Vísir


Vísir - 09.02.1931, Qupperneq 2

Vísir - 09.02.1931, Qupperneq 2
T F YRIRLIGGJ ANDI: UMBÚÐAPAPPÍR 20 cm., 40 cm. & 57 cm. rí. UMBÚÐAPOKAR frá 1/16 til 10 kg. Verðið er lægra en nokkuru sinni áður. G ú m m í s t i m p 1 a r eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Símskeyt! Berlín 8. i'ebr. United Press. - FB. Frá Þýskalandi. í Leuna litunarvérksmiðj- unum liefir vinnuslundafjöld- inn verið lækkaður úr 18 í 42 stundir. Vekur vinnustunda- lækkun þessi eftirtekt, þar eð eigi er lengra síðan en í septem- ber, að stundafjöldinn var lækkaður úr 56 í 48. Manchester 8. febr. United Press. - FB. Baðmullardeilan breska. Framkvæmdarráð vefaranna neitaði að verða við þeim til- mælum ríkisstjórnarinnar, að gengið verði til almennrar at- kvæðagreiðslu um að frekari tilraunir verði gerðar um fjölgun vefstóla í vefnaðar- verksmiðjunum (þ. e. tilraun- ir um, að liver vefari starf- ræki fleiri vefstóla en áður). — Horfumar fyrir bráðri lausn deilunnar eru því slærn- ar. Madrid 9. febr. United Press. - FB. Fiá Spáni. Konungsboðskapurinn. var birtur í gær í „Gazeta de Mad- rid“. Samkvæmt kom ngsboð- skapnum gengur 13. gr. stiprn- arskrárinnar nú aftur í gildi. (Grein Jiessi er um málfrelsi). Konungsboðskápurinn inn- heldur einnig tilkynningm um samanköllun þingsins. Vegna tilkynningarinnar uin 13. gr. stjórnarskrárinnar er gert ráð fyrir, að eflirlit með blaðaútgáfu (censorsliip) verði afnumið í dag. Stjðrnarskiftin I Frakklandi. —o--- Steegstjórnin, jólaleyfisstjórn- in svo kallaða, beið ósigur við atkvæðagreiðlu í fulltrúadeild- inni þ. 22. janúar. Á móti stjórninni greiddu 293 atkvæði, en 283 með. Steegstjórnin tók við af Tardieustjórninni, eins og' áður var getið, og þótt hún væri skammlif, þá var lienni ekki eins langt líf liugað og rauu varð á. I*að var búist við áð fulltrúadeildin myndi fella Steegstjórnina þcgar’ eii það varð ekki. Síeeg frestaði þá þingi, vegna jólaleyfisins, sem í liönd fór. Viku áður en stjórn- in féll ,tiafði landbúnaðarráð- herrann, Victor Porét, tilkynt, að stjórnin ætlaði að stuðla að verðliækkun á tiveiti, til þess að hjálpa hændum. Undir- verslunarmálaráðherrann, Le- on Meyer, liótaði ]iá að segja af sér, nema Porét liætti við ráða- gerðir sínar, því af þeim mundi leiða, að dýrtíðin . ykist í land- inu. Andstæðingar stjórnarinn- ar réðust á tiana fyrir stefnu hennar í þessu máli. Sögðu þeir ,að af þessu liefði leitt mikið liveitibrask, sem tiefði liaft illar afleiðingar. Lauk þeiin deilum öllum með stjórn- arósigri. Fyrst fréttist, að Dou- mergue forseti niundi leita til Briands, en hann var þá í Genf, en hann vildi ekki taka að sér stjórnmyndun, bæði vegna þess, að hann vill geta unnið óskiftur að samvinnuáformum sínum meðal Evrópuþjóðanna, og eins, að forsetakosningar fara fram í Frakklandi á þessu ári, en Briand mim gjarna vilja hreppa þá tign. Briand er nú sem stendur utanríkismálaráð- herra og liefir verið um all- langt skeið, en forsætisráð- lierra hefir tiann verið tólf sinnum. Einnig' voru þeir lil- nefndir Laval og Flandin, en liann er Tardieusinni og hafði ráðist mjög hvasslega að Steeg, í umræðunum í fulltrúadeild- inni. En svo fór, að þegar Bri- and liafði hafnað boði Dou- mergue’s, þá leitaði forsetinn VlSIR til Lavaís. Myndaði liann stjórn þ. 27. jan. Briand var utanrík- ismálaráðherra, eins og fyiæi, en Tardieu landbúnaðarráð- lierra. Anflrée pðlfari og félagar hans. Eftir Ársæl Árnason. —o— Niðurl. Lokaþátturinn. Hvað varð þeim Strindberg, Andrée og Frænkel að aldurtiia? Við höfum nú dálítið kynt okk- ur hvað fanst eftir ])á Andrée og íélaga hans á Hvíteyju. ViS höf- ■ um séð, að líkin og farangurinn muni lengstum hafa verið undir snjó, liklega ekki þiðnað ofau .af þeim nema einstaka sumur. Höfundar bokarinnar ,,Med Ornen mot polen" koma með nokkrar ályktanir um hvernig þeir félagar hafi íarist, en við nákvæma athugun á þeim gögnum, er bókin íær manni í hendur. virðast mér sumar ályktanir þeirra hæpnar, aðrar jafnvel augljóslega rangar. Hvers vegna hætta þeir að skrifa í dagbækur sínar eftir að þeir •konía á land? Hva'ð gerðist dagana milli 7. okt., er Strindberg bókar „Flyttniug“, og 17. okt. er hann bókar „hem kl. 7,5 f.m.“? Hvers vegna stendur sle'ði Frænkels, með bátnum o g ýmsuin nauðsynjum þeirra í honúm, skamt frá dvalar- staðnunTog stefnir iipp að honum ? Var hann að koma með hann e'ða að búa sig til burtferðar með hann? Höfðu þeir ef til vill gert tilraun til að komast yfir að Norð- austurlandinu dagana milli 7. og 17. okt. en orðið aö snúa aftur? Flvers vcgna liggja þeir Andrée og Frænkel að eins í fötum sínum í „tjaldinu"? Hvers vegna uota þeir ekki bjarndýrsfeldina, sem liggja fyrir utan, sér til skjóls? Hvers vegna lá hvílupokinn rétt hjá þeim en hvorugur þeirra notar hann ? Flestum af þessum spurningum verður sjálfsagt aldrei svarað með nokkurri vissu. Eu við látum okk- ur ósjálfrátt varða svo mikið um þennan síðasta og alvarlegasta þátt sorgarleiksins, að við getum ekki annað en reynt að brjóta heilann um hann, eftir þeim líkum, sem fyrir hendi eru. Norsku sjómennirnir sögðu strax, er þeir sáu fötin á líkunum, að þeir hefðu ekki veri'S uógu vel klæddir til þess að þola vetrar- hörkurnar þarna norðurfrá. „Þeir hafa blátt áfram frosið í hel“ var ályktun þeirra. Stubbeudoríf full- yrðir strax að þeir hafi dvalið í tjaldi, og það virðist tekið sem óyggjandi sannleikur. Helstu álykt- anir höfundanna eru þær, að ástæð- ur þeirra félaga hafi, strax og þeir komu á land, verið svo ömurlegar, að þeir hafi við ekkert ráðið; kuldinn hafi strax haft yfirhönd- ina, uns þeir að fullu og öllu féllu sem herfang hans. Hvers vegna hætta þeir að skrifa er þeir koma á land? Það finst mér í rauninni mjög auðskilið máí. Nú voru þeir loks komnir á fast- an grundvöll og allar mælingar því óþarfar, eða gátu að minsta kosti beðið. Nú var líka nóg starf fyrir liöndum, að flytja farangurinn og matarforðann, er þeir höfðu aflað sér, upp á land, velja sér verustað og rcisa snjóhús. Heimskautánótt- in var að skella yfír ]»á, og ]iví varð a'ð hafa hraðan á. ViS höfum séð hve ant þeir létu sér um að búa vel um sig á ísnum, hvi skvldi ekki hið sama liafa vakað fyrir þeim cr þeir urðu að flytja sig á land ? imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiinimiiiiiiiiiiiiiiniim I Þegar hveiti er údýrt 1 er sjálfsagt ad kaupa þad besta. 1 BIÐJIÐ UM | MILLENNIUM. | ^ Fæst í smápokum, hvarvetna. miHIIHIIHIIIIHimillllllHIHIIHIHIllillllHIIIHIlllllHlilillHlillilllllI Þegar við athugum staðiun, þar sem Andrée og Frænkel lágu, sjá- um við íljótlega, að þar gat ekki hafa verið 'tjald. Þeir liggja upp við klett, sem er þó ekki þver- hnýptur, heldur ávalur klettahóll. Uppi á einni syllunni er prímusinn og bolli þar rétt fyrir neðan. Þeir hlutir liafa ekki flutst þangaS upp seinna, frekar hrapað eitthvað nið- ur. Þessi klettahóll getur alls ekki hafa verið hlið eða gafl í tjaldi. 'Eg hefi áður getið um tvo staura og eitt hvalbein, er Stubbendor.ff telur a'Ö muni hafa verið lagt á brún tjaldsins, til ]>ess að halda ])ví niðri. Sá, sem nokku'ö Jækkir til veru í tjöldum, veit. a'ð það mundi hafa verið gersainlega gagnslaust. Nú viröist, cftir myiul- um i hókinni, sem tjaldið hafi ekki verið með neinum „veggjum", heldur hafi súðin náð alt til jar'ðar. Ef botninn eða „gólfið" hefir ver- ið fástsaumað við tjaldið, hefðu staurarnir og' hvalbeinið átt að hafa verið úti viS rönd inni i því, og var þá helst hugsanlegt að Jieir kæmi að notum. En til þess eru þeir of stórir. í bókinni er fundstaðurinn teildiaður, með öllu því, sem þar fanst, svo nákvæmlega sem nokk- ur kostur hefir verið á. Eftir teikningunni að dæma er annar staurinn, sá sem liggur samhliða klettahóhnun, 5,60 m. á leugd, eða hér um bil nákvæmlega jafnlangur og snjóhúsið, er Strindberg hafði gert úti á ísnum. Hvalbeinið vi'ð vesturendann er rúmir 3 m. eða mjög nálægt því sem breiddin var á husi Strindbergs. Staurinn að austanverðu er ofurlítiÖ styttri. ■Mér virðist því augljóst, að hér hafi vérið snjóhús, og hafi kletta- hóllinn verið notaður sem ein hlið- in á því. Mér þykir ólíklegt, að minna hafi vcrið um snjó þarna, komið fram i október, lieldur en úti á ísnum í septembcr. Þeir hafa máske orðið a'ð ílytja eitthvað að sér af snjó, — það hafa þeir senni- lega orðiö að gera líka úti á ísn- um. En hér hefir verið minna um vatn, til þess að hræra saman við snjóinn og láta hann frjósa, og hafa þeir því ekki haft lag á a'ð gera livelft snjóþak yfir. í þess stað hafa þeir breitt dúk yfir og fest honum niður með staurun- um og hvalbeininu. Sú aðferð er einnig algeng. Þannig gerði I., H Múllcr hús yfir sig og félaga sína á Sprengisandi. Svipa'ð þessu var hreysi það, er þeir Nansen og Jo- hansen gerðu yfir sig veturinn sem ])eir dvöldu á Franz Jósefslandi. Meðal síðustu, oröanna, sem hægt er að lesa eftir Andrée, er „hydd- an“ -- hin nýja? Var kuldinn farinn að ]>jaka þeim ? Mér virðist ekkert benda á að svo liafi verið. Þetta voru eng- ir veifiskatar. Þeir voru a'ð visu ekkert dúðaðir, en þó sæmilega vel klæddir. Þeir höfðu meðferðis föt, sem þeir voru eklci farnir að nota, t. d. virðast ]>eir ekki hafa sett upp loöhúfurnar, er þeir höfðu með- ferðis. Getum við hugsað okkur annað en að menn klæði sig eftir kuldanum, meðan þeir geta? An- dree hafði verið heilau vetur á líku hreiddarstigi. og \'ar ]>ví ekki ókunnugt um veðurfari'Ö. Meira að segja heima fyrir voru.þeir vanir meiri kulda en þarna er.í október t. d. Frænkel frá Jamtaíandi. Það er eftirtektarvert, að lík Andrées liggnr nokkuð hátt uppi vi'ð klettinn eða á honum. Lík Frænkels er miklu neðar; því fanst ]>að ekki samtímis. En auð- vitað hafa þeir ui)phaflega l)áðir verið i sömu hæð. Þáð bendir til þess, að inni í húsinu hafi verið stallur. eins og velija er til í snjó- húsum, og er þar heitara en niÖri við gólfið. Kn sleðinn með bátnum og öllu sem í honum var? Það virðist í fljótu bragði eðlilegt að álykta svo sem hann væri annaðhvort ný- kominn cða ætti að fara að leggja af stað með hann. En við nánari athugun kemur amiað í ljós. í bátn- um er ekkert af því, sem þeim er nauðsyn á að hafa inni hjá sér. Inn í húsið hefir báturinn ekki komist; þeir hafa því notað hanu sem geymslu fyrir alla þá smáhlúti. sem þeim voru nauðsynlegir á ferðalagi. I framhýsi hafa þeir haft „íörrádsrum", ]). e. geymslu fyrir matvæli eins og í fyrra húsinu. Þar voru matvælin betur varin tyrir bjarndýrum. E11 því er sleðinn elcki upþi viö húsið, heldur um 10 m. frá því? Úr því að við sjáum að bjarndýr hafa verið að rótast þarna, má ekk- ert furða sig á þó að hlutirnir hafi færst úr stað. Þó að sleðinn með bátnum á væri þungur, væri bjarn- dýri auðvelt að flytja hann til. Eft- ir því sem sýnt er á teikningunm af fundstaðnum virðist sleðinn liggja að nokkru leyti ofan á bjarn- dýrsfeldi, og bendir það til þess. að þarna hafi hann ekki verið upp- haflega. Þeini hefir liðið vel þarna eftir hætti. Þeir höfðu nægan matar- forða og eldsneyti. Þeir hafa skot- ið bjarndýr og fugla eftir að þeir komu á land. Þeir hafa haft mikið að gera fyrst, og því ekkert skrif- að — nógur var veturinn til þess. Enga beina hættu var að sjá; ef svo hef'Öi veriö, mundi Andrée áreiðanlega hafa tekið pennann. Síðustu orð Strindbergs virðast mér segja það, að þeir hafi tekið sér óvanalega langa göngu í indælu' vetrarveðri; dagur um það bil horfinn og því nokkuð sama hvort þeir leggjast til hvíldar ld. 7 að morgni eða 7 a'ð kveldi. Svo deyr Strindberg snögglega, líklega af slysi. Hef'ði verið um einhver veikindi aö ræða, þó ekki hefði verið nema í 2—3 daga, er óhugsandi annað en að Andrée hefði bókað eitthvað um það, svo ant lét hann sér um þá félaga sína. Andrée og Frænkel verða lostnir harmi yfir missi svo ágæts félaga. Þeir leggja hann til í klettaskoru, taka af líkinu jakka og skinnvesti — það sýnir fyrirhyggju fyrir framtíð sjálfra þeirra. — Frænkel stingur í brjóstvasa sinn dagbók- in'ni og lindarpennanum, hálffullum af blcki. Andrée geymir buddu hans með smá-minjagripum. Þess- ar helgustu minjar íélaga síns eru þeir meðívösunum.en það hafa ]»eir

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.