Vísir - 20.09.1930, Page 2

Vísir - 20.09.1930, Page 2
NÝKOMIÐ: MAGGI’S I Viðurkendar nærandi og styrkjandi. SALAN EYKST DAGLEGA. Símskeyti London. (ÚP) 19. sept. FB. Ráðagerð um atvinnubæíur. Til þess að ráða bót á kreppu- vandræðunum í Bretlandi, liafa allmargir kunnir iðjuhöldar landsins hafið samtök, og hefir Sir William Morris fyrir þeirra hönd sent út boðsbréf að fundi, sem hefst þ. 25. þ. m. Er í ráði, að stofna ópólitískt þjóðfull- trúaráð, sem liafi það hlutverk með höndum að ráða bót á iðn- aðar- og verslunarmálaerfiðleik- um, til þess að endurreisa vel- gengni þjóðarinnar og tryggja atvinnulíf hennar. London (UP) 20. sept. FB. Atvinnuleysi í Þýskalandi. Berlin: 1 lok ágústmánaðar var tala hinna atvinnulausu 2,875,000. Margt hefir hjálpast að til að auka atvinnuleysið nú, minkandi framleiðsla á öllum sviðum, sérstaklega er dauft yf- ir byggingaiðnaðinum, því nær ekkert er bygt, og loks er at- vinna minkandi, eftir því sem nær dregur vetri, en vanalega fer atvinna ekki að minka fyrr en lengra líður á. Aðeins 72,2% af meðlimum verkalýðsfélaga hafa nú fasta atvinnu, sbr. við 82,2% 1929 á sama tíma. — 400 þúsund verkamanna eða 14%, sem eru atvinnulausir, eru einskis stuðnings aðnjótandi, hvorki frá ríkinu eða sveita- og bæjarfélögum. Verkfallshorfur í Þýskalandi. Berlín: Sáttatilraunir milli iðjuhölda málmiðnaðargrein- anna og verkamanna eru byrj- aðar. Fulltrúi iðjuhölda tilkynti þegar í byrjun umræðnanna um breytt launakjör, að Iaun verði að lækka á. m. k. 15%. — Full- trúar verkamanna fóru hins- vegar fram á 7% launahækkun. — Er búist við verkfalli, uns sættir takast, en sáltahorfur eru síst vænlegar eins og sakir standa. CJtan af landie ísafirði 19. sept. FB. Síldarafli skipa héÖan varð í sumar: Hávarður 11.797 mál í bræðslu, 457 í salt. Hafstein 4717 mál. í bræðslu og 2750 tn. í salt. Samvinnubátarnir öfluðu: Ásbjörn 8032, Auðbjörn 5819, Gunnbjörn 8179, ísbjörn 8762, Sæ- björn 7560, Valbjörn 8647, Vé- björn 7062, alt tunnur í bræðslu og salt. Aðrir bátar héðan öfluðu: Elín ca. 3000 tn., Freyja ca. 3000, Percy ca. 2900 tn. Snorri Sigurðsson fluttist alfar- inn með Dronning Alexandrine til Akureyrar og tekur við forystu nvja barnaskólans þar. Snorri hef- ir verið skólastjóri á Flateyri í 18 ár og aflað sér trausts og vinsælda fyrir kenslustörf og ósérplægni í opinlierum málum. Héldu Flateyr- ingar þeim hjónum fjölment sam- sæti við brottför þeirra nú. Ægir kom hingað í gær með enskan botnvörpung sem hann tók við Straumnes, og var hann sektað- ur um 2000 gullkrónur fyrir ólög- legan umbúnað veiðarfæra. Lítilsháttar hefir veiðst af smokkfiski síðustu daga, en smá- síld hefir einungis íengist mjög lit- ið í lagnet. TðniistarskðlL —o— Hljómsveit Reykjavíkur er um þessar mundir að hleypa af stokk- unura fyrirtæki, sem er þess vert, að því s.é gaumur gefinn. Það er tónlistarskóli. Þeir sem að skólastofnun þessari standa, hafa manna best fundið til þess, hve erfitt það er, a'S halda uppi hljómsveit hér í bær, sökum jjess hversu fáir þeir eru, sem lært hafa að fara með hljóðfæri, svo að fullum notum komi. Þaö hefir orðið að fá erlenda atvinnumenn í þessari grein, sem leikið hafa í hljómsveitum kaffihúsa og kvik- m-ynda,húsa, en menn þessir hafa oft veriS ráSnir hingaö til skamms tima og því ekki veriö á þá aS treysta til langframa, en stööug mannaskifti í hljómsveit er mikiS mein. Úr þessu á Tónlistarskólinn aö bæta. Hann verSur svo marg- þættur, aö eftir 2—3 ár ætti aS vera auSvelt aS hafa hvert rúm í fullkominni hljómsveit skipað innlendum mönnum. Og þar meS mundi þaS einnig detta úr sögunni, aS inn í landið þyrfti aö flytja hljóSfæraleikendur fráöörum lönd- um, eins og nú tíökast og nauS- synlegt virðist. Eitt hlutverk skólans verður ófceinlíns aö koma í veg fyrir þaS, að fólk meS takmarkaöa hæfileika leggi út í langt og kostnaðarsamt nám erlendis í þeim greinum, sem skólinn getur veitt kenslu í. Jafn- fiamt veröur þaö hlutverk skólans, aS koma þeim áfram, sem óvenju- rmklum hæfileikum eru gæddir. — Allir hljóta aö sjá, aS þetta er þýSingarmikiS atriði. ASalhlutverk skólans er að koma upp fullkominni hljómsveit, sem veiti höfuSstaðarbúum betra upp- eldi á sviði tónlistarinnar en þeir áður hafa átt viS að búa. ÞaS er ekki vansalaust, aS hér skuli ekki vera fullskipuS hljómsveit. ÞaS hefir verið til og er hér enn vís- ir til hljómsveitar, semi menn meS dænrafáum áhuga og ósérplægni hafa haldiö uppi. En þeirn I>er engin skylda til aS leggja alt fram sjálfir. Þeir eiga að fá stuðning allra bæjarbúa. RíkissjóSur og bæjarsjóSur eiga að halda skólan- um uppi fjárhagslega, eigi síSur en öðrum skólum — jafnvel fremur, þar sem hljómlist hefir hingað til veri'S vanrækt af opinberri hálfu. MeS því móti verður væntanlegri hljómsveit kleift aS gera þaS, sem best og fullkomnast er í tónlist, aS almenningseign. Þetta fyrirtæki er því nauðsyn- legra nú en áSur, aS megn spill- ____________VÍSIR______________ ing í hljómlist geisar yfir heim- ir.n, og viS stöndum ver aS vígi en flestar aSrar menningarþjóSir aS sporna við spillingunni, þar sem undirstaðan hjá okkur er ófull- komnari. Hér í Reykjavík er fjöldi söng- fólks. Hefir þaS sýnt, aS þaS megnar aS flytja mikil og vanda- söm tónverk. Hljómsveit mundi leysa þessa bundnu krafta úr læS- ingi og tónar Beethovens og ann- ara öndvegis tónskálda næöu út hingaS, fluttir eins og ætlast vaf1 til, þegar listaverkin sköpuöust. —• Höfum viö Reykvíkingar ástæSur til þess aS fara þessa á mis ár eft- ir ár? — Enn mætti nefna inn- lenda og erlenda sönglistamenn, sem hingaö sækja og flytja tón- verk, er krefjast hljómsveitar- undirleiks. Þeir verða aS notast viö slaghörpu. Áheyrendurnir fá meS því móti aldrei rétta hugmynd um stærö eSa gildi tónverkanna stm flutt eru eSa höfunda þeirra. Rikisútvarp tekur til starfa hér á landi á næstunni. Tónlistarskól- inn á aS leggja þeirri stofnun til smærri og stærri hljóðfæraleik- endaflokka meS tíS og tíma, og er því full ástæöa til aS fjárveit- ingarvaldiS gæti þess, aS skólinn jiurfi ekki viS efnahags öröugleika aS stríöa. Tónlistarskólinn tekur til starfa 1. október. Er þess aS vænta, aS þeir sem hæfileika og áhuga hafa í tónlistaráttina sitji sig ekki úr færi aS sækja hann. Til skólans hafa ráSist hæfir kennarar, svo aS treysta má því, aS árangurinn verSi góður. h—. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 árd., síra Bjarni Jónsson. Kl. 5 síðd. síra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegis guðs- þjónusta. 1 spítalakirkjunni í Hafnar- firði: Hámessa kl. 9 árd. Engin síðdegis guðsþjónusta. Veðrið i morgun. Hiti í Reykjavík 10 st., ísafirði 8, Akúreyri 9, Seyðisfirði 8, Vest- mannaeyjum 10, Stykkishólmi 9, Blönduósi 9, Raufarhöfn 7, Hólum i Hornafirði 8, Grindavík 9, Fær- eyjum 11, Julianehaab 3, Angmag- salik 1, Jan Mayen 2, Hjaltlandi 11, Tynemouth 13, Kaupmannahöfn 13 st. — Mestur hiti hér í gær 12 st., minstur 7 st. Úrkoma 7,3 mm. — Stonnsveipurinn um Bretlands- eyjar hreyfist hægt norður eftir og fer heldur minkandi. — Horfur: SuSvesturland, Faxaflói: Austan og norðaustan kaldi. Úrkomulítið og léttir sennilega til. Breiðafjörð- ur: Austan og norðaustan kaldi. Dálítil rigning öðru hverju. Vest- firðir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Austan og norðaustan átt, sumstaðar all- hvasst. Rigning. Hátíðar-kvikmynd tók Loftur á Alþingishátíðinni á Þingvöllum. Einnig tók hann nokk- urar kvikmyndir á skemtunum, sem fóru fram hér og á Álafossi um það leyti, og hefir hann nú látið fullgera myndina erlendis. Hefir Loftur bæði variS fé og fyrirhöfn til þess að gera þessa ágætu mynd, sem vafalaust verður hin merkasta heimild um Alþingishá- tíðina, þegar frá líður. Eða hvað vildu menn'nú gefa til þess að eiga K>istalsá.pa fyi*ipliffgjaiidí. — Lágt veifö. M n kvikmynd af þjóðhátíðinni 1874 eða setning Alþingis 930? — Loft- ur sýnir mynd þessa í Nýja Bíó á morgun kl. il/2, kl. 3 og kl. 4, og verður væntanlega mikil aðsókn. Valhöll á Þingvöllum verður lokað næst- komandi mánudag, 22. sept. Þann dag eru Þingvallaréttir og má ætla, að ýmsir héðan fari í réttirnar, ef veður verður gott. Er gaman aS vera í réttum í góðu veðri, en hitt mundi þó enn skemtilegra, að vera eystra síðdegis á sunnudag, þegar safnið verður rekið til Þingvalla- réttar. Kemur annar aðalflotinn utan af Mosfellsheiði, um Selkots- fjall og Kárastaðafjall. Er safnið síðan rekið neðan Búrfells og sam- einast norðan Öxarár fé því, sem kemur af Öxarárdal og úr Botns- súlum sunnanverSum. Hitt aðal- safnið kemur úr norðurleitum svo- nefndum (norðan Ármannsfells). Er það rekið suður um Sandklupt- ir og sameinast undir Ármannsfelli safninu úr Þingvallahrauni. Bif- reiðavegur er nú alveg heim að réttarvegg. Á sunnudagskveld verð- ur að líkindum einhver mannfagn- aður í Valhöll, en Reykvíkingar þeir, sem það kjósa heldur, geta farið heim á sunnudagskveld. Hin- ir, sem bíða vilja réttanna, taka sér gistingu í Valhöll eöa á Kárastöð- um. Guðmundur Magnússon Freyjugötu 9, er fimtugur i dag. 71 árs er í dag Guðríður Guðmunds- dóttir, Grandaveg 37. Sigríður Ólafsdóttir á Bústöðum er áttræð i dag. K. F. U. M. Síðastliðið ár efndi K. F. U. M. til haustmarkaðar í byrjun október- mánaSar til styrktar félaginu og starfsemi þess. Þessi nýbreytni fé- lagsins gaf svo góða raun, að ákveðið hefir verið að efna til markaðs-halds af nýju snemma i næsta mánuði. K. F. U. M. hefir nú starfað hér i bænum rúm 30 ár og mjög sjaldan leitað til almenn- ins um fjárstyrk. Hefir félagið þó þurft á miklu fé aS halda, starf- semi sinni til eflingar, en það hafa einstakir menn lagt fram, sumir stórfé árlega. Auk ]>ess hafa marg- ir • félagsmanna lagt fram mikla vinnu endurgjaldslaust, árum og áratugum saman. Tekið verður Jmkksamlega við hverskonar vörum og munum og peningagjöfum. Þarf enginn að kveinka sér við, þó að skerfur hans verði litill, því að sá gefur oft mest i raun og veru, sem af minstu hefir að taka, en miðlar samt af fátækt sinni. Málverkasýning frú Inger Löclite Blöndal og Gunnlaugs Blöndal verður opin í dag og á niorgun i siðasta sinn. Þessa tvo daga verður sýningin jafnframt opin á kveldin til kl. 10. Haustfermingarbörn komi í dómkirkjuna til síra FriS- riks Hallgrimssonar mánudag kl. 5 og til síra Bjama Jónssonar þriðjudag kl. 5 og fermingarbörn síra Árna Sigurðssonar komi í K. F. U. M. (stóra salinn) á mánu- dag kl. 5 Barnabækur. Þorvaldur Kolbeins hefir gefið út tvær litlar barnabækur. Onnur þeirra heitir: Fjögur ævintýri handa börnum, og er þý'Sanda ekki geti'S, en hin bókin heitir: Litli Kútur og Labbakútur, og hefir Freysteinn Gunnarsson þýtt úr dönsku. Er hún með mörgum myndum eftir danskan málara. — Ævintýrin kosta 50 aura en „Litli Kútur“ eina krónu. Sjómannastofan. Samkoma á morgun kl. 6 e. h. í stofunni Tryggvagötu 39. — Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Helg!- unarsamkoma kl. IOV2 úrd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Úti- samkoma á Lækjartorgi kl. 4 síðdegis. Útisamkoma við stein- bryggjuna kl. 7 síðd. Hjálpræð- issamkoma kl. 8 síðd. Stabskapt. Árni M. Jóhannesson stjórnar. Hornaflokurinn og strengja- sveitin aðstoða. Allir vellcomnir. Barnaheimilið Vorblómið. Samþykt var á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakveld svolátandi til- laga út af erindi frá Þuríði Sig- urðardóttur um að bærinn kaupi Grund við Kaplaskjólsveg fyrir barnaheimili: „Nefndin (þ. e. fjárhagsnefnd) leggur til, að bæj- arstjórnin heimili borgarstjóra að kaupa húseignina Grund við Kaplaskjólsveg (gamla Elliheim- ilið) með tilheyrandi landi fyrir ali að 45000 kr„ í þeim tilgangi, að húsið verði lánað barnaheimil- inu „Vorblóminu". Jafnframt greiði Elliheimilið Grund 300^0 kr. upp í skuld sina við bæjar- sjóð. Ennfremur sé það skilyrði fyrir kaupunum, að Thorvald- sensfélagið framlengi frestinn til þess að reisa barnaheimili fyr- ir gjafafé þess um fjögur ár.“ — Tillagan var samþykt með 9 atkv. gegn 3. Jafnaðarmenn vilja láta bæinn reka slík fyrir- tæki sem þetta. Anna Fía giftist. Ólafur Erlingsson liefir áður gefið út tvær bækur um Önnu Fíu og liafa þær orðið vinsælar, einkum meðal ungra stúlkna. Nú kemur þriðja bókin: Anna Nýkomnip fallegii* regaírakkar fypir* karla.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.