Alþýðublaðið - 07.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1920, Blaðsíða 2
2 alþ;yðublaðið Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólísstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. llorgunblaðið er að reyna að bera í bætifláka fyrir það, með þvf að kenna um lækkun peningagildis, en æri® hlægileg er þessi máls- vörn, þar sem hún ekki gerir helming á móts við þetta. í lok ársins 1915 voru skuldir bæjarsjóðs rúml. i‘/z milj., en 1917 rúml. 2 milj. 1915 voru vextir og afborganir af lánum 92 þús. kr„ en samkv. fjárhags- áætlun 1920 24.0 þús., auk vaxta og aýborgana af vatnsveitunni, gasstöðinni, baðhúsinu og Bjarna- borg, og af vatnsveitunni einni J5 pús , um hitt veit maður ekkií Hér getur nú ekkert komið til greina, sem með nokkurri sann- girni má breiða yfir þetta sukk og brask með peninga manna. Árangurinn af starfi Zimsens er botnlaust skuldafen, sem mun þurfa meira en meðalvanan fjár- málamanu til að bæta úr, og jafa- vel sjálft Morgunblaðið verður pegjandi að viðurkenna það og enginn fær mótmælt því, að hr. Sig. Eggerz, sem vel hefir gegnt ráðherrastörfum sínum.muni manna hæfastur til að bjarga því við. Bæjarbúarl Á morgun eigið þér að skera úr því, hver skuli fara með fé ykkar næstu 6 árin. AHir vitið þér hver eru verk Zimsens. Hér eru ekki hagsmunir neinnar sérstakrar stéttar í veði. Nei, fram- tið ails bæjarins er undir því kom- in, að nú séum vér allir samtaka um að keyra niður klíku þá, sem hefir mestu ráðið hér undanfarið. Burtu með H. M. & Co.l Látum þá verzla eins og aðra borgara, en ekki ráða sér í hag málefnum vorum. Hreinar línur og heiðarlega menn! Hví ekki kjósa þann mann- inn, sem alla kostina hefir fram yfir hinn! Hví ekki kjósa Eggerzl Bæjarbúar! Reykjavík getur átt framtíð fyrir sér, ef vel er stjórn- að fjármálum og verklegum fram- kvæmdum. Zimsen hefir reynst allsendis ófær til þess — svo ótær, að Mgbl., sem annars er að reyna að tnæla með honum, verður að viðurkenna það. Er þá nokkur ykkar, sem hefir snefil af heil- brigðri hugsun, sem dirfist að mæla með honum? Eg trúi því varla. Sigurður Eggerz er heiðarlegur maðurt Kári. Dómur. Með borgarstjórakosningunni á morgun fella kjósendur bæjarins dóm um það, hvort embætsis- og starfsmönnum bæjarins skuli hald- ast uppi, að reka samhliða em- bættinu stórfeldar verzlanir, sem bæði beint og óbeint hafa and- stæða hagsmuni við bæinn. Eng- inn er góður dómari f sjálfs sök. Maðurinn, sem er að kaupa af sinni eigin verzlun handa bænum, getur ekki gert hvorttveggja í senn: Keypt vel fyrir bæinn og selt vel fyrir sjálfan sig. Halli hlýtur að verða hjá öðrum hvor- um. Og hvar skyldi hallinn lenda? Siðferðisþroski mannsins hlyti að líða meira eða minna tjón við þessa aðstöðu. Með þessu er auk þess gefið fordæmi, sem hlýtur að hafa siðspillandi afleiðingar fyrir bæjarlífið, ef að það líðst. Em- bættin og störfin verða þá van- rækt aukageta. Aðalstörfin verða brask. Spillingin étur um sig. Loks hætta menn að geta greint rétt frá röngu. Vér vonum að siðferðisþroski bæjarbúa sé á svo háu stigi, að þsir taki hér í taumana, og dæmi á morgun óalandi og óferjandi þessa stefnu, sem rekið hefir upp höfuðið með framboði Knud Zsm- sen í borgarstjórastöðuna aftur. Undanfarin reynsla, réttlætis- meðvitundin, dómgreindin og sið- ferðisþrokinn heimta, að dómur almennings með kosningunni á morgun falli á þá leið að Knúti sé synjað um stöðuna. Bíoleyfl. Bjarna Jónssyni var í gær veitt bráðabirgðaleyfi tii að starfrækja bío í hinni nýju bygg- ingu sinni við Austur stræti. Um dagiim 09 regii. Gildnr seðill. í bréfi þvf, er Sjálfstjórnarskrifstofan hefir sent út meðal kjósenda, ersagt: .gild- ur seðill lítur þannig út eftir kosn- inguna". Skal kjósendum bent á það, að þetta er blekkingartilraun, þvf auðvitað er seðillinn gildur lfka, þegar hann lftur þannig út: Knud Zimsen. X Sigurður Eggerz. Belgi Mtgntisson kaupmaður á afmæli á morgum. Vilja bæjar- búar ekki gleðja kaupmanninn á afmælisdaginn, með þvf að gefa honum þeirra part í K«úti f af- mælisgjöf, svo H. M. & Co. eigi> Knút óskiftan. Landhnrðnr af fiski er enn f Vestmannaeyjum. St. Skjaldbreið nr. 117. Fund- ur í kvöld kl. 8^/2. Innsetning embættismanna. Leikinn afar- skemtiiegur gamanleikur. Fjöl- mennið. Bafmagnsstöðin. Á fundi raf- magnsnefndar f gær voru rædd tilboð sem komið höfðu í stöðv- arhús og fbúðarhús rafmagnsstöðv- arinnar við Artún. Lægsta tilboð- ið var frá Jóni Þorlákssyni, og samþykti meiri hluti nefndarinnar að taka því. Minni hl. (Jón B) viidi láta byggja húsið fyrir reikn- ing bæjarsjóðs. Kr. Gnðmnnðsson bæjarfull- trúi hefir rannsakað hugarfar alira bæjarfulltrúanna og komist að þíirri niðurstöðu, að »ekki færri en 12 bæjarfulltrúar« kjósi Knud á morgun. Hver skyldi taka mark á rnanni, sem leyfir sér, að láta aðra eins fádæma heimsku út úr sér? Hvernig ætti hann að vita um hvorn bæjarfulltrúarnir kjósa? Hann getur ekki vitað það Alveg eins mætti segja, að allir bæjar- fulltrúarnir kiósi Sig. Eggerz. Látiö oLtliiiT- leggja raf- Ieiðslur í hús yðar meðan tími er til þess að sinna pöntunum yðar fljótt. Hf. Rafmagnsfélagið Hiti &' Ljós. Vonarstræti 8. Sími 830.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.