Vísir - 20.02.1934, Side 2

Vísir - 20.02.1934, Side 2
V1SIR Símskeyti Briissel 19. febr. Unitcd Press. — FB. Jarðarför Alberts konungs fer fram á fimtudag n. k. Lík Alberts konungs var í dag flutt úr konungshöllinni í kapellu, þar sem það á að liggja á börum til fimtudags, en þá fer jarðarför- in fram. Á gangstéttum gatnanna að kapellunni stóð fólk í þúsunda- tali á meðan á líkflutningnum stóð og lét í Ijós viröingu sína og ást tii hins látna' þjóðhöfðingja. Viðstaddir jarðarförina verða ýmsir konungbornir menn og kon- ur og fulltrúar allra helstu JijóSa. Eru ýmsir hinna tignu gesta þeg- ar hinga'S komnir. Porlsmouth, 20. febrúar. United Press. — FB. Aukakosning í Bretlandi. Aukakosning hefir farið fram hér og lilaut kosningu Keyes aðmiráll, frambjóðandi Ihalds- flokksins, með 17.582 atkvæð- um, en Humby, frambjóðandi verkamanna, hlaut 11.901 atkv. I seinustu almennum þingkosn- ingum hlaut frambjóðandi I- ' háldsflokksins 14.149 atkvæði fram yfir keppinautinn. Vínarborg, 20. febrúar. United Press. — FB. Herlög feld úr gildi. Jafnaðar- mannaleiðtogi hengdur. Herlög hafa verið feld úr gildi í Carinthia. — Wallisch, einn af leiðtogum jafnaðar- manna, sem dæmdur var til líf- láts, liefir nú verið hengdur í Leuben. Madrid, 20. febrúar. United Press. — FB. Ókyrðar vart á Spáni. Barrios innanrikisráðherra hefir í viðtali við United Press látið svo um mælt, að nokkurr- ar ókyrðar liafi orðið vart sum- staðar í landinu, einkanlega í sambandi við fundahöld, en stjórnin ali engar áhvggjur, eins og stendur, um að gerð verði al- varleg tilraun til þess að hrinda af stað miklum óeirðum eða byltingu. Utan af landi. Akureyri, 19. febr, FÚ. Skákþingið. Áttunda umferö Skákþingsins fór þannig: Ásmundur Ásgeirsson vann Stefán Sveinsson, Þráinn Sigurðsson gerði jafntefli við Jóel Hjálmarsson, Aðalsteinn Þor- steinsson vann Pál Einarsson, Guöbjartur Vigfússon gerði jafn- tefli við Guðmund Guðlaugsson, Sveinn Þorvaldsson vann Sigurð Lárusson, Eiður Jónsson vann Jónas Jónsson. Hjálparstarfsemi á Italía. ítalska stjórnin hefir stofnað ti> víðtækrar og vel skipulagðrar istarfsemi fyrir fátækt og at- vinnulaust fólk. Eins og kunnugt er hefir ií- alska stjórnin með höndum víðtæka hjálparstarfsemi, sein veikt fólk, börn og atvinnuleys- ingjar eru aðnjótandi. Höfðu ýmsar stofnanir hjálparstarf- semi Jíessa með höndum tíl skamms tíina, en fvrir nokkuru var sú breyting gerð, að einni stofnun liefir verið falin yfr- stjórn allrar lijálparstarfsem- innar (Ente Opere Assistenzi- ali). Nokkura hugmynd gefur það um hve víðtæk starfsemi þessarar stofnunar er, að hún liefir með höndum að koma á fót og stjórna sjúkrahúsum, lækningastofum, fæðingarstofn- unum, dagheimilum fyrir ung- börn, svefuskálum fyrir fátækt og atvinnulaust fólk, lyfjaút- hlutunarstöðvum o. m. fl. Auk Jjessa liefir verið komið upp stöðvum viða við sjó frammi og upp lil f jalla, þar seni verka - menn og fjölskyldur þeirra geta verið sér til hressingar og hvildar. Þá fer loks fram mikil og víðtæk úthlutun matvæla og fatnaðar, og framannefnd stofn- un hefir fjölda starfsmanna, sem hafa það með liöndum að safna skýrslum um þá, sem þarfnast slíkrar hjálpar. Fyrir s. 1. jól var stofnuð sérstök deild (La Befana Fascista) inn- an vébanda hjálparstofnunar- innar, sem.áður var nefnd, og er hlutverk hennar að úthluta gjöfum og' matvælum til barna og unglinga. Um s. I. jól fengu yfir 1.500.000 börn jólapakka frá þessari deild. S. 1. ár lét E. O. A. úthluta 42 milj. matvæia- sendinga. Auk þess voru látnar af liendi ókeypis 500.000 vættir af kolum og 1.195.000 klæðnað- ir. I V2 miljón líra var varið til kaupa á lyfjum, sem var út- lilutað ókeypis, en 373.625 manns fengu ókeypis aðstoð lyf- og skurðlækna. — Þá lét E. O. A. „bera inn“ aftur 34.000 fátækar fjölskyldur, sem höfðu verið bornar út, vegna van- greiðslu á húsaleigu. Var því næst séð um, að fólk þetta fengi atvinnu eða séð fyrir húsaleigu- greiðslu lil bráðabirgða. — E. O. A. úthlutaði og i peningum til hágstaddra 7 milj. líra, en raunar líta forráðamenn stofn- unarinnar svo á, að hyggilegast sé að hjálpa mönnurn á annan liátt en ineð peningagjöfum, og smám saman verður lijálpar- starfseminni hagað meira i þá átt, að peningagjöfum verður liætt að meslu. — Nú eru hvild- ar og lircssingarstöðvar fyrir verkamenn, konur jæirra og börn á 500 stöðum við sjóinn og 323 slíkar stöðvar í fjalla- héruðum. Á þessum stöðvum voru 385.637 börn verkamanna í sumar, lengri eða skemri tíma. Af þvi, sem hér hefir sagl verið, má Ijóst vera, að fasista- sljórnin ítalska, lætur mannúð- armálin sig miklu varða, en „Laugardaginn 20. febr. 1909 var stofnfundur settur og lialdinn á veitingahúsinu ,Iiekla‘ kl. 6 e. m.“ Þannig hljóðar fyrsta málsgrein í fyrstu fundargerðabók Gufuvéla- gæslumanriafélags Reykjavikur. (Veitingahúsið ,Hekla‘ var þá inni á Grettisgölu). í stjórn voru kosnir: For- maður Sigurjón Kristjánsson: ritari Sigurbjarni Guðnason og féhirðir Ólafur Jónsson. f vara- stjórn voru kosnir: Jón Steina- son, Magnús S. Daðason og Sigurður Arnason. Sem ábyrgðannenn fyrir fé- lagssjóð voru tilnefndir þeir Eyjólfur Björnsson og Jakob Bjamason. Þessí stofnfundur var merki- legur að því leyti, að sex menn voru i stjórn og tveir ábyrðgar- nicrtn fyrir sjóðum félagsins, þvi fleiri en álla menn voru ekki í þessir félagi á stofnfundi; cr það án efa sjaldgæfl, að stétlarfélag sc stofnað svo fá- inent, að félagið sé ekkí annað en stjórnin og 2 ábyrgðarmenn, en svona var það nú sanit um þetta félag. Þegar á öðru ári breylti fé- lagið um nafn og var nefnt Vélstjórafélagið „Eimur“. Það var svo ekki fyr en árið 1915, að breytl var aftur um nafn á félaginu og það nefnt Vél- sljórafélag Islands,. og svo heit- ir það enn. Þótt 25 ár séu ekki hár ald- ur á félagsskap, þá er það svo uin þetta félag eins og raunar mörg fleiri, að sögu þess er ekki hægt að skrá í stuttri blaða- grein. Mun eg þvi fara i stórum skrefum yfir starf þessa félags. Þótt stofnendur þessa íélags- skapar hafi verið fámennur liópur, stækkaði hann smátt og smátt. Á fyrsta ári gengu i fé- lagið 7 menn og liefir árleg við- bót verið nokkuð jöfn síðan, en flestir hafa félagsmenn orðið 162. Fyrsta mál, sem tekið var fyrir á stofnfundi, var frum- varp til Iaga um atvinnu við vélgæslu á íslenskum gufuskip- um; liendir það til þess, að Jiessir fáu menn, sem hér voru að verki, mörkuðu sér þegar i byrjun faslar línur til að vinna eftir og tóku þetla sem önnur mál föstum tökuin; þeir liafa því ekki bygt stétt þessa á sandi heldur á bjargföstum grund- velli. Þetta frumvarp varð ekki einungis bjargvæltur þessarar einu stéttar, lieldur alls lands- ins; það skapaði þann mögu- leika, að jafnliarðan sem skip vor og vélar fullkomnuðust, gátum vér senl úl á þau menn, sem bæði höfðu kunnáttu og hæfileika til vélstjómar; er skamt að minnast, þegar land vort sté það stærsta spor i átt- ina til sjálfstæðis með stofnun Eimskipafélags íslands. Þáð var ekki lítils virði að geta mannað skip jiessa félags með íslenskum mönnuin. andstæðingar fasista i ýmsum löndum liafa borið þeim á brýn harðýðgi og menningarleysi, en sannleikunnn er sá, að á seinni árum hafa fasistar á Italiu unn- ið mörg mannúðar og menn- ingarleg stórvirki. Þegar frumvarp Jietta var á döfinni, komu margar skrítnar mótbárur fram, jafnvel frá þeim mönnum, sem ætla mætti, að síst myndu vcra andvígir slíkum málum; en það er ekki rúm til að fara út í þá sálma hér. Frumvarpið var samþ. á'Al- þingi 1911, og um leið veitt fé til kenslu i vélfræði; var þá um liaustið stofnuð vélfræðideild við Slýrimannaskólann. Kenn- ari við þá deild var ráðnn M. E. Jessen. Hann hefir því verið kennari allra vélstjóra, scm nám hafa stundað liér. Árið 1915 var námið aukið að miklum mun, og Vélstjóra- skóli íslands stofnaður, og hefir hann starfað síðan með aukinni aðsókn undir stjórn hins ágæla kennara M. E. Jessen. Annar merkur viðburður í sögu vélsljórafélagsins skeði einnig á árinu 1915; það var slofnun Styrktarsjóðs Vélstjóra- félags íslands; liann var stofn- aður með kr. 200.00 stofnfé. Árstillög voru lítii í fyrstu, en fyrir 10 árum voru gjöldin tii sjóðsins liækkuð og liafa verið þau söniu síðan. Eftirtektarvert er það, að þessi sjóður skuli nú nema rúmum 100 þúsund krónum og hafa á síðustu 10 árum varið vfir 20 þúsundum króna i slyrki, þegar á það er litið, live iðgjöld hafa verið lág og félag- ar fáir. Um itðra slarfsemi Vélstjóra- félagsins mætti mikið skrifa ef rúm leyfði, cn eitl mál er |k) ó- nefnt, sem félagið liefir að sjálfsögðu unnið að sem stéttar- félag; það eru launamálin og eru þau án nokkurs vafa ein hin viðkvæmustu mál, sem höfð eru ineð höndum; en Vélstjóra- félagið hefir altaf í þessi 25 ár borið gæfu til að geta leyst þau á friðsamlegan hátt: það hefir verið þess markmið, að gera alt, sem í þess valdi hefir stað- ið til að halda þeim, sem öðrum málum, innan heilbrigðra tak- marka, og forðast, að þau dræg- ist inn í liringiðu óskyldra og skaðlegra mála. Væri vel, að svo gæti haldist á komandi tímum. V. Heyhlada brennui*. Eldur kviknatSi í gær í heyhlööu á prestssetrinu Stað í Súgandafirði. Brann hlaSan til kaldra kola og varð engu bjargað úr henni af heyi, en þa'ð mun liafa veriö nokk- uð á anná'ð hundrað .hestar. Fjós var áfast við lilöðuna og eyddist það af eldinum, en gripum þeim, sem í því voru, var bjargað. Prestur á Stað er síra Halldór Kolbeins og hefir hann orðið fyrir miklu tjóni. Hvept stefnip í Austur-Asíu? Það er alkunnugt, að Japanar telja það eitt sitt höfuðhlutverk að vinna á móti kommúnismanum í Austur-Asíu. Heima fyrir urðu þeir að grípa til ærið víðtækra ráðstafana í þcim efnum, og síðan er þeir settust að í Mansjúríu, hafa þeir vitanlega' reynt með öllu móti að uppræta kommúnismann, sem farinn var að þrífast þar, eigi siður en í Kina. Er eigi nema eðlilegt, að kommúnistiskum und- irróðursmönnum hafi orðið mikið. ágengt í kinverskum löndutn, þ.ví að ástandið þar hefir lengi verið slæmt, hver borgarastyrjöldin hef- ir komið á fætur annari, í sumum héruðum vaða ræningjaflokkar stöðugt uppi o. s. frv. I Kina hef- ir ekki verið öflug stjú|rn, sem hefir getað beitt sér til varnar gegn kommúni'smtmum. En |nú skyldi menn ætla, að Japanar, sem ráða öllu í Mansjúriu og hafat þar mikinn herafla, mætti verða betur ágengt, en ef dætna skal eftir sein- ustu ársskýrslu, stjórnar kínverska kommúnistalýðveldisins, er komrn- r.nistninn að festa rætur í Man- siúriu. Sttm eríend blöð draga mjög efa, aö horfurnar í Mansjú- rítt séu þær, sem rauðliðarnir kín- versku halda fram i skýrslu sinni, en birta þó útdrátt úr henni eigi að siður. í skýrslunni er því haldið fram, að kommúnistum í Mansjúriu (Mansjúkó-ríkinu) hafi veriö veittur margháttaður stuðningnr að undanförnu af þeim, sem ráð- atidi ertt í aðalstöð kínverskra kommúnista í Kiangsi-fylki, m. a. hafa þeir fengiö aðstoð til þess að stofna undirróöursfélög meðal verkamanna og bænda, og sé nú svo komið, að kommúnistasinnaðir bændur i Mansjúriu séu farnir að nndirbúa uppreist gegn Japönum. Kinverskir kommúnistar ala mjög á ódugnaði kinverskuKuomintang- stjórnarinnar gagnvart Japönum, henni sé um að kenna, að þeir hafi lagt undir sig Mansjúríu og Jeholhérað. Og vitanlega hvetja þeir einnig1 til þess í baráttu sinni, að kínverskir verkamenn og bænd- ur i Kína og Mansjúríu sameinist og varpi af sér japanska okinu. Þegar „stundin mikla“ komi, eigi þeir visa aðstoð Rússa, sem aSS sjálfsögðu er jafnilla við Japana og kommúnistum í Kína og Man- sjúriu. Nú hefir Kuomintang-stjórninni kinversku, sem kunnugt er, orðið litið ágengt í baráttu sinni, gegn kommúnistum heima fyrir. Komm- únistar haía stofnað lýðveldi í Kina, sem nær yfir stórt svæði, og herdeildum Kuomintangstjórnar- innar, sem sendar hafa verið gegu kommúnistum, hefir ekkert orðiö ágengt. Auk Jiess hefir nú verið komið á fót kommúnistastjórn í Fukien-héraði og hefir þvi að- staða kínverskra kommúnista eflst ti’ muna.. Kinverskir kommúnistar halda þvi fram í ársskýrslu sinni, að þeir hafi árið 1933 náð miklu herfangi frá liði Kuomintang- stjórnarinnar, m. a. 100.000 rifflurn. og 1000 vélbyssum. Auk þess hafi þeir tvístrað öllum herdeildum stjórnarinnar, sem sendar voru gegn þeim. Þeir segjast lrafa náð á sitt vald níu héruðum á árinu í Kiangzi-fylki og tiu í Szechuan- fylki^ Þegar Hitler komst til valda « Þýskalandi virðist hafa verið fyr- ir það girt með öllu, að kommún- isminn breiddist út vestur á bóg- inn. í flestum löndum álfunnai' vex nú einræðisstefnum fylgi. Rússneskir kommúnistar hafa ekkí lengur góða aðstöðu til undirróð- Vélstjórafélag íslands 25 ára.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.