Vísir - 05.04.1936, Blaðsíða 6

Vísir - 05.04.1936, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Hulda — cða frú Unnur Bjarklind — cr löngu þjóðkunn fyrir Ijóða- görð sína og œfintýri, og hafa bœkur hennar jafnan notið mikilla vin- sœlda mcðal œskufólks. -—- IIér fcr á eftir citt af œfintýrum skáldkon- unnar, sem ekki liefir birst fyr á prcnti — og vœntum við þess, að les- endurnir muni fylgjast vcl mcð œfintýrinu um hulduskipið og framh. þess í páskablaðinu. Myndina liefir Jón Bjarklind teiknað. R i t s I j. Hulduskipið. Æfintýri eftir Hu 1dn. Bæi'inn Svörluhvolf stóð fremst á útskaga, sem ísliafið sjálft skall á í stórviðrum og vafðist um í logni og blíðu. Beint framundan bænum var falleg vik og hinumegin við þá vík var það, sem hafði gefið bænum nafn: einkennilegur klettaveggui', ýmist sléttur og þverbrattur ofan í sjó, eða með háum og breiðum livolfum líkt og risastórum bogadyrum, er sýndust liggja inn í þverbratt bergið. Aldrei skall brimið inn í þessar breiðu og háu bogadyr, þvi skerjagarðurinn lá þvert fyrir víkina að utan og varnaði því að stórbrim kæmist þang- að inn, en ekki þurfti nema of- urlítið gjálfur til þess að und- ursamlegt bergmál heyrðist í livolfunum. Og þrátt fyrir skerjagarðinn gat orðið dálítið ókyrrt á vikinni í rolci eða út- sjó, svo hljóðið af smávöxnuin báruin er gutluðu við bjarg- vegginn og bogadyr hans, barst inn i bæinn, sem mennirnir höfðu reist þarna yst á útskaga þessum, endur fyrir löngu. Og lét það liljóð með ýmsu móti í eyrum þeirra er þar bjuggu. En í logni var engu síður lieill- andi við Dyravík — þannig var víkin nefnd eftir liinum miklu bergdyrum er lágu að lienni. — í logni var víkin sem tröllstór spegill og var erfitt að sjá mun á sjálfum hömrunum og þeim, sem stóðu endurspeglaðir í liinni fagurskygðu vík. — Þeim megin sem bærinn Svörtulivolf stóð, gekk grænn grashöfði fram að sjó, liallaði lionum ur, halda þeim lireinum og gera brekkan alla Ieið niður að fjör- unni, vaxin livönn, stórgerðum súrum og fuglatöðu. Hér og livar í brekkunni voru smáþúf- ur, í skjóli við þær áttu æðar- kollurnar sér hreiður. Höfðu bændurnir í Svörtuhvolfum lijálpað þeim ár frá ári og öld af öld til að bvggja þessi hreið- ur, halda þei mhreinum og gera þau sem vistlegust. En fremst i höfðanum, sem bærinn stóð á var klettaþúst, allstór og þar óx blessað skarfakálið, sem varði heimilisfólkið í Svörtuhvolfum fyrir skyrbjúgi og öðrum van- heilindum. í öllum rúmum í Svörtu- hvolfabaðstofunni voru fislétt- ar og hlýjar æðardúnssængur, sem þöndust út og lyftu sér eins og skýbólstrar þegar sólin skein inn um gluggann og vermdi þær. Það var bæjarsiður að vef ja þær upp i ströngul og láta þær liggja upp við þilin ofan á brekánunum á daginn. Brek- ánin yfir rúmunum voruheima- ofin úr þrinnuðu togbandi og entust tvo, þrjá mannsaldra. Allir gengu i fötum úr heima- ofnum. dúkum liversdagslega. En sparifötin á þessnm bæ voru saumuð úr svörtu og bláu klæði, sem keypt var í útlend- um skipum, er voru allajafna á einhverskonar ferðalagi úti fyr- ir Skaganum. Egg, æðardúnn, sauðaket og smjör var gjaldeyr- ir sá, sem klæði og silkiklútar voru keyptir fyrir. Örskamt sunnan við Bæjar- höfðann var silungsvatn og of- urlítil kæna við bakkann. Þang- að fóru Svörtuhvolfamenn, jiegar konurnar vantaði í soð- ið. Hrognkelsi veiddu þeir i Dyravíkinni, selina við skerin og i sumarlogninu reru þeir stærsta bátnum sínum út fyrir skerjagarðinn og drógu spik- feita ishafsþorska og lúður. Harðfiskur og riklingur Svörtuhvolfa var annálaður matur. — En uppi á lieiðinni gengu fjörusauðirnir á sumrin og þyngdust af kj arngresinu. Þannig liafði verið búið öld- um saman að Svörtulivolfum. Og þannig' var þar búið enn, þegar þessi saga gerðist. I bæn- um yst á Skaganum var ætið marg't fólk í lieimili, því að nógur var maturinn og bærinn rúmgóður. Var hann að mestu leyti bygður úr rckaviði. Kamp- arnir þykkir og' þökin traust, því að liér var leikvöllur verstu stórhriða íslands. Og bærinn stóð og bifaðist livergi. Fólkið sat inni í hlýjunni frá skrítn- um skipsofnum, sem voru kyntir með rekavioarrusli — og' vann við ljós skipslampa, sem datt ekki' í liug að glamra né dingla, þólt stórhríðarlMð- urnar færu yfir bæ og bú. Það var nefnilega ekki svo fátt úr skipum i stóru Svörtuhvolfa baðstofunni. Útlendu skipin, sem voru sifelt á sveimi úti fyrir, vöruðu sig ekki altaf á skerjagarðinum, og mörg gnoð- in, stór og smá, hafði steytt með kjölinn á steinum lians. — Þá var það bóndinn á Svörtuhvolfum, sem kom með húskörlum sínum og bjargaði strandmönnunum, ef unt var að bjarga. Margur lirjáður og kalinri útlendjngur liafði lifn- að við og hlotið bata undir stóru æðardúnssængunum í Svörtulivolfa baðstofunni. Síð- an var útlendingunum gefinn ullai'falna'ður og fylgt til næsta kaupstaðar, svo að þeir gætu komist í skip. En skipið þeirra, sem rak á skerjagarðinum, var boðið upp. Marga góða viðar- spýtu og margan góðan bús- lilutinn höfðu bændur Skagans heim með sér af þessum upp- boðum. í Svörtulivolfabæ var margt, sem minti á strönduð skip, alt frá fallegu stunda- klukkunni í hjónahúsinu og að járnliellunnii miklu, sem var feld ofan í hlaðið framan við bæjardyrnar. Páskasólin skein heitt, en snjóbreiður Skagans hrintu frá sér geislum hennar. Skaginn var alhvitur. Enn var farið á skíðum milli bæjanna, og ekki mátti gleyma snjóbirtu-gler- augunum heima. Arnviður gamli í Svörtu- hvolfum vajipaði austur á bæj- arhólinn og horfði norður yf- ir víkina, að liinum miklu dyr- um og hamraþiljum. Það var logn og örlaði varla á steini. Lengi slóð gamli maðurinn og starði á bjargadyrin. Svo setti liann hönd fyrir auga og leit út ylir skerjagarðirin. Þótt sól skini glatt, lá þoka yfir liafinu hið ytra og glitti við og við í eitthvað hvítt í gegnum liana. Það var hafísinn. All vorið hafði hann verið að flækjast fram og aftur úti fyrir Skag- anum. Og' tvisvar hafði liann orðið landfastur. Tvö bjarndýr höfðu verið unnin, annað af Þóri Arnviðssyni, bóndanum í Svörtuhvolfum, og liitt af Þor- steini Ilreinssyni á Dröngum, næsta bæ við Svörtuhvolf. Nú var þó ísinn ekki leng- ur landfastur, heldur rak liann út livern morgun og inn hvert lcvöld, þá daga, sem vindur var á. En í logni, eins og núna, virtist hann liggja og sofa i þokunni, sem aldrei Iivarf, nema stund og stund af útliaf- inu. Arnviði gamla var illa við hafisinn, en þó gat hann ekki gert að þvi, að hann dáðist að tign hans og veldi, þegar hann sigldi út sjóinn á björtum morgni, og allir litir loguðu og vöfðust um hreytilegan jaka- flotann. Aftur á móti fanst gamla Svörtuhvolfabóndanum ekkert tignarlegt við að sjá þennan sama flota koma sigl- andi inn að kvöldi, með gráan og slcuggalegan loflher þok- unnar yfir sér. Þá var gamli útskagahöfðinginn vís til að líla hatursaug'um í áttina til óvinarins og taula í skeggið eitt og annað, sem ekki bar vott um aðdáun eða velvild. (Frli.) Bærinn Svörtuhvolf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.