Vísir - 07.04.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 07.04.1934, Blaðsíða 3
VISIR Kemur Lindbergh i sumar? Samkvæmt Bcrlingske Tidende •cr Lindbergh væntanlegur tií 'Grænlands. og Danmerkur í sumar. Opinberrar tilkynningar um þetta •er ekki að vænta fyrr en seint í jdirstandandi márnrði. Síðustu at- huganir, sem fram íóru á flug- leiðinni milli Ameríku og Evrópu •og um Grænlatíd og ísland gefa .góðar vonir, en enn hefir ekki verið flogið nægilega mikið á þcssum leiðttm, til þess að hægt sé að ganga frá nokkrum framtíðar- áætlunutn í einstökum atrrðum. Botved kapteinn umboösmaður Pan-American-Ainvays i Kaup- ntannahöfn, heíir látið svo um mælt, að hann gangi út frá því sem gefntt, að tilraunaflugferðum á þessari leið verði haldið áfram í ■sttmar. I Sjómannadeilan. Sameiginlegur fundur um sjó- anánnadeiluna bar engan árangur. f Sfmon lobnstn Oðrðarson lögfræðingur. —o— Nýlega er látinn hér í bæhum Símon Þórðarson, lögfræðing- •ur, sem alment var kallaður Símon frá Hól. Hann var fædd- ur hér í Reykjavík 1. júlí 1888, varð því að eins 45 ára gamall. Hann gekk mentaveginn, kom 15 ára gamall í Lalínuskólann og varð stúdent 1909. Fór það liaust til háskólans í Kaup- mannaliöfn, og tók að stunda málfræði, ensku og frönsku, en lauk ekki prófi. Var í Vestur- heimi árin 1914—1(5, en kom hingað heim haustið 1916. Gekk á Lagaskólann, og lauk prófi sumarið 1921. Eftir að hann lauk prófi í lögum, var hann starfsmaður i stjórnarráðinu og var um t.íma settur sýslu- maður í Vestmannaeyjum. Með Símoni Þórðarsyni cr til moldar genginn ósvikinn Reyk- vikingur, enda könnuðust allir gamlir Reykvikingar við hann, ekki sist vegna þess, að hánn var ágætur söngmaður, lærði nð svngja hæði í Kaupmanna- höfn og Bérlín. Símon Þórðar- son var mikill gleðimaður, og var mjög svo margt í fari hans sem stuðlaði að því, enda þótti okkur, sem þektum hann hest, altaf mjög skemtilegt að vera mcð honum, sökum lians ó- sviknu mannkosta, og segi eg það nú þegar hann er látinn, af þvi að eg meina það líka, að Simon var einn hinn dreng- lundaðasti maður sem eg liefi þekt, og ógleymanlegur og sér- staklega jafn bæði i sorg og i gleði. Þess vegna sakna eg ltans og það gera áreiðanlega allir sem þektu liann hest, þó vitan- lega sé hans mest saknað af eftirlifandi konu og 3 börnum, háaldraðri móður og mörgum systkinum. Æskuvinur, margra ára fé- lagi, Jielta er mín hinsta kveðja eflir 36 ára góða vináttu. Þakka þér innilega fyrir allan góðleik. Nú hlýtur þér að líða vel því þú varst svo góður drengur. Jakob Guðmundsson. Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. tt, sira Bjarni Jónsson (altarisganga). —- Ivi. 5,. síra Friðrik Hallgrímsson. 1 fríkirkjunni: Kl. 2, síra Árni Sigurösson. í A'ðventkirkjunni kl. 8. Allir velkomnir. Leikhúsið. Leikið verður annað kveld. Að- gönguniiðar seldir í dag og á tt’org'un. Veðrið í ntorgun. í Reykjavík 4, ísaíirði — 2, Ak- ureyri o. Seyðisfirði — t, Vestm.- eyjum 3, Grímsey — 3, Stykkis- hólini 1. Blönduósi -— 3, Raufar- höfn — 3, Hóltttn í Hornafirði —• 2, Grindavík 2, Færeyjum 1, Juli- anehaab 1. Jan Mayen -—-14, Ang- ntagsalik—■ 1, Hjaltlandi 5 st. Mest- ur hiti hér i gær 10 st.. minstur —■ o. Sólskin 11,1 st. — Yfirlit: ' Háþrýstisvæði yfir íslandi og Græníandi. — Horfur: Suðvestur- land: Brcvtileg átt og hægviðri. Víðast úrkomulaust og léttskv’jað. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland, norðausturland: Hæg- viðri og bjartviðri. Austfirðir, suð- austurland: Norðan og norðaustan kaldi. Úrkomtilaust, en sumstaðar skýjað ioft. Umferðarbann. Umferð um þingvallaveginn, frá Köldukvíslarbrú að Þingvöllum, er bönnuð fyrst um sitin. Sjá attg. Skiftar skoðanir. Undanfarna daga hefir eg lesið i blöðununt dóma um „Við, sem vinnum eldhússtörfin", og að mínu áliti algcrlega óverðskuldaða, — eft- ir að hafa horft á leikinn. Eg og mitt kunningjafólk skemtum okkur ágægtlega, jafnvel betur en á „film- itnni“, þvi að i bíóinu skildi mað- ur ekki nema sutnt, setn talað var. Eg get ekki látið hjá líða, að ]takka sérstaklega Gunnþórunni Halldórs- dóttur fyrir hennár ágætu og' skemtilegu meðferð á hlutverki Lárensu, setn síst stóð að haki leik sæn'sku leikkonunnar i „filmunni". Ein, sc-m vinnnr cldhússtörfin, Samsæti fyrir Guðmund skáld Friðjónsson. Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi • verðttr 65 ára i nóvetnher næstkomandi, en verður þá ekki staddur hér syðra. Nú er Guðmund- ur hér i hænum, og þar eð búast tná við, að hina mörgu vini hans hér syðra, karla sem konur, langi til þess að sýna honum sérstakan virðingar- og vináttuvott nú, með- an hann er liér, þá gangast nokkr- ir menn fyrir því nú, að honum verði haldið samsæti með borðhaldi áðttr en hann hverfur heini. Sam- sætið verður haldið í Oddfellow- húsinu fimtudaginn 12. aprilkl. 7,30 e. h. Eru menn beðnir.að skrifa sig á lista fyrir miðvikudag (11. april). Þeir liggja frammi í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og í veitingasal Oddfellozuhússins. Frá Hafnarfirði. Garðar kotn af veiðum í gær með 166 lifrarföt, (216 smál. fiskj- av, þar af 20 ósaltaðar) og Sviði með 109 lifrarföt (148 smál. fiskj- ar, þar af 15 ósaltaðar). Venuskom af veiðum i fyrradag með 93 lifrar- föt (140 smál. fiskjar). M.s. Dronning Alexandriue er væntanleg hingað í fyrramálið að vestan og norðan. M.s. Skaftfellingur hleður nú í íyrstu ferð sína til Víkur á yfirstandandi ári. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom til Leith i gær. —- Brúarfoss kom hingað i morgtin frá útlöndum. Goðafoss fór frá Hamhorg i dag. Dettifoss fór frá Siglufirði í morgun áleiðis til Isafjarðar. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss kom til Antwerpen í gær. Af veiðurn haía komiö Imperialist með 127 lifrarföt, Tryggvi gamli með 89 og Hilmir með 64. 76 ára verður á morgun Steinunn Jónasdóttir. Garðastræti 19. Gullverð isl. krónu er i dag 51.24, miðað við frakkneskan franka. Heimdallur. Fund heldur félagið á morgun (sunnudag) kl. 2 e. m. i Varðar- húsinu. Til itmræðu verða félags- tnál. Fánalið Sjálfstæðisflokksins fer að Álafossi á morgun. Lagt verður af stað frá Varðarhúsiuu kl. 10 f. h. stundvíslega og komið aftur kl. 12)4. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir enn hina ágætu söngvakvikmynd Jan Kiepura, við góða aðsókn. — Gamla Bió sýnir í fyrsta sinni i kveld kvikm. .„Stúlkan frá Montparnasse“, þýska söng- og talmynd. Næturlæknir er i nótt Bragi Ólafsson, Ljós- vallagötu 10. Simi 2274. —■ Nætur- vörður er i Laugvegs apóteki og iiigólfs apóteki. Betanía. Á morgun sunnudag hefur smá- meyjadeildin fund kl. 4 síðdegis. Almenn samkoma kl. 8)4 að kveldi. Jón Jónsson talar. Allir velkomnir. Útvarpið í kveld: 18,45 Barnatími (Frú Ragnheið- ur Jónsdóttir). 19,10 Veðurfregnir. — Tilkynningar. 19,25 Tónleikar (Útvarpstríóið), 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Leikrit: „Lygasvipir", eftir Stell- an Rye. 21,20 Tónleikar: Gratnm- cfón-kórsöngur (Leðurblökukór- itm). Danslög til kl. 24. ötan af landi Rafnseyri, 6. april. FÚ. Aflabrögð. Línubátarnir frá Bíldudal og Þingeyri eru allir nýkomnir inn með góðati afla: Ármann með 295 skippund, Geysir með 228, Fróði með 196, Fjölnir með 180, og Venus með 165. Flateyri, 6. apríl. FÚ. Héðan frá Flateyri hafa síðan i janúar gengið 13 hátar, 5 til 13 smálestir að stærð. Afli stærri liát- anna var á Páskum orðinn um 300 skp. Afli línuveiðaskipanna á Þirigeyri, Fjölnis, Fróða og Ven- usar var um sama leyti um 800 skp. á skip. Frð Veslur-lslendlnDum. --O-- Sigurður Skagfield söngvari hefir verið ráðinn til aö syngja í útvarp í Wiimipeg, viku- lega fyrst um sinn, segir í Heims- kringlu 28. febr. — Söng hans er útvarpað frá CPR-gistihúsinu (CJCR) kl. 7,30 Winnipegtími. —• (FB.). Norskar loftskeytafregnir. Oslo 6. apríl. FB. Skipaútgerðartnálin. Sendiherrar Noregs, Danmerk- ur, Svíþjóðar og Hollands hafa sm'tiö sér til hresku ríkisstjórnar- innar viðvíkjandi erfiðleikum þeim, sem skipaútgerðin á við að stríða, en þeir eiga rætur sínar að rekja til aninkandi viðskifta og þar r.f leiðandi miimi flutninga landa á milli, ofmiklutri. skipastól og sámkepninni, setn leitt hefir af Jteirri stefnu, að hið opinbera veitir styrk til flutningaskipaút- gerðar. Sendiherrarnir hafa tjáð Bretastjórn fyrir hönd ríkis- stjórna sinna, að þeir séu fúsir til samvinnu við hana í þessum grein- um. Ennfremur, að þær séu fúsar tii ]>ess að senda fulltrita á skipa- útgerðarmálaráðstéfnu, til ])css að ræða um afnám eða takmörkun stuðnings af hálfu stjórnarvalda ti! skipaútgerðarinnar og til þess yfirleitt að koma skipaútgerðar- málum'í venjulegt (normalt) horf. Oslo 6. apríl. FB. Mikil selveiði. Selveiðaskipiö Nordland er kom- tð úr veiðileiðangri sínum norður í Íshaí. Veiðin nam 2500 selum og er mesta veiði á eitt skip á vertíð ]>eirri, sem nú er um garð gengin. Oslo 6. apríl. FB. Ný lagaákvæði um vinnudeilur. Á ríkisráðsfundi i dag var rætt um nýtt lagafrumvarp, sem inni- heldur ákvæði u'm nýjar reglttr viðvíkjandi málamiðlun og at- kvæðagreiðslum i vinnudeilum. Frumvarpiö hyggist á tillögum hinnar svokölluðu „vinnufriðar- nefndar,“ en í henni áttu sæti full- trúar bæði atvinnurekenda og verkamanna. Frá stjðrn íslensku riknnnar i Suðnriamli. Eins og kunnugt er byrjar ísl. vikan að þessu sinni 22. þ. m„ og eru þaö vinsatnleg tilmæli stjórnar ísl. vikunar á Suðurlandi til skóla- stjóra og kennara í skólum lands- ins, að ]>eir noti tímann þar til næstu ísl. viku er lokíð, til þess, að glæða áhuga nemenda sinna fyrir málefnum ísl. vikunnar með ritgerðum, fyrirlestrum og um- ræðum um þau. Síöastliðið ár, var dálítilli fjár- hæð varið til ]iess að verðlauna bestu ritgerðir bama í barnaskól- nnum í Reykjavík og Hafnarfirði um málefni ísl. vikunnar. Nú hefir stjórnin ákveðið að verja alt að kr. 200,00 til verð- launa fyrir bestu ritgerðir nem- enda í Gagnfræðaskólum Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Verður skólastjórum hlutaðeigandi skóla síðar tilkynt um það, hvar og hve- nær ritgerðirnar eiga að afhendast, og hverjir fengnir verða til þess að dæma um þær. Pappírsvöror og ritföng: Ú tva rpsfré tti r. London i gær. FÚ. Óeirðir í Bandaríkjunum. I dag lenti í bardaga milli at- vinnuleysingja og lögreglunnar í Minneapolis í Bandaríkjunum fyr- ir framan ráðhúsið. Notaði lög- reglan táragas til þess að dreifa mannfjöldanum, cn þó tókst þaö ekki fyr en nokkrir forsprakkar atvinnuleysingja höfðu verið liandteknir. Ennfremur urðu nokkrar óeirð- ir við kolanámu eina í West-Virgi'- nia-rikinu, þar sem verkfall stend- ur yfir, og lenti þar saman verk- fallsbrjótum og verkamönnum. Fornmmjafanðnr. Cambridge, Mass. í mars. FB. Vísindamenn frá Harvardhá- skóla, sem verið liafa við forn- minjarannsóknir í Panamaríki ltafa fundið ýmsar foraminjar, svo sein nmni úr gulli, leir og kop>- ar, í dal nokkurum, sem bygðuf ltefir verið löngu áður en Spán- verjar lögðu undir sig landið. Rannsóknir á grafhvelfingutn þar í dalnurn leiddu i ljós, að nrikið af dýrmætum ítiuntim hafði verið borið t grafirnar, svo sem arm- bönd, hringar, hálsfestar o. fl. úr skíra gulli, ennfremur skálar, ker og fleiri munir úr kopar. — Rann- sóknir þessar hafa nú staðið yfir i 3 ár og hefir yfirstjórn þeirra á ltendi dr. S. K. Lothrop. — Forn- minjafundur ])essi á rót sína a@ rekja til þess, að innfæddir menct fundu verðmæta muni við Panama- fljótið, en grafhvelfingamar eru * nánd við það. — Talið er, að þeir sem þarna voru grafnir, hafi ver- ið höfðingjar af hinum svo kallaða J Chioca-þjóðflokki í Colombia i Suður-Ameríku, og er þess get- ið til, að kvísl af þessum flokkí hafi íarið til Panama og sest þar að, sem fyrr segir áður en Spán- verjar fyrst konm til landsins. — (United Press.). Hltt og þetta. Lágmarkslaun hjá Ford cru nú 5 dollarar á dag, að þvi er segir í amertskum blöðmn. Starfs- menn \ verksmiðjum hans í De- troit eru um 70.000. Chjfago-sýningin mikla verður opnuð á ný í sutnar og er búist við nrikilli þátttöku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.