Vísir - 12.09.1929, Blaðsíða 3

Vísir - 12.09.1929, Blaðsíða 3
V I S I R Nýkomid stórt úrval af dívanteppum og borðdúkum. Einnig golftreyjur fyrir börn og fullorðna. Terslunin Egill Jacobsen. uorðvestan kaldi. Rigning norðan til, en léttir til síðdeg- is. Austfirðir, suðausturland: 1 dag og nótt norðvestan og norðan gola. Léttskýjað. Hjarðir heitir ný ljóðabók, sem kem- ur á bókamarkaðinn í dag. Höf. hennar er Jón Magnússon, gkáld. Fyrir nokkurum árum gaf Jón út fáein kvæði, sem tiann nefndi „Bláskóga“ og Iþótti þá þegar sýnt, að þar væri góðskáld á ferð. Eftir útkomu þessarar nýju bókar mun ekki verða um það deilt, að Jón sé hlutgengur með allra bestu akáldum þjóðarinnar. Hann er yfirlætislaus í ljóði sem lífi sínu, orðfagur, smekkvís og hragslyngur. ifíagga Lund syngur í Gamla Bíó kl. 7% í Itveld. Emil Thoroddsen aðstoð- ar. Kristinn Guðmundsson hagfræðidoktor hefir verið ráðinn kennari við gagnfræða- rskólann á Akurcyri, en Einar Jónsson cand. mag., sem liaft hefir á hendi kenslu ]>ar nyrðra amdanfarna vetur, flyst suður hingað og verður kennari við iripntncl'Alqnn. Margrét Sveinsson kristniboði flytur erindi með -skuggamyndum frá Indlandi í Ií. F. U. M. í Hafnarfirði kl. 8% í kveld, og i samkomuhús- iínu í Keflavík á laugardags- 'kveld, ;Maður slasaðist i fyrradag við vinnu. Hann •var að vinnu i liinu nýja húsi Mjólkurfélagsins og datt niður af palli og' meiddist mjög mik- Ið á handlegg. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús og mun eiga lengi í meiðslinu. 'Trúlofun sína hafa opinberað .ungfrú Kristjana Jónsdóttir, Bjargar- ■stíg 17, og Gísli Guðlaugsson, -vélsijóri á Gulltoppi. Hjúskapur. 10. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hall- grímssyni ungfrú Lára Guð- hrandsdóttir og Viggó Guðjóns- son, hæði til heimilis á Stokks- <eyri. Þvottadagarnir hvíldarðagar Látía DOLLAR vinna tyrír yður iniiiii:iiiiiiiiii!iiiiiniiiii Fæst Tíðsvegar. 1 heildsðiu hjá BALLDÖm EIRÍKSSíH/, Hafnarstræti 22. Sími 175, Síra Magnús Bjamarson prófastur á Prestsbakka á Siðu, er staddur hér í bænum. Frú ólafía Lárusdótir frá Engey, nú til heimilis á Túngötu 2 hér i bænum, varð fimtug í gær. Dr. Alexander Jóhannesson flaug í gær norður og austur um land til þess að halda fyrir- lestra um framtið íslenskra flugmála. Kvæðamannafélag er i ráði að stofna hér í bæn- um næstkomandi sunnudag. — Sjá augl. Samvinnan. Fyrsta liefti 23. árg'. hefir „Vísi“ nýlega verið sent. Hefst það á grein (með mynd) um Einar lieitinn Ásmundsson í Nesi, er ritað hefir Þorlcell Jó- hannesson. — Jónas Jónsson ráðherra ritar um „byggingar“, eins og' hann liefir gert við og við í undanförnum árgöngum þessa rits. Fylgja grein þessari tvær myndir af Landakots- kirkju hinni nýju. ísland fór liéðan i gær til útlanda. Meðal farþega voru: Sigfús Sighvatsson vershn., Ólafur A. Guðmundsson útgerðarmaður, Steinþór Sigurðsson, stud. mag., ungfrúrnar Ingibjörg Björnsson og Þuríður Björns- son, Karl Mattliíasson og nokk- urir útlendingar. Ökuhraði bifreiða um götur bæjarins er áreiðanlega miklu meiri oft og einatt, en tilskilið er. Sérstak- lega virðist mér sem vörubif- reiðir fari oft ósæmilega gapa- lega. Fólksbifreiðir fara áreið- anlega gælilegar að öllum jafn- aði. Og þó fara þær oft gapa- lega. — Hefir áður verið vakið máls á því i Vísi, að óhæfilegt mætti teljast eða óvarlegt að minst kosti, að leyfa vörubif- reiðum. að bruna aftur og fram um Iielstu umferðargötur bæj- arins, allsendis eftirlitslaust að því er séð verður. Þessi miklu ferlíki ætlast auðjsáanlega til, að allir vegfarendur víki fyrir sér. Að minsta kosti lítur oft og einatt fullkomlega út fyrir, að gangandi fólk eigi ekki nema um tvent að velja: annaðhvort að taka til fótanna og forða sér undan þessum Ökudólgum í dauðans ofboði, ellegar að láta aka yfir sig. — Og vitanlega tekur fólkið þann kostinn, að forða lífi og limum, en ég verð að segja það, að ég þykist eiga jafnan rétt til götunnar og þessi brunandi ferlíki og álít þeim engu síður en mér skylt að gæta þess, að ekki ldjótist slys af gá lauslegri uniferð um götur bæj arins. Börn og gamalmenni munu oft eiga örðugt með að forða sér undan þessúm. farar tækjum, og mun það ekki livað síst ótta og árvekni Jiessara ein stæðinga að þakka, að slys hljót ast ekki dags daglega af óvar legum bifreiðaakstri liér á göt um bæjarins. Hvenær verður byrjað á því, að svifta þá menn ökuleyfi, sem fara gálauslega og langt of hart um götur þessa Kvenregnkápur, nokkur stk. verða seldar fyrir að eins kr. 17.00, Kápuefni ódýr, Bama- sokkar frá 75 au„ Buxur frá 1.35. Munið eftir ódýru karlmannafötunum, sokkunum og bux- unum. VERSL. TORFA G. ÞÓRÐARSONAR. Þessar rafmagnsperur lýsa best, — endast lengst og kosta minst. Allar stærdir frá 5—32 kerta aðeins eina krúnu stykkið. Málfvatts-perur afar ódýrar: 30 40 60 75 100 150 Vatt, Kr. 1,30 1,40 1,65 1,80 2,75 4,00 stykkið. Helgi Magnússon & Co. Nýkomið: Mikið úrval af fataefnum. Rykfrakkarnir góðu, allar stærðir. — Reiðbuxur og reiðfataefni. C. Bjarnason & Fjeldsted bæjar ? — Það ætti ekki að drag- ast lengi úr þessu. Stafkarl. Landakotsskóli. Kensla í skólanum hefst 16. þ. m. Nýjar Kvöldvökur (júní—sept. þ. á.) eru komn- ar úl fyrir skömmu. Efnið er þetta: Sigvaldi Kaldalóns, grein með mynd, eftir Ragnar Ás- geirsson. Marja, saga eftir Jón Björnsson. í járnbrautarlest (dönsk gamansaga, sögð eftir minni). La Mafía, saga (frh.). Ritdómar um bækur: Svein- björn Egilson: Férðaminning- ar. Jóh. Frímann: Mansöngvar til miðalda. Næst er saga: Sí- mon Dal, eftir Anthony Hope. Við ána, kvæði eftir Jón Jóns- son Skagfirðing. Höfnðborgir (frli.). Spurning lifsins, kvæði eftir Sigfús Sigfússon, og loks Smávegis. Nýjar kvöldvökur liafa alla tíð verið vinsælt rit. Þær eru nú gefnar ut af Þor- steini M. Jónssyni bóksala á Ak- ureyri, en ritstjóri þeirra er Friðrik Ásmundsson Brekkan. — Afgreiðslumaður hér i Reykjavik er Sveinbjörn Odds- son, Baldursgötu 16. Af veiðum komu i nótt þessi skip, sem. veitt liafa í salt: Baldur (97 tunnur), Belgaum (80 tunnur), Iíannes ráðherra (110 túnnur) og Gylfi (um 60 tunnur). í morgun komu Draupnir (méð 700 kassa) og Max Pemberton (með 500 kassa). Hafa báðir veitt i ís, og fara áleiðis til Eng- lands í dag. Knattspyrnumótið. I gær vann K. R. Víking með 6 : 1. Botnia fór frá Leith kl. 8 í gærkveldi. Dronning Alexandrine fór ld. 10 i gærmorgun frá Kaupmannaliöfn. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá V., 10 kr. frá J. B„ 5 kr.. (gamalt áheit) frá G. T. og M. B. FLDTNINGABILAR eru orÖnir svo fullkomnir og sterkir að slíks eru ekki dæmi með svo ódýran vagn. Þeir hafa þeg- ar sýnt það að endingin er framúrskarandi. At- hugið Rugby áður en þér kaupið yður bíl. — Nokkurir bílar fyrirliggjandi. Hjalti Björnsson & Co. Lúðupiklingur, ágætlega verkaður, nýkominn. « Gummidúkar, | Gnmmisvampar, | Kristal túttnr. X x X X Mlklð og ódýi*t úfval í Jg m °* ftZ alhp í *****. Ódýpt. Vasaúr, vekjaraklukkur, eld- húsklukkur, skrifborðskluklcur, búsáhöld. — Alt ódýrt. Verslunin FELL. NJálsgötu 43. Sími 2285. Veptlun Sig. Þ. Skjaldbepg Símar: 1491 og 1953, selur 4 teg. af matarkexi, sætu og ósætu, á 1 kr. pr. % kg., ódýrt í kössum. Margar tegund- ir af kaffibrauði, góðu og ódýru. Familiekex. „Cream-Craeker“ hvergi ódýrara. Trygging viðskiftanna eru vörugæðin. XSOÍKXKlOOKKKíSÍÍSOetSÖCKÍÍKÍOOÍ Dreng vantar til sendlferða. Verslnn Gunnars Gunnarssonar. SOOQOOQOOtXXSCSCSCSAKSOOOOOOQOC I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.