Vísir - 30.09.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 30.09.1931, Blaðsíða 5
VÍSIR •MiSvikudag'inn 30. sept. 1931. Með e.s. „Goðafoss“ fengum við aftur: L A U K í 25 kg. kössum, APPELSÍNUR og EPLI. Bágar ástæður. Þaö er engin nýjung- fyrir Reyk- vikinga, aö heyra þeim lýst, og ])á heldur ekki ný bóla aö Reykja- víkurbúar rétti hjálparhönd, þeim, sein viö bág kjör eiga að búa. Að þessu sinni, vill sú, er þessar lín- ur ritar, vekja athygli góöfúsra manna á mjög öröugum kringum- stæöum stór fatlaös (lamaös) sjúklíngs, sem búið hefir viö sjúk- dómsþrautir svo árum skiftir. '— Margir þekkja af eigin reynd, aör- ir af sjón, hversu sjúkdómsokið eitt út af fyrir sig er þungbær þraut, en þegar þar við bætist sí- feldar, nagandi áhyggjur út af af- komunni, þá þarf ekki mörgum orðum um það að fara, hve þröngur er hagurinn. Húsaleigan er mörgum svo erfiður baggi, að því þarf ekki aö lýsa. Daglegt lirauð kostar peninga, og þegar fyrirvinnan er engin, svo að vik- um og mánuðum skiftir, þá hverf- ur brauðið sjálfkrafa af borðinu, og þegar húsmóöirin er svo ger- samlega svift heilsu og likams- buröurn, að hún er engu færari um að bjarga sér, heldur en ung- barnið, þá er það bersýnilegt, að heimilið getur ekki verið hjálpar- laust, hvað það verklega snertir. Vilja nú ekki einhverjir góðir menn, gleðja og styrkja mædda og heilsulausa konu hér í bænum, með j'ví að skjóta saman nokkrum krónum hancja henni, svo að hún þurfi hvorki aö hröklast úr íbúð- inni sinni eða verða a'ð fara á mis við þá aðhlynningu, sem hún sök- um lömunar sinnar og heilsuleys- is getur ekki án verið. Eg treysti Vísi til að veita viðtöku þeim pen- ingum, sem kunna að safnast, og gefa nánari upplýsingar um heirn- ílishagi konu þessarar. * Kona. Stundakennarar. Skólanefnd hefir samþykt að ráða til stundakensln í vetur þau Ölöfu Gunnarsson, Vigni Andrésson, Svanliildi Jóhanns- dóltur, Hólmfríði Jónsdóttur, Gísla Sigurðsson, Sigríði Pét- ursdóttur og Sigríði Magnús- dóttur. Hitaveitan. Veganefnd hefir athug'að til- lögur Ben. Gröndals um nýt- ingu heita vatnsins úr laugun- um. Telur nefndin sjálfsagt, að vatnið verði notað í hverfinu milli B.arónsstigs, Freyjugötu, Njarðargötu og Laufásvegar. Bæjarverkfræðingi falið að at- huga málið nánara. Thorvaldsensstræti. Landssímastjóri héfir óskað þess, að gert yrðið við strætið. Vill liann helst að það verði malbikað, en annars að góð gangstétt verði gerð meðfram húsunum. Veganefnd frestar að taka ákvörðun um málið, uns fjárhagsáætlun næsta árs verð- ur samin. Flugfélag fslands fer fram á, að Reykjavíkur- höfn greiði 30 þúsund kr. til við- bótar fyrra tillagi hafnarsjóðs til flughafnarinnar (30 þús. kr.), með því að kostnaður við | byggingu flugskýlis og dráttar- '• brautar liafi farið mjög fram úr áætlun, og félagið treysti sér ekki til að greiða þajm kostnað. Hafnarnefnd vill ekki leggja til, að greitt verði meira fé til flug- hafnarinnar en þegar hefir ver- ið gert. Hlutaveltuhappdrætti í. R. Þessir vinningar voru dregnir út hjá lögmanni: Á einn sekk liveiti komu þessi númer: 4815, 1374, 1005, 830, 2345, 2374, 4839, 2336, 2449, 2135. Á einn sekk hrísgrjón: 3063, 3009, 782, 1990, 4880. 1 sekkur kartöflur: 3184, 2288. 1 sekkur Haframjöl: 3413, 3738.1 sekkur strausykur: 1759. 1 kassi molasykur: 1089. 1 kassi bl. ávextir: 1702. 1 ks. sveskjur: 910. 1 ks. kex: 780, 1554. — Vinninganna sé vitjað til Silla & Valda, Aðalstræti 10. Loknnartíml mj ólkursölubúða. Eins ög kunnugt er, gekk ný reglugerð um lokunartima brauða- og mjólkursölubúða hér í bænum í gildi þann 15. þ. m., svo að nú eru þeir sölustað- ir ekki opnir lengur en til kl. 7 á kvöldin á virkum dögurn, og á sunnudögum að eins 2V2 ldt. — frá 81/2—11 f, li. — Hér er um mjög gagngerða breyt- ingu að ræða, sem þó virðist eigi miða að þvi að bæta kjör nokkurs manns, en aftur á móti mun hún gera allflestum bæjarbúum óþægindi —- ef ekki beinan fjárhagslegan skaða. — Það er undravert að slík ráðstöfun skuli ekki liafa mætt eindregnum mótmælum almennings. — Sannast það hér, sem oftar, að Reykvíking- ar eru þolinmóðir, og láta bjóða sér upp á margt misjafnt, án þess að „liljóða undan högg- um“. — Styttingin á sölutíma mjólk- ur og brauða er í vægasta lagi sagt einstrengingsleg og ósannT gjörn ákvörðun, sem lcemur liart niður á framleiðöndum og kaupöndum yfirleitt, en mun þó verða tilfinnanlegust lijá fá- tækasta fólkinu liér í bænum. Það er varla vafamál, að stytting sölutímans hlýtur að draga beinlínis úr mjólkur- kaupum, til skaða bæði fyrir framleiðendur og neytendur. Þegar mikil mjólk berst að, eins og t. d. á sumrin í hitatíð- inni, er hætt við að liún seljist ekki upp, á daginn, og eyðilegg- ist —- nema sú, sem gerilsneydd er og seld i lokuðum ílátum. Fleira kemur liér til athugun- ar, svo sem það, að fólk, sem vinnur ýmsa vinnu liingað og þangað út i bæ, þar á meðal búðarfólk og námsfólk, getur ekki, þó það vildi, komist til að fara í bakari og mjólkurbúðir, fyr en eftir kl. 7 á kveldin. Nú er sú leið lokuð. Mjólk og bakarí-kökur á almenningur ekki kost á að geyma stundu lengur án þess að skemdir verði á. Þess vegna ér hentugast, að fólk eigi kost á að ná i þessar neytsluvörur á sölustöðunum samstundis og það þarf a'ð nota þær. Mörgu fátæku heimili liefir orðið það að góðum notum, að geta senl í næstu mjólkurbúð- ina, þó liðið sé nokkuð fram á kveldið — og fengið þar mjólk- urdropa eða þá kökur með kaffibolla handa lieimafólki eða gestum. — Efnamannaheimil- in — sum a. m. k. —- eiga fyr- irliggjandi vín, öl og ávexti, sem hægt er að grípa til hvenær sem er, þegar góða gesti ber að garði. Þar á móti verða efna- minni heimilin að láta sér nægja með að bjóða gestum sínum kaffisopa. — Þeir sem hafa unnið dyggi- legast að þeirri hreytingu, að mjólkur- og brauðabúðir skuli vera lokaðar þá tíma úr sólar- liringnum sem jafnvel væri mest þörf á að hafa þær opnar, munu láta sér standa á sama, þótt almenn heimilisgestrisni falli niður. Þeir vita sem er, að kaffihús borgarinnar eru opin til kl. II1/2 á hverju kveldi. Þangað geta þeir farið sem hafa aura, og boðið með sér kunningjum sínum. Og þar er miklu fínna að sitja heldur en í heimaliúsum. — Eg hefi heyrt það fært fram, sem eina gildustu ástæðu fyrir því, að mjólkur- og brauða- sölutíminn var styttur, að af- greiðslustarfið yrði of þreyt- andi, og starfstimi afgreiðslu- stúlknanna of langur, ef búðum væri lialdið opnum til kl. 9 á kvöldin. Ef sömu manneskjunni væri ætlað að standa við afgreiðslu í brauðsölubúð allan daginn (segjum 13 tima), og kannske dag eftir dag, þá væri nokkur ástæða til að kvarta yfir of löngum starfstíma. En hér er þetta öðruvísi. Það hefir sem sé verið sú venja hér i bæ — og er víst enn, þrátt fyrir „endur- bætta“ lokunartímann — að hver mjólkursölubúð hefir tvær afgreiðslustúlkur. Skifta þær starfinu jafnt á milli sín; eru í búðinni „sinn hálfan daginn hvor“. Hefir því vinnudagur hvorrar fyrir sig verið 61/2 tími, þegar miðað er við eldri lok- unartímann. 1 gamla daga liefði þetta ekki þótt þrælkunar vinnutími. En, n ú er öldin önnur. — Það hefði, að minni liyggju, verið langtum betra, að skifta daglegum afgreiðslutíma í þrjá jafna parta og liafa þrjár af- greiðslustúlkur í hverri mjólk- ursölubúð, heldur en að stytta sölutímann eins og nú hefir verið gert, því sú ráðstöfun mælist mjög illa fyrir. — Sennilega mun þess verða krafist af meiri hluta bæjar- manna hér, þegar fram í sækir, að lokunartíma mjólkur- og brauðasölubúða verði breytt í sama horf og áður var. —- 24. sept. 1931. Hrafn. Anylýsingamyniin og Loftur. —o—• Þér Iiafið sýnt það, herra Loftur Guðmundsson, með rit- gerð yðar í Vísi hinn 28. þ. m., að yður liefir verið mikið niðri fyrir út af því, að auglýsinga- kvikmynd sú, sem þér innan skams ætlið að sýna hér, liefir hlotið aðfinnslur fyrir að vera umtöluð í blöðum sem íslands- mvnd og áframhald af mynd yð- Yfir 20°|o verðlækkun á kjöti frá því, sem var í fyrra. — VerðiS er nú: Dilkakjöt í heilum kroppum á 10—12.5 kg. 0.85 pr. kg. ---- - — — þyngri ......... 0.95------ Kjöt af geldum ám.................Á .. 0.90---- Mör hefir lækkað um meira en 30°/0. Útvegum ennfremur spaðsaltað dilkakjöt í heil- um og hálfum tunnum, og tökum ílát til ísöltunar af þeim, er þess óska. Lambahöfuð, sviðin og ósviðin, útveguð meðan hægt er. Hagkvæmast er, vegna flutninga frá Borgarnesi, að allar pantanir komi eigi síðar en kveldið áður en varan óskast afgreidd. Borgarfjarðarkjötið mælir með sér sjálft. Afgreiðsia Kaupféiags Borgfirðiuga. Norðurstíg 4.---Sími 1433. ar „ísland í lifandi myndum“, en ekki sem auglýsingamynd, eins og henni ber. Út af því ráðist þér á mig persónulega, en þér mótmælið ekki neinu í grein minni. Hér er þvi fengin opinber viður- kenning yðar fyrir því, að þessi auglýsingamynd á elckert skvlt við Islandsmynd yðar. Þér kveðist vera ánægður yfir þvi, lir. Loftur, að eg skuli hafa auglýst mynd yðar það sem hún er, og er gott til þess að vita. En það hefði verið eðlilegra að þér liefðuð sjálfir tilkynt almenningi, að mynd yður væri auglýsing frá 5 fyrir- tækjum, sem þér hefðuð feng- ið fulla borgun fyrir. Þá hefðu þeir, sem tilhneigingu hefðu liaft til að sjá auglýsingamynd þessa, getað keypt sig inn á sýninguna, en almenningur liefði þá ekki verið tældur til að greiða aðgöngueyri undir því yfirskini að hér væri um einhverskonar íslandsmynd að ræða. Það er auðvitað ekkert við því að segja þó að þér liafið tekið fé fyrir auglýsingar þess- ar, svo þúsundum skiftir, þvi það er hverjum manni frjálst að hafa slíkt að atvinnu, en þér getið ekld rekið þessa atvinnu yðar undir röngu nafni og á kostnað annara fyrirtækja, eins og þér reynið að gera með. þvi að fá blöðin til að skrifa um auglýsingamynd yðar eins og einhverskonar þjóðmynd. Og einmitt af þvi að eg er viðriðinn tvö iðnaðarfyrirtæki, sem eg veit að þér hafið ekki gert yður liið minsta far um að kynnast og liafið ekki liugmynd um hvort eru fullkomin eða umfangsmikil, þá virðist það all einkennilegt að þér sknlið leyfa yður að setjast í dómarasæti og úrskurða dóm, sem ekki er bygður á neinni rannsókn eða þekkingu, þó að þér viljið láta líta svo út fyrir almenningi, heldur er að eins valið eftir því hvaða fyrirtæki muni geta eða vilja greiða liið háa gjald, sem þér settuð upp fyrir myndtök- una. Þá spyrjið þér, liver muni vilja horfa á mynd, sem væri af 3 efnagerðum, 2 kaffibrensl- um, 2 ölgerðum o. s. frv. Þó þessi spurning yðar sé algjör- lega óviðkomandi kjarna máls- ins, sem sé að mynd vðár sé að eins auglýsingamynd, þá skal eg lejda mér að benda yð- Rafmagnsperup ódýrastar. Heigí Magnússon & Co. R O Y A JLi er besta og fallegasta ferðarit vélin, og sú eina, sem er jafn- framt fullgild skrifstofuvél. Helgi Magnússon & Co. HiTSTOFAN, Aðalstrætl 9. ur á, að það er ekkert því til fyrirstöðu að fleiri en eitt fyrir- tæki af sömu tegund séu sýnd í sömu mynd. Ef um þjóðmynd væri að ræða, sem sýna ætti á livaða stigi iðnaðurinn er, mætti skifta myndtökunni þannig á milli atvinnufyrirtækjanna, að mismunandi starf og vélar yrðu teknar hjá hverju fyrirtæki fyr- ir sig, og myndaði þannig eina heild. En þegar um auglýsinga- myndir er að ræða eins og hér, ælti það ekki að skifta neinu rnáli, livort myndin væri af fleiri en einu fyrirtæki í sömu grein, bæði sökum þess að iðn- aðarfyrirtækin eru oft hvort öðru frábrugðin, og svo vegna þess að fyrirtækin, sem mynd- irnar eru teknar af liafa þegar greitt kostnaðinn við töku myndarinnar og því er það, að slikar myndir sem þessi, eru sýndar ókeypis. Þ,ér endið grein yðar með því að segja að eg bölfæri mynd yðar, sem eg ekki liafi séð. Eg hefi engan dóm lagt á myud yðar sem slika, en eg leyfði mér að mótmæla því tiltæki yðar að rej'na að gefa út aulýsingamynd sem þér liafið fengið fulla borg- un fyrir, sem einliverskonar viðurkenda þjóðmynd, og að þér í þvi sambandi liafið tckið vður úrskurðarvald um hvaða fyrirtæki standi svo framarlega, að þau ein sé hægt að sýna, sem spegilmynd af islenskum iðn- aði. St. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.