Alþýðublaðið - 05.07.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1928, Blaðsíða 4
4 aLÞtfÐUBBABIB Síldveiðar. Vélskiplð Faxi veiddi í nótt 100 tunnur af síld í Norðfjarðárflóa. Nokkur síldarafli í lagnet. Þorskafli tregur undanfarið vegna ógæfta og beituleysis. Norðanátt ríkjandi Köld veðrátta. Stórrign- ing 2 sólarhringa fyrir helgina. Þjórsártúni, FB., 5. júlí. Árferði. 1 gær rigndi austur á Rangár- vöilum og þar austar, en ekki hér í kring. Ekki komið dropi úr lofti hér, að heitið geti, í langa tíð, og grasvexti lítið sem ekkert farið fram. Sláttur ekki byrjaður hér nærlendis, einstöku tún slæg, en flest illa sprottin. Harðbaja- tún afleit. Horfur um grasvöxt pví afarslæmar. — Á HeHisheiði kom ijcrapdemba í gær. — Sketðaáveit- an langt of vatmslítil í ár. VJmdagiimog vegiim. Alpýðubókasafnið verður lokað allan þennan mán- luð. Allir þeir, sem hafa fengið bækur að láni í safninu og eiga eftir að skila þeim, eru ámintir Mm að gera það nú þegar; annars verða bækurnar sóttar heim á kostnað lánþega. Vörubilasíöð íslantís . i auglýsir í blaðinu í dag skemti- jferðir í sumar austur um sveitir. Verða fargjöld lág, og ætti fólk, ;sem hefir litlu úr að spila, að athuga þetta. Hestar verða út- vegaðir þeim, sem þess óska, og þeim, sem fara til Gullfoss, Geys- is eða Hvítárvatns, verður séð fyrir gistingu í íþróttaskála Sig- urðar Greipssonar. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5. Meðal annars er Sogsvirkjunin þar til umræðu. Sogsvirkjunin. Á fundi rafmagnsstjórnar 29. júní var samþykt svohljóðandi á- lyktun: Rafmagnsstjórnin leggur til við bæjarstjórnina, að hún feli henni að láta nú þegar fram- kvæma þau1 mælingar og athug- anir, sem nauðsynlegar eru til þess, að gerð verði á næsta vetri fullnaðaráætlun um virkjun Sogs- ins á þann ,hátt, sem hagkvænxast verður fynir Reykjavík, að' leitast við að fá í tæka tíð ákveðin ,tii- boð um kaup á vatnsréttindum í Soginu til þeirrar virkjunar, að leitast nú þegar fyrir um alt að 3 millj. króna láni tiil að byggja fyrir nýja raforkustöð og auka taugakerfi rafmagnsveitunnar í bænum. Enn fremur leggur raf- magnsstjórn til, að henni verði falíið að láta gera .áætlun um fullnaðarvirkjun EMiðaánna og að flýta sem unt er borun fyrir jarðhita. Svo langt hafa þá jafn- aðarmenn ekið íhaldinu í þessu naúðsynjamáli. Jafnvel Knútur skrifar undir. Sumir danza nauð- ugir, íen danza þó. Veðrið. Hiti 6—14 stig. Alls staðar hægviðri. Lægð suður af Fær- eyjum á austurleið. Horfur: Norð- austan átt. Þurt veður. „íslands Falk“ ikom hingað í gær. Er hann á I'eið til Grænlands. Hjónaefni. Opinberað hafa trúiofun sína ungfrú Jónína Pálsdóttir frá Arn- hólsstöðum í Skriðdal og Ásgeir Einarsson, Laugavegi 44. Skemtiskip. Enskt skemtiskip, er „Carinthia" heitir, kom hingað í morgun með 403 nmeríska farþega. Skipið fer héðan eftir tvo daga til Akur- eyrar, stendur þar við einri dag og fer því næst áleiðis til Ham- merfest í Norður-Noregi. Skip þetta kom hingað einnig í fyrra sumar. Afgreiðslu skipsins hér annast umboðsmenn Benetts ferðafélagsins, ferðafélagið Hekla. „Alexandrina drotning“ fór í gærkveldi til útlanda. „Goðafoss“ fer héðan í kvöld. Hitt og þetta. Tók peningaría mert sér í gröf- in t. Nýlega dó í Frakklandi öldung- ur einn, er allir höfðu talið geysi- ríkan. En svo fór, að eftir hamr fanst engin erfðaskrá, og ekkert fé fanst í húsi hans. Var þá leitað úti í garðinum, en alt varð á- rangurslaust. Loks datt mönnum í hug, að hann kynni að hafa tekið fjársjóði sína með sér í á'rtrftna. Hann hafði sem sé kraf- ist þess rétt fyrir andlátið, að hann yrði grafinm í líkkistu, er hann um mörg ár hafði haft í húsi sínu. Var hann nú grafinn upp, og iundust í leynihólfi undir kistubotninum hvorki meira né minna en 11/2 millj. franka. Seldi konu sína fyrir 3000 krónur. Bómdi einn, Dobri Wimoroff i þorpinu Goren Tschiflik í Búi- gariu, átti forkunnar fagra komu. Nábúi hans heitir George Mirt- A refilssticfnm, ásaint fleiri sögubókum, fást með niðursettu verði á Frakkastíg 24. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oít til taks. Helgi Sveinsson; Kirkjustr.10. Heima 11—12og5—7 Otsala á brauðum og kökura frá Alþýðubrauðgerðinni er á Vesturgötu 50. Iteiðföt til sölu. Verð 18 kr, Upplýsingar á Spítalastíg 7, niðri eftir kl. 8. Öil smávara til saamaskap- ar frá því smæsta til hins stærsta, alt á einum stað. Siuðm, S3. Vihar, Laugav. 21. schoff, og er hann maður auð- ugur, George leizt mjög vel á konu Dobris, og vildi gjarnan komast í náin kynni við hama. Nú hafðii hann keypt 1200 króna víxil af Dobri, en Dobri gat ekki borgað. Bauð þá George honiunx að gefa honum upp skuldina og greiða honum 1.800 krónur að auki, en svo átti George aö fá konuna. Varð þetta að sammimg- um, og konan flutti til George. . . . En nú hefiir lögreglan kom- ist að samningum þessum, og bæðii Dobri og George 'sitja í „steininum". Ritstjóri og ábyrgðarmaðxu Haraldur Guðmundjson. Alþýðuprentsmiðjan. William le Queux: Njósnarinn mikli. mina eigin heimsku í sambandi við þetta. Mitt hefði átt að vera vitið meira. Hvers vegna hafði ég hætt mér inn í Rúss'land, sem var verra en að ana út í opinn dauðann — í þetta sinn? Þessu gat ég ekki svarað. Clare Stanway var að því, er viirtist, bú- in að svíkja mig. Það var alt og sumt, og svo varð ég að sitja með þá tilhugsun lað dragast upp af kvölum og skorti í ill- iræmdu fangelsi. Auðvitað var brezka sendiherranunx í Sankti Pétursborg fyrir löngu orðið það kunnugt, hve hrapallega slysalega þessi njósnarferð mín 0g æfiintýri endaði, hve illa ivar nú komið högum mínum og hve ægi- leg og hryllileg örilög biðu mín. Enn fremur ihafði Clinton lávarður óefað verið látinn Vita um, hvernig nú var ástatt fyrir mér. En engimn þorði, —- enginn mátti lyfta hendi' sinni mér til bjargar. Ég var pólitískur njósnari. Þess vegna var ég án allrar laga- verndar. Ég var með öllu réttlaus. Þess vegna gat ég engra hlunninda, aðstoðar eða verndar notið. 1 En ég þurfti ekki að vera lengi í óvissu nm það, hvar ég ætti að eyða óvistlegum æfidögum, því að kvöldið eftir að ég var dæmdur var mér fleygt eins og einhverju hrúgald.i inn í luktan vagn og ekið af stað út úr borg.inni fjörutíu mílur, uxxz viö konir um til Ladoga-vatnsins. Eftir sex klukku- tíma akstur var numið staðar. Ég hafði verið í fjötrum á leiðinni, og nú var mér ómjúklega kastað út í bát og ró,ið með mig út í eyjarvígið, SchlQsselburg, en við þetta nafn er bundið alt það, sem hræðilegast er á öllu Rússlandi. Ait í kring um eyna flutu í ákveðinni fjarlægð dufl við akkeri, og vaið- mennirnir höfðu þær fyrirskipanir að dauð- skjóta e,inn og sérhvern, sem dirfðist að nálgast þetta afmarkaða duflasvæði, — riema landstjórann og varalandstjórann og hina þrjá yfirforingja, sem fyrr er getið. Um leyndarmál þessarar lifanda-grafar njósnara og stjórnleysingja og alls ko>nar stjórnar- andstæöinga og frelsissinna — hér ægði öllu saman —, gat því enginn vitað. Við vatnshlið á hinum geysiháa múr, er var alt í kring um vígið, var nú aftur numið staðar, og tóku verðir eða gæzlumenn fangelsisins þar við mér umsvifalaust og án þess að skifzt væri á nokkrum orðum. Varðmenn- irnir, Kósakkar, er gætt höfðu mín fjötraðs, eins og ég var á leiðinni, hurfu nú þegar til baka og’ réru til iands sem fljótast þeir máttu. Nú var ég þá kominn í versta píslar- helvíti Rússlands, — versta píningarstað Evrópu. í Sankti Péturs- og Páls-fangelsisvíginu hafði ég haft svolitla ljósskímu og örlítið af fersku lofti. En hér var mér neitað um hvort tveggja. I Schlusselburg þektist ekk- ert nema kolsvarta myrkur, loftþrengsli og ódaunn. Fýlan og stækjan voru afskaplegar. Á leiðinni til klefa míns, sem var langt niðri í jörðinni, gegnum ótal dyr og eítir ótal göngum og rarighölum með óteljandi krókum, sá ég meðal annars mannræfil þíta í stálgrindurnar, er umgirtu hann. Hann böivaði og ragnaði og rak upp voðalega tryllingsleg neyðaróp. Meðferðin í Schlussöl- burg-fangelsinu hafði gert haxxn vitstola. Því- líkt myrkravíti! Ég var skilinn eftir í kolsvarta myrkri. Sterkum slagbröndum úr stáli var skotið fyrir hurðina að utanverðu. Rottur og mýs tóku þegar að stíga danz í kring um mig í stórum hópum. Næstum hvar sem ég sté, hrökklaðist rotta eða mús undan fótum mér. Veggjah'itvargur fór að skríða upp fætur mína og bíta mig til blóðs, og brátt varð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.