Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR (Stutt yfirlit helstu frétta frá því síðdegis á laugardag). Osló, 4. apríl. Fárviðri við Noreg. — Skip í nauðum stödd. — Skiptapar. Frá Vardö er símað, að menn óttist mjög um fiskiskútuna „Klubben“ , frá Syltefjord. Lenti hún í fárviðri við Finn- merkurstrendur og liefir ekki spurst til hennar síðan. Skip- verjar eru 11 talsins. Mörg skip og bátar leita nú skútunnar. Enski togarinn „Lord He- wart“ hefir sent loftskeyti þef efnis, að hann hafi bjargað fjórum mönnum af fiskiskútu fyrir vestan Vardö. Skútan hvarf sjónum togarans og vita menn ekki örlög hennar. Öll strandferðaskip liggja veðurtept vegna fárviðris. „Kong Harald“ lá 15 klst. til drifs út af Vardö. Tvær skútur fórust í gær á Varangerfirði. Var önnur með bina í eftirdragi. Skipsmenn, átta talsins, komust upp á sker, og var bjargað 12 klst. síðar og var þá mjög af þeim dregið. Frá Tromsö er símað til Dag- bladet, að menn óttist mjög um selveiðiskipið Viking frá Tromsö. -Hafði skipið mist skrúfuspaða og ætlaði að reyna að komast til íslands. Engar fregnir liafa borist af skipinu. Skipverjar voru 15 talsins. Rússar lána Norðmönnum ís- brjóta. — „Quest“ í hættu statt. Vegna erfiðleika þeirra, sem mörg selveiðiskip á Hvitahafi eru i, hefir norska stjórnin beð- ið sendiherra Noregs i Moskwa að leita aðstoðar sovét-stjórnar- innar, og hefir hún tekið vel i að lána ísbrjóta til þess að koma hinum norsku selvciðiskipum til aðstoðar. Frá selveiðaskip- inu Quest hefir borist skeyti um, að skipið reki með ísnum og sé í mikilli hættu statt. Áhöfn „Terningen", sem fórst, er á Quest og eru nú á því 47 menn. Fer skipstjórinn fram á það í skeytinu, að eitthvað verði gert þegar í björgunarskyni, því út- litið geti skyndilega versnað, vegna veðurbreytinga. (NRP. — FB.). Frægasti jarðfræðingur Frakk- lands ver dr. dr. Lauge Koch. Kaupmannahöfn, 4. apríl. Ftí. Einkaskeyti. Frægasti jarðfræðingur Frakklands, de Margerie, sem er aðalstjórnandi jarðfræði- legra rannsókna, sem verið er að gera í EIsass-Lothringen hefir algerlega visað á bug á- násum hinna 11 dönsku fræði- manna á dr. Lauge Koch, og lelur þær ranglátar og fjarri öllum sanni. de Margerie ritar á þá leið, að hinir 11 fræði- menn biti sig fasta í smá- skekkjur, sem komi fyrir í hverju einasta vísindariti, en lokialveg augunuin fyrir liinum mikla skerf, sem dr. Lauge Koch liafi lagt til jarðfræðivís- indanna. Segir hann, að það sé óskiljanlegt með öllu, að svo hlutdræg árás skuli geta komið fram meðal visindamanna. y Vatnajökulsleiðangur dr. Nielsens. Kaupmannahöfn, 4. apríl. FÚ. Einkaskeyti. Dr. Niels Nielsen, sem farinn er af stað til Islands með Gull- fossi, í vísindaleiðangur til Vatnajökuls, hefir auk ýmsra visindaáahlda með sér þrjá stóra hundasleða, fimm tjöld, ítalir her- tóku Quorem í gær, en þaðan er ágætur bílvegur til ítalir eru nú að gera úrslitatilraun til þess að gersigra Abessiníumenn áður en rigningatím- inn byrjar, en hann nálgast óðum. Virðist ekkert geta stöðvað framrás ítala sem stend- ur. Hersveitir keisarans eru á flótta og 6000 menn úr lífverði hans hafa lagt niður vopn sín og gengið ítölum á vald. London í morgun. Að undanförnu hafa verið hinir hörðustu bardagar á norð- urvígstöðvunum og hafa ítalir sótt þar fram og einnig á öðr- um vígstöðvum. Nálgast nú Símfregnir frá Rómaborg, en þangað komnar frá Makale, herma að 6000 menn úr einka- varðliði keisarans hafi gefist upp í námunda við Laueas- changi. (United Press—FB). mörg skíði, og miklar mat- vælabirgðir, þar á meðal brauð, sem þannig er sérstaklega útbú- ið, að það á að geta haldist ferskt og óskemt í langan tíma. Fiskafli glæðist við Finnmörk. Við Lófóten gengu veiðarnar stórum ver en í fyrra. Kaupmannahöfn, 4. apríl. FÚ. Einkaskeyt i. Fiskafli við Finnmörk er nú að glæðast, og lítur út fjrrir að þar ætli að verða sæmileg ver- tíð. Veiðarnar við Lofoten hafa gengið stórum ver en 1935. Af stórsild og vorsíld liafa Norð- menn aftur á móti veitl 5 milj. hektólítra í ár, miðað við 4.2 miljónir síðaslliðið ár. Margir af þeim, sem stundað hafa Lo- fotveiðar eru nú að hverfa heim„ og liefir þeim gengið ver- tíðin svo báglega, að ríkið verð- ur að hlaupa undir bagga með þeim. Seinustu fréttir: Italskar flugvélar eru nú á BADOGLIO regntímabilið óðum og hafa ít- alir lagt hina mestu áherslu á, að reyna að gersigra Abessiniu- menn áður. Og þeim hefir orð- ið mikið ágengt, einkanlega upp á síðkastið. Abessiniumenn hafa eigi getað stöðvað fram- rás þeirra, þrátt fyrir vasklega frammistöðu. I þessum bardög- um hafa ítalir notað flugvélar afar mikið, ekki síst til þess að hrekja flótta Abessiniumanna. Seinustu fregnir frá Asmara herma, að ítalir hafi í gær tekið borgina Quorem, eftir að hafa unnið sigur á hersveitum keisarans sjálfs, en þessar her- sveitir Haile Selassie voru hin- ar best búnu í her Abessiniu- manna og í þeim eingöngu valdir menn. En sveitir þessar skorti flugvélar og önnur nú- tímahergögn, eins og hersveitir Abessiniumanna yfirleitt. Með töku Quorem hafa ítalir unnið mikilvæglan sigur, því að frá Quorem til Dessie er ájgætur bílvegur. sveimi á svæðinu milli Quor- em og Dessie, þar eð ítölum leikur grunur á, að Haile Se- Ras Kassa og Ras Seyo- um sé á þessum slóðum. Fregn- ir, sem Itölum hafa borist að þeir sé á leiðinni til í bíl. (United Press— FB). HAILE SELASSIE London 5. apríl. FÚ. I opinberri tilkynningu frá Badoglio marskálki er sagt, að italskar liersveitir háfi í morg- un tekið upp aðsetur sitt í Quo- rem, og sé þar með unninn , fullkominn sigur yfir Abessin- iumönnum á norðurvigstöðv- unum. Þar eigi þeir sér enga viðreLsnarvon framar. Segir ■ hann, að orustan liafi staðið, meiri bluta síðustu viku, og að j 121 flugvél hafi veitl hersveit- umj keisarans eftirför og skotið á þær látlaust úr vélbyssum. Telur hann, að mannfall Abess- iniumanna sé ekki innan við 8000 manns, og að um 10.000 manna hafi særst. Þá hafi ít- alir tekið herfangi hverja ein- uslu fallbyssu og vélbyssu sem abessinski herinn liafði með sér, og auk þess 40.000 riffla og mikið af skotfærabirgðum. Því er mótmælt í Addis Ab- eba að keisarinn hafi flúið til Dessie, og muni segja af sér keisaratign. Þá er því einnig harðlega mótmælt, að hann muni biðja ítali urn grið. Um fréít þá, er ítalir sendu um sím- skeyti, er keisarinn hefði átt að FJ árlögln. Sjálfstæðismenn vilja láta fella niður útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum og hið svokallaða „viðskiftagjald“, þingi. Nefndarálit fjárveitinga- ncfndar um fjárlagafrumvarp- ið fyrir árið 1937 ásamt breyt- ingartillögum nefndarinnar er nú komið fram. Eins og kunnugt er, var frum- varpinu skilað i hendur nefnd- arinnar þannig úr garði gerðu, að það var útgjaldaliæsla fjár- lagafrumvarp, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi, og höfðu áætluð framlög til verklegra framkvæmdá þó verið lækkuð nokkuð, frá því sem fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir. Fjárveitinganefnd liefir nú að þessu sinni enga tilraun gert til þess að „draga saman segl- in“, eða lækka útgjöldin. Segir í nefndarálitinu, að frumvarpið hafi í öllum aðalatriðum verið ,-bygt á fjárlögunum fyrir árið 1936 og því starfi sem fjárveit- inganefnd hafði lagt i að semja það frumvarp“ og telur nefnd- in, „að ekki verði unt að breyta því til muna, ef fylgja á þeirri stefnu, sem síðustu tvö þing liafa fylgt. . Stefna tveggja síðustu þinga liefir verið sú, að auka gjöldin frá ári til árs, á kostnað at- vinnuveganna, til þess „að vinna gegn atvinnuleysinu og kreppunni“, eins og það er orð- að í nefndarálitinu, „með því að veita svo miklu fé sem fært þykir til verklegra fram- kvæmda, atvinnubóta og efling- ar atvinnuvegum landsmanna“. Og nefndin sér ekki annað fært, en að fylgja enn fram þessari öfugmælastefnu, að veita sem mestu fé frá atvinnuvegunum „til eflingar atvinnuvegunum“! En þetta er nú stefna núverandi þingmeirihluta, og auðvitað stoðar nefndina ekki annað en að fylgja lienni fram, „uns vfir lýkur“. Og þessari köllun trú, leggur nefndin til, að gjöldin verði Iiækkuð um 193 þús. krónur, frá því sem þau eru áælluð i frumvarpinu, og nema þá öll út- gjöldin, samkvæmt frumvarp- inu og breytingartillögum nefndarinnar nálægt 15.9 milj. króna. Gerir nefndin þá grein fyrir gjaldahækkun þeirri, sem af tillögum hennar leiðir, að 84 þús. kr. eigi að fara til vega og hafnargerða, 50 þús. kr. lil sjúkrahúsa ríkisins, 25 þús. kr. til skólabygginga og 30 þús. kr. til embættiskostnaðar presta, en á fjárlögum ýfirsíandandi árs var sú fjárveiting lækkuð um þá upphæð. Aðrar hækkunartil- lögur nefndarinnar riema 58 þús. kr., og neina allar hækkun- artillögur hennar þannig sam- tals 247 þús. kr., en lækkunar- tillögur, sem hún flytur, nema 54 þús. krónum. Samkvæmt þessum tillögum nefndarinnar, verður tekjuhalli á frumvarpinu hátt á fjórða hundrað þúsund krónur, en nefndin kve'ðst síðar munu bera fram tillögur til hækkunar á tekjuliðum frumvarpsins, sem þeirri upphæð nemi. 1 nefndarálitinu segir, að „nokkur tágreiningur“ hafi orð- ið um það i nefndinni, „livort ekki bæri að fella úr frv. bráða- birgðatekjur þær, sem gert var ráð fyrir á síðasta þingi, að að senda drotningu sinni, segir abessinska stjómin, að hún sé lygar einar, og til þess ætluð, skapa óhug í Abessiniu. sem lögleitt var á síðasta eins yrðu í gildi fyrir árið 1936“. Er hér átt við „hátekju- skattinn“, „viðskiftagjaldið“ og bensintollinn frá siðasta þingi, en sú tekjulöggjöf gildir að eins fyrir árið 1936, og hefir ekki enn verið gerð ráðstöfun til þess að endurnýja hana. Niður- staðan hefir þó orðið sú hjá nefndinni, að bíða átekta um það, hvort rikisstjórnin muni ekki leita samþykkis þingsins til framlengingar á þeirri löggjöf, enda „lítur nefndin svo á, að það sé þingsins verkefni, en ekki hennar, að ákveða þar um“. Hinsvegar liafa sjálfstæðis- mennirnir í nefndinni gert á- greining um tvo af tekjuliðum frumvarpsins, og vilja láta fella þá alveg niður. Skrifa þeir und- ir nefndarálitið með fyrirvara um þetta, og gera þá grein fyrir, að þeir telji brýna nauðsyn á því, að draga allverulega úr á- lögum þeim, sem nú hvíli sér- staklega á framleiðslunni í land- inu, og því hafi þeir lagt það til, að felt verði niður að minsta kosti útflutningsgjald af sjávar- afurðum, sem áætlað er að nemi 650 þús. krónum, og gjald af innfluttum vörum („viðskifta- gjaldið“) samkvæmt lögum frá síðasta þingi, áætlað 750 þús. kr. — Vilja þeir þannig lækka álögubyrðina um 1400 þús. kr. að minsta kosti, og yrði reikn- ingslegur tekjuhalli á frumvarp- inu þá um 1800 þús. krónur. Hinsvegar líta sj'álfstæðismenn- irnir í nefndinni svo á, að tekj- urnar séu alt of lágt áætlaðar í frumvarpinu. Árið 1935, sem þó hafi ekki verið nálægt því með- alár um afkomu atvinnuveg- anna, hafi tekjurnar orðið um 1900 þúsund krónum meiri, en áætlað sé í frumvarpinu, á ýms- um sambærilegum liðum. En að þvi leyti serii hæfileg hækkun á tekjuátæluninni kynni ekki að lirökkva, til þess að jafna hall- ann á frumvarpinu, lýsa sjálf- stæðismennirnir í nefndinni sig reiðubúna til samvinnu um nið- urfærslu á útgjöldunum, svo að fullur greiðslujöfnuður gteti náðst, „og, eftir þvi scm kleift þætti, til frekari sparnaðar, með enn frekari lækkun á álögunum fyrir augum.“ Það þarf nú auðvitað ekki að gera ráð fyrir þvi, að þessum tillögúm og tilboðum sjálfstæð- ismanna verði sint af stjórnar- flokkunum. Þeir viðurkenna það að visu, að tekjurnar séu of lágt áætlaðar í fjárlagafrum- varpinu. En þeim er það kapps- mál, að rikisstjórnin geti fengið sem mestar umframtekjur til umráða, til þess að bruðla með, án íhlutunar af þingsins liálfu, eins og á fyrri valda-árum þeirra. Og samkvæmt „stefnu síðustu tveggja ára“, er auðvit- að ekki um það að ræða, að þeir geti íallist á nokkura niður- færslu á gjöldunum. Frá Alþingi í fyrradag. Efri deild. Frv, til I. um breyt. á 1. um Menningarsjóð. 2. umr. Málið fór til 3. umr. Neðri deild. Á dagskrá voru 12 mál, en 8 tekin fyrir. 1. Frv. til 1. um jarðakaup ríkisins. 1. umr. Með frv. þessu er ríkisstjórn- inni heimilað að kaupa jarðir handa ríkissjóði fyrir afgjöld af þjóð- og kirkjujörðum. Kaupverðið má aldrei vera liærra en fasteignamatsverð. Páll Zolióníasson liafði fram- sögu og mælti með frv., en á móti því töluðu Jón Sigurðsson og Guðbr. ísberg. Sýndu þeir fram á það, að samkv. ákvæð- um frv. myndu það helst verða rýrustu og lélegustu jarðirnar, sem enginn vildi £iga, sem rík- ið þannig losaði menn við, en reynslan hefði sýnt það, að inenn kysu lieldur að vera í sjálfsábúð en leiguliðar. Umræðunni var frestað og málið tekið út af dagskrá. 2. Frv. til 1. um ríkisútgáfu námsbóka. Frh. 1. umr.. Það gekk lítið betur nú en síðast með a Ikvæðagreiðs luna um þetta mál, því við þriðju tilraun marðist í gegn að vísa málinu til 2. umr. og menta- málanefndar. 3. Frv. til 1. um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum, skotfærum, allskonar sprengj- um og hlutum og efni í þau. Frli. 3. umr., atkvgr. Frumv. var með litlum meiri- liluta samþykt og afgreitt til efri deildar. 4. Frv. til I. um eyðingu svartbaks. Frh. 2. umr. atkvgr. Allar tillögur, sem fram voru komnar frá öðrum en alls- herjarnefnd, voru feldar, en af tillögum hennar voru sam- þyktar: Við 4. gr. „Hreppsnefnd ræð- ur svartbaksskyttur, liver fyr- ír sinn hrepp“. Við 5. gr. í stað „50—500“ komi „10—100“. Við 7. gr. „sektir sairikv. lögum þessum skulu renna til Iilutaðeigandi sveitarsjóðs“. Frv. þannig breytt var samþ. og vísað til 3. umr. 5. Frv. til 1. um breyting á 1. um gjaldeyrisverslun. Fór til 3. umr. 6. Frv. til I. um afnám laga um heimild handa ríkisstjórn- inni til einkasölu á bifreiðum, rafvélum, rafáhöldum o. fk Frh. 1. umr., atkv.gr. Að vi'ð- liöfðu nafnakalli var málinu visað til 2. umr. og fjárhags- nefndar. 7. Frv. til 1. um sérstaka heimild til að afmá veðskukla- bindingar úr veðmálabókum. 2. umræða. Allsherjarnefnd lagði til áð frv. yrði samþ. og var það gjört og visað til 3. umr. 8. Frv. til laga um bráða- birgðabreyting nokkur,ra laga. Frh. 3. umr. Um málið urðu enn nokkrar umræður, en at- kvæðagreiðslu var frestað og málið, ásarnt þeim, er eftir voru og tekið út af dagskrá. Segip jStanley Baldwin af sép? Berlín 6. apríl. F0. Enska blaðið „Daily Mail“ getur þess, að breyting standi fyrir dyrum innan bresku stjórnarinnar. Segir blaðið að Baldwin forsætisráðlierra muni le8gja niður embætti af heilsu- farslegum ástæðum, en að við muni taka Neville Chamberlain, eftirmaður Chamberlains sein fjármálaráðherra muni verða Sir Samuel Hoare, en sem utaii' ríkismálaráðlierra er tilnefnd- ur Halifax lávarður, innsiglis' vörður konungs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.