Alþýðublaðið - 20.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1928, Blaðsíða 3
A L H Ý ÐIJ B L A ÐÍÐ 3 rauðan, belgiskan aidíssybnr í 25 kg. kössum. H. I. Eimsklpaíélag Islands. ndur H.f. Eimskipafélags íslands verður haidinn í Kaup- þingssalnum í húsi félagsins, laugapdaginia 23. nn. og hefst kl. 1 e. h. Ƨn©Eag«j5Ksiið2ar að fundinam verða aff- kefiitlr Matl&ðffam nmboðsmonnnui Msat- haffa miðvlkadagg 2$. osj ffimtisdag 21. p. m. M. 1—5 siðdefsis. beztu fáanlegu, svo sein: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentina, Black- fernis, Carbolin, Kreolin, Títanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copallakk, Kryst- allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi itum, lagað Bronse. i®urris" Bitirs Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, Italsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Litn, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægi- kústar. Vald. Paulsen. ur annar haldinm í Reykholtsdaln- um, en hinn í Borgarnesj. Borgar- nessfundurinm verður á sunnudag- inn og kemuE pingmabur kjör- dæmisins á hann, einhver ráð- herranna að sögn, og miðstjórnum íhaldsflokksins og Alþýðuflokks- fns hefir verið boðið að senda menn á fundinn. Búast menn. við mikilli þátttöku á Borgarness- fundinum. HieDPsnefndakosningf fer fram hér í da_g. Fyrsta vatnsafls-raf- Ijósastöð á sveitaheimili í Borgiar- firði verður bygð í sumar og haust á Stóra-Ási í Hálsasveit. Undirbúningur undir verkið mý- lega hafinn. SÍykkishólmi, FB„ 20. júní. Grasspretta til eyja er ekki góð, og horifir til vandræða, að brenna muni af hólum og hæðum, ef þurkarnir halda áfram. Engin úr- koma hér um slóðir í meir en hálfan mánuð og vætti lítið. Skúr- ir munu hafa komið á Fellsströnd í gær og ef til vill í Dölum, en ekki. náðu þær hingað. Hér hafa Verið svalviðri í vor, yfirleátt stormasamt og ókyrr veðrátta. — Kveföamt hér um þessar mundir. „Yffirgaiaejsap Reykvfk- Inga í Hveradoinmu. Laugardaginn 16. júni 1928 birt- ist grein í „Morgunblaðinu" með þessari yfirskrift Er þar sagt frá því, að nýbýlisfólk, sem hefir sest að í Hveradölum, hafi oröið fyrir óvenju miklum yfirgangi og ruddaskap. Það má vel vera, að eitthvað sé hæft í þessu, en það er þó ábyggilegur hlutur, að það er meira gert úr þvi en það í raun og veru er. Og það er næsta ósennilegt, að menn héðan úr Reykjavík séu að leika sér að því að sparka innan um moldarflög uppi í Hveradöl- um og spilla görðurn þar, — eða það lítur svo út, sem þeir menn séu ekki skemtanavandir, sem vilja vera að útata sig á þess háttar óþverra. — Og að nokk- ur sé svo illa innrættur að gera sér það til gamans að eyðilaggja aitvinnu þessara fátæklihga, sem þar búa, því trúir enginn óvit- laus rjiaðvr á samborgara sína. Bn „MorgunbIaðið“ er að jafn- aði fljótt að grípa alls konar sög- ur, án þess að fá nokkur sönn- unargöign. ' Sérsfeiklega er í greininni veizt að 7—8 mönnum, er komu í bíl austan yíir fjall. Gneinarhöfundur segir þanmig fhá: „Þeir Idifruðu yfir gaddaviris- girðingu mína og spígsporuðu um alit túnið. Ég varð var við þá, fór á fætur og bað þá um að hætta þessu. Þeir tóku aðfinslur mínar illa upp, hrópuðu lil mín hæðnisorð- um og reyndu að skaprauna mér. Eftir að þeir voru faimir, fann ég ný fótaför í rófubeðum mín- um.“ Ég ætla að eins að taka þennan kafla greinarinnar og benda höf- imdi hennar á, hvað af því er réitt, sem i henni stendur. Hann segir, að þessir menn hafi klifrað . yfir girðingu sína. Það er saft, og sú ástæða var fýrir þvi, að við gerðum það, að við þurftum að skoða hverinn, en til þess þurft- um við að fara yfir girðin,guna, eða að öðrum kosti að ganga á okkur stóran krók — og þar að auki að gera bónda ónæði, en það vildum við forðast Á girðingu þessari er ekki nema eiitt hlið, en það er rétt við hæinn, og er því ekki hægt að ganga um það, nema gera fólkinu ónœði, og auk þess enginn vegur þaðan að hvernum. Bóndi segir enn fremur, að við höfum spígsporað um alt túnið. Þessu er ekki nokkur hæfa í. Við gengum beint að hvernum, enda þarna ekki neitt tún, enn sem komið er, að einis afgirtur blett- ur, sem er óræktaður og gróður- lítill. Sömuleiðis er ekki nokkur hæfa í því, að við höfum sýn.t bónda þessum neina ósvífni, né reynt að skaprauna honum' á nokkurn hátt. Við aö einis þurftum að sjá hver- inn, en höfðum ekld hugmynd um, að við mættum það ekki. Og þó bóndi hafi fundið ný spor í rófnabeðum sýnum, effir að við voruim farnir, þá er það víst, að þau hafa ekki verið af okkar völdum. Og það er ekki vist, að allir taki þvi vel, að þeim sé neitað um að skoða hverinn í Hveradölum eða ílá sér þar vatn, ef þeir eru á ferð. Og ég vil beina þeirri spumingu til Stjórnairráðisins, hvort það hafi veitt útlendum manini leyfi til að girða af hverinn í Hveradölum og vama innlendum ferðamöinn- um algerlega aðgang að honum. Þá vil ég benda „Morgunblað- inu á, að betra sé fyrir það að hafa auða dálka á einni síðu en að útfylla þá með öðrum eins „næturfjólum“ og Hveradalagrein- inni. fimjra af sjö. Fapld ekkl ðpáðin nopður. Frá þvi á haustin og þar til í apríllok má helta, að allur fjöldi verkamanna á Sigluíirði haíi sama og ekkert ’að s.tarfa, nema ef á sjó gæfi, sem er þó mjög sjaldan á þeim ííma. Atvinnuleysið er því Siglfírðimgum áhyggjuefni, eigi síður en öðrum kaupstaðarbúum þessa lands. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar og verklýðsfélög bæjarins gera alt, sem þau geta, fil að vara fólk við að koma til Siglufjarð- ar í atvinnuleit óráðið, en meðain verklýðsfélögin í landinu eru eigi nógu öflug og samúð þeirra, sem utan þeirra standa, með þeim, sem í þeim eru, eigi nægileg, þá vill það verða svo, að einstaka maður og kona komi í atvinnu- leit óráðin og freiistist þá til að ráða ,sig, leynt eða Ijóst, fyrir; minna kaup en alment er ákveðið á iSitaðnum. Af þessum og þvÞ líkum flækingi óráðins fólks milll versitöðvanna stafar verklýðssam- tökunum mikið tjón, og er þvl full nauðsyn á að koma á betra lagi. um þessi mál en nú er. Á Siglufirði halda verklýðsfé- lögin skýrslu yfir þá menn og konur, sem þar eru óráðin og atvninulaus á hvaða tíma, sem er. Það er því óskandi, að verka- lýður, hvaðan sem er af landinu, kynni sér það, hvort nokkur at- vinnuvon er á SiglufirÖi, áður en hann fer að heiman, með því að síma til verklýðsfélaganna á staðnum og fá upplýsinígar hjá þeim um atvinnuhorfur nyrðra. Sú fyrirhöfn er að mun ódýrari en að ferðast norður í land í þeirri von, að alt af fáist þó eitthvað að gera, en grípa svo í fómt, þegar þangað kemur, og eyðileggja á þann veg fyrir sér sumarið. Reykviskur og sunnlenzkur verkalýður! Gætið þess ætíð að tefla eigi svo á tvær hættur að fara óráöin í atvinnulei't norður, því á þann hátt setjið þið ykkur siálf í hættu og veikið verldýðs- samtökin, þar eð þér metið þá að engu undirbúning fólaganna, sem alt af eru reiðubúin til að gefa ykkur sannar uoplýsingar um atvinnuhorfur á hvaða tíma sem er. Hringið því norður, áður en þér farið af stað! Sujljiröingur. lím dagism vegixin. Bruni. Kl. 3,15 í gær kviknaði í húisinu nr. 3 við Týsgötu. Höfðu börn á efri hæð hússins kveikt í bréfarusli, er var undir kommóðu, og hlaupið síðan út, er komið var að, hafði eldurinn læst sig um kommóðuna alla og upp um veggi. Var slökkviliðinu þegar gert viðvart, og kom það fljótt á vettvang, en öll var efri hæðiin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.