Vísir - 08.05.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 08.05.1934, Blaðsíða 2
VlSIR Símskeyti —o— London, 7. maí. FB. Atvinnuleysið á Bretlandi fer stöðugt þverrandi. Atvinnuleysingjar í Bretlandi voru þ. 23. april 2.148.195 tals- ins eða 53.382 færri en i mars- mánuði um sama leyti. í flesi- um atvinnugreinum jókst at- vinna talsvert. (United Press). Barcelona, 7. maí. FB. Öspektir og verkfall. Óeirðir brutust út í gærkvöldi (sunnudagskvöld) fyrir framan liús það, sem í eru skrifstofur blaðs syndikalista. Lenti syndi- kalistum og lögreglunni þar saman og beið einn maður bana, en margir særðust. Á að giska 70% verkamanna í Barce- lona liafa liafið mótmælaverk- föll út af óeirðum þessum, en starfsmenn á sporvögnuin, strætisvögnum og neðanjarðar- brautum taka ekki þátt i verk- fallinu. (United'Press). London 8. maí. FB. Roosevelt og ófriðarskuldirnar. x Fullyrt er, aö Roosevelt hafi á- form á prjónunum um a‘S leiða skuldamálin við erlend riki til lvkta að fullu og öllu við þau riki. sem lán tóku i Bandarikjunum vegna heimsstyrjaldarinnar. Fyrir forsetanum vakiö, að áætlun sú, sem hann býst við a'S geta fengi'ð skuldunautana til þess að fallast á, geti orðið til fyrirmyndar að því er tekur til lausnar á skuldamál- um milli ríkja yfirleitt. Talið er, cf áform Rooseveltshepnast.aðþáð inuni mjög greiða fyrir viðskift- um og örva kaupskap og atvinnu- lif. — Nánari fregnir eru ekki fyr- ir hendi um hvernig Roosevelt hugsar sér áætlun þessa, (United Press). New York 8. maí. FB. Miklir hitar í Bandaríkjunum. Mestu hitar sem sögur fara af í New York i maímánuði standa nú yfir. Undanfarnar fimm vikur hef- ir ekki konúð dropi úr lofti á stór- um svæðum í Bandaríkjunum. Tal- ið er að mjög illa horfi um jarð- rækt vegna þurkanna. Vegna vatnsskorts hefir mjólkurfram- leiðslan minkað mjög víða. í Chicago er mikill mjólkurskortur. (United Press). Vegavinnukanpið. —o— Verklegar framkvæmdir ríkisins og kaupkröfur socialis'ta. —o— Fregnin um, að stjórn Alþýðu- sambands Islands hefir látið stöðva útskipun á efni, sem fara átti til brúargerðar í Skaftafells- sýslu, hefir vakið mikla undrun mánna í sveitum landsins. Þær fregnir berast hvaðanæfa að af landinu, að sveitabændur telji ]>essa ráðstöfun hið versta óþokka- bragö. Þeir muiiu ekki liafa áttað sig á því fyrr en nú, sveitabænd- urnir íslensku, hverskonar vinir í raun socialistarnir hér í höfuð- staðnum eru. En „fátt er svo með öilu ilt, að ekki boði nokkuð gott,“ ]jví að ekkert mun betur vekja bændur til umhugsunar um þessa vini sína en ákvörðunin um að stciðva alla opinbera vinnu, til þess a.ð knýja fram hækkun kaupgjalds- ins í sveitunum. Þeir höfðu glæpst til þess að trúa sveitablöðum rauð- liðanna (Tímanum og Degi og vikuútgáfu Alþýðublaðsins sem nú er sögð sáluð), en nú sannfærir framkoma socialistabroddanna ])á um hvernig þeir eru inn við bein- ið. — Sveitabændurnir íslensku mega héðan af vita á hverju þeir eiga von úr þessari átt. Aldrei hafa erfiðleikar íslenskra bænda veríð meiri en nú. Þeir segja sem satt er, að ástandið sé nú þannig, að engin von sé til þess að halda bú- skapnum áfram nema -með þvi aö verði á aðkeyptri vinnu sé stillt í hóf. Nú er það öllum vitanlegt, að kaupgjald í sveitum miðast alt af að mestu leyti við kaupgjald í ]>eirri opinberu vinnu, sem fæst í sveitunum, og afleiðingin af mik- iili kauphækkun við vegavinnu og brúargerðir mundi óhjákvæmilega Iciða áf sér kauphækkunarkröfur við heyskaparvinnu og jarðrækt. Afleiðingin mundi verða sú, að fæstir bændur gæti nokkra vinnu keypt að, og erfiðleikar bænda verða meiri en þeir hafa nokkru sinni verið. Það er viðbúið, að socialistar haldi því fram, að sveitabændur muni njóta góðs af kauphækkun í opinberu vinnunni. En sú við- bára er gagnslaus, þvi að flestir þeirra, sem fara í vegavinnu í sveitunum, eru bændasynir og lausamenn. Sveitabændpr geta fæstir horfið frá búum sín- um til þess að takast á hend- ur vinnu utan heimilanna. í mörg- um sveitum lands er nú svo ástatt, og ])að er meðfram afleiðingin af óstjórninni á þeim árum, er Tíma- menn og socialistar báru ábyrgð ? ríkisstjórninni, að ekki er næg- ur mannafli til nauðsynlegustu verka. Kauphækkunarkrafa socialista er hnifstunga í bak fátækra bænda. Og þeir munu svara fyrir sig sem vert er á kjördegi. * * Frá jökulförunum. Fylgdarmennirnir komnir til Nielsen og félögum Útvarpið átti tal við Kálfa- fell uni miðaftan í dag, og voru jökulfararnir þá ekki komnir til bygða, og vonlaust talið, að þeir kæmu i kvöld, því mað- ur hafði farið í dag langleiðis upp að tjaldstaðnum og ekki séð til ferða þeirra. Mikil ný fönn virðist hafa fallið á jök- ulinn síðustu daga, og búast menn við, að færi sé slæmt. Færð er einnig mjög slæm á leiðinni upp að tjaldstaðnum. og er sú leið dalin illfær með hesta. Á jöklinum eru, sem fvr er getið, 7 menn alls, þeir dr. Niels Nielsen og Jóhannes Ás- kelsson og 5 menn úr Fljóts- hverfi. Sumir eru farnir að ótt- ast um leiðangursmenn, aðrir ekki. Farið er að tala um að gera út leitarleiðangur, en er talið miklum vandkvæðum bundið. Vantar flest þar evstra, til slíkrar farar, og færi er slæmt. (FÚ., í gærkveldi). Kálfalelli 8. april. FÚ. Þrír af fylgdarmönnum jökulfar- anna komu til bygða síðla í gær- kvöldi, þeir Helgi Pálsson, Rauða- bergi, Guðlaugur Ólafsson, Blómst- urvöllum, og Sigmundur Helgáson, Núpum. Þeir segja þannig frá: „Fyrra laugardag, þann 28. april, skildum vi'Ö viÖ dr. Nilesen, Jóhann- es Áskelsson, Kjartan Stefánsson frá Kálfalelli og Jón Pálsson, Selja- landi, vi'ð tjaldstaðinn við Pálsfjall. Ætluðu þeir ]iá áfram austur að gig, en við snerum við, til þess að sækja skíði og matvæli, til tjald- staðarins neðan við jökulinn. Höfðu jökulfararnir þá vistir til sex daga, eða til þess 4. þ. m. bygða. Engar fregnir af dr. hans síðan 28. apríl. Þegar við komum til tjaldstað- arins undir jöklinum, skall á bylur, og lágu við þar á sunnudaginn, og I fram til hádegis á mánudag, 30. apríl. Lögðum við ])á af stað upp á jökulinn, með það, sem við höfð- um farið að sækja, og komumst þann dag upp á móts við Hágöng- ur. Þar lágum við allan þriðjudag- inn. en fórum svo áfram á mið- vikudaginn, 2. maí, þar til bylur skall á. Á fimtudaginn héldum við enn nokkuð lengra áfratu, ]iar til bylur skall aftur á, og stóð hann fram á föstudagskvöld, 4. maí. Klukkan 10 um kvöldið fórum við svo áfram, og komumst að tjald- staðnum við Pálsfjall, þar sem við höfðum skilið við jökulfarana. kl. 4 á laugardagsmorguninn. Var ])á tjaldið á kafi í snjó. Biðum við þar, þangað til á sunnudaginn var, að við lögðum af stað til bygða, í hríðarbyl. Tjölduðunl við um kvöld- ið, án þess að vita, hvar við vorum, en er létti til í gærmorgun, sáum við, að við vorum stacklir á móts við Hágöngur. Lög'Sum vi'S ])á enn af stað, og komum til bygða í gær- kvöldi." Fylgdarmenn eru þreyttir, eftir erfiða ferð, en annars liður þeim vel. — Eins og sjá má af frásögn- inni. voru jökulfararnir búir að vera 9 daga á jöklinum, með 6 daga vist- arforða, eftir að þeir fóru frá tjald- staðnum við Pálsfjall, þegar fylgd- armenn fóru þaðan á sunnudaginn. —o— Fregn þessa her að skilja svo, áð jökulfararnir 4, dr. Nielsen og félagar hans, hafi ekki verið í tjaldinu á Pálsf jalli, 1 er fylgdarmennirnir komu i þangað. „Sterkastl raaðnr heimsins." Hann hefir nú sagt skilið við „Tuppa Halten Pálsson Konsert- bureau“ að fullu og öllu, en Hljóðfærahúsið tekið að sér fyr- ir þrábeiðni hans, að auglýsa skemtanir, sem hann mun reyna að efna til hér. — Vísir hefir látið til leiðast fyrir beiðni Hljóðfærahússins, að birta í dag auglýsingu um sýningu hins sterka manns, en vill jafnframt láta þess getið, alveg ótvírætt, að hann álítur að slíkar skemt- anir sem þessar eigi að banna vægðarlaust, og átelur stjórnar- völdin harðlega fyrir að hafa ekki aftekið með öllu að veita óvöldum útlendingum skemt- analeyfi, eins og nú standa sak- ir hér á landi — ekki síst þeg- ar skemtanir þær, sem í boði eru, verða að teljast alisendis ómerkar í menningarlegu tilliti, og engum til gagns, sem á þær hiustar eða horfir. — En auk þess ber og á það að líta, að gjaldeyrisvandræðin eru slík sem stendur, að kaupsýslustétt landsins og aðrir verða dags daglega að kalla má fyrir óþæg- indum og tjóni af þeim sökunt. Ætti stjórnarvöldin að líta á hag þjóðarinnar fremur en þarfir útlendra farandmanna. ötan af iandí Stykkishólmi, 7. maí FÚ. Frá sýslufundi Snæfellinga og Hnappdæla. Sýslufuncli Snæfells- og Hnappa- dalssýslu lauk á laugardagskvöld- ið. Helstu samþyktir voru þessar: Skoraö var á rikisstjórn að láta I vélbátinn Baldur í Stykkishólmi njóta áfram þess styrks, sem veitt- ur á þessa árs fjárlögum til mótor- bátsferða um innanveröan Bréiða- fjörð. Skorað var á rikisstjórn og Al- þingi að láta fara fram næsta vet- ur útrýmingarböðun á sauðfé, í þeim landshlutum, ]iar sem fjár- kláða hefir orðið vart. Skorað á þing og stjórn að leggjafram nægi- legt fé til þess, að fullgera Stykk- ishólmsveg á næstu þrem árum. Þá voru 520 kr. áætlaðar til þess að styrkja börn og unglinga til sundnáms í heitri la'ug. Áætlaðar eru 10 kr. á nemanda. Kosin var sundnefnd er starfi milli funda, og úthluti styrknum. í nefndina voru kosnir þeir Jón Steingrímsson sýslumaður, Stefán Jónsson skóla- stjóri og Vilhjálmur Ögmundsson á Narfeyri. — Til samgöngumála voru veittar 4825,00 kr., til búnað- armála 1490,00 kr., og til menta- niála 1120,00 kr. Niðurstöðutölur áætlunar, tekju- Káputölur og punthnappar. Einnig niiki# úravl af taulinöppum. HÁRGREIÐSLUSTOFAN P E R L A Bergstaðastræti 1. Sími: 3895. NINON selur nýkomna kjóla í stórum stærðum frá 12 kr. tískuefni og gott snið. MINOM Austurstræti 12. Opið 2—7. og gjaldamegin eru 32.633,05 kr. Hagur sýslusjóðs hefir engum breytingum tekið á árinu. Búnaðarsamband Dala og Snæ- fellsness. Aðalfundur Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsness hófst í dag, og sitja hann stjórn og fulltrúar frá búnaðarfélögum beggja sýslna, en auk þess Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri og Guðmundur Jónsson frá Torfalæk. Sambandið hefir nú starfað í 20 ár. Stjórn þess skipa nú Magnús Friðriksson formaður, og sýslumennirnir Jón Steingrimsson og Þorsteinn Þor- steinsson. FÚ. Ljárskógum 7. maí. FÚ. Frá sýslufundi Dalamanna. Sýslufundur Dalasýslu var hald- inn í Ásgarði 1. til 3. þ. m. Ákveð- ið var lágmark sýsluvegasjóðs- gjalds. Gert var ráð fyrir, að hér- aðsmenn vinni að vegagerð í vor í Vesturlandsvegi, gegn greiðslu í ríkisskuldabréfum. Sýsluma.nni var heimiluö lántaka fyrir sýsluna, til þess að kaupa bréfin af þeim, er ekki geta selt þau. Eignir sýslusjóðs voru við síð- ustu áramót 41809 kr., og skuldir 32454 kr. Áætluð útgjöld þetta ár nema tæplega 13 þús. kr. Hólmavík, 7. maí. FÚ. Nýtt félag sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisfélag var stofnað hér i gær, meö 32 félagsmönnum. For- maður er Karl Magiiússon, héraðs- læknir, Utacfór forsætisráðherra. Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær var Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra meðal farþega á Dettifossi. Hefir Vísir haft tal af honum um árangurinn af för hans og er hann, samkvæmt upplýsing- um frá forsætisráðherra, í stuttu máli þessi: Lán var tekið í Lundúnum til nýju sílaarverksmiðjunnar. Var það tekið fyrir milligöngu. Ham- bros Bank. Lánið er að upphæð- 45000 stpd. eða um 1 milj. kr. Það er tekið til 20 ára með 5% vöxt- um og fullri útborgun. Veröur hægt að byrja á framkvæmdum, Jiegar er nægum undirbúningi er lokið. Þá er forsætisráðherra var kom- inn til Danmerkur lagði hann stjórnarskrána og kosningalögin fyrir konung til staðfestingar. — I Danmörku tók hann nokkur lán með ábyrgð ríkisins, samtals að upphæð kr. 350,000. Eru lánin öll með 5% vöxtum affallalaus. Ennfremur hefir forsætisráð- herra haft nokkur afskifti af lán- % / I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.