Vísir - 04.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 04.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Hauptmann tekinn af lífi. London, 4. apríl. Frá Trenton í New Jersey er símað, að aftaka Hauptmanns hafi farið fram kl. 8.47 (amerískur tiini). Var hann tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í viðurvist fangelsisstjóra, fangavarða og nokkurra annara. Hauptmann játaði ekki neitt, áður en aftakan fór fram, sem varpar frekara ljósi á barnsránið og morðið, og hann dó án þess að hafa játað, að hann væri valdur að dauða barns Lindberghs ofursta. (United Press. - FB.). Litla bandalagið ætlar að sýna Austur- ríki í tvo heimana. Fregnir frá Prag, Belgrad og Bukarest þerma, að Litla bandalagið ætli að grípa til öflugra gagnráðstafana út af broti Austurríkismanna á St. Germain friðarsamningunum, en þessi ríki telja Austurríkismenn hafa brotið ein- hver mikilvægustu ákvæði samninganna með því að koma á hjá sér herskyldu. Aukaíundur Sölusam- bands ísl. fiskframleið- enda hófst i gær. London 4. apríl. Símfregnir frá Austurríki herma, að Austurríkismenn ótt- ist nú mjög, að Litla bandalagið ætli að grípa til öflugra gagn- ráðstafana út af því, að her- skyldu hefir verið komið á í Austurríki, en Starhemberg kunngerði fvrir skemstu, er sambandsþingið var kvatt sam- an, að herskylda eða fyrirætl- unum, sem raunverulega jafn- gilda herskyldu, yrði komið á í Austurríki, því að samkvæmt þeim eru allir karlmenn á venjulegum herskyldualdri skyldir til þess að vera í hern- um eða vinna önnur störf, sem ríkisstjórnin ákveður, svo sem Mokafli i Vestmanna- eyjnm. Ágengni togara. Yeiðar- færatap, er nemur 60—70 þúsund krónum. Vestm.eyjum, 3. apríl. FÚ. Hlaðafli var í dag í Vest- mannaeyjum, en stórkostlegt veiðarfæratap varð síðastliðna nótt af völdum togara. Áætlað er að alls hafi spilst veiðar- færi fyrir 60—70 þús. króna. Sumir bálar komu næstum veiðarfæralausir að landi í dag, og er talin lítil eða engin von um, að úr verði bætt ú þessari vertið, vegna þess að veiðarfæri eru nú nijög af skornum skamti á staðnum. Fiskur sá, sem nú aflast, er miklu smærri, en verið hefir undanfarna daga og telja sjó- menn þetta nýja fiskigöngu. Mestan afla höfðu í gær: Hilm- ir, skipstjóri Haraldur Hann- esson, 21 þúsund og 500 kílógr. Óðinn, skipstjóri Ólafur Isleifs- son, 20 þús. kg. og Glaður, skipstjóri Eyjólfur Gíslason, 19 þús. og 500 kg. Afli þessi var þorskur, en auk þess fengu í vopnaverksmiðjum o. s. frv. Til Austurríkis hafa borist fregnir frá öllum höfuðborgum Litla bandalagsríkjanna, Bel- grad, Bukarest og Prag, að rík- isstjórnir Jugoslaviu, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu búi sig undir að taka víðtækar og kröftugar ráðstafanir gegn endurvígbún- aði Austurríkis. Blaðamenn í Belgrad og fleiri borgum leggja áherslu á, að Litla bandalagið muni taka brot Austurríkis á St. Germain-friðarsamningun- um alt öðrum og öflugri tökum en Bretar, ítalir og Frakkar á broti Þjóðverja á Versalasamn- ingunum og Locarnosáttmálan- um. (United Press—FB.) þessir bátar 5—6 hundruð af ufsa. Flestir hátar hafa nú flutt veiðarfæri sín á hið venjulega netasvæði, Bankann. Menn eru mjög áhyggjufullir um veiðar- færi sín vegna ágengni togara, ef ekki verður aukin gæsla. ötan af íandi 3. apríl. FÚ. lláhyrna, 6 metra löng, lenti í fvrradag í rekis innan Kjörseyrartanga í Ilrútáfirði. Hvalurinn festist á skeri um fjöruna og drapst og var dreg- inn að landi. Blönduósi, 3. apríl. FÚ. Mikil kuldatíð hefir verið við Húnaflóa und- anfarna daga og sumstaðar liefir tekið fyrir haga. — All- mikill fóðurbætir hefir verið notaður í héraðinu, sérstaklega síldarmjöl. Skálda og tónskáldalaun í Nor- egi. Osló 3. apríl. Stórþingið hefir samþykt ný skáldalaun til Oscars Braaten, Sven Moren og Ingeborg Ref- ling Hagen. Tónskáldin Sparre Olsen og Ulfstrand fá og ríkis- styrk. Ákveðið liefir verið, að skáldastyrkur verði framvegis fastákveðinn, 2000 kr., en tón- skálda 2400 kr. (NRP—FB). Umræður hafa nú staðið yfir á Alþingi í tvo daga, um frum- varp sjálfstæðismanna urn af- nám bifreiða- og raftækja- einkasalanna. — Hefir Gísli Sveinsson liaft á hendi sókn inálsins af hálfu flutnings- manna frumvarpsins. En fjár- málaráðherrann vörnina. Gísli Sveinsson liefir flutt málið af frábærri festu. Hefir liann sýnt fram á það með fjöl- mörgum dæmum, hve óhag- stæð viðskiftin við þessar einka- sölur eru, og sannað, að verð- lag á vörum þeirra hefir jafn- vel margfaldast síðan þær tóku til starfa. En fjármálaráðherr- ann liefir liaft það eitt fram að færa, einkasölunum til varnar, að þær liafi gefist prýðilega, að dómi forstjóranna sjálfra, og verðlag á flestum vörum þeirra lækkað að miklum mun! Ráðherrann kvað að vísu verðlag raftækjaeinlcasölunnar liafa verið nokkuð liátt í fyrstu vegna þess að hún hefði þá ver- ið að selja lieildsölubirgðir, sem til hefðu verið í lándinu, er einkasalan tók til starfa. En verðlag á þeim birgðum liefði, að því er mönnum skildist, ver- ið svo hátt, að einkasalan hefði síðar fengið óorð af þvi! — Hinsvegar gerði ráðherrann enga grein fyrir því, hvaða nauðsvn hefði rekið raftækja- einkasöluna til þess að taka að sér sölu á þessum vörubirgðum með svo óliæfilega liáu verði. Og mönnum skilst ekki betur, en að það liefði verið tvimæla- laus skylda einkasölunnar, að beita aðstöðu sinni til þess að þvinga eigendur þeirra birgða lil þess að lækka verðið, svo sem henni var i lófa lagið, með þvi að bjoða fram á markaðinn ódýrari vöru, eins og ráðlierr- ann staðhæfði að hún hefði gerl síðar. I rauninni eru Jiessar rölcvill- ur ráðherrans Jió svo gagnsæar, að óþarft er að ræða þær. Það heildsöluverð sem verðlag raf- tækjaeinkasölunnar hefir verið borið saman við, er einmitt verðlag hjá þeim raftækjaheild- sölum, sem átlu þessar birgðir, sem einkasalan tók við. Það er staðreynd, að verðlag cinkasöl- unnar var á ýmsum vöruteg- undum jafnvel margfalt hærra en hjá raftækjaheildsölunum áður, og er Jiví augljóst, að það er af völdum einkasölunnar, sem verðlagið hækkar. I annan stað varð ráðherrann að játa, að verð á bifreiðum hefði hækkað, eftir að bifreiða- salan komst í hendur einkasöl- unnar. En hann gerði þá grein fyrir þeirri hækkun, og bar for- stjóra bifreiðaeinksölunnar fyr- ir því, að verðlag á bifreiðum færi mjög mikið eftir því, hve margar bifreiðir væri keyptar af sömu verksmiðju „til sama lands“ á ári! Og vegna þess, að .á síðasta ári hefði að eins örfá- ar bifreiðir verið fiuttar til landsins, þá væri það eðlilegt, að verðið hefði orðið liærra en áður, Jægar bifreiðainnflutning- urinn hefði verið miklu meiri! Það veit nú svo að segja hvert barnið, að verð á bifreiðum er alveg fastákveðið af verksmiðj- unum fyrir hverja einstaka bif- reið, og að það skiftir engu hvort ein eða fleiri bifreiðir eru seldar. „Skýring“ ráðherr- ans er því hin auvirðilegasta blekking og hreinn uppspuni. Og sé það rétt, að forstjóri bif- reiðaeinkasölunnar sé liöfund- ur þessarar skýringar, og hann trúi sjálfur á hana, þá sannar það ekkert annað en það, hve nauða fáfróður hann er um Jiessa hluti og óhæfur til að gegna stöðu sinni. En ráðherr- ann, sem orðið hefir til að ,.hlaupa“ með Jiessa firru fram fyrir Aljúngi liefir fengið nýtt tækifæri til að auglýsa. barna- lega fáfræði sína fyrir almenn- ingi. Ilinsvegar er Jiað að vísu svo, að þó að fáfræðin sé höfuðein- kenni núverandi fjármálaráð- herra Jiá hefir hann heldur ekki kveinkað sér við Jjví, Jiegar svo liefir borið undir, og liann hefir talið Jiað lientugt, að bera fram vísvilandi blekkingar, til að breiða yfir óvirðingar sínar eða lélegra leigujijóna sinna. Og Jæss hefir ekki orðið vart, að hann liafi á nokkurn hátt látið slíka þjóna sina gjalda þess, þó að Jieir hafi fengið honum í hendur falsaðar skýrslur til að bera á borð fyrir hið háa Al- Jjingi, ef skýrslurnar hafa að- eins Jiótt líklegar til þess að geta vilt mönnum sýn í bráðina um það, sem miður hefir farið í stjórn landsins eða opinberra stofnana undir handleiðslu hans. Frá Alþingl í gær. —o— Efri deild. 1. Frv. til 1. um afnám I. um samþyktir um herpinótaveiði. 3. umr. Frv. var samþ. sem lög l'rá Alþingi. 2. Frv. til 1. um breyt. á 1. um þingsköp Alþingis. Þetta var 3. umr. i deildinni, og var frv. með á orðinni brevtingu samþ. með 9 atkv. gegn 5, en Jiar sem deild- in hafði gert breytingar á Jjví frá Jjví að Jjað var samjj. í neðri deihl varð að endursenda það Jjangað. 3. Frv. til 1. um landssmiðju. Frh. 2. umr. Eftir töluverðar umræður var Jjeim frestað og málið tekið út af dagskrá. ,r. ;; | Neðri deild. Á dagskrá voru 12 mál, en 5 tekin fyrir. 1. Frv. til 1. um löggilding verslunarstaðar í Hjarðardal í Önundarfirði. 3. umr. Frv. var umræðulaust samjj. og afgreitt til efri deildar. 2. Frv. til I. um vátryggingar- félög fyrir vélbáta. Frá sjávar- útvegsnefnd. — Frv. þetta er upphaflega samið af forseta Fiskifélags Islands og forstjóra samábyrgðar íslands á fiski- skipum. — Nú er Jjað endur- bætt og breytt af sjávarútvegs- nefnd og flutt samkvæmt beiðni atvinnumálaráðherra. Frv. er í 8 köflum og 39 gr. I. kafli um stofnun ábyrgðar- lelaga, II. kafli um stjórn fé- laganna. III. kafli um reikn- ingshald og sjóði. IV. kafli um vátryggingar skipanna. V. kafli um sjótjón. VI. kafli um skyld- ur vátrygða. VII. kafli um ið- gjöld og iðgjaldagreiðslu. VIII. kafli um ýms ákvæði. Frv. ætlast til Jjess að Fiski- félag íslands gangist fyrir stofn- un báta-ábyrgðarfélaga í ver- Aukafundurinn, sem boðað- ur var fyrir nokkuru, i Sölu- sambandi ísl. fiskframleiðenda, var settur i KaupJjingssalnum í gær, af formanni stjórnar S. I. F., Magnúsi bankastjóra Sigurðssyni, og bauð hann fundármenn velkomna. Skýrði hann frá tildrögum Jjess, að hoðað var til fundarins, en þau voru, að margir félagsmenn sendu áskorun um, að auka- fundur væri haldinn. Benedikt Sveinsson, bóka- vörður, var kosinn fundarstjóri einróma, en stjórn S. í. F. hafði komið sér saman um, að biðja hann að taka fundarstjórnina að sér. Fundarstjóri stakk upp á Jjeim Arna Jónssyni frá Múla og Arnóri Guðmundssyni sem fundarriturum og var Jjað sam- þykt. I kjörhréfanefnd voru kosnir Thor Thors, Jón A. Jónsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Iléðinn Valdimarsson og Jón Árnason. Að svo búnu gaf formaður sölusambandsstj. Magnús Sig- urðsson, bráðabirgðaskýrslu stöðvum landsins og að skyldu- trygging verði á öllum vélbát- um, bæði opnum og með JjíI- fari, sem eru alt að 70 smál. brúttó að stærð. Jafnvel Jjó að einstaklingar vilji ekki vera með í slíkum félagsskap, ef hann er stofnaður í einhverri verstöð, Jjá verður liann að tryggja báta sína Jjar, nauðug- ur, og má taka iðgjöldin lög- íaki, ef ekki eru greidd. Ríkissjóði er gert að skyldu að ábyrgjast fyrir félögin 300 Jjús. en félögin eiga að endur- (ryggja að minsta kosti hehn- ing Jjeirrar upphæðar, er Jjau laka ábyrgð á, hjá Samábyrgð Islands á fiskiskipum. Finnur Jónsson lýsti frum- varpinu lauslega við framsögu Jjess, aðrir tóku ekki til máls, og var Jjví vísað til 2. umr. 3. Frv. til 1. um breyting á 1. um gjaldeyrisverslun. Þetla var framhald 2. umr. um málið, og liéldu Jjeir áfram umræðunum Finnur Jónsson og ÖlafurThors sem deildi all skarplega á Finn fyrir framkomu hans í Jjessu máli, sem forrmanns sjávarút- vegsnefndar. — Að lokiimi um- ræðu var atkv.greiðslu frestað. 4. Frv. til 1. um afnám 1. um heimild handa ríkisstjórninni til einkasölu á bifreiðum, raf- vélum, rafáhöldum o. fl. Frh. 1. umr. — Gísli Sveinsson og Eysteinn fjármálaráðherra lciddu enn á ný hesta sina sam- an um málið. — Enn reyndi Eysteinn að halda uppi vörn fyrir einkasölunni, en G. Sv. tætti sundur vefnað hans allan og kvað ráðherra svo eftir- minnilega í kútinn, að ekki mun gleymast í bráð. . Að loknum uinræð- um var atkv.greiðslu frestað. 5. Frv. til 1. um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum, skotfærum, allskonar sprengj- um og hlutum og efni í þau. Frh. 3. uinr. Engar umræður urðu, en atkv.greiðslu frestað, sökum Jjess að þingbekkir voru Jjá orðnir Jjunnskipaðir. — Þau mál, sem frestað liafði verið at- kv.greiðslu um, sem og önnur mál er eftir voru á dagskránni, voru öll tekin út af henni og fundi slitið. um störf S. í. F., sölu á fiski, verðlag, reikningsyfirlit, sölu- horfur o. fl. Ræddi liann m. a. um erfiðleika þá, sem stöfuðu af markaðsrýrnun í Suðurlönd- um, en verðlag hefði verið svip- að og 1934. Formaður skýrði frá Jjví, að samlagið hefði nú i verðjöfnunarsjóði 1 milj. 200.000 kr., sem verður varið til verðupphótar á fiski, sem seldur var s. 1. ár, verði ekki halli á þeim fiski, sem óseldur var við s. 1. áramót. Ennfremur ræddi liann uin tilraunir S. í. F. til þess að afla nýrra markaða og skýrði frá ferðum Jjeim, sem farnar voru lil Kúba, Norður- og Suður-Ameríku í Jjví skyni og árangri af þeim. Þessar ferðir fóru sem kunnugt er Jjeir Thor Thors og Kristjáu Einars- son. Um söluhorfur kvað M. S. erfitt að spá, en að líkindum mætti gera sér vonir um sam- tals 42 Jjús. smálesta sölu af framleiðslu yfirstandandi' árs, Jj. e. 8.000 smál. til Ítalíu, 6.000 til Spánar, 14.000 til Port- úgal, 7000 til Englands, 1000 til Danmerkur og 6000 til Amer- iku. Þegar M. S. hafði lokið máli sínu var ákveðið fundar- lilé íil kl. 5. Að liléinu loknu skýrði fram- sögumaður kjörbréfanefndar, Thor Tliors, frá störfum henn- ar. Úthlutað var 284 alkv., þar af 168 til samlags og samvinnu- félaga og 116 til einstakíinga. Atkvæði miðast við 340.000 skpd. af fiski. Þá var tekið fyrir að ræða fisksöluna lil Norður-Ameríku. Málshefjandi var Kristján Ein- arsson frkv.stj. Skýrði liann frá afskiftum Fiskimálanefndar af Jjeim málum mjög ítarlega og til hvers Jjau afskifti hefði Ieitt. Næstur talaði Héðinn Valdi- marssson og reyndi að verja gerðir Fiskimálanefndar. Að loknu fundarliléi í gær- kveldi var umræðum lialdið á- fram fram eftir nóttu. Tillaga kom fram um að leggja Fiski- málanefnd niður og fela sölu- sambandinu störf hennar. — Flutningsm. Sigurður Krist- jánsson. Har. Guðm. vildi vísa tillögu S. Kr. frá með rök-. studdri dagskrá. Fundur hófst kl. 10 árdegis í morgun og fór fram atkvæða- greiðsla. Tillaga Sigurðar Kristjáns- sonar var svohljóðandi: „Aukafundur S. í. F., hald- inn í Reykjavík 3.-4. apríl 1936, lítur svo á: 1) Að Fiskimálanefnd liafi unnið fisksölunni tjón og álits- linekki með afskiftum af fisk- sölunni til N,.-Ameriku. 2) Að stjórn S. I. F. geti annast flesl 'störf nefndarinn- ar Jjví nær kostnaðarlaust, og sé hetur til treystandi að leysa þau vel af hendi. Skorar fund- urinn því á Alþingi, að láta Fiskimálanefnd hætta störfum nú Jjegar og ráðstala verkefn- um hennar eins og lagt er til i frv., sem nú liggur fyrir neðri deild AlJjingis. (þingslcjal 51). Dagslírártillaga H. G. var feld með um 183:43. Því næst var tillaga S. Kr. borin upp og samjj. með álíka mörgum at' kvæðum og dagskrártillaga IU G. var feld. Þvi næst var rætt um lillögV1 frá S. Kr. svoliljóðandi: „Fundurinn telur eðlilegt ae framkvæmdastjórar S. í. F* sjái um sölu á öllum fiski, seu’ félagsmenn Jjurfa að láta selj11 _ Framh. á 3. síðU-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.