Vísir - 05.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1936, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ L ^amjcútátojoJLcL. Is'ls /Cvuuýh <J*l\^VUCjs>LsL'VKsb^h^O-'rLs. Kf gistihús í suður-þýsku sveitaþorpi heitir ekki Gasthaus zum Báren eða zum Ochsen eða zum Hirschen þá eru miklar líkur til að það lieiti Gasthaus zum grúnen Baum. En ef ein- liver þyrf ti á því að lialda að hiðjast gistingar í einliverju sveitaþorpinu í austanverðum Schwarzwald, þá get eg með góðri samvisku mælt með Gast- haus zum Hirschen í litlu þorpi, sem lieitir Futzen, spölkorn norðan við svissnesku landa- mærin. Því sá, sem ætlar — í því ágæta húsi vöknuðum við kl. 5 morgun hins 10. júlí, og bjuggum okkur í l'lýti af stað, því sá sem ætlar að hjóla gegnum Schwarzwald og ganga á Feldberg og komast eitthvað vestur á Rínarsléttuna á einum degi og liafa sæmilegan tíma til að líta á liið markverðasta á leiðinni, verður að taka dag- inn tímanlega. Þegar við ætlum svo að taka hjólin okkar út úr geymsluhúsi bak við gistihúsið, eins og um hafði verið talað við gestgjaf- ann kvöldið áður, heyrðum við urrað grimdarlega og í næstu andrá sprettur úlfgrár og fólskulegur varðhundur, kálfs- ígildi að stærð, út úr byrgi þar í garðinum og ræðst að okkur. Við Iiörfum undan. Til allrar hamingju er óargadýrið tjóðr- að með öflugri hlekkjafesti, svo okkur er engin hætta húin af því í hæfilegri fjarlægð. En festin er þó nógu löng til þess að hundurinn geti varnað okk- ur inngöngu í skemmuna. Og þarna stendur hann bólginn af árilsku og geyr eins og hann hefir hljóðin til. Die Herrschaften, afsak- ið — Þá opnast gluggi á annari hæð gistihússins og við hcyrum dimma karlmannsrödd segja nokkur orð á mállýsku þeirra Scliwarzwaldbúa. Það er gest- gjafinn, sem vaknað hefir af værum blundi við aðvörunaróp síns írúa þjóns, og er hann hef- ir boðið okkur góðan daginn hlæjandi, steinþagnar hundur- inn, lítur vingjamlega til okk- ar og dinglar rófunni eins og hann vildi segja: „Die Herr- schaften, afsakið, ég vissi ekki að þið væruð hér með leyfi míns stranga herra“. Og svo labbar liann aftur inn í byrgið, feginn því að mega lúra dálítið lengur fram eftir. Bænclurnir nota morg- unrekjuna. Þjóðvegurinn þræðir krók- ólla, þrönga dali. Hér er þegar sannnefndur „svarti skógur“, og verður þó enn meir, er vestar dregur, —- snarbrattar hliðar með dimmgrænu, .þéttu greni- þykni. Víða rennur ekki svo mikið sem lækjarspræna eftir dölunum, en botnar þeirra eru vaxnir lágu, þéttu grasi. Bændur eru komnir á fætur og farnir að slá. Þeir nota morg- unsvalann og rekjuna. Orfin þeirra eru stutt, það er eins og sagaður hefði verið af íslensku orfi endinn rétt ofan við „kerl- inguna“. Á vegunum er umferð hinna vélknúnu farartækja enn ekki byrjuð. Lötrandi og herðakýttur uxi — Slæðingur af hjcdandi fólki verður á vegi okkar, og liér og þar lötrar herðakýttur uxi með vagn í eftirdragi, — ímynd lakmarkalauss þrályndis og silaskapar og spekingslegrar heimsku,' en um leið talandi tákn þess þrautseiga kraftar sem kemst þótt hægt fari. Bónd- inn, sem situr í vagninum lield- ur sér og uxanum vakandi með því að láta smella í langri og svakalegri svipu, án þess þó að dangla henni í leðrið á skepn- unni. Slíkt ferðalag hlýtur að laka á taugarnar. Ef ég tryði á end- urholdgun, myndi ég ekki hika við að fullyrða, livað bíður þeirra, sem eitra sitt eigið líf og annara með fljótræði, flani og frumhlaupum: Næst þegar þeir fæðast í þennan heim, verður það aðalstarf þeirra að aka í vagni með uxa fyrir. — Það liggur vel á þess- um manni. Hér er einnig bóndi með stór- anvagn dreginn af tveimur fall- egum brúnum hestum. Beisli þeirra og aktýgi eru skrevtt marglitum kögrum. Á vagnin- um eru lieyskaparvélar. Það liggur vel á þessum manni. Hann syngur, og svartur íkorni skýst milli greinanna á gömlu grenitré við veginn, ranghvolf- ir i sér augunum og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Nú liggur leiðin yfir liáls milli tveggja dala, — gönguför um stund. Við komum auga á einhvern dökkbrúnan loðinn hnoðra, sem liggur á vegar- brúninni. Eftir nokkra rann- sókn komumst við að því, að þetta er dauð molclvarpa. Hvað því hefir valdið, að þessi ínrynd efnisliyggjunnar liefir vilst þarna fram í dagsins ljós og livað hefir orðið henni að bana, er okkur óráðin gáta, en ef við höfum áður staðið í þeirri meiningu að moldvarpa sé ljótt og ógeðslegt dýr, þá komumst við þarna ú alt aðra skoðun. Belgur þessa dýrs er silkimjúkur og tandurhreinn. Það væri ekki amalegt að eiga vetrarfrakka fóðraðan mold- vörpuskinni. Ein spurning um stystu leiðina — í þorpinu Wellendingen er fólk alt komið á fætur, enda er- um við búin að vera á ferðinni nærri þrjá klukkutima og þykir ekki ótilhlýðilegt að fá ein- hverja næringu. t veitingahús- inu skeggræða ménn um daginn og veginn. Ein spurning um stystu og skemtilegustu leiðina að Sclilucksee verður upphaf að f jörugum viðræðum við veit- ingakonuna og lióp af góðlátleg- um og glaðlegum mönnum, sem safnast utan um okkur. Við fá- um tækifæri til að leiðrétla ekki sem óverulegastan misskilning um ísland, sem þetta góða fólk hefir eiuhverntíma fengið inn í höfuðið, og í staðinn verðum við svo ýmislegs vísari um þjóð- lifið þarna í skógardölunum. Aðalatvinnuvegur fólksins er nautgriparækt og skógarhögg. Ýmsir hafa líka ofan af fyrir sér með smáiðnaði. Hér ná næt- urfrost of Iangt fram á vorin til þess að epla- eða perutré þrífist að nokkru ráði. En korn er ræktað til heimanotkunar. — Við köllum það bara kom1 —! Við höfðum enga akra séð þarna í grendinni, svo við spurðum livaða korn það væri. „Við köllum það bara korn (Korn)“, svöruðu mennirnir. —- Eg spyr þá, hvort það sé bygg. Nei. Þá rúgur? Ekki lieldur. Eða hveiti? Nei, ekki var það hveiti. Þótti okkur nú vandast málið, en þá koin veitingakon- an til hjálpar og upplýsti, að þessi dularfulla korntegund héti Spalze á háþýsku! Létum við það nægja, en vor- um þó litlu nær, því við mund- um ekki til að liafa heyrt þetta orð áður. A hæðunum vestan við þorp- ið fórum við svo framlijá ökr- um, og gátum við ekki betur séð, en þar yxi hveiti. En siðar komumst við að því, að orðið Spalze er afbökun á háþýska orðinu Spelz. Það er hveititeg- undin Triticum spelta, sem tals- vert er ræktuð í Baden ogWúrt- emberg. All-víða standa einstakir sveitabæir með túni í kring. Ilúsin eru tvílyft, úr timbri að mestu. Neðan til aðeins eru veggirnir úr steini. Gluggar eru margir og smáir og út yfir veggina slúlir rishátt þak úr tfjölum eða strái með breiðum þakskeggjum. Víða er afturlilið hússins hálf-grafin inn í bratta brekku, svo efri liæðin nemur við jörð. Þetta kemur sér vel, því hey er geymt á efri hæðinni og má aka heyvagninum alla leið að hlöðuopinu. Út um opna glugga veifa smáar hendur — í afskektum dal á borgin Karlsruhe stórt og fallegtbarna- hæli. Þær upplýsingar standa stórum stöfum á húsinu, en eru í rauninni óþarfar, þvi út urn opna glugga veifa smáar hend- ur til þeirra, sem framhjá fara, og fjallshliðin kveður við af hlátrum og hjali. Vestur í dalnum liamast timburverksmiðja knúin af straumharðri á og þeytir sagi og liefilspónum út um dyr og glugga. Nokkrir verkamenn hlaða borðum í háa stafla. Að þeirra ráði segjum við skilið við malbikaða veginn með öllum sínum bíla- og hifhjólastraumi, en beygjum inn þverdal eftir þröngum stíg gegnum ósnort- inn „Svartaskóg“. „Yklcur mun ekki iðra þess“, sagði einn þeirra við oklair að skilnaði, „þvi þetta er fallegasti blettur- inn hér á stóru svæði“. Framhald á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.