa sig á, undir stjórn kennara, er kann vel að róa. Og slíkt hið sama ætti að kornast á í öðrum skól- ftimu Eg skal geta þess strax, til að fyrirbyggja misskilning, að eg ætlast til, að þessir bátar verði sem svipaðastir venjulegum bát- um. Geri eg það af því, að mér er Ijóst, að ýmsir, er hafa áhuga fyrír þvi, að róður verði notað- ;ur í þágu uppeldisins, haltia að til þess verði heppilegastur svo- kallaðir kappróðrarbátar, sem Jtíðkast erlendis. Bátar þessir eru bygðir með það eitt fyrir aug- um, að geta náð sem alla mestri ferð á sléttu vatni; þeir eru með rennisætum og á ýmsan liátt út- bimir öðruvísi en venjulegir bátar,' enda þarf líka að róa þeim á talsvert annan veg. Þeir «ru mjög dýrir og endingarlitlir, nema því betur sé með þá farið. ög auk þess lærist ekki á þeim sá venjulegi hagnýti róður, er hver sjómaður þarf að kunna. Það er því alt, sem mælir með $rví, að notaðir verði bátar eins og ég liefi bent á. Þeir eru f/z ódýrari og margfalt ending- arbetri. Á þeim lærist sá róður, er altaf getur komið að gagni, og þeir gefa eins góða æfingu (Trænering) og hinir. Fyrir auðug íþróttafélög, er líta á íþróttina eins og markaðsvöru, en ekki sem meðal, geta þessir .dýru bátar verið góðir. Slíkt sport er skemtilegt, en hefir ald- rei neina verulega þýðingu fyr- |r þjóðfélagið. Ef hið opinbera, sem ég fastlega vona, tekur róð- urinn á stefnuskrá skólanna, þá <er alveg augljóst, að sjálfsagt er, xað fara eftir þvi, er eg hefi bent á, um bátaval; það verður ódýr- %ast og um leið notadrýgst. Undanfarin tíu ár liefi ég liaft k hendi íþrótakenslu hér í bæn- um, og hefi því haft betri að- -stöðvi en flestir aðrir til að kynn- .ast þroska hinna uppvaxandi Reykvíkinga. Og ég verð að segja það, eins og það er, að það sem ég hefi séð og fundið á þessu sviði, er mér mikið um- hugsunarefni. Og ekki held ég, ,að geti farið hjá því, að van- ræksla þessa bæjarfélags um líkamsuppeldi æskulýðsins Jcomi því í koll fyr eða síðar. Sérstaklega vantar liér hollar Sitiíþróttir fyrir unglinga á vor- in og að sumrinu. Af slíkum íþróttum eru engar betri en sund og róður. Þvottadagarnir hvfldardagar Látíð DOLLAR " Ylnna (yrlr yður r, 6 meöan þjer sofið. 2.h-(| i B'g ® . CD ► el is-S* fllf ái“í «.|l| i Fæst víðsvegar. 1 heildsðlu hjá SALLDÓRI EIRÍK8SYNI, tiafnarstrœti 22. Sími 175, Vona ég því, að slcólanefndir og bæjarstjórnir taki þessar til- lögur mínar til athugunar og láti ekki langt verða að biða framkvæmda. Iítgerðarfélögum bæjarins og Sjómannafélaginu treysti ég til, að fylgja þessu máli fast fram til sígurs. Vald. Sveinbj. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 6 st., ísafirði 9, Akureyri 6, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 8, Stykkis- hólmi 7, Blönduósi 5, Raufar- höfn 3, Hólum í Hornafirði 7, Grindavík 8, Færeyjum 8, Juli- anehaab 8, Jan Mayen 2, (eng- in skeyti frá Angmagsalik), Hjaltlandi 11, Tynemouth 16, Kaupmannahöfn 15 st. Mestur liiti liér í gær 13 st., minstur 3 st. — Háþrýstisvæði um Is- land og Grænland, en lægð yfir Noregi og Bretlandseyjum. Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: í dag og nótt breytileg átt, viðast norðaustan kaldi. Léttskýjað. Vestfirðir: í dag og nótt austan gola. Léttskýjað. Norðurland, norðausturland: I dag og nótt norðaustan og aust- an gola. Léttir til. Sennilega þurkur á morgun. Austfirðir, suðausturland: í dag og nótt norðan og norðaustan átt. Víð- ast léttskýjað. Hjónaband. 1. sept n.k. verða gefin sam- an í hjónaband í Odense, ung- frú Editli Weber, dóttir Weber skipstjóra, Nörrebro 75, Odense, og hr. Gunnbjörn Björnsson af- greiðslumaður lijá Dansk Cykle- værk Grand, Nörre-Aaby, Fjóni. Heimili brúðlijónanna verður í NöiTe-Aaby. Svar til Karls Einarssonar verk- stjóra. Stjórn Flugfélagsins finnur ekki ástæðu til að ræða í blöð- um, livers vegna flugferð fellur niður í eitt eða annað sinn. Veð- urfræðingur og flugstjóri bera miklu meira skyn á þessa hluti en almenningur og þótt veður kunni að batna skyndilega, er oft svo mikil undiralda, að ógerlegt er fyrir flugvél að athafna sig. — Ivarli Einarssyni skal verða skýrt nánar frá atvikum, ef liann kemur á skrifstofu Flug- félagsins. A. J. Knattspyrnumótið. í kvöld kl. 6)4 keppa Fram og K. R. Hjálpræðisherinn. Samkoma kl. 8)4 í kveld. — Adjútant Rósa Rasumssen stjórn- ar. — Allir velkomnir. Óðinn er nýlega kominn út, janúar —ágúst 1929 (1.—8. bl. í einu lagi). Efnið er með svipuðum hætti og verið hefir, að allega æviágrip mikils fjölda manna og lcvenna. Fremst í blaðinu.er mynd af „þjóðleikhúsinu" vænt- anlega, ásamt grein eftir Indriða Einarsson. — Óðinn er nú kom- inn á 25. árið og hefir alla tíð verið vinsælt blað. Tennismót, K. R. fyrir karla (innanfélags) hefst næstk. laugardag (á morg- un). Þátttakendur gefi sig sem fyrst fram við formann tennis- nefndar, Sveinbjörn Árnason. éé v> Ijósmyndavörup epu það sem við er miðað um allan lieim. „VELOX“ Fyrsti gasljósapappírinn. Aftan á hverju blaði er nafnið „VELOX“. Hver ein- asta örk er reynd til hlítar í Kodakverksmiðjunum. I þremur gerðum, eftir þvi sem á við um gagnsæi frumplötunnar (negativplöt- unnar). „KODAK“ - filma Fyrsta spólufilman. Um hverja einustu spólu er þannig búið i lokuðum um-f búðum að hún þoli loftslagT hitabeltisins. ^ Biðjið um Kodakfilmu, i gulri pappaöskju. Það er filman sem þér geíið treyst á. Þép getið reitt yðup á „KODAK“-vÖPUPnap. Orðstírinn, reynslan og bestu efnasmiðjur heimsins, þær er búa til ljósmyndavörur, eru trygging fyrir því. Miljónasæg- urinn, sem notað hefir þær, ber vitni um gæði þeirra. Kodak Limited, Kingsway, London. Englandi. *— Tennismót fyrir konur i sama félagi hefst sunnudaginn 8. sept. og verður þátttaka vænt- anlega mikil. Póstflutningabifreið hefir póststjórnin fengið, og verður liún notuð til þess að flýta fyrir póstflutningi innan- bæjar. Bifreið þessi er auðþekt frá öðrum bifreiðum, þvi að hún er rauð á lit. Sauðnautakálfarnir hafa nú verið fluttir upp að Reynisvatni. Súlan fór til Vestmannaeyja kl. 10% í morgun með tvo farþega: Sæ- mund Helgason, póstafgreiðslu- mann, og Einar Guðmundsson á Vífilsstöðum. — Súlan fór einnig til Vestmannaeyja í gær, með póstflutning og farþega. Veiðibjallan flaug norður í dag. Farþegar voru Ferdínand Hansen í Hafn- arfirði og Walter flugstjóri. Ungmennafél. Hvöt heldur skemtisamkomu á Borg í Grímsnesi n.k. sunnu- dag. Þar flytur Arssell Árnason erindi um Grænlandsförina. — Sjá augl. Vestur-f slendingaf élagið kemur saman á Uppsölum ann- að kveld kl. 8)4 og verða þar meðal annara gesta, síra Kristinn Ólafsson ásamt frú sinni og Ás- rnundur Jóhannsson. Allir sem dvalið hafa vestra eru velkomnir. Erl. Pálsson sjúkur. Upp með fríðan afreksmann, eflist heilsuþræðir —. Mega ekki missa hann móSurfold né græðir. Heilsulirag ég honum syng — hörpu minnar dætur, ætla að hlæja alt um kring, er hann kemst á fætur. Jósep S. Húnfjörð. Fóðurfræði lieitir mikið rit, sem Búnað- arfélag fslands hefir gefið út nýlega. Höfundur þess er Hall- dór Vilhjálmsson, skólastjóri á Hvanneyri. Segist hann liafa unniþ að samningu ritsins „þrjá undanfarna vetur, eins og sjá má i ýmsum tilvitnunum víðs- vegar i bókinni. Bókin er fyrst og fremst samin sem kenslubók i fóðurfræði hér við skólann (Hvanneyrarskóla), en þó líka bætt i hana smáköflum, sem ekki heyra fóðurfræði til. Er það gert til þess, að gera bók- ina fyllri og aðgengilegri fyrir bændur og aðra, sem kynna vilja sér þessi fræði, en ekki hafa átt kost á sérstakri undir- búningsmentun.“ — Þessi bók Halldórs skólastjóra er önnur í röðinni af búfræðiritum Bún- aðarfélagsins. — Fyrsta ritið, Kenslubók i efnafræði, kom út í fyrra, og var Þórir Guðmunds- son, kennari á Hvanneyri, höf. þess. — Væntanlega taka bænd- ur þessari viðleitni Búnaðarfé- lagsins vel. Er enginn vafi á þvi, að þeir geta sótt mikinn fróð- leik í „búfræðiritin“, enda von- ar útgefandinn að „Fóðurfræð- in“ ætti að geta orðið „sjálfsögð handbók og ráðgjafi hvers manns, sem gripi hefir á fóðri, og ætti þvi að komast inn á livert einasta sveitaheimih“ .. .... „Það gerir bókina skemti- legri aflestrar og fjölbreyttari, að þar er skrifað um ýmislegt, sem ekki heyrir fóðurfæðinni til í þrengri merkingu, og ætti það ekki að spilla góðum við- tökum, þótt víða sé farið út fyr- ir vébönd fóðurfræðinnar, enda jþótt um sumt kunni að verða skiftar skoðanir.“ Gjöf til hjónanna á Krossi; afh. Vísi: io kr. frá ÓGÓ. Gjöf til gömlu konunnar á Elli- heimilinu, afhent Vísi: 5 kr. frá konu. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 10 kr. frá ónefndri, 10 kr. frá P. (gamalt áheit), 5 kr. frá N. N. Hitt og þetta. Mussolini og flugmálin. Mussolini leggur mikla áherslu á það nú, að vekja áhuga Itala fyrir loftferðum. Fór hann sjálfur í 2000 kílómetra flug- ferðalag á dögunum i þvi augna- miði, að rnenn tæki hann sér til fyrirmyndar hvað þetta snertir. Frægustu fliigménn ítala eru látnir fara i 10—15 mínútna bringflug með menn ókeypis og blöðin reyna á allan hátt að vekja áhuga almennings fyrir flugferðum. Þannig liafa sum blöðin boðið áskrifendum sínum í ókeypis hringflug. Loks er lögð mikil áhersla á það um þessar mundir, að draga fólk að flugstöðvunum, en þar er séð fyrir Iiverskonar skemtunum. Alt kvað þetta vera gert að und- irlagi Mussolini. (F.B.). cig&Fettnp e*u komnar aftuv. Túbaksversl. islands bf. Lokuö hiíreið 5 manna, lítiS notuð til sölu meS tækifærisverði. Upplýsingar gefur Þorkell Þorleifsson, Þingholtsstræti 24. * Heima eftir kl. 6. Ný jaröepli. Sel nokkra poka af ágætum nýjum jarðeplum á 11.25 pok- ann, gulrófur á 20 aura y2 kg.# hvítkál, tröllepli, nýir og niður- soðnir ávextir með lægsta verði. Verslnnín Merkjastelnn. Nýtt járnmeðal. ÞurkaS járnbrauð og tvíbökur. Brauð þetta inniheldur járn, sem er í lífrænu efnasambandi "við brauðaefniS, og er viðurkent með efnalýsingu frá rannsóknarstofu próf. V. Steins, Kbh. Þar sem járnið er bundið 1 hreinu lífrænu efnasambandi, skað- ar það ekki tennurnar. Brauð þetta er tilbúið eftir leið- beiningum van Hauen i Kaup- mannahöfn og fæst i Björns- bakarii og útsölum þess. Samvinna milli rafmagnsfélaga. Samkvæmt símskeyti frá Ber- lín til amerískra blaða, er unn- ið að því, að koma á samvinnu á milli hinna öflugu rafmagns- félaga „The General Electric Co.“, sem er amerískt félag, og þýska félagsins „Allgemeine Elektrizitets Gesellschaft“. — Ameriska fclagið liefir náð í sínar liendur 16% af lilutabréf- um Osram félagsins og er stöð- ugt að færa út kvíarnar. Það mun ætla að leggja A. E. G. til fé- (F.B.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.