Alþýðublaðið - 10.07.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1928, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ hét að minnast á þetta í fyrir- lestri sínum. Ég minnist þess lengi, hve lundin var létt heim- leiðina. Og Eskeland eíndi heit sitt svo rækilega, að „Tíminn" fann hvöt hjá sér til að þýða og birta ummæli hans, og kallaði greinina að mig mimnir „Kveðju trá Lars Eskeland". En árin bera þess vitni, að Uoiðmönnum er, alvara að hnupla sæmd þeirri, sem fornrit vor hafa veitt oss. Þeir kalla enn ritin „gamalnorsk“ og skreyta sig þannig stolnum fjöðrum. Ekki er því til að dreifa, að þeir hafi ekki sjálfir fengið að keima á svipaðri ásælni af öðrum. Fjarri fer því. Danir eigna sér Holberg <og Nordenskjöld, og hafa einnig viljað krækja í Björnsson og Ib- sen eftir sögn Norðmanna sjálfra. Þeir emfa og stynja undir slíkri ásæini, sem vonlegt er. En samt sýna þeir oss sömu rangsleitn- ína, og það þjóð, sem þeir æskja eindregið að eir,a vsngott við og hafa eða höfðu að minsta kosti um riít skelð, á orði, að yrði sam- bandsþjóð þeirra eftir 1943. Þótíi engum mikið! Norðmenn skilja það mæta vel, að þjóðerni vort er lífgjafi þeirra þjóðernis og að íslenzk tunga er þeim öflugasta hjálpin til endur- reisnar norska ibændamálinu, landsmálinu. Því eru náin kynni þjóðanna þeim nauðsynleg, enn þá nauðsynlegri en oss. Mér væri sönn ánægja að því, ef vér gætum orðið þeim að liði í þessu efni, en íslenzkt þjóðernl og sjálfstæði má ekki líða við það. Hér á landi eru einstaka menn, sem draga vilja fjöður yfir a'lan yfirgang og ásæini Norðmanna gagnvart oss og telja þjóðinni trú um, að „hjá engri þjóð í heimi eigum vér eins marga víni og pinlæga og hjá Norðmönnum". Má vel vera að satt sé, þótt ég hafi lengi efast um einlægni þeirra og þózt verða var við fals og yfirdrepskap gagnvart oss. En sé vinátta þeirra eins einlæg og laus við eigingirni sem Helgi Val- týsson og fleiri vilja telja oss trú um, því fást þá ekki þessir „ein- lægu vinir“ til að láta af rang- sleitni sinni í vorn garð og lofa oss t. d. að eiga gullaldarrit vor, svo sem vera ber. Ég virði að vettugi vináttu- orðagjálfur, hvort sem þaö er í ræðu eða riti, sé vináttan eiigi sýnd í verkinu. Vér Islendingar verðum hvar- vetna að vera á' verði um þjóð- erni vort og sjálfstæði; því er Jafnt hætta búin af slíkri ásælni, sem Norðmenn hafa sýnt gagn- vart fornritum vorum og.af lepp- mensku eða fjárbralli erlendra auðfélaga hér á landi. Vér megum því fremur veita slíkri ásælni eftirtekt, sem það eru norsku þjóðernissinnarnir, — inennirnir, sem öllum frenmr æskja vináttu vorrar og eru „ein- lægir vinix“ vorir —, mennirnir, sem sáTast kvarta undan ásælni og óbilgirni onnara. þjóða í þessu efni, sem hér um ræðir, — að það eru þeir, sem ganga í broddi fylkingar þeirrar, er hnekkir sæmd Islands og jafnvel sjálf- stæði með svo hróplegri rang- sleitni, sem slík ásælni er. Vestmannaeyjum, í júní 1928. Þorsteinn Þórður Víglmdsson. Umdagiimog veggiiM&« Listasafn Einars Jónssonar verður opið kl. 1—3 alla daga í júlí og ág- ústmánuðum. Aðgangur er 1 kr., nema á sunnudögum og miðviku- dögum; þá er ókeypis aðgangur. „Lyra“ kom í gær. „Óðinn“ fór í morgun til landheigis- gæzlu vlð Norðurland. Iþróttamót fyxir drengi verður háð 21. og 23. júlí. Verður kept í hlaup- um, stökki alls konar, kringlu- kasti, kúluvarpi, spjótkasti og sundi. Þátttöku skal tilkynna glímufél. Ármann eða K. R. fyrir 16. þ. m. Öllum félögum sem eru í í. S. í. er heimilt að keppa. Jóharsnes Kjarval listmálari kom hingað til bæj- arins á „Gullfossi". Hefir hamn dvalið í Paríis um 6 mánaða skeið. Eirikur Þorste'msson verkamaður, Hverfisgötu 80, er 35 ára í dag. Reykvikingur kemur út á morgu*. Veðrið. 'Hiti 6—13 stig, 11 hér í Reykja- vík. Allhvass í Vestmannaeyjum. Annars staðar hægur. LægÖ 738 mm. um 1000 km. S.S.V. af Reykjanesi á NA-leið. Horfur: Vaxandi austanátt. Sennilega rign- ing í nótt vjð Faxafióa. Hvass- viðri og rigning um alt Suður- land. Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Margret Jónsdóttir, Frammnesvegi 42, og Páll Gíslason sjóm., Bergþóru- götu 32. Danzmærin íræga Marg.ethe Brock-Nielsen, er nú komin hingað til lands og sýnir listdanz í Gamla Bíó kl. 714 í kvöld. Má þar búast við ágætri skemtun, og munu þeir, er aldrei hafa séð annan danz en þann, sem hér hefir verið danz- aður, vart geta gert sér í hugar- lund, hve tígulegur og fagur list- danz er, danzaður af ágætum danzmeyjum. „Moggi“ og sildarútgerðin. „Moggi“ segir í dag, að síld- arútvegsmenn hafí í gær haldið fund hér í bænum og samþykt að leggja ekkl upp síld á Siglu- firði meðan síldarverð væri þar ]3vo lágt sem það er nú. Enn Premur samþyktu þeir áskorun til Norðlendinga um að vera með í samtökum þessum. „Moggi“ segir, að óánægja fiafi komið fram á júndinum yfir þvi, að nokkrir, feem voru með í samtökum þess- um, skárust úr leik. Við þetta háttalag útgerðarmanna heíir „Moggi“ ekkert að athuga. En þó fara síldarútvegsmenn þama að á sama hátt og verkamenn. Þeir gera samtök um að skifta ekki við þá menn, er ekki vilja láta já hafa það verð fyrir vöru jcirra, er þeir þykjast þurfa að fá. Kannske ;,Mogginn“ ætli nú að söðla um og verði verka- mannablað í næstu kaupdeilu í stað þess að níðast á verkamönn- um 0g málstað þeirra svo sem hann má, eins og hann hefir á- valt gert hingað til? Og annað: Sér hann nú, hve heppilegt það er, að síldarverksmiðjuirnar séu í höndum einstakra manna? flltt og þetta. Ungfrú Earhart sem nýlega flaug yfir Atlantshaf — og er fyrsta og einasta konan, sem það heíir gert — keypti ný- lega flugvél {^'1, sem frú Heath flaug í eftir endilangri Afríkú, frá Cairo til Cape Town. Ætla þær Earhart og Heath að fljúga isaman vestra í hau&t (FB.) Hdiaprenismi''jan í lainaMrætf 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáijrentun, sími 2170. smávara ssmBnasúap- ar írá fnví Sisæsta til Imjnis stærsta, sslt & sama stað. ®hösm. B. Vikar, Lansav. 21. Lítil fjölskylda getur fengið herbergi til sumardvalar á Þing- völlum. Upplýsingar hjá Guð- mundi Davíðssyn , Þingvöllum. „Húsið við Norðurá", íslenzk leynilögreglusaga, afar-spennandi. „Smidur er ég nefndur1', eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eítirmála. Fást 1 aígreiðslu Alþýðublaðs- ins ÍG0.00Ö manns tóku þátt í jarðarför Paul Ra- dotch og dr. Basaritchek, sena drepnir voru á þinginu í Jugo- slafíu. Þeir voru jarðsungnijF í Zagreb (höfuðborg Kroatiu) me® mikilli viðhöfn. Basil King skáldsagnahöfundur, sem einnig er mörgum kunnur hér á íslandi, er nýlega látinn í Cambridge, Mass., U. S. A. Hann var f. 1859 og varð einna kummastur fyrir „The Inner Shrine'1. Hann las til pœsts og stundaði prestskap um skeið, en misti sjónina og varð þá að hætta því starfi. Lærði hann að skrifa á blindra-ritvél og he'lg- aði sig skáldskapnum upp frá því. Hann var spí.ritisti og skrlaði hann m. a. sögunia „Eartbound", sem sýnd var hér á kvikmynd. Sagði King að eigi hefði hann get- að lokið við surnar skáldsögur sínar, ef hann hefði éigi fengið hjálp ,að handan". (FB.) Kringum höttinn á sólarhring. Wilkins, flugmaðurinn frægi, heldur því fram, að innan fárra ára geti menn farið kring um hnöttinn í flugvélum á 48 stund- um. Hyggur hann, að regrubundn- ar hnattflugferðir hefjist áður en langt um líði. Margir kunnir flug- menn aðrir eru sömu skoðunar og Wilkins um þetta efni. (FB.) Íbúatala Italiu var 31. dez. 1927 40 796 000, ett 9250 000 eru nú taldir búsettir vera utan Italíu. (FB.) ísabel F. Hapgood, amerísk kona, sem var fræg fyr- ir þýðingar sínar á klassiskum ritum, andaðist nýlega í Ameriktt, 77 áxa görnul. Hún þýddi á enska frægustu bækur Tolstoys, Gorkis, Turgenjevs og Gogols. Hún þýddi og „Les Miserables" (Vesalingana) eftir Hugo og ýms verk frægW. ítalskra höfunda. (FB.) 27 morð voru framin í London 1927. Þykir Ameríkumönnum það mjög í frá- sögur færandi, hve friðsamir Eng- lendingar séu. Hitt þótti þó amer- iskum blöðum enn þá meiri tíð- indum sæta, að Lundúnalögreglan ínáði í alla morðingjana og fenga þeix si;nn dóm. (FB.) Ritstjóri og ábyrgðarmaður Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.