Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 verður opin alhm d.ag-isin. í dag í húsi Búnaðarfélagsins við Lækjargötu. Gengið um suðurdyr. — Kjörskrá liggur þar frammi og verða allar upplýsingar gefnar kosningunum viðvíkjandi; sömuleiðis komtð á framfæri kærum yfir kjör- skrá. Skrifstofan hefir bifreiðar í þjónustu sinni. Hringið í síma 1039 (B-stöð), 637, 639 eða 410. Kosning’askrifstofan. Ummhyggja Xiits fyrlr bzaim. Saklans er ég - Það er orðin íöst venja fyrir kosningar hér í bæ, að flokkarnir fá að taka afrit af kjörskránni. í þetta sinn sá K. Zimsen hag sinn f því, að tefja fyrir að flokk- ur Sig. Eggerz fengi afrit af kjör- skránni, og kom því svo fyrir, að hans afrit fengist gert aðeins eftir öðru afriti, sem nota á í kjör- deildunum. Þetta var snjallræði. Vandaiaust að láta afskriftinni miða hægt áfram, láta aðeins eissn mann vinna að henni, láta hann fara sér hægt, og láta hann svo opinberlega lýsa sökinni á hendur sér. Sökin væri sín ef hægt gengi — Knútur sak- laus. Og Knútur var svo heppinn að hafa við hendina hæfan mann tii þessa. Á skrifstofu borgarstjóra kom í vetur flækingur einn norð- an úr Steingrímsfirði, Jörundur Gestsson að nafni og hefir haldist þar við sfðan, sem skósveinn borg- arstjóra í skjóli þess sérstaka hæfi- leika síns að kunna vel að skríða. Segja kunnugir svo frá, að fáir muni færari í þeirri list, að skríða eftir „kommandó" hvers þess hús- bónda, sem mestan mat gefur. Þessi veslings auðnuleysingi hefir nú fallið á kné í forarsvæði Morg- unblaðsins og vitnað fyrir Knút. En það er sitthvað að skríða og rita. í ritlistinni tekst honum ekki betur en svo, að hann fær ekki sannað eitt orð af því sem ha»n vildi hafa sannað. Árangurinn af skrifinu, því enginn annar en sá, að fjöldi manns brosir dátt að þvf, að sjá hann veltast f Morg- unblaðsforinni við hliðina á Jóni Björnssyni. Kalli. Knútur er, eins og allir vita, borgarstjóri fyrir sig og sína liða. Það er því eigi eðlilegt að hann virði að nokkru starf þeirra manna er vinna vel og af trúmensku fyrir bæinn. Hann svífist eigi þess, í skrifum sínum, að ófrægja bók- haldarann á borgarstjraóskrifstof- unni að ástæðulausu, enda þótt hann sé, öllum vitanlega, einn færasti og duglegasti maðurinn, sem er í bæjarins þjónustu. Er það hið lúalegasta bragð, að ráð- ast þannig að samverkamanni sfnum, og trúlegt að tilfinningarnar hefi þarna hlaupið með borgar- stjórann f gönur. Því eigi viljum vér gera honum þær getsakir, að hana hafi gert sig sekan f slfku með fullu ráði. X F yrir spuruir. Er það satt, að skrifstofustjóra Sigurði barnakennara Jónssyni sé launað af bæjarsjóði? Ef svo er, hvar f lögutn finst heimild til þess? Að gefnu tilefni leyfi eg mér, áður en eg geng til kosninga, að biðja yður að fræða mig um, herra ritstjóri, hvort það sé satt, að borgarstjóri núverandi eigi stóran hlut f verzluninni „Vísir* og ef grunur er um það, því er það ekki rannsakað? Sagax judex. Alþbl. getur sagt það sama um báðar þessar fyrirspurnir, að því hefir ekki unnist tími til að leita sér upplýsinga um þær, enda eðlilegast að borgarstj. svari þeim sjálfur, og þeim vísað til hans. Um daginn 09 vepn. Lúðrafél. „Grígja“ spilar úti á morgun fyrir framan Gimli kl. 3. Mjólkurfélaginu var í fyrrad., eftir till. heilbrigðisnefndar, synjað um löggildingu á mjólkurbúð á Vesturg. 14. Enginn mór. A fundi bæjar- stjórnar síðast, var feld tillaga um að taka upp mó í sumar fyrir reikning bæjarsjóðs. Verða þvl bæjarbúar þeir, sem mó vilja nota, að afla sér þess eldsneytis sjálfir. Kolakanp bæjarstjórnar. Nefndin sem eftir tillögu Þorv. Þorv. var skipuð í því máli á fundi bæjarstjórnar 15. f. m. hafði fengíð tilboð um 1500 smál. af húsakolum frá Ameríku, átti smál. að kosta 28 doll. -j- 3°/o á höfn í Reykjavík. Eftir tilboðinu var búist við að skipið gæti orðið fermt í raaí. Mefndinni var veitt heimild til þess að festa kaup á kolum, svo framarlega að innflutn- ingsleyfi og peningar fást. Hnappar með fæti fást yfir- dektir á Hverfisgötu 60 A. Ast- hildur Rafnar, heima 3—7, Telpu, röska og góða, vant- ar okkur í sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu 10 uppi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.