Vísir - 12.09.1929, Page 5

Vísir - 12.09.1929, Page 5
V I S I R Fimtudaginn, 12. sept. 1929. þetla sem lir. Eggert Stefánsson hefir til með að gera á stundum. Við eigum að halda Eggert Stefánssyni hér lijá okkur og læra að þola hann — láta liann þrælast á okkur liér og sýna okkur svipbrigði náttúrunnar í söng sínum. Það væri betra en ef landið borgaði honum stór- fé fyrir að syngja ekki. Reykjavík, september 1929. Jóhannes S. Kjarval. Eggert Stetánsson söngvari. —o—> Nokkurar myndir á listgildi lians eru gefnar hér lesendun- um, eftir nákvæma rannsókn á tveimur söngkvöldum lians i Gamla Bíó. Rödd lians er stundum eins og ldá í gegn, af kulda, liás, biðj- andi og varasöm, eins og smala- drengs, sem kemur lirakinn frá gegningum. Röddin er þá lika stundum viðkvæm og full af að- dáun, sem er sammæld tilfinn- ingalífi alþýðufólksins, sem lif- ir lífi nægjuseminnar í vinsemd við alt og alla. En þessi undarlega rödd er þeim breytingum undirorpin, að hún fyllist stundum hatri, sem gerir málróminn geigvænlegan og setur marglitt myrkurfarg á tónana. Eggert Stefánsson reymr ekki að gera sig betri en liann er. Ilann kemur til dyranna eins og hann er klæddur — skap- brigðisöngvari — og það er ómaksins vert að þekkja liann og skilja, því sé nokkur söngv- ari íslenskur til, þá er hann það. Stundum likist söngur Egg- erts meira brimnið í fjarska en menskra manna söng. Þá er náttúra hans í general epos ■ að greiða fyrir tónhreimum, er síðar koma. Er það öræfanátt- úra eðlis hans, sem ræður þar að nokkuru, en lieímsborgar- sjálfstæði hans sumt. Hin saklausa barnsrödd þessa mikla svipbrigðis- og slcap- gerðarsöngvara liefir ekki verið svikin um neitt verðmæti Ev- rópulistanna, svo marglynd er hún og skreytt. Er það sannafet að segja, að svo mildð fágæti i söng, sem hr. Eggert Stefánsson ber á borð á éinu einasta söngkveldi sé mörg- um óvaning fullstremlnð — sérstaklega ef hann af hágöf- ugri náð hefir opnað skap sitt fyrir mislyndi veðurs og vin- áttu, þvi alt virðist setja svip á þessa undarlega l)ygðu rödd hans á stundum. Eggert Stefánsson er xnikil- menni, sem brýtur niður alla • múra og varnarvirki fyrir ímyndaða lisl í liuga áheyrand- ans — hann skapar sér f jölda ó- vina með einu lagi á söng- slcránni, sem áður en þeir vita af hafa tekið hann i sátt, og meira en það í mótsettu lagi. Svona vinnur skapbrigðissöngv- arinn. Þetla er eðli lians. Hann er áttum háður og veðri, andúð, virðingarleysi, vinskap, öllu. Þegar náttúran er með skap- brigðissöngvaranum leikurhann liöfugt og létt. Rödd hans er þá fylt sólskini og innileik og birtu samlyndisins. Þar finst þá eng- in sorg, engin reiði, enginn flokkadráttur. Þá anga blóm af tónum og áframhald um við- liald lífsins setur leiftrandi mark í sál áheyrandans. Það er Síðnstn geirfuglarnir. Jafnvel þó eg viti, að blaða- greinar gleymist fljótt, géri eg þó ráð fjTÍr að ýmsir lesend- ur blaðanna muni ef til vill enn þá eftir grein minni um geirfuglinn o. fl. er birtist i Lesbók Morgunblaðsins 12. maí þ. á. Grein þessa ritaði ég eftir beslu og áreiðanlegustu heimildum er e,g liygg að til séu um það efni og bjóst satt að segja ekki við neinum vgfeng- ingum urn sannleiksgildi benn- ar. Af lotningu fyrir minningu dáins manns, og lil þess að særa ekki tilfinningar ættingja l;ans eða vina, nefndi eg ekki nafn þess manns, sem mér hafði ver- ið sagt að drepið liafi siðustu geirfuglana, sem vitað var um að til væru í Keiminum, eða verið hafði svo ógæfusamur að valda dauða þeirra, enda áleit eg það kæmi almenningi ekki við og óþarft væri að halda því á lofti. Svo fjarri hugsun minni var þetta, að eg gat þess ekki með einu orði, úr hvaða sveit eða sýslu maðurinn var, hvað iþá að eg nefndi nafn hans. Eigi að síður birtist gi-ein í blaðinu Visi 21. f. m., eftir hr. Ólaf Ketilsson, með fyrirsögninni: „Síðustu geirfuglarnir“. Ætlast liann sennilega lil að hún sé m a. nokkurskonar leiðrétting við áðurnefnda grein niína í Lesbólc Morgunblaðsins. Hr. Ólafur Ketilsson segir: „. ... Þessu ásökunarskeyti lir. Nielsens mun vera beint að leg- stað föður míns heitins, Ivetils Ketilssonar dbrm. í Kotvogi, því að í almæli er, að bann hafi náð og banað hinum tveimur síðustu geirfuglum, sem náðst hafa, að því sem kunnugt er, að minsta kosti hér við land. Slik upplýsing í málinu kem- ur áreiðanlega úr hörðustu átt; en eg held jafnvel, að fullmikið sé sagt með henni, eða a. m. k. hafi verið óþarft að fullyrða mikið um það, því að það sem i almæli var fyrir 70—80 árum síðan og hvergi er fært í ietur, hefir eflaust gleymst og mátti gleymast, svo að fæstir núlif andi menn hefðu haft hugmynd um það, hvað hann hét eða hvaða maður það var, sem varð síðustu geirfuglunum að aldur tila og engin ástæða til að rifja það upp, sist cf það yrði til að rýra minningu mæts manns, sem vitanlega af ókunugleik og í ógáti varð til þess að vinna óhappaverkið, enda var -hvorki friðun fugla í lögum þá, né lieldur svo verulegt atriði í hug- um manna, að hart væri á því tekið, þó fuglar væru drepnir, en okkur, sem nú lifum, þykir sárt til þess að viLa, að þetta voru síðustu geirfuglarnir á foídu hér, sem um var að ræða. Siðan oftnefnd grein mín bírt- ist í Lesbók Morgunblaðsins, liafa margir spurt mig um það, við hvaða rnann eg hafi átt, og það er aðeins einn m.aður, sem látið hefir þess getið við mig, að það mun'di liafa verið Ketill sál. i Kotvogi. Nú staðfestir lir. Ólafur Kétilsson ])á tilgátu, a. m. k. að nokkuru leyti, og læt ,jeg þá eigast við um það, livði't hann var maðurinn, sem eg átti talið við um þetta fyrir 33 árum siðan, eða einhver annar. Eg liefi áðeins talið — og lel — þetta óhappaverk, sem mann- inn henti 3. júní 1844 og er viss um að honum féll það miður. Það var vitanlegt öllum þeim, er nokkur kynni liöfðu af geir- fuglinum og dvalarstöðvum lians, löngu áður en hann varð aldauða, að liann var orðinn mjög sjaldgæfur, að mikil eftir- sókn var eftir honum og eggj- um hans og hömum, og að verð- ið á hverju þessu fyrir sig var afarhátt. Það hefði því mátt ætla, að heilbrigð skynsemi al- mennings liefði reist skorður við drápi hans í tæka tíð, með því að friða hanri um 20—30 ára slceið, svo að honum hefði getað fjölgað aftur. Það mundi hafa borgað sig vel og geirfugl- inn þá verið við lýði enn, en það var þarna, eins og svo oft endra- nær, bæði fyr og síðar, að pen- ingarnir, sem í boði voru þá í bili, freistuðu manna, sem ef laust hafa hugsað sém svo: Það er best að grípa gæsina meðan lnin gefsl; taki eg hana ekki, verða aðrir til ])ess. — Sama blindnin er eg bræddur um að liendi menn með tilliti til arn- arins og fálkans, ef ekki er að gert í tíma, og það var aðalatr- iðið i grein minni í Lesbókinni 12. maí síðastl. og á það vildi eg benda. — , Hr. Ólafur Ketilsson segir ennfremur: „Það var í júnímán uði 1846, en ekki 1844, eins og lir. Nielsen segir, að faðir minn fór til „Eldeyjar“ við níunda mann á opnum bát, til þess að grenslast eftir, hvort nokkurn geirfugl væri þar að hafa.... Þetta held eg að sé misminni hjá hr. Ólafi Ketilssyni, eða að honum hafi ekki verið skýrt rétt frá um það. Eg hefi lesið margar greinar um geirfuglinn eftir þekta vis- indamenn og skrifað flest af því hjá mér a. m. k. það sem mér þótti máli skifta og riokk urs væri um vert; er þar alstað- ar talið víst, að það hafi verið árið 1844, sem síðustu geirfugl arnir voru drepnir. Stærsta vís indasafn heimsins, British mu- seum endar frásögn sína um geirfuglinn með þessum orðum: „The last colony of tliis bird in- habited tlie island near Iceland and was finally exterminated in 1844“. (Guide to the gallery of Birds). Tveir alkunnir vísindamenn, prófessor Japetus Steenstrup í Danmörku og prófessor Alfred Newton í Englandi hafa skrifað ágætar ritgerðir um geirfuglinn og tilgreina þeir báðir árið 1844. — Eg liefi því miður ekki lesið ritgerð prófessors Newtons, en oft lesið tilvitnanir i hana. — Guðm. sál. Thorgrímsen, fyrr- um verslunarstjóri á Eyrar baldca, sem var viðstaddur, þá er salan á tveim siðustu geir- fuglunum fór fram, sagði, að það hefði verið 1844, og að verðið á öðrum þeirra hafi ver- ið 54 rikisdalir, en á hinum 55 ríkisdalir. Það er því engum efa undirorpið, að það var árið 1844, en ekki 1846, sem síðustu geirfuglarnir voru drepnir. Lolcs segir lir. Ólafur Ketils- son í grein sinni, að faðir hans „hafi ekki drepið 2 síðustu geir- fuglana mcð eigin hendi“, held- ur hafi það verið annar maður, að nafni Sigurður, sem það gerði, og svo bætir br. Ólai'ur Ketilsson við: „Hinsvegar er eklci hægt að neita þvi, að hann vann verkið í þágu föður míns og að lxans fyrirlagi.“ Hvað var „villandi“ hjá mér í grein minni um þetta efni? Eg sagði ekkert um það! Hitt liefi eg sagl, að það hafi verið tveir „síðustu geirfuglarnir, sem til voru lif- andi i heiminum“, en þetta kallar hrrÓlafur Ketilsson einn- ig „villandi“ og liefi eg þegar fært sönnur á, að'eg fór ekki með neitt „villandi“ í því efni og læt svo litrætt um það í þctla sinn. Hálfkassabíll fer daglega kl. 4 til Keflavíkur og Sandgerðis. Tekur fólk og vörur. Ódýr fargjöld. Bílstjóri -Erlingur Jónsson. Mýja IxifreiðastöSin, Kolasundi. Símar 1216 og 1870. Haglabyssur, rifflar og fjár^ byssur. Skotfæri allskonar. LÆGST YERÐ. Sportvörubús Reykjavíkur, (Einar Bjðrusson) Bankastrœti 11. Sími 1053 og 553 Prófessor Newton mun hafa lcomið tvivegis til íslands og leitað eftir geirfuglabeinum, en árangurslaust í bæði skiftin; jafnvel þó liann ekki fyndi þau í Kirkjuvogi, væri ekki óhugs- andi, að þau væri að finna ann- arsstaðar á Suðurnesjum, ef el'tir þeim væri leitað, enda sennilegt að eitthvað af sÚkum beinum sé falið í sorpbaugum þar nálægt sem fuglarnir voru drepnir árlega svo bundruðum skifti um langt skcið. :— Nátt- úrugripasöfn bér, t. d. i Reykja- vík og' á Eyrarbakka mundu fúslega veita slíku fágæti við- töku, ef finnast kynni, annað- livort að gjöf eða með sann- gjörnu verði. — Sennilega eru þeir rnenn fáir hér á landi nú orðið, sem þekkja geirfuglabein frá öðrum fuglabeinum; eg ætla því að tilfæra hér nokkur lengdarmál á ýmsum geirfuglabeinum, að- eins til leiðbeiriingar, ef þau kynnu að finnast, sem eg tel alls ekki ómögulegt að geti skeð, og eru lengdarmál þessi tekin eftir myndum af slíkum beinum, er fundist hafa í sorphaugum í Danmörlcu og Noregi: Hauskúpa (Hjærnekasse) ca. 70 mm . Nefbein, efra (Overnæb) ca. 107 mm. Vængbein, efra (Overarm) ca. 107 mm. Olnbogabein (Albueben) ca. ö5 mm. Geislabein (Spoleben) ca. 54 mm. Sköfnungur (Skinneben) ca. 125 mm. Að olnbogabeinið og geisla- beinið í geirfuglinum er hér um bil helmingi stjdtra en efra vængbeinið — en í flestum öðrum fleygum fuglum eru þau öll bér um bil jafnlöng — gæti verið mönnum til leiðbein- ingar í því að greina þau frá öðrum fuglabeinum. Annars mun óliultast, að leita náttúrufræðinganna Dr. Bjai'na Sæmundssonar og Guðm. G. Bárðarsonar í þessu efni, livað réttar upplýsingar snertir, ef svo skyldi vilja til, að fuglabein með lengdarmáli því sem að ofan eru nefnd, kynnu að finnast nálægt þeim stöðv- um, sem geirfuglinn var veidd- ur áður fyrri, t. d. Suðurnesj- um, Vestmannaeyjum og e. t. v. á Austurlandi. Skyldi svo vilja til, að ein- hver fyndi heila beinagrind af geirfugli, er óhætt að gera ráð fvrir að liann gæti selt hana á 4—5 þúsund krónur. Einstök geirfuglabein mundi einnig liægt að selja háu verði. Fám dögum eftir að eg liafði lokið við að skrifa grein þá er að ofan getur, barst til min greinarkorn úr „Nationaltid- ende“ frá 21. júni, eða hér um bil mánuði eftir að grein mín um geirfuglinn birtist í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrirsögn greinarinnar í „Nationaltid- ende“ er: „En Fugl til kr. 10,000“, og skýrir liún fi’á því, að geirfuglshamur hafi verið seldur i Englandi nú nýlega fyrir þetta geipiverð. í greininni er þess einnig lát- ið getið, að prófessor Newton liafi verið með í veiðiförinni 1844, þegar tveir siðustu geir- fuglarnir voru drepnir, og ætla ég að leyfa mér að tilfæra hér nokkurar línur úr skýrslu lians um þessa margumtöluðu veiði- för, en það er aðallega hún, sem hr. Ólafur Ketilsson hefir verið að reyna að vefengjá og talið mig skýra rangt frá éða „vill- andi“. ,Vi var ialt 14 Mand i en Baad med otte Aarer, der om Morgenen den 3. Juni (ártalið 1844 er lilfært hér á öðrum stað) lagde til ved den stejle Eldey, hvor tre Mand vovede sig i Land. Der sad to Geirfugle mellem mange andre Söfugle, og da Mændene gik hen mod dem, tænkte de ikke et Ójeblik paa at forsvare sig, men löb liurtigt over den stejle Klippe- flade, strækkende Hovederne stærkt frem og smaabaskende med Vingerne. Trods deres korte Skridt bevægede de sig omtrent lige saa liurtigt som en gaaende Mand. Sömanden Jon drev den ene ind i en Krog og fangede den, mens Sigurd lidt senere tog den anden; Ketil gik hen til en be- skyttet Plet og fandt der et Æg, som han dog smed væk, da lian mente, det var i Stykker. Saa kvalte de Fiiglene og solgte dem for 170 Kroner Stykket.“ Sé þessi skýrsla rétt, sem mér virðist engin ástæða til að ve- fengja, þá liefir hann lieitið Jón, maðurinn sem veiddi næstsið- asta geirfúglinn og Sigurður, sá sem veiddi þann síðasta, en maðurinn, sem handlék síðasta geirfuglseggið — sem ekki er ólíklegt að hafi verið svo grá- ungað að um líf hafi verið að ræða innan undir skurninni — hann segir prófessor Newton að lieitið hafi Ketill. Það er þvi alls ekki ósenni- Iegt, að það liafi einmitt verið Ketill, sem drap síðasta geir- fuglinn! Eyrarbalcka, 17. ágúst 1929. P. Nielsen.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.