Vísir


Vísir - 03.07.1934, Qupperneq 4

Vísir - 03.07.1934, Qupperneq 4
VISIR Hátemplar Oacar Olsson kemur hingaÖ frá Akureyri á föstudagskveldið 6. þ. m. Laugar- daginn 7. júní flytur hann erindi í Norræna félaginu urn skáldskap Strindbergs. Sunnudaginn 8. júlí flytur hann erindi á Ungmenna- samkomu að Húsatóftunr á Skeið- um, um bindindisstarfsemi og fræðslumál. Mánudag og þriðjudag g. og 10. júlí ferðast hann um Suð- urlancísundirlendið og skoðar merka sögustaði. — Miðvikudag 11. júlí verður námskeið fyrir templara og aðra kl. 2 e. h., og að kvöldi sarna dags mun hann nræta á almennum templarafundi. Fimtudaginn 12. júli verður námskeið fyrir templ- ara og aðra kl. 2 e. h. í Templara- húsinu. Að kvöldi sama dags flyt- ur Hátemplar erindi i útvarpið. E.s. Nova fór héðan í gærkveldi. E.s. Suðurland fór til Breiðafjarðar í gær. E.s. Þór fór til Borgarness i morgun, i stað Suðurlands. Prestafélagsfundur stendur nú yfir á Þingvöllum og mun honum verða lokið í dag. Flest- ir prestanna, sem voru hér á presta- stefnunni, er lauk síðastl. laugar- dag, taka þátt í fundinum. Gullverð íslenskrar krónu er nú 50.21, miðað við frakkneskan franka. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Lauga- vegi 17. Sími 4348. — Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og lýfjabúðinni Iðunni. Ferðafélag fslands. Næsta skemtiferð jiess er ráð- gerð á Heklu, ef veður og skygni leyfir, næstkoinandi laugardag. Verðtir farið úr Reykjavík kl, 4 síðdegis á laugardag austur að Galtalæk á Landi, og gist þar um nóttina, hflklið éífam snemma morguns, eða jafnvel upp úr mið- nættinu, ef skygni verður, ríðandi í Hestarétt og gengið þaðan. Sjálí fjallgangan er ekki nema mjög stuttur spölur. — í bakaleiðinni verðttr kotnið við i Hraunteigi og staðnæmst þar í skóginum við Rangá, ef veður verður gott. Þátt- takendur verða, vegna hestaútveg- unarinnar, að gefa sig fram á föstudag fyrir kl. 5, á afgreiðslu Fálkans. — Laugardaginn 14. júli verður lagt upp í aðálferð Ferða- félagsins á þessu sumri, austur í Vestur-Skaftafellssýslu og Fjalla- baksveg til baka. Verður farið á bifreiðum að Vík í Mýrdal, en jiað- an austan Múlakvíslar um Skaftár- tungu og Síðu, austur að Fossnúp. Eru tveir dagar ætlaðir til ferðar- innar í bygðurn austan Mýrdals- sands, alt i bifreiðum. Síðan verður farið úr Skaftártungu ríðandi vest- ur Fjallabaksveg — eða Land- mannaleið —■, og tveir dagar ætl- aðir til ferðarinnar vestur í Land- mannahelli, enda er svo ráð fyrir gert, að ferðafólkið geti haft tíma til að skoða alt jiað, sem næst er leiðinni, og enn fremur farið inn Jökulgil, undir Torfajökli norðan- verðum. Verður farið ríðandi alla leið vestur í Landmannahelli, en jiaðan á bílum til Reykjavíkur. k— Ferðin tekur alls 6 daga og er Jiá gert ráð fyrir einum yfirlegudegi, ef veður verður óhagstættt á ein- hverjum þeim kafla leiðarinnar, er leitt jiykir að íara hjá, án útsýnis. — Ágæt lýsing Fjallabaksvegar er i síðustu árbók Ferðafélagsins. z. Gengið í dag. Sterlingspund......kr. 22.15 Dollar ............... — 4.40 100 ríkismörk.......— 167.61 — frakkn. frankar — 29.12 — belgur ...........— 102.59 — svissn. frankar . — 143.04 — lírur......... — 38.25 — mörk finsk .... — 9.93 — pesetar ..........— 60.92 — gyllini ..........— 298.33 — tékkósl. kr.....— 18.58 — sænskar kr......— 114.31 — norskar kr......— 111.44 — danskar kr. ... — 100.00 Happdrættio. Menn eru ámintir um að end- urnýja liappdrættismiða. Drátt- ur frem fram 10. júlí. Útvarpið í kvöld. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðnr- fregnir. 19,25 Grammófóntón- leikar. 19,50 Tónleikar. 20,00 Klnkkusláttnr. Fréttir. 20,30 Erindi: Kristnin og píslarvott- arnir (Valdimar V. Snævarr, skólastjóri). 21,00 Tónleikar. Ú t váppsfpé tti p. Endurskipulagning Þýsku lögreglunnar. Berlín, í morgun. — FÚ. Hitler liefir veitt yfirforingja lögreglnmiar í Prússlandi fnlt vald til þess að skipa nýja menn í stöður innan lögreglunnar, og gera allar þær umbætur á lög- regluliðinu, sem þurfa þykir vegna Röhm-uppreistarinnar. Gildir þetta umboð þangað til j stjórnin befir látið fara fram al- , menna endurskipulagningu. Sprengjutilræði í Austurríki. Berlín, í morgun. — FÚ. Það hefir fyrst frétst í morg- un, að í fyrrinótt um hálfþrjú- leytið var framið sprengitilræði í geymslusölum Ravag, austur- ríska rikisútvarpsins í Vín. — Sprengingin gerði mjög mikið tjón, og jók það álirif hennar, að þarna var geymt mikið af glergeymnm með ammoniaki, sem sprnngn einnig, Útvarps- stjórnin hefir Iiljótt um þetta mál, en það hefir þó frétst, að allmikið tjón hafi einnig orðið á útvarpssölnnnm sjálfum. P FÆÐI | Gestir, sem dveljið í hænum, lengri eða skemri tima, hringið í sima 4854. Gisting og fæði alt á sama stað. (61 Brynjólfur Þorláksson er fluttur á Eiríksgötu 15. — Sími 2675. ' . (615 Stálpað barn getur komist í sumardvöl í sveit nú þegar. — Uppl. Ingólfsstræti 21 B, neðstu hæð. (47 fT^AÐ^FUNDF^^ Brúnn kven-skinnhanski tap- aðist frá Bjarkargötu um Tjarn- argötu að Túngötu. Óskast skil- að á afgr. Vísis. (59 Kvenarmhandsúr tapaðist í gær (mánudag). Skilist á Bjarnarstíg 12, gegn fundar- launum. (80 Budda, með rennilás, tapaðist 28. júni í austurbænum. Skilist á afgr. Vísis. (77 Peningar (kr. 35.00) í lokuðu umslagi töpuðust í gær á götum bæjarins. Finnandi góðfúslega beðinn að skila þeim á afgr. Vísis. (75 Lítill grænn selskabs-páfa- gauknr liefir tapast. Guðjón Jónsson, hryti, Óðinsgötu 10. (71 Merktur einbaugur fundinn. Vitjist á Bergstaðastr. 63, niðri. (65 P HÚSNÆÐI . . Gott, ódýrt herbergi til leigu um óákveðinn tíma. Signringi, Sóleyjargötu 15. (73 Herbergi til leigu fyrir ein- hleypa á Lokastíg 25. (52 ÍBÚÐ, 4 lierbergi og eldhús með öllum þægindum óskast frá 1. ágúst. Uppl. í síma 3529. (45 Vegna burtfarar er til leigu strax góð íhúð, 2 herh. og eld- hús. Uppl. Bergs'taðastræli 66. Sími 2749. (44 Maður í fastri atvinnu óskar eftir íbúð, 3—4 herh. með þæg- indum, strax eða 1. okt. Uppl. í síma 2088. (43 3 herbergi og eldhús óskast fyrsta október í austnrhænum, mætti vera góður kjallari. A. v. á. (72 Kaupakona óskast vestur í Dalasýslu. Hátt kaup. — Uppl. á Bjarnarstíg 12 eða í síma 2538. _________________________ (79 Kaupakona óskast * upp í Borgarfjörð. Uppl. á Frakka- stíg 10. (74 Kaupamaður, duglegur getur fengið vinnu við heyskap. Gott kaup. Uppl. afgr, Álafoss. (69 Kaupakonu og kaupamann vantar upp í Borgarfjörð. Uppl. á Smiðjustíg 4, eftir kl. 8 í kvöld. (68 Stúlka óskast í kaupavinnu norður í land. Uppl. á Njálsgötu 8 B. Sími 2892. ■ ' (66 Ógiftur bóndi óskar eftir kanpakönu. Uppl. á Óðinsgötu 14 B. Sími 2116. (63 Kaupakona ' óskast. Gott kaup. Uppl. Grundarstíg 2. Hornhúsið. (60 Góð íbúð 2 stofur og eldhús til leigu nú jiegar. Uppl. i síma 3521. (62 Mann í fastri stöðu vantar 2 herh. og eldhús frá 1. okt. Uppl. í síma 1249 frá 6—7. (82 P VINNA I Ráðskona óskast. Uppl. gefur Herdís Símonardóttir, Vega- mótastíg 7. (57 Stúlka óskast. Uppl. Bjarnar- st. 11, nppi. (56 1—2 kaupakonur óskast á gott heimili í Borgarfirði. Uppl. Framnesv. 11. (83 Kaupamann vantar síra Björn O. Björnsson, Brjánslæk. Þarf helst að fara með Dettifossi. — Uppl. í síma 3742. (81 ff KAUPSKAPUI?,IU."I Tjöld. Hefi til sölu nokkur góð ferðamannatjöld. Kr. Jón; Guð- mundsson, Barónsstíg 11,. (58. Kaupakona óskast á gott sveitaheimili. Uppl. á Smiðju- stíg 9. (55 Rösk unglingsstúlka óskast í létta yist á sypifgheimili nálægt Reykjavík. Uppi, á Jþildursgiitu 32. ' (54 2 vanar kaupakonur vantar austur á Skeið. Þurrar engjar. Uppl. á Langavegi' 51, eftir kl. 6 annað kveld. (51 Ráðskona og kaupakona ósk- ast. Uppl. Framnesvegi 11, eftir kl. 7. (50 Kaupakona óskast að Stórholti í Dalasýslu. Hátt kaup. Uppl. Frakkastíg 23. (48 Aldraður maður eða nngling- ur óskast í sveit. Uppl. Garða- stræti 21, kl. 8. (46 Einn eða tvo smiði vantar nokkurn tíma. Uppl. Framnes- veg 11, eftir kl. 7 í kvöld. (76 Falleg stólkerra lil sölu. Ránarg. 22, miðhæð. (53, Vandað, ódýrt, svart fataefni. til söln. Ránargötu 7 A, niðri. Upph. fgl. 7—8. (49 Notaður barnavagn til sölú á Bráyallagötu; 22.. (42 Af sérstökum ástæðum verða eftirtaldir mnnir seldir fyrir mjög litið verð: Skrifborð, rit- vél, stofuborð og fl. Lindargötu 38, kl. 7—8 síðd. ' (78 Eldavél notuð óskast. A. v. á. „ , , . (70; Notaður barnávagn til söíu’ mjög ódýrt. Uppl. á Blómvallá" götn 11. (67; Barnavagn til sölu á Hall- veigarstíg 10. (64 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. MUNAÐARLEYSINGI. að yður væri leyfilcgt, að hafa að engu fornar venj- ur og viðurkendar, til þess að geta öðlast frið og þolanlega ævi?“ Hann þagnaði og heið eftir svari mínu. En hverju álii eg að svara? — Hver mundi rétta mér hjálpar- hönd og leggja réttasta og skynsamlegasta svarið á tungu mina? — Eg sá að eg gæti ekki átt von á neinni hjálp. — Enginn hafði heyrt ræðu lierra Roehesters, nema fuglarnir á greinum trjánna. Þeir sungu nm vor og ástir, en eg skildi ekki ljóðin þeirra. Og hvernig gat eg vænst þess, að þeir skildu kveinstafi mannanna barna? Herra Rocliester endnrtók spurningu sína: „Hef- ir þessi villuráfandi og stórgallaði maður nokknrn réll til þess, að varpa fyrir horð gömlum skoðunum, sem honnm liafa verið innrættar í æsku? Hefir þessi alls vesali maður, sem nú Jnúir hvíld og frið, leyfi lil þess, að hindast þeirri manneskju, sem hann hef- ir mætur á, án þess að losa sig áður úr öllum hönd- um, sem á honum hvila — böndum, sem bæði heilög kirkja, horgaralegur réttnr og almenningsálitið telja órjúfanleg? — Hefir hann leyfi til þess, að hrjóta hlekkina og leila hamingjunnar þar sem liana er að finna?“ „Hvíldarþrá iiins þreytta ferðalangs og iðrun mik- illa synda, sem hann hefir drýgt, verður aldrei ann- að en einkaeign hans,“ sagði eg með liægð. „Hver og einn verðnr lengst með sálfum sér að fara. Menn gela ekki lagt eigin byrðar á herðar ókunnngra manna eða kvenna. — Kynslóðir koma og fara. Hver liefir sínar þrár, óskir, sigra, ósigra, syndir og von- brigði. Svo er og um einstaklingana. Allir villast meira og minna, vitringar jafnl sem aðrir. Jafnvel kristnir menn fara villir vegar. En öllum er það sam- eiginlegt, að hinn sanna frið, hina sönnu hvíld og einu eftirsóknarverðu fyrirgefninguna öðlast þeir einungis hjá liinum eilífu máttarvöldum.“ „Látum svo vera. Eittlivað kann að vera til í jiessu. — Það er guð sjálfur, sem gerir furðuverkin. En stundum leiðir hann saman tvær mannverur, heinlínis í því skyni, að önnur líkni hinni og verði henni til hjargar.------Eg játa hreinskilnislega, að eg hefi farið villur vegar — verið léttúðugur, hugsað um glys veraldarihnar — ráfað eirðarlaus um hina fögru, yndislegu jörð. En nú er tími sinnaskiflanna yfir mér. Eg þrái hvild og frið og lækningu. Eg er sannfærður um, að guð hefir litið lil mín í náð sinni og sent mér þann eina lælcni, sem--------“ Hann þagnaði skyndilega. Fuglarnir sungu í trján- um og hægur andvari fór yfir landið. Mig furðaði á því, að þeir skyldu ekki fagna og bíða í kyrð og ró eftir játningunni, sem eg hjóst við á hverri stundu..... En þeir Iiefði- orðið að bíða lengi, ])ví að herra Ro- ehester sat þögull og kyr langa-lengi, að því er mér fanst. — ? Eg fór að ókyrrast í sæti mínu við hlið háns, og innan litils tima leit eg upp. Hann horfði á mig al- varlegur í bragði, og eg þóttist vita, að liann mundi hafa horft á mig lengi. Loksins tók hann til máls og röddin var hörð og ekki laus við beiskju eða sárs- auka: „Kæra, lilla vinstúlka inín. — Þér hafið fráleitt komist hjá-að veita því athygli, að mér muni lítast allvel á ungfrú Ingram. Haldið Jiér nú ekki, að hún mundi gcta komið mér til manns á nýjan leik, ef eg kvongaðist henni?“ Hann stóð upp, gekk tvö eða |)rjú skref og bætti svo við: „Jane Eyre! — Þér eruð náfölar af vökum og þreytu. — Biðjið mér ekki óhæna sakir jiess, að eg hefi haldið fyrir yður vöku í alla nótt? „Nei, lierra Rocliester. Þér getið treyst því, að eg muni ekki hiðja yður óhæna.“ „Viljið þér þá gefa mér hönd vðar því til staðfest- ingar?“ Eg rétti honum liönd mina.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.