Vísir


Vísir - 23.07.1934, Qupperneq 2

Vísir - 23.07.1934, Qupperneq 2
VISIR Grierson lagfti af stað frá London- derry áleiðis hingað kl. 7.40 í morgun London, 23. júlí. FB. Grierson lag'öi af staS frá Lonclonderry kl. 7,40 í niorgun og bjóst viö aö fljúga til Reykjavík- ur án viðkomu á leiðinni. Ný gerð farjiegaflagvéla, sem vekur mikla eftirtekt. Kansas City, 23. júlí. FB. AS undanförnu hafa verið gerð- ar hér tih'aunir með nýja farþega- flugvél, sem smíðuð var að fyrir- sögn Ben. O. Howard's, sem er einn af flugvélafræðingum United Air Lines. Var flugvélin smíðuð í American Eagle Craft verksmiðj- unum og er útbúin með 420 ha. Wasphreyfli. — í reynsluflugferð- um hefir náðst 250 enskra mílna hraði í flugvél þessari og búist er við, með nokkurum endurbótum að hægt verði að auka hraðann, svo að hann verði 300 rnílur ensk- ar á klst., 0g er það talin feikna mikil framför á sviði flugulistarinn- ar, ef innan skamms verður farið að nota flúgvélar, sem ná þeim hraða. (United Press). Sprengitilræði á járnbrautarstöð- inni í Salzburg. Berlín 21. júlí. FÚ. í Salzburg í Austurríki fanst í nótt sprengja á aðal járnbrautar- stöð borgarinnar, sem augsýnilega hafði verið komið fyrir í þvi skyni, aÖ sprengja hluta af byggingunni í loft upp. Um klukkan 5 í nótt voru tveir.menn teknir fastir í Wien, grunaðir um að standa í sambandi við þetta sprengjutilræði, en máliS var ekki að fullu upplýst, er síðast fréttist. London, 21. júlí. FÚ. Landskjálftahræringar. Landskjálftamælarnir i Englandi sýndu í morgun hræringar, sem álitið er að munu hafa átt upp- tök sín í Salomonseyjum í Suður- höfum. Þaðan hefir nú frétst, að enginn mannskaði hafi orðið í jarð- skjálftunum á fimtudaginn, en byggingar skemdust. London, 21. júlí. FÚ. Italbo sæmdur heiðurspeningi úr gulli. Alþjóðasamband flugmanna (In- ernational Aeronautic Federation) hefir sæmt Balbo herforingja sér- stökum heiðurspeningi úr gulli, í viðurkenningarskyni fyrir afrek hans, er hann flaug með flugsveit sína í fyrra um ísland til Ameríku. Kvittun. Guðniundur Davíðsson, liinn svokallaði umsjónarmaður Þingvalla, virðist í meira lagi illa haldinn um þessar mundir. Hann liefir alt á hornum sér, greyið að tarna, og liggur nærri að ætla, að hann sé ekki alls- kostar með sjálfum sér. Meðal annars er svo að sjá, sem hanri sé þrútinn af liatri til rilstjóra þessa blaðs og vilji kenna honum um ýmislegt ang- ur og mæðu, sem hann hafi orð- ið fyrir í „embættisrekstri“ sín- um. — En það er mesti mis- skilningur, að Visir liafi verið vondur við G. D. Hann hefir þvert á móti tekið mjög vægi- lega á „umsjónarmanninum", þá sjaldan hann hefir virt hann þess, að minnast á hann. G. D. er nú bersýnilega orð- inn logandi hræddur um það, að hann verði að hröklast frá Þingvöllum, áður en langt um líður. Og hann hefir farið að ímynda sér, að ritstjóri Vísis kynni að eiga einhvern þátt í þvi. — Og liann Iiefir — í vonsku sinni og vandræðum — tekið þann kostinn, að fara að hnoða saman skammagrein um rit- stjóra blaðsins og fleiri mönn. Hann hefir sennilega vonað, auminginn, að í því kynni að vera einhverskonar svölun. — Hann hefir að líkindum ver- ið eittlivað þriggja vikna tíma að sækja i sig veðrið og fást við ritsmíðina. Og nú hefir hánn fengið hana birta í AI- þýðublaðinu. Er þess að vænta, að honum Iiægist nú ofurlítið, er hann hef- ir rutt þessu af sér. En illa ber hann sig og ómannlega, og er það rétt að vonum um þvílíkan mann. Seg- ist verða íyrir stöðugu aðkasti og ertingúm i „embættinu“, en einatt beri þó mest á litilsvirð- ingu fólksins, er Vísir bafi látið „umsjónarmannsins“ gelið fyrir skömmu. — Þá verði óguðleg- heit Þingvallagesla svo mikil, að engu tali taki. Honum verður margt lil ang- urs, Guðmundi þessum, en fált hefir þó komið svo við hjarta- taugar hans, sem tilhugsunin um það, að nú verði líklega farið „að troða presti inn á frið- lýst land“. — Það finst honum hörmulegast af ölluogóbærileg- ast! Er sá harmagrátur mjög i samræmi við fyrri skrif þeirra kumpána, „prestahataranna“, um það, hvílíkt hneyksli það sé, að setja vígðan kennimann á staðinn, því að hann sé’vís til þess, að éta allan Þingvallaskóg upp til agna!! Vonska Guðmundar Davíðs- sonar í garð ritsljóra Vísis er al- gerlega óverðskulduð, eins og áður var tekið fram. — Vísir á enga sök á því, hversu mjög hann er óþokkaður af nábúum sínum og öðrum. — Andstygð sú, sem fjölmargir Þingvalla- gestir og aðrir virðast liafa á G. I)., er eingöngu honum sjálfum að kenna. Framkoma hans er með þeim liætti, að fólk snciðir hjá honum í lengstu lög og kann illa öllum sletti- rekuskap af hans hálfu. Því virðist maðurinn óvenjulega ó- geðfeldur, sem von er, og getur ckki sælt sig við fyrirskipanir hans eða aðfinslur. — Hins veg- ar mundi flestum Ijúft að hlýða kurteisum og sæmilegum um- sjónarmanni. Um vörslu Guðmundar þessa á hinu friðlýsta svæði Þingvalla- lands skal ekki rætt að þessu sinni, en taka mætti það atriði til sérstakrar rannsóknar við tækifæri. — Það er vitanlegt, að sauðfé liefir fundist dautt í vatnsgjánum í hrauninu að sumri til, síðan er Guðmundur þessi tók við vörslu staðarins og hefir það þótt nýlunda. Telja kunnugir menn nokkurar líkur benda lil þess, að umsjónar-- maðurinn liafi flæmt þær kind- ur i gjárnar með hundum sín- um, en þeir hafa að sögn verið margir og grimmir. Ganga ýms- ar kátlegar sögur i Þingvalla- sveit um hundahald umsjónar- mannsins og afdrif þessara þjóna hans eða aðstoðarlnmda við „embættis-gæsluna“. Ritstjóri Vísis liefir enga löng- un til þess, að gera hlut Guð- mundar Davíðssonar verri en Iiann er í raun og veru. Og hon- um er vitanlega alveg sama um fáryrði hans og geðvonsku-raus. — Hann hefir og, fvrir lilífðar- sakir, slungið undir stól nokk- urum skringilegum sögum um ýmislegar tilteklir Guðmundar. .Má þar til nefna „kaffisöguna“ frægu, sem mestum hlátrinum hefir valdið, og sitt Iivað fleira. En alt er þetta til reiðu, ef Guðmundur kynni enn að freista þess, að auka hróður sinn með nýju skrifi. Tðniistarbátíð. Fyrir 75 árurn stofnaði Franz Liszt hið almenna ])ýská tónlistar- félag, sem helclur árlega tónlistar- hátíð i einhverjum tónmentaborguni Þýskalands. í ár var hátíðin haldin í Wiesbaden i byrjun júnimánaðar og væri það í sjálfu sér vart í frá- sögur færandi í islensku Uaði, ef ekki hefði um leið verið stofnað til alþj’óðastarfsemi, sem einnig snert- ir ísland. Ríkisforingi þýskra tón- skálda, ]). e. hinn einvaldi og af ríkisstjórninni skipaði formaður stéttarfélagsins, tónskáldið Richard •Strauss, sem er talið frægasta tón- skáld núlifandi, bauð á fund sinn til Wiesbaden tónskáldum flestra menningárþjóða, til ])ess að ræða við þá alþjóðlegt samstarf og var undirrituðum boðið sem íslendingi. Var okkur útlendingunum sýnd hin mesta gestrisni, — okkur ve.itt ó- keypis far af útbreiðsluráðuneytinu og dvöl sem gestum borgarinnar Wiesbaden í gistihúsum baðstaðar- ins. Boð þetta var merkilegra fyr- ir það, að þetta var í fyrsta sinni eftir stjórnarbyltinguna í fyrra, að Þýskaland leitaði alþjóðastarfsemi i víðari skilningi og er tónlistin braut- ryðjandinn, eins og oft, þegar ræð- ir um samúð ineð> þjóðunum. Um leið og tónlistarhátiðin var haldin með tveim hljómleikum á dag, veisluhöldum og skemtiferð- um og öðrum boðum, þá héldu út- lenclu tónskáldin daglega með sér fund, til þess að ræða málefni sín og lauk þeim fundum með þvi, að stofnað var alþjóðaráð tónskálda, með einu tónskáldi frá hverju landi. Var í því látin gilda foringjaregl- an eftir nýjum þýskurn sið, og voru þessi tónskáld skipuð fulltrúar: Fyrir Frakkland Carol Berard, fyrir England Mr. Besley, fyrir Pólland Roscynski, fyrir Tékkósló- vakíu próf. Kricka, fyrir Sviss dr. Streuli, fyrir Austunýiki dr. Beyer, fyrir Ítalíu Maestro Lualdi (með umboði frá Mussolini), fyrir Belgíu A. Höllebrook, fyrir Finnland Yrjö Kilpinen, fyrir Svíþjóð Kurt Atter- berg, fyrir Danmörku Peder Gram, en fyrir ísland undirritaður, sem mun starfa i sambandi við Banda- lag íslenskra listamanna. Fl.eiri full- trúa á að skipa, þegar ráðið kem- ur saman næst, en Maestro Lualdi bauð ])ví til fundar i Venedig á komandi hausti í sambandi við al- þjóða tónlistarhátíð, sem haldin verður jafnhliða hinni árlegu haust- sýningu myndlistar allra þjóða. — Tilgangur þessa tónskáldaráðs var ákveðinn, auk hagsmunalegrar og siðferðislegrar verndar réttinda tón- skálda, listræn viðskifti í stærra stíl (tónlistarhátíðir) og á ráðið að hafa með höndum undirbúning að öðru meira alþjóðasambandi. Heið- ursforseti var kjörinn Richard Strauss, en aðalritari clr. Julius Kopsch. Er þetta í fyrsta sinni eft- ir ófriðinn mikla, að Þýskaland tekur að sér greinilega íorystu í alþjóðaefnum, enda í málefni, sem önclvegisþjóð tónmenta er sjálf- kjörin til að stýra. í teboði, sem erlendu tónskáld- unmn og merkustu þar stöddum tónlistarmönnum Þjóðverja var haldið í Kurhaus, Wiesbaden, var opinberlega tilkynt stofnun tón- skáldaráðsins og mæltu öll tón- skáldin nokkur orð á sínu máli og á þýsku. Hlustuðu menn þar einn- ig með eftirtekt á hreim íslenskrar tungu. Stofnunin var síðan tilkynt bæði í þýskum blöðum og öðrum 0g vakti eftirtekt. Má þakka það forystu . Þjóðverja, að stofnunin tókst, og svo því, að innan Þýska- lands var til orðin ótvístruð eining allra tónskálda, samkvæmt reglu ])jóðernisjafnaðarmanna og dáðust menn að því, hvernig sem skoðanir annars skiftust um stjornmála- stefnur. Um tónlistarhátiðiua sjálfa er annars fátt að segja. Flutt voru eingöngu ný þýsk verk. I svo há- mentuðu tónmentalandi, sem Þýskar land er, eru tvítugir tónskálclanem- ar margir svo langt komnir í að stæla fyrirrennara sína, að varla sér á milli. Kunnáttuna vantar ekki, en annars oft nærri alt, sem aðgreinir sanna list frá tækni og öðrum sálar- lausum tilbúningi. Af öllum þeim mörgu verkum, sem leikin voru á hátiðinni, þótti undirrituðum mest til koma að heyra nokkur sönglög fyrir eina alt-röclcl með samleik að eins einnar óbóu, (án pianoforte). Höfundurinn var Robert Búck- mann, f. 1891, lítt þekt tónskáld, en þarna virtist birtast ómenguð list úr óspiltum jarðvegi og þó þrosk- uð til listrænnar fullkomnunar, sem sannaði máltækið: „Það er listin, að sleppa úr“. Máske mintu þessi - tvíröclduðu lög líka eitthvað á ís- lenska tvísönginn og urðu undir- rituðum því hjartfólgin. Berlín, 17. júni 1934. Jón Lcifs. lcip sekkur Akureyri, 23. júlí. FÚ. Aðfaranótt miðvikudags s.l. sökk norska síldveiðiskipið Flavhes- ten út af Þistilfirði. Mannbjörg varð með naumindum. Skipið var mjög hlaðið síld og ætla menn, að síldin hafi runnið til í skipinu, uns sjór gekk inn á annað borðið. — Skipshöfnin er komin til Akureyr- ar. — blfreiðadekk. Nýkomnar allar stærðir. Verða seld með sérstaklega lágu verði fyrst um sinn. ð. T. Jðhannsson & Co. Hafnarstr. 16. Einkasalar fjaár: S.A. Italiana Pirelli, Milano. Ðeiian um Makedoníis. Eins og kunnugt er var fyrir nokkuru gerð stjórnarbvlting án blóðsútliellinga i Búlgaríu. Hefir áður verið sagt frá þeirn atburði allítarlega hér í blaðinu. Var þess þar getið, að forsætis- ráðherra hinnar nýju stjórnar, Georgieff (Gueourguiev), liefði það m. a. á stefnuskrá sinni að bæta sambúðina við Jugoslava. Amerískur blaðamaður, John Bakeless að nafni, sem dvalist hefir mn skeið í Balkanríkjun- um, lil þess að kynna sér ástandið þar, liefir i kunnu amerísku tímariti gert Make- doniudeiluna að umtalsefni í sambandi við byltinguna í Búlgaríu. Farast honum orð á þessa leið: „Enda þótt lierinn slæði á bak við þá menn, sem tók* völdin í sínar hendur þar í landi (þ. e. Búlgaríu) er hin uýja stjórn hlynt því, að sambúð Búlgara og Jugoslava verði sem friðsamlegust. Er þess og að geta, er um þclla er rælt, að sambúð þessara tveggja þjóða hefir lengi verið slæm og »ft fullur fjandskapur þeirra milli. A undanförnum 50 árum hafa Búlgarar og Júgoslavar þríveg- is háð styrjaldir sin á milli. Jugoslavar ráða nú yfir miklu landflæmi, sem áður var eign Búlgara og sem þeir með réttu gæti krafist að þeir fengi á ný. Eri byltingunni var hrundiS af stað vegna ónánægju yfir því hvernig ástatt var innanlands. Búlgarar eru fyrst og fremst bændaþjóð og hagur bænda ei’ slæmur þar í landi. Stjórnmála- flokkarnir eru 15 talsins og þeir liafa ekki getað komið sér sam- an um, hvernig leysa beri vandamál bænda, sem eru því sáróánægðir. Klekt var á kommúnistum 1924 svo ræki- lega, að þeir höfðu liljótt uni sig' árum saman, en nú liefir lifnað yfir þeim aftur. Þeir hafa grætl á óánægjunni og sundur- þykkjunni og liinir flokkarnir liafa ekki gelað komið sér sam- an um að kveða niður komm- únismann á ný. Herinn allur er þó andvígur kommúnistum. Sem fyrr segir eru ])að þeir menn, sem herinn styður, er fara með völdin. En hvernig horfir nú um það stefnuskrár- atriði, að skapa velvild milli Búlgara og Jugoslava? Þessu marki virðist Búlgar- iustjórn því að eins geta náð, að henni lakist að uppræta félags- skap bvltingarsinnaðra maniiía

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.