Vísir - 07.08.1934, Side 2

Vísir - 07.08.1934, Side 2
VlSIR IKRAFA neytenda er að kjötið sé flutt í kjötpokum til kaupmannsins. KJ0TPOKANA* fáið þið hjá okkur. : Sími 1-2-3-4 ílllllllfiBBIIIIIIIIIIIEIIIIII Atfðr Hindenbnrgs forseta fer fram i dag. Minningarathöfn fór fram í Krollóperu- húsinu í gær og húskveðja í Neudeck-kast- ala, í viðurvist nánustu ættingja og vina. Kaupfélagsstj órinn og bóndinn. Berlín, ti. ágúst. FB. Fjöltii verkamanna, þar af 200 trésmiðir, vinna að því af kappi að Ijúka við að setja u'pp áheyrendapalla í nánd við Hindenburg-minnismerkið í Tánnenberg, þar sem lík Hind- enburgs forseta verður jarð- sett. Eru menn þegar farnir að flykkjast til Tannenberg í þús- undatali úr hinuin ýmsu borg- urn og héruðum Þýskalands. Minnismerkið sjálft hefir alt verið hjúpað svörtu klæði, en á það mitt liefir verið festur afar stór járnkross. — Seinasti þáttur sorgarathafnarinnar í Neudeck-kastala fer fram í dag' í viðurvist nánústu skyldmenna og vina hins látna forseta. Á miðnætti verður kistan sett á fallbyssuvagn og flutt til Tánn- enberg í viðurvist fjölmenns riddaraliðs. Síðari fregn: Minningarat- höfn fór fram í dag í Kroll- óperuhúsinu, þar sem fundir Ríkisþingsins hafa verið lialdn- ir frá því þinghúsbruninn átti sér stað. -— Hitler fþitti 15 mín- útna ræðu um Hindenlmrg og ræddi m. a. um sigur lians við Tannenberg. Kvað Hitler svo að orði, að ef stjórnmála- forusta Þjóðverja befði verið eins örugg og viturleg og her- stjórn Hindenburgs hefði þjóðinni verið hjargað frá óláni. (United Press). Berlin 7. ágúst FB. Ilúskveðjan í Neudeck-kast- ala fór fram án'viðhafnar og Stormjakkar Reiðjakkar, 2 teg. Sportföt. Sporlskyrlur. Sportsokkar. voru aðeins skyldmenni Ilind- enburgs viðstödd og nokkrir vinir hans. Átta jdirforingjar báru kistuna frá kastalanum að fallbyssuvagninum og var lnin lijúpuð Íivítu klæði. Lík- fylgdin lagði af stað áleiðis til Tannenberg kl. 8,30 e. li. og var komin til Holienstein kl. 3,45 f. li. Á hæðinni, þar sem Hindenburg dvaldist meðan hann gaf mikilvægustu fyrir- skipanir sínar í Tannenberg- orustunni, var staðnæmst -í 2 mínútur og var fáninn, sem Hindenburg notaði í orustunni látinii blakta yfir kistunni. Um leið og líkfylgdin lagði af stað frá Neudeck var kveikt á blys- um á turnum Tannenberg minnismerkisins. Verða blys látin loga við hinsta hyildar- slað hins látna forseta næsta liálfan mánuð. (United Press). Byltingarsinnar í Júgðslavín stofna tii hryðjnverka. Zagrcb, G. ágúst. FB. Byltingarsinnar meðal and- stæðinga serbnesku stjórn- málaflokkanna liafa stofnað til liryðjuverka með því að varpa sprengikúlum á aðalbækistöð lögreglunnar. Einnig var gerð tilraún til þess að fela vítisvél á „Sokol Stadium“ skömmu áður en þangað var von þátt- takenda í al-serbneska lands- fundinum. Lögreglan liefir tek- ið málið til rannsóknar og gert húsrannsóknir hjá ýmsum, sem líkur þóttu benda til, að væri við málið riðnir, og liafa fundist i fórum þeirra hand- sprengjur og vítisvél. (United Press). Shirley Temple heitir yngsta kvikmyndastjarn- an í Hollywood og haföi hún í vikulaun i5o dollara til skannns tíma, en nú hafa þau veriö hækk- uð upp í iooo dollara. Það er líklega víðar en hér á landi, sem orð leikur á því, að kaupfélögin sé notuð lil þess, að kúga skulduga menn til að kjósa, eins og kaupfélags- stjórarnir mæla fyrir. — Smágreinin, sem fer hér á eftir, ber þvi vitni, að víðar sé „pottur brotinn“ í þessum efn- um. Hún er tekin úr útlendu blaði og getur orðið til um- hugsunar þeim mönnum, sem líkt slendur á fyrir hér á landi: „Bóndi kemur lil kaupfélags- stjóra og biður um vöruúttekt. Kaupfélagsstjórinn tekur honum ljúfmannlega, en lætur þess getið, að bóndinn muní vera orðinn nokkuð skuldugur. — Já, segir bóndi. Það er víst alveg satt, en mér skildist á þér í fyrra, að það gerði lireint ekk- ert til með þessa skuld. Eg þyrfti ckki að borga bana fyr en betur léti í ári og vel stæði á fyrir mér. — Jæja, skildist þér það. Ójá, það kann nú að vera, að eg hafi sagt eitlhvað í þá áttina. Mað- ur hnitmiðar ekki orð sín, eins og þú vcist. — Það er annars best, að þú komir liérna inn fyr- ir með mér. Við skulum athuga hvað bókin segir. Þeir ganga inn í skrifstofuna og kaupfélagsstjórinn gefur bóndanum vindil. — Þeir eru úr betri kassanum þessir, segir kaupfélagsstjórinn, og réttir honum vindilinn. — Eg liefi tvo kassa, skilurðu, og það er nú svona, þó að þú sért fátæk- ur og skuldugur, að eg kunni ekki við að bjóða þér lakari tcgundina.------ En svo að eg' víki að úttekt- inni þinni og skuldinni — já, látum okkur nú sjá, hérna mundi hún nú vera — blaðsíða 159 — liérna mundi nú skuldin þín vera, og gerðu nú svo vel og líttu á liana. — Hann sýnir hóndanum töl- urnar og gefur Iionum góðan tíma til þess, að virða þær fyrir sér. — Já, ekki er það efnilegt, segir bóndinn og þeytir út úr sér miklum reykjarmekki. — Nei — og sei — sei — nei — livergi nærri efnilegt, segir kaupfélagsstjórinn. — — En þú horgar náttúrlega góðan slump núna fyrir mánaðamótin. — Já, eg spyr ckki að því — þú ert ekkert nema blessuð skilsemin. Getum við ekki orðið ásáttir um, að þú borgir helminginn núna í vikulokin? — Nei — eg gel ckkert borgað, segir bóndi — ekki í bráðina -— ekki fyrr en í hausl — og óvíst að cg geti það þá. Og liann reykir í ákafa. — Eg hefi fengið ströng fyrir- mæli mn það, segir kaupfélags- sljórinn með hægð, að inn- heimta scm allra mcst af skuld- unum núna^í þessum mánuði. Eg tek nærri mér að skýra bændmn frá þessu, en maður verður stundum að gera fleira en golt þykir. Og úttekt getur líklega ekki komið lil mála — því er nú ver og miður — fyrr en einhver skil hafa verið gerð. —; Jæja, segir bóndi. Eg verð þá hklega að reyna að snúa mér eitthvað annað. — Þú um það, vinur, segir kaupfélagsstjóri. — En gerirðu það, ]iá neyðist eg til að ganga að veðinu. — Veðinu! Hvaða veði? Eg veit ekki til að eg hafi veðsett þér neitt. — .Tæja, svo að þú liefir gleymt því, vinur minn! - Látum okkur sjá. Eg ætla að eg geymi hlað- sneypuna hérna i skápnum. Og liún er með undirskrift þinni, vottum og öllu saman. — Rek- tir þig ekki minni til, að þú skrifaðir undir eittlivað liérna inni hjá mér í fyrra haust? — Jú, segir bóndi. En það var bara viðurkenning — við- Urkenning þess, að eg skuldaði kaupfélaginu. — — Ofurlítið meira, vinur — ofurlitla ögn meira. — Þú veð- setlir kailpfélaginu jörðina með allri áliöfn. — — Þú sagðir að það væri bara formsatriði — þú þyrftir að Iiafa viðurkenningu mína fyrir því, að eg skuldaði þetta. — Sagði eg það? Sagði cg ekki ofurlítið meira? — Nei, þú sagðir ekki meira — andskota-hætið þú sagðir annað en þelta!-------Og svo hefirðu verið að narra mig — ginna mig til þess að veðsetja jörðina.— — Og skepnurnar líka, vinur minn! — Já, og skepnurnar í þokka- bót.------Eg krefst þess að fá skjalið aftur. — Hevrirðu það! Eg krefst þcss að fá skjalið aftur! — Hcfirðu lilið á skápinn þann arna? Hefir þér ekki dottið í lmg, að liann muni geyma sitt all-sæmilega ? — Þar inni liggur skjalið þitt. — Eg býst ekki við, að þú fáir að sjá það í þetta sinn, nema því að- eins, að þú greiðir skuldina upp i topp, áður en við skiljum. — Eg ælla ekki að greiða skuldina í dag, segir bóndi. Og eg ætla ekki að fara liéðan, án þess að fá þær vörur, sem mig vanhagar uin. — Þú bend- ir mér á hinn trausta skáp og segir að þar inni sé skjalið geymt — veðsetningarskjalið, sem þú gintir mig til að skrifa undir. — En líttu á þessa krumlu, lierra kaupfélagsstjóri. Hún cr sjálfsagt of þróttlaus til þess, að opna skápinn. En liún gæti kannske stutt ónotalega að liálsinum á þér, cf eg gæfi lienni leyfi til þess. Og hérna er önn- ur, engu mýkri, og liún mundi reynast fús til lijálpar, ef á þyrfli að halda. — Langar þig til þcss, herra kaupfélagsstjóri, að komasl í kynni við þær syst- ur? — — — Eg er rólyndur maður, eins og þú veist. En missi eg stjórnina á þessum hörðu vinnu-lúkum, þá er úti um þig', kaupfélagsstjóri! — Og það ætla eg að segja þér, að ef það er meiningin að ganga að mér fyrir skuldina og flæma mig af jörðinni, þá er eg reiðu- búinn til þess, að senda þig til helvílis þegar i stað og fara síð- an rakleitt til yfirvaldanna. — Bóndi sat kyr og heið átekta. Og kaupfélagsstjórinn Jiagði lengi. — En að lokum tók hann til máls: — Eg geri það ekki að ganmi minu, vinur, að krefja þig um skuldina. -— En sannleikurinn er sá, að kaupfélagið er orðið stórskuldugt og slendur höllum fæti. — — Það er ekki mín sök, svar- aði bóndi með nokkurum þjósti. — Ekki beinlínis. — Nei, mik- il ósköp — það væri rangt af mér að staðhæfa, að sökin væri þin. En þú skuldar mikið, eins og sumir aðrir.---------Og fari nú kosningarnar illa, svo að okkar flokkur verði í minni- hluta, þá má guð vita, hvernig fyrir okkur fer. Komist óvinir okkar til valda, þá skípa þeir bönkunum að ganga að kaup- félögunum og þá verður gengið að ykkur bændunum — alt tek- ið af ykkur og seit. Þá verða margir flæmdir af jörðum sín- um og margir gjaldþrota.------- Þú liefir stundum verið þver- brotinn og ekki fengist lil að kjósa, eins og við höfum lxeiml- að af þér.-------- Þú skilur það kannske ekki, vinur minn, að það er ekki hvað síst þver- móðskunni þinni að kenna eða þakka, að eg hefi hvatt þig til að leggja í ýmsan kostnað heima fyrir og lánað þér fé alveg takmarkalaust. —--------- Og svo .... svo þegar kosn- ingarnar nálguðust lét eg þig veðsetja mér alt saman.-------- Bóndinn rekur hnefann í borðið af því líku afli, að kaup- félagsstjórinn lirekkur í kút og missir vindilinn úr kjaftinum. — Þú ættir skilið, að eg hengdi þig í greip minni, segir hann og rykkir sér upp úr sæt- inu. — Hægan — hægan, segir kaup- félagsstjórinn blíðlega. — Við verðum að sigra núna í kosn- ingunum. Þá er öllu borgið og þá verður ekki að þér gengíð. —--------Eg skrifa þig liérna, sem einn af þeim vissu. Hann flettir liöfuðbókinni, tekur þaðan samanbrotinn lista og skrifar nafn bóndans. — — Eg skrifa þig liérna. Eg vona að við sigrum, með guðs hjálp, og í trausti þess að það verði, er ])ér lieimil úttekt eftir þörfum.-------Eg hætti á þetta, vinur minn, en ef við töpum, þá er efnahagslegur dauði yfir okkur öllum. -— Eg neyðist til að þiggja boð þitt, kaupfélagsstjóri, hvað sem á bak kemur. -----Og láttu mig svo liafa skjalið. Þá skiljum við sáttir og sigurinn verður okkar. — Eg treysti þér ekki alls- kostar. En ef við sigrum, þá verður alt auðvcldara. Og þá skaltu koma til min og tala um veðsetninguna. — Hittumst heilir að kosn- ingu lokinui, segir bóndi og glottir um tönn. — Láttu hagsvonina — gróða- vonina — ráða,’segirkaupfélags- stjóri og I)ýður hónda nýjan vindil.------Ilvað er sannfær- ing og samviska móts við veð- setningarskjalið — móts við heila jörð — gæða jörð með allri áliöfn! — Kosningin er leynileg, segir bóndi og ætlar að fara. — Drottinn þekkir sína, segir kaupfélagsstjórinn, eða svo er okkur kent að minsta kosti. Og eins er um mig. Hér er listinn yfir þá, sem lofað hafa að stvðja okkur núna í kosningunum. Samkvæmt honum eigum við að hafa örlítinn meiri hluta, þó að allir andstæðingarnir kjósi, þeir er nokkur líkindi eru til,‘ að sæki kjörfund. — Eg hefi lagt fyrir hvern einasta bónda í okkar liði, að sjá um heima- fólk sitt, reka það á kjörstað og fjjdpa því að kjösa rétt. Eg licfi engum slept, nema þremur kerlingum, sem legið hafa í kör árum sanian. — Eg krefst þess, að hver og einn, sem talinn er á þessum lisla, sæki kjörfund og kjósi — kjósi rétt. — Kosning- in er leynileg, eins og þú sagð- ir. Það er því ekki auðhlaupið

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.