Vísir - 11.12.1932, Síða 2

Vísir - 11.12.1932, Síða 2
V 1 S I R é ATLABÚÐ, LAUGAVEG 38. H HEILDSÖLUBIRGÐIR: Dr. Oetker’s Búðingsduft, allar tegundir. — — Gerduftið „Backin“. Þessar vörur biðja allar húsmæður um. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. Erleodar fréttir. --O— London, 14. nóvember. United Press. - FB. Mikilmenni í viðskiftalífinu. Ýms blöð í Evrópu ræða nú um, hve varhugavert það sé, að bera of mikið traust til hinna svo kölluðu mikilmenna í við- skiftalífi þjóðanna og vitna til þess, að miljónir manna hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum og tapað stórfé, vegna þess, að menn báru of mikið traust til manna eins og Kylsant’s lávarð- ar, ívars Kreugers hins sænska, og nú siðast ameríska stórvið- skiftamannsins Samúels In- sull’s. Til allra þessara manna og fleiri, þótt hér sé ekki nefnd- ir, bar allur almenningur, stjórnmálamenn og ríkisstjórn- ir ótakmarkað traust. Þeir voru álitnir ofurmenni. Lánstraust þeirra var ótakmarkað. Þeim stóðu allar dyr opnar. Og al- menningur lagði óttalaust fé i þau fyrirtæki, sem þeir höfðu með höndum. En fyrir þessum mönnum fór öUum svo, að þeir mistu traust almennings. Eng- inn þeirra var sá afburðamað- ur, sem menn höfðu ætlað, á sviði viðskiftanna og þeir mistu álit sitt, vegna blekkinga eða sviksemi og fjárglæfra. Við- skiftasaga Insull’s, hrun fyrir- tækja þeirra, sem hann var við riðinn, flótti hans til Grikklands o. s. frv, hefir einnig veikt til- trú manna vestan hafs til við- skifta-ofurmennanna. — Blöð frjálslyndra og verkamanna í Bretlandi ætla, að viðskifta- kreppan hafi orðið til þess, að almenningur hafi fyrir fult og alt glatað trúnni á „afburða- mennina“. Fjármála-sérfræð- ingur dagblaðsins London Her- ald segir m. a.: „Menn voru komnir á þá skoðun, að iðnaða- franifarirnar lægi í þá átt, að koma á samsteypum iðnaðar- fyrirtækja, undir stjórn af- burðamanna, er nyti trausts al- mennings, manna eins og In- sull’s, en hrun viðskifta-fyrir- tækja hans leiddi af sér, að þeir, sem lagt höfðu fé í fyrirtæki hans, mistu eigur sinar, iðnað- ur á stóru svæði í Bandaríkj- unum komst á ringulreið, en af því leiddi aukið atvinnuleysi. — Væntanlega hefir viðskiftahfs- saga Insull’s og annara slíkra manna, þau áhrif, að menn læri af“. — Önnur blöð, t. d. frjáls- lynda blaðið Week-End-Review, aðvara menn við að treysta um of mestu mönnum viðskiftalífs- ins. — „Það þurfti aðra eins kreppu og nú stendur yfir, til þess að Ijósta upp um þá menn, sem eftirlitslaust bralla með samansparað fé mikils þorra al- mennings í fjölda Ianda.“ Síldarmjðl og útlendur áburður. —o— Magnús Lárusson hefir skýrt frá merkilegri tilraun í „Vísi“ í gær. — Hann hefir nota'Ö útlendan áburð og síldarmjöl til garSáburð- ar, sína tegundina á hvorn blett og fengið meiri uppskeru þar sem síldarmjölið var notað. Þetta virS- ist gefa allgreinilega bendingu um þaS, aS síldarmjöIiS sé fyrirtaks áburSur og líklega þarf ekki aS óttast, aS þaS „eitri“ jarSveginn, en því hefir veriS haldiS fram í er- lendum blöSum, aS þaS mundi hinn erlendi áburSur gera, ?Sa aS minsta kosti sumar tegundir áburS- ar, sem unninn er úr loftinu. Mér finst virSingarvert af M. L. aS hann skuli hafa gert þessar tilraunir. ViS íslendingar getum framleitt ósköpin öll af síldar- mjöli, en markaSurinn erlendis stundum tregur. Þeir peningar, sem bændur verSi til þess aö kaupa síldarmjöliS, yrSi kyrrir í landinu, og er þaS ekki lítils virSi. — ídendingar hafa nú þegar var- ið til kaupa á útlendum áburði nokkurum miljónum króna og mun ekki alveg áreiSanlegt, aS þaS brask hafi borgaS sig. AuS- vitaS sprettur vel undan þessum áburSi, en ef þaS er satt, aS hann eitri jarSveginn, þá er háski á ferSum. Eins og allir vita, hefir boriö mikiÖ á allskonar óhreysti í sauS- fé síSustu árin og virSist heldur fara vaxandi. — Hverju er þessi Batík. Tek að mér að mála á göm- ul og ný slifsi, lielst hvít, sófa- púða, lampaskerma, puntu- klúta og dúka. Hatta-vlðgerðarstofan, óhreysti aS kenna ?‘ Hennar verS- ur ekki síSur vart í góSsveitum, þar sein fé er gefin taSa að tals- verSu lcyti, heldur en i harSinda- sveitum. Eg held jafnvel, aS féS sé einna óhraustast þar, sem því er gefið hey af ræktaSri jörS og útbeit er lítil aS vetrinum eSa mestan hluta vetrar.. HvaS veld- ur? — Húsakynni hafa þó batnaS í flestum sveitum, fjárhús komin undir járnþaki, loftræsting betri en áSur tíSkaSist o. s. frv. — Fénu ætti því aS geta liSið betur nú, meSan þaS er í húsi, en áSur gerS- ist, þegar fjárhúsin hripláku og féS varS aS standa blautt í slíkri for, aS þaS gat ekki lagst. — En þaS ber ekki á því, aS þaS sé hraustara nú en áSur gerSist, held- ur þvert á móti. — Eg spyr aft- ur: Hvað veldur? EitthvaS skildist mér á einni grein Magnúsar Lárussonar, aS hann byggist ekki viS, aS stjórn BúnaSarfélags íslands yrSi „hrif- in“ af þeirri uppástungu hans, aS hvetja bændur til þess aS nota síldarmjölið til áburðar, í staS hins tilbúna áburSar, sem keyptur hefir veriS dýrum dómum frá út- löndum og mörgum bændum langt um megn. Mér þótti þetta skrítiö, því aS vitanlega stendur engum nær, en stjórn Búnaöarfélagsins, aS vera trúlega á verði í þessu efni. AburSarkaupin frá útlönd- um eru vissulega dýrt spaug fyrir fátæka bændur, og óverjandi aS fleygja peningum í slíkt, ef eins góður eSa betri áburöur er fáan- legur innanlands. Væntanlega verður þaS rann- sakaS til hlítar sem allra fyrst, hvert áburðargildi síldarmjöliö hefir, því aö þaS er ákaflega mik- ilsvert atriSi. Eg sé enga ástæöu til, aS rengja frásögn M. L., en vitanlega má ekki gleypa viS umsögn hans aö órannsökuðu máli. En tilraun sú, sem hann geröi í sumar, viröist alveg ótvírætt benda til þess, aö síldarmjöliS sé hinn ákjósanleg- asti áburöur. — Væri ánægjulegt og æskilegt, aS nánari rannsóknir benti til líkrar niSurstööu og til- raunir Magnúsar Lárussonar. 23. nóv. Fv. bóndi. Um mðtnneyti safnaðanna —o— Vegna fyrirspurnar hér i blaðinu i gær frá „Þ.“, viljum við taka fram eftirfarandi: Það er rnikið og vandasamt verk að sjá um að allir þeir mörgu, sem nú eiga við þröngan kost að búa, fái hjálp á einn eða annan hátt frá Mötuneyti safnaðanna. Enda þótt aðalle'ga væri ætlast til, að hjálp væri að eins veitt'þeim, sem litla matbjörg höfðu, hefir Mötuneytið einnig reynt að hjálpa mönnurn um kol i ofninn, og eitthvað af fatn- aði handa þeim, sem klæðlitlir eru. Er aðsókn að Mötuneytinu afar mikil.. Þar eru látnar úti um 350 máltiðir á degi hverjum, þar með talinn sá matur, sem sendur er út í bæ til þeirra, sem veikir eru og lasburða, og þar sem mörg börn eru og mæðurnar geta ekki komið með þau í Mötuneytið til að borða. Hefir framkvæmdanefndin aflað sér upplýsinga um alla þá, sem styrkur er veittur, bæði eru þeir spurðir ítarlega um hagi sína, er þeir biðja um hjálp, mat eða ann- að, og þar að auki er sendur mað- ur inn á heimilin til þess að kynna sér heimilisástæðurnar. Er nú þeg- ar búið að afla skýrslna um all- flesta, sem í Mötuneytinu borða, og má fullyrða, að þar muni eklu neinir vera, sem ekki er rétt og sjálfsagt að rétta hjálparhönd. Starfsemi Mötuneytis safnað- anna er að sjálfsögðu upp yfir all- ar stjórnmáladeilur hafin og ekk- ert tillit tekið til hvaða stjórnmála- flokks menn teljast. Kemur því ekki til mála, að vísa mönnum frá af þeim ástæðum, heldur er það einungis gert þegar mn einhverja þá er að ræða, sem geta fætt sig sjálfir og þurfa enga hjálp að fá. Er oss ekki kunnugt um að neinir „hálaunaðir æsingamenn" borði í Mötuneytinu, heldur munu þeir, eða sá maður, sem „Þ.“ mun aðallega eiga við í grein sinni, ekki hafa úr miklu að spila, og þurfa því hjálp- ar við, sem svo margir aðrir. — Það skal og tekið fram, að sumir þessara manna, sem „Þ.“ á við, greiða við og við fyrir mat sinn, þegar þeir eiga nokkra peninga. Einnig er vert að geta þess, að einn þessara manna fór að tilhlutun eins af undirrituðum nokkra daga upp í sveit til þess að taka upp kartöfl- ur, og kom að afloknu verki með það sem hann hafði fengið í kaup, einn poka af kartöflum, og gaf til Mötuneytisins. Erum vér fullvissir að bæjarbú- ar muni vera á voru máli um að hættulegt og skaðlegt sé fyrir starf það, sem nú hefir verið hafið til þess að bæta hag þeirra, sem við erfiðust kjör eiga að búa, að blanda þvi á einn eða annan hátt i stjórn- máladeilur, og munum vér þvi starfa á sama hátt og hingað til að þvi leyti. „Þ.“ og aðrir, sem í Mötuneytið hafa komið, munu hafa tekið eftir því, að margir ungir og röskir menn koma þangað til að borða, og eru það atvinnulausir, einhleypir menn, sem hvergi fá vinnu. Hefir því oft verið fleygt manna á milli, að ekki væri rétt að gefa þessum mönnum að borða, — þeir gætu unnið fyrir. sér. Mun það náttúr- lega vera rétt, að þessir menn gætu unnið fyrir sér, ef nokkur vinna væri fyrir hendi, en því láni er nú ekki að fagna. Hafa nokkurir þess- ara manna farið i sveit, en allflestir eru hér í bænum, vinnulausir og allslausir. Er þetta tekið hér fram sakir þess, að ýmsir eru stundum að tala um flækinga, sem borði i Mötuneytinu, en það eru þessir at- vinnulausu menn alls ekki, heldur menn sem skylt er að hjálpa. Reykjavík 9. des. 1932. í framkvæmdanefnd Mötuneytis safnaðanna. Sigurður Halldórsson. Gísli Sigurbjörnsson. Magnús V. Jóhannesson. Utan af landi. Gunnólfsvík, 22. nóv. — FB. Að undanförnu hafa 2 menn hér í sveitinni gefið sig að þvi að búa til gúmmískó úr göml- um bílaslöngum. Skó þessa selja þeir á 5 krónur gegn staðgreiðslu. Skórnir lita mjög vel út og eru svo sterkir, að menn telja þá mun endingar- betri en útlenda gúmmískó. Langan tíma # að undan- förnu hefir verið ágætur fisk- afli á Þórshöfn. Upp á síðkastið hefir afhnn verið mestmegnis ýsa. — Dönsku. dragnótabát- arnir, sem stunduöu veiðar hér um slóðir í sumar, eru nú allir hættir veiðum og lagðir af stað heimleiðis. Að undanförnu hafa verið hér stillur og blíðviðri. I út- sveitum er jörð alauð og þíð, en til fjalla svo mikil leysing, að þar sjást nú að eins fanna- drög. — Fénaður og hross hafa í öllum nálægum sveitum geng- ið sjálfala það sem af er vetrin- um. Fremur lítið hefir borið á bráðafári, enda allflestir búnir að láta bólusetja. KKKKKMKKMKaHKKKHKMMKK: Skoðid i i dag. gluggana n n K Adeins fallegrar vörur. Alt afar ódýrt. g HnsgagnaversL við Dómkirltjuna, Sfmi 2139. | SXKKKKKKK KKKHKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK KKKKKKKKKKKKKKÍ**

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.