Alþýðublaðið - 07.05.1920, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1920, Síða 1
Gcíið ilt af Alþýðuflokknum. 1920 Föstudaginn 7. maí 102. tölubl. Alþbl. er blað allrar alþýðu! fri sambanðsrikinn. Khöfn, 5. maf. Ðanir taka við Suður-Jótlandi. Danskt herlið hélt í dag inn í 1. atkvæðahérað SuðurJótlands, og var hvarvetna tekið með mikl- um fagnaðarlátum, nema í Tonder. Þar var þeim tekið með alvarleg- um „demonstrationum". Khöfn, 5. maf. Danir og Pjóðverjar. Danir og Þjóðverjar semja nú um það, á hvern hátt Danir skuli taka við völdum (civiladminstrati- onen) í 1. atkvæðahéraði Suður- Jótlands. Khöfn, 5. maí. Slésvík. Slésvíkurmálið verður lagt fyrir sendiherraráðstefnuna í París á morgun. Pöllanð og Ukraine. Khöfn, 5. maí. Póíland hefir gert samning við Ukraine. Fá Pólverjar Austur- Galiziu og Volhyniu. Jranskt hajnarverkjall. Khöfn, 5. maí. Frá París er símað, að hafið sé i Frakkiandi hafnarverkfall, sem gjörstöðvi allar skipagöngur. Stórvirkin. Morgunbl. segir að bærinn hafi brotist í hverju stórfyrirtækinu eftir annað, og því sé von að gjöldin séu þung og skuldir mikl- ar. Hvaða „stórfyrirtæki" eru þaðf Gasstöðin var komin fyrir tíð Zimsens, þótt hann ætti þar hlut að máli, blessaður, lofsællar minn- ingar. Vatnsveitan var lika komin áður. Hvað hefir þá verið gertf Vatnsgeymirinn var bygður, og var gagnslaus vitleysa frá upphafi. Götuspottar hafa verið steinlagðir, en það er svo illa unnið, þrátt fyrir hagsýnina og verkhygnina, að óumflýjanlegt er að endurbæta mjög bráðlega. Austurstræti er hólótt, eins og vegurinn í Svína- hrauni, og á Laugaveginum og í Lækjargötu eru rennusteinarnir farnir að detta niður úr. Og þá má ekki gleyma BPóI- unum“. Þar beit nú skömmin höfuðið af sjálfri sér. Slönguturn- inn og efri hæðin á brunastöðinni er víst eitt „stórfyrirtækið", en fleirum man eg nú ekki eftir í bili. Væri gott, ef Mgbl. vildi ryfja þau upp fyrir mönnum, sem eftir eru, því annars er hætt við að menn muni ekki eftir þeim á laugardaginn. Á yfirstandandi ári sést ekki að annað eigi að gera, sem til frambúðar mætti verða, en að dytta að „Gamla spítalanum", girða Austurvöll og malbika nokk- ur skref af götum. Þó er jafnað niður nærri 2 milj. kr. Er nú nokkur furða, þótt menn spyrji hvað verði um féðf Er ekki von að menn gruni, að kettirnir fari í mjólkina? Einhver fleytir rjómann. Kláus. Eini maðurinn af bæjarfulltrú- unum sem fengist hefir til að leggja nafn sitt við hégóma og mælt með Knúti er Kristján „okkar" Guðmundsson. Msemi Knud Zimsens. „Dugnaðarmaðurinn“ afhjúpaður. A. J. Johnson bankaritari ritar fróðlega grein í Vísi nú þessa dagana (greinin byrjaði að koroa út síðastl. föstudag), þar sem hann afhjúpar algerlega hinn »duglega« og »verkhyggna* borgarstjóra, sem vér bæjarbúar höfum orðið að búa að sfðustu árin. Er ekki ólfklegt, að mönnum sé forvitni.á að heyra á hve miklum rökum vindglamur Morgunblaðsins1 eða spýja sú, sem hr. Pétur Zophonías- son2 lætur smala sína bera út um bæinn, er bygt. Um fjármálin er það að segja, að með hverju árinu hafa skuldir bæjarins aukist stórum, án þess að sýnilegar séu þær umbætur, sem slfkur takmarkalaus fjáraustur hefði átt að hafa í för með sér. Alt þetta hlýtur að koma niður á bæjarbúum, enda sýnir hækkun aukaútsvaranna sfðustu árin greini- Iega, hve kostnaðarsöm fjármála- speki Knúts hefir verið. / miljón og poo þús. kr. Á þessum árum hafa þau tólffaldast. Hver vill svo hrósa þessari Qármálaspeki f Ekki er við öðru að búast, en að al- þýða manna kunni illa við slíkt. 1) Vitanlega kemur engum til hugar að marka Mgbl., því það vcrður altaf að fylgjast með meiri- hlutaákvörðunura fulltrúaráðs Sjálf- stjórnar. 2) Almenningi þykir víst fróð- legt að vita hve föst og ákveðin skoðun hr. P. Z. er, þegar hann gengur til kosninga. Nokkru fyrir þingkosningar sfðastl. haust, var hann, a. m. k. eftir þvf sem hon- um sagðist sjálfum frá, fastráðinn í því að kjósa Þorv. Þorv. og Ól. Fr., ef þeir yrðu í kjöri. Allir muna hvernig hann hagaði sér við þær kosningar; hann vann þvert ofa* í áður lýsta skoðun sína. Svona er sannfæring þeirra Knúts- sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.