Alþýðublaðið - 26.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1928, Blaðsíða 3
ALP YÐUBL'AÐÍÐ 3 Höfum til: Þurkuð bláber, kirsuber, kúrennur. Sælgætis ogvindiaplágan Otlit er fyrir, a'ð fáar eða eng- ar samkomur sé unt að halda hér í bæ, eða í grend við hanin, án þess að þar sé kappsamlega haft á boðstólum , sælgæti, sígar- ettur og vindlar‘“. Jafnvel í- þróttamenn og aðrir, sem ætla má að séu gallharðir bindindis- menn á þessar vörutegundir. virð- así samt telja þær alveg ómiss- andi handa æskulýðixum til að gæða sér á. Og skal nú benda á merki þess. Þegar sundmótið var auglýst á Álafossi fyrir skemstu var tekið fram, að þar á staðn- um yrði , sælgæti‘“ meðal annars á boðstólum. Ég var ekki stadd- ur á Álafossi, þegar sundleikarn- ir fóru þar íram, en ég er sann- færður um, að gestirnir þar hafa ekki verið prettaðir um „sælgæt- ið“. Við sundlaugina hér fyrir austan bæinn kemur daglega sam- an margt af ungu fólld, körlum og konum, til að iðka sund sér til hTessingar og heilsubótar. Nú hefir þarna hjá sundlauginni ver- ið slegið upp . sælgætis-sölu-skúr, til þess að gera sundgestum sem hægast fyrir að ná í sælgætisYör- urnar. Líklega er skúrkrílið reist þama að undirlagi bæjarstjórnar- innar eða af eintómum „sælgæt- is“-áhuga einhverra íþróttavina. Ég taldi víst, að sælgætis- og vindla-plágan yrði ekki látin ber- ast'inn á Iþróttavöllinn 17. júní s. 1. Gat ekki ímyndað mér, að úrvals íþróttamönnum bæjarins, sem þarna kæmu saman til að sýna listir sínar, þætti viðeigandi að verið væri- að troða sælgæti og tóbaki upp á áhorfendur með- anl’ á íþróttasýningunni stæði. Þetta fór á annan veg en ég hugði. Ég var ekki fyrr kominn inn fyrir hlið Iþróttavallarins en ég mæti tveimur eða þremur sveinstaulum, sem ég kannaðist Við úr barnaskólanum, með stór- eflis kassa eða trog hangandi um hálsinn, fult af margs konar sæl- gæti. Þetta voru þeir látnir rog- ast með innan um fólkið, og nærri sligast undir. Þeir kölluðú í sifellu: „Sælgæti, sígarettur og vindlar!“ Þetta létu þeir ganga þá 4—5 klt., sem ég stóð við á I- þróttavellinum. Til hægri handar, þegatm mn fýrir hliðið kom, gat að líta tjaldhrauk með þessari áletrun: „Sælgæti, vindlar." Að dyrum hans tróðst fólkið, eink- um börnin, til þess að ná sér í eitthvað sætt til að jóðla fyrir auxana sína. Það var eins og mér væri rek- inn löðrungur er ég sá, hvernig drengirnir, sem áður er lýst, voru útbúnir og hvað þeir voru látnir hafa fyrir stafni. Ég hafði ein- hvern tíma í skólanum sýnt þeim fram á óhollustu sætindaáts og t'óbaksnautnar. Hafði ég nú minni ánægju af íþnóttasýningunum en ég bjóst við. Mér fanst hér eitt- hvað ábótavant í sambandi við þær, sem vel hefði verið hægf að bæta úr. — Um óþrifnaðinn, sem stafaði af sælgætís- og vindla- umbúðunum á áhorfendas.Væðinu, ætla ég ekki að ræða að sinni. Margt fólk hér á landi hefi ég þekt, sem náð hefir áttræðis- og níræðis-aldri, og aldrei á hinni löngu æfi sinni fengið taninpínu eða varla nokkurn tíma orðið misdægurt fyrr en ellin kom því á kné. Þetta fólk þekti ekki sæl- gæti, eða að minsta kosti fyrir- leit það, þó það ætti kost á að neyta þess. Það þekti heldur ekki leikfimi eða íþróttir, sem ungt fólk temur sér nú á dogum, en það lœrdi áð vinna alla algenga vinnu, sem fyrir kom á hverju sveitaheimili, og það borðaði holl- an íslenzkan mat, kryddlausan, sem það bjó til sjálft. Nú á dög- um er ekki einungis margt mið- aldra fólk, heldur líka unglingar og böm, orðið nálega alveg tann- laust af sætindaáti, með gula fingur af tóbakseitri, undan vind- lingum, hóstandi af brjóstveiki vegna tóbaksreykinga og reykj- arsvælu, sem það púar út úr sér og sogár ofan í sig aftur. Það er hlægilegt að vera að brýna fyrir skólabörnum, að heilsuspillandi sé að neyta tó- baks og sælgætis, þegar íþrótta- menn, læltnar og ráðandi meinin bæjarins, skeyta ekkert um, þó að þau séu látin troða úpp á fölk þessum munaðarvömm, og ginna hvert annað , til þess að þeyta þeirra, jafnskjött og þau eru sloppin úr skólanum. x Kennari. I ii ib 1 e n d 11 ð I ai il L Akuryri, FB., 25. júní. Undanfarna daga stóð yfir aðal- fundur Ræktunarfélags Norður- landjs. Fundurinn haldinn á Akur- eyri. Félagið er n.ú tuttugu og fimm ára, og var þess minst á fundinum og með samsæti að fundinum loknum. Var þar skemt með ræðuhöldum, söng og hljóð- færaslætti. Heillaéskaskeyti bárust íélaginu m. a. frá Búnaðarfélgai íslands. Stofnandi félagsins, Sig- urður búnaöarmálastjöri Sigurðs- son, sat fundinn. I stjórn félagsins var endurkos- inn Stefán á Varðgjá. Á búnaðar- þing voru koisnir Sigurður Hlíð- ar dýralæknir og Ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri. Tíðin er heldur að skána, hæg úrkoma í gær og fyrradag. Allur gröður var farinn að skrælna vegna stöðugra þurka og kulda. Bernburg heldur konsert hér í kvöld. Khöfn, FB., 25. júní. Nánar [um Nobile. Frá Stokkhólmii er símað: Nán- ara frá leiðangri Svía um björgun Nobjle er ökomið. Samkvæmt einkaskeytum frá Spitzbergen lenti Sveinn Lundborg í fyrrinótt á ísnum hjá Nobileflokknum og flutti Nobile í flugvélinni til sænska hjálparskipsius Quest. Nobile var mieiddur. Lundborg er að gera tilraunir til þess að bjarga félögum Nobile. Frá Kingsbay er símað: Sæuskir og ítalskir flugmenn hafa árang- urslaust leitað að Amundsen. Verðfesting frankans. Frá Paríis.er símað: Þingið sam- þykti í gær lögin um verðfest- ingu frankans. Lögin ganga í gildi í dag. Um daginn og vegmn, Jarðarför Leifis Guðmundssonar fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Síra Friiðrik Hallgrímsson talaði í kirkjunni, og þar voru sungin tveinn minningarljóð og voru önn- ur þeirra eftir Þonstein Gíslason, en hin voru eftir Amicus, og hafa þau verið birf hér í blaðinu. Fjöldi samúðarskeyta frá erlend- um mönnum og innlendum barst foreldrum bins látna. « satb mmj inm mm. mm Mikil siid er sögð úfi fyrir Norðurlandi. Skemtiskip ameriskt kemur hingað á fimtu- dagsmorgun kl. 6 og Ser héðan kl. 5 sama dag. Á skipinu eru 330 farþegar. Æfintýrið vferður ekki leikiÖ í kvöld vegna veikinda eins leikanda. Hljómleikar. Eins og skýrt var frá bér í blaðinu í gær, heldur Haraldur Innregistrerað viSs*nmepki. fást aftMF. í Bergmannshúsinu í Hafnarfirði er opin á virkum dögum kl. 11-7. SigurÖsson hljómleíka í Gamla Bíó í kvöld kl. 71/2. Viðfangsefnl Haralds eru öll eftir frábær tón- skáld, og ekki þarf um það að efast, að túlkun þeirra verðí ‘þeim samboðin. Oftlega koma hingað erlendir hljömlistarmenn, sem almienningur veit lítið um, Og fá þeir fult hús kvöld eftir kvöld margir hverjir. Um Harald Siigurðsson vita allir, að hann er, hiinn mesti smillingur, og hann er maður, sem gert hefir þjóð sinni mnkinn sóma erlendis. ' r Sá, sem fann sjálfblekungmn að Brúarlandi, er beðinn að skila honum á afgr. Alþbl. sem fyrsf. / „Skaftfellingur“. I blaðiimu í gær var auglýst, að Skaftfelliingur færi á föstudag til Vastmannaeyja, Víkur og Skaft- ánóss. Nú hefir verið ákveðið, að hann fari á morgun — eins og sjá má á augl. í blaðinu í dag. Kappieikurirm milli „Vals“ og „K. R. í gær- kveldi för þannig, að „K. R.‘“ vann með 1:0. Tveir menn meidd- ust alvarlega. Kapp var mikið í leiknum, en „bezt er kapp með forsjá.‘“ „Moggi“ er af skiljanlegum ástæðum fá- orður um samningana milli sjó- manna og útgerðarmanna. „Veif rakki hvað éitíð he,fir.“ Skip, isesm „Foxmi:ca“ heitir, kom hingað í gær. Það tekur fisk hjá Copland. Togárarnir. I nótt komu af veiðum „Geir“ með 75 tn. lifrar og „Skúli fó-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.