Alþýðublaðið - 05.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1928, Blaðsíða 2
2 *tSfe?ÐUBUAÐIÐ Í4LÞÝÐUBLADIÍ j kemur út á hverjum virkum degi. ! Aígreiösla í Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frA kl. 9 árd. t tli kt. 7 siód. J Skritstofa á sama staö opin ki. [ (M 10!-S árd. og'ki.i'8 — 9 síðd. t aianar: 988 (afgreiðslap) og 2394 ► iskrifstotan). [ MUðgi Askriftatverð kr. 1,§0 ii t mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ hver mm. eindálka. [ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | (í sama húsi, simi 1294). [ . k Maimúðaraiálin og Morgunblaðið. Það er að eins eitt orð, er táknað getur fullkomlega síðustu skrif M o r gu nbi ab s p eðann a, — orðið hræsni. Blaðið veður kolsvartan reyk ókvæðisorðanna og slettir til Al- þýðublaðsins hræsniskendum ill- yrðum. Það ber sér á brjóst og grætur n>ú alt í einu yfir eymd mannanma. Nú eru ritstjórarnir alt í einu farnir að brópa fyrir munin Jóns Þorlákssonar: „Komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir." Nú skrifa þeir um ihaldið eins og það sé og hafi alt áf verið hjálparhella fátækra og athvarf smælingjanna í þjóð- félaginu. — 'Nþ rá.ðast þeir gegn Alþýðublaðinu og jafnaöarmönn- um fyrir það, að þeir hafi ekki verið nógu róttækir í mannúðar- kröfum sínum! Nú láta þeir svo sem íhaldinu sé orðið ant um alþýðufræðslu, heilbrigði og rétt- iæti. Mgbl.-ritstjórarnir vila, að það, sem þeir eru nú að skrifa um mannúðarmál, er skrifað af hræsni. Valdagirni Jóns Þorláks- sonar, metorðagirni Ólafs Thors og peningafíkn Magnúsar Guð- mundssonar ýta ritstjórunum út í þetta liræsnisforæði, En þeim þýðir ekki einu silnni að vera að hræsna. Það er sæmd- armeára fyrir þá áð koma til dyr- anna eins og þeir eru klæddir og viðurkenna, að þeir eru og hafa verið andstæðir alþýÖumentun, fjandsamlegir endurskoðun fá- tækralaganna, mótfallnir rýmkun kosningárréttar o. s. frv. Á undanförnum 7 þingum hafa fulltrúar Alþýðuflokksins borið fram frumvörp um að brayta fá- fátæÁralögunum í mannúðlegra horf. Ihaldsmenn hafa í fyrstunni láfið líklega til fyllgis við frum- vörpin, en þegar til kastanna hef- ir komið, hafa allar íhaldskruml- urnar verið réttar upp gegn end- urbótum. Á undanförnum tveimur þing- um hafa jafnaðarmenn borið fram frumvarp um að skyldutryggirig væri lögleidd á fatnaði sjómanna. Irialdið heíir alt staðið gegn því, Hið sjálfsagða frumvarp um að veita 21 árs gömlu fólki kosn- ingarrétt heíir íhal'Jið drepið ein- um rómi. Þar hafa þau , rram- sóknin“ og íhaldið runnið sam- an í eiinn dilk. Pétur Ottesen og fleiri íhalds- menn börðust fyrir því, að fræðslunefndum í héruðum yrði veitt sjálfræði um alia barna- fræðslu. Var meining þeirra með því að skerða alþýðufræðsluna og gera börn sveitanna að ómentuð- um og þægum þrælandi lýð. Það er vitanlegt um Jón Þor- láksson, að hann vann að þvi öllum árum að þrengja kosti fá- tækra manna í sambandi við berklavarnaiögin. Hver var það, er varði Sacgo- og Vanzstti-hneykslið í fyrra sum- ar ? Hver er það, sem alt af hefir ibarist gegn öllum umbótum íá verandi þjóðskipulagi? Hver er það, sem alt af berst gegn því, að kjör hinnar fátæk- ustu stéttar batni? Hver er það, sem með starfsemi sinni varnar því, að húsnæði hér í bænum sé bætt? — Allir vita, að það er Mgbl., í- haldsstjórnin og Ihaldsflokkurinn, sem eru sek um þetta og ótal aðrar syndir. Og yfirklór ritstjóra Mgbl. gerir að eins ilt verra, því að svo illar sem rangsleitnin og harðúðin eru, þegar þær koma til dyranna í sinni réttu mynd. þá eru þær þó enn þá verri, þeg- ar þær draga yfir sig skinhelg- isskikkjuna. Nýjasta bók G. Bern. Shaw. I hvert sinn, sem von er á nýrri bók eftir stórskáldið brezka, George Bemard Shaw, bíða allir bókmentavinir með eftirvæntingu og óþreyju. Þeir vita að í hverri bók Shaws er að finna frumleg- ar og stórsnjallar hugsanir, bundnar formi snilli og orðkyng- is. Nú hefir hinn aldni skáldjöfur gefið út nýja bók, .sem þegar hefir vakið mikla athygli. Heitir hún „Leiðarvísir um jafnaðar- stefnu og auðvald, fyrir gáfaðar konur“ (The Inteliegent Woman’s Guide to Socialism and Capir talism). Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Shaw er ákveðinn jafnaðarmaður. I flestum skáld- ritum hans verður vart þeirrar skoðunar. Að eins hefir sumum þótt það óvíst, hvort hann hallað- ist frekar að skyndibyltingarað- ferð eða byltingarþróun lýðræð- isins. En þó að það sé víst, að Shaw fylgir ákveðinn síðar- nefndu leiðinni, þá héfir hann samt ekki hikað við að verja af miklum móði og 'andríki braut- ryðjendur skyndibyltingarstefin- unnar, eins og t. d. Lenin, þegar á þá hefir verið ráðist af fávís- um og illkvittnum oddborgurum. Shaw hefir áður skrifað nokkur smárit um jafnaðarstafnuna, öða einstaka þætti hennar, og eru sum þeirra, að viturra manna dómi, með því albezta, sem uim stefnuna hefir veriö ritað, og hafa unnið henni mikið fylgi meðal skyin- samra manna og hugsandi. .En í þessari bók sinnii gerir Shaw skýra grein fyrir því, hvers vegna hann sé jafnaðarmaður qg hvaða erindi jafnaðarstefnan eigi í mannheim. Bók þessi hin nýja mun lítt hafa komið hingað til lands enn þá, en í brezkum blöðum er |m5ikið um h’ana rætt og skýrt frá efni -hennar og anda. Munu rit- dómar flestir á eina lund, hverja skoðun sem höfundar þeirra ann- ars hajfa á stjórnmálum, segja, að bókin sé rituð af snilli og anda- gift.- Fer hér á 'eftir lauslegur útdráttur úr ummælum eins af merkustu biöðum Bretlands um bók þessa: í bók sinni gefur Shaw skýr svör og ákveðin við því, hvers vegna hann sé jafnaðarmaður og hvers vegna allar skynsamar konur og menn eigi að vera jafnabarmemn. Svar Shaw má tákna með einu orði, — með orðinu jafnréUf. Hann er jafnaðarmaður vegna þess, að hann álítur að misrétt- ið sé þjóðarböl, og að jafnréttið eigi að setja pfar öllu í fjárhags- legum og andlegum efnum. Á meðan að einstakir menn eða stéttir eru misrétti beittir, sé illa séð fyrir heill þjóðféiagsins. Þjóðfélagshagsmunum er illa far- ið í ríkjandi þjóðskipulagi, sér- staklega vegna þess, Bð misrétti í fjárhagsefnum skiftir þjóðunum í ólíkar stéttir, er veitir annari stéttinni mörg og mikil hagræði og fríðindi, en útilokar um leið hina stéttina frá gæðum og göfgi lífsins. Þessl stéttaskifting leiðir af sér margs konar böl. Hún hefir í för með sér heimilisógæfu og hjónabandshneyksli. Stéttagrein- ingin meinar níu af hverjum tiu börnum tækifæra til andlegs þroska og fullkomnunar og eyðw neggur afl og efni hinnar upprenn- andi kynslóðar. Stéttamismunurinn eyðileggur orku og andlegt atgjörfi og meinar mannkyninu að framleiða nægilegt af nauðsynjavörum, ▼egna þess að fjölda fólks er varnað þess sökum féleysis að geta veitt sér þær vörur og þau gæði, sem nauðsynleg mega telj- ast hverjum manni. Misréttið í lífskjörum mannanna og fjárhags- legri afkomu þeirra er undirrót þjóðfélagshörmunganna. Shaw ræðst ákveðinn og ó- trauður gegn öllu misrétli, og heldur þvi ákveðið fram, að tii- lögur manna um það, að ákveða tekjur eftir hælileikum og alorku séu einskis nýtar. Pað er ekki hægt áð vega hæfi- leikána á vogarskál. í hinu marg- þætta og fjölgreinda atvinnulífi er eigi unt að segja hve mikið hver og einn lgggur. af mörkum af atorku og afli. Ef komist er að þeirri niður- stöðu, að núverandi greining auðæfanna og teknanna sé órétt- lát, er ekki hægt að ræða um aðrar umbætur en jafnrétti í fjár- hagsmálefnum. Og jafnréttið hef- ir þann störfelda kost í för með sér, að þáð afnemur stétlagrein- inguna og gerir þjóðfélagið að samstarfsheild jafn rétthárra ein- stáklinga. Shaw sér skipulag jafnaðar- stefnunnar í fjarska. Hann vOl láta það náigast jafnt og þétt, stig af stigi, knúið fram af þing- ræðisvaldi verkalýðsins og á frið- samlegan hátt — nsma því að eins, að auðvaldssinnar verji hiin ranglátu forréttindi s:n með valdi, þá verði einnig að brjóta þá möt- spyrnu á bak aftur með valdi. I bók sinni ræöir Shaw mikið um fjárhagsmáléfni og kemur þar skýrt í ljós hin mikla aðdáun hans á Karl Marx og kenningum hans. Hver setning er þar annari snjaílari, vizka vafin í orðsnild og andríki. Bókin er all-löng, útgáfan vönd- u(ð og dýr. Sennilega verður skamt að bíða annarar útgáfu, er verður þá ódýrari. Bókin kostar 15 enska skildinga og myndi því vera seld hér í bókhlöðum á 18 krónur. Vonandi verður hún höfð hér á boðstólum bráðlega. Munu þá þeir, sem ensku lesa og þekkja til orðsnildar Shaw og rithæfi- leika, keppast um að kaupa bók- ina. St J. St. Meðferðin á íslenzk- um málurum. Sýningarhneykslið. Skrif danskra miðlungsmanna- I. Islenzk málaralist er ung, en samt hefir það sýnt sig, að all- márgir Islendingar cru gæddir góðum málarahæfileikum. Fyrir þessa menn hefir ekki mikið ver- ið gert. Þeir hafa ekki einu sinni fehgið að mála altaristöflur í is- lenzkar kirkjur. Flestar þeirra hafa verið sóttar tií Danmerkur, danskir miðlungsmenn látnir mála þær. Það mun hafa glatt marga, er það fréttist, að halda ætti sýningu á íslenzkum málverkum erle-ndis. Þó þótti sumum það allviðsjár-: vert, að erlendur, óvalinn blaöa- maður sæi um sýninguna. En mörgum mun hafa fundist það nokkur trygging, að Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður fór til Danmerkur og skyldi vera þar eins konar fulltrúi íslenzkrar menningar. ’ Þegar til Danmerkur kemur, segir þ©ssi fulltrúi íslenzkrar menningar, að íslenzkum málur- um sé stór ánægja að þVí, að danskir menn velji úr myndum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.