Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 3
VlSIR Samtal við Hðskuld Baldvinsson, rafmagnsverkfpæðing, ei» framkvæmdi fossamæling^ arnar í Skjálfandafljóti á sídastliónu sumri. 99Saxast á limina lians Björns míns(í Kjósendur og fylgismenn Hermanns Jónassonar á Ströndum liöfðu mannað sig upp hér á dögunum og komið saman á fund í Kaldrananesi. Hugðust þeir mundu fá sam- þykt liitt og þetta stjórninni í vil. En _nargt fer öðruvísi en ætlað er og reyndist Hermann all-Iiðfár, er til skyldi' taka. Þótti bersýnilegt, að hugir manna væri nú mjög frá hon- um snúnir, þó að smalar hans hafi vafalaust ætlað annað. — M. a. var samþykt tillaga, er vítti harðlega það framferði stjórnarinnar, að hið opinbera sé látið vera að vasast í at- vinnurekstri landsmanna, „sem mjög liefir borið á hjá núverandi valdliöfum“. — Önnur tillaga, sem samþykki náði, var á þá leið, „að gengi peninganna verði skráð þann- ig, að atvinnuvegirnir beri sig og lítur (fundurinn) svo á, að kaupgjald sé svo hátt i land- inu, að kauphækkun geti ekki átt sér stað, þó gengislækkun fari fram.“ Þá var og stjórnin vítt fyr- ir það, að eyða stórkostlegum erlendum gjaldeyri fyrir á- fenga drykki, er svo hagi til ^sem nú, að lakmarka verður innflutning á nauðsynleguslu vörutegundum. „Telur fund- urinn slíkar ráðstafanir í alla staði óviðunandi.“ Leist nú fylgismönnum Her- mann ekki á blikuna og vildu freista þess, hyort ekki mætti — þrátl fyrir þetta — fá menn til þess að lýsa trausti á hon- um sem þingmanni kjördæm- isins. En ekki var við það kom- andí. „Þakklætið“ og „traust- ið“ var felt með miklum at- kvæðannin. — „Saxast á limina lians Björns míns“, sagði húsfreyjan í Öxl forðum. Rnssneskar bernjósnir í Svíþjúð. Sænskur kommúnisti handtek- inn í Stokkhólmi fyrir hernjósn- ir í þágu sovétsendisveitarinnar í Stokkhólmi. ©rein með þessari fyrirsögn birtist í norska blaðinu „Dag- bladet“ þann 31. desember síð- astliðinn og er einkaskeyti til blaðsins frá Stokkhólmi sama dag. Fer greinin liér á eftir i íausíegri þýðingu: „Málmvinslumaður einn, Hark að nafni, frá litlu þorpi ná- lægt Norrlcöping, liefir nýlega verið handtekinn af lögreglunni í Stokklióhni fyn-ir grun um njósnir. Fyrir lögregluréttinum hefir Bark meðgengið, að hann hafi staðið í beinu sambandi við rússnesku sendisveitina í Stokk- hólrni, og liaft á hendi njósnar- starfsemi fyrir Sovét-Rússland. Hann jálaði og að hafa gefið rússnesku sendisveitinni upp- lýsingar um ýmsar sænskar verksmiðjur og ýms liernaðar- leg atriði, sem sendisveitin ósk- aði að fá upplýsingar um. t Bark er kommúnisti og kvaðst mundu liverfa til Sovét- Rússlands, þegar hann væri bú- inn að taka út refsingu sina. Rark lauk við lierþjónustu sina ^iðastliðið sumar, og var flug- 1'Uiður i sænska flughernum, og ’þósnaði aðallega um flugher- inn og sænska hergagnasmiði. Það verður nú rannsakað ræki- lega, hvesu víðtækar upplýsing- ar hann hefir gefið rússnesku sendisveitinni á meðan hann var i herþjónustunni.“ Þessi litla grein sýnir Ijóslega einn þáttinn í þeim undirbún- ingi, sem Rússar hafa nú undir það að leggja Norðurlönd undir sig í næstu framtíð. Njósnar- starfsemin er mikilvægt atriði i þeim undirbúningi. Greinin sýn- ir líka vel hvílíka landráðastarf- semi kommúnistar allra landa eru ætíð reiðubúnir að fremja gagnvart þjóð sinni í þágu rauðu hundanna í Rússlandi. Hverskonar upplýsingar hafa íslensku kommúnislarnir gefið Sovétstjórninnr, þegar þeir hafa verið að flækjast til Moskva? En meðal annara orða. Fyrst eg tók pennann, þá er hest að eg spyrji rauðu garmana hér, hvort þeir ætli að játa það með þögninni, sem eg liélt fram hér i blaðinu fyrir tveimur og liálf- um mánuði, að Sovétstjórnin liefði að mestu leyti skapað heimskreppuna, til að eyði- leggja vestrænu þjóðirnar? Vilja þeir nú ekki reyna að hrekja þessa staðhæfingu mina með rökum, ef þeir geta? Þögn- ina lilýt eg að skoða sem sam- þykki þeirra. Jón N. Jónasson. Stutt athugasemd við óhróðri Hannesar Jónssonar verslunarmanns. , Út af grein Hannesar Jóns- sonar verslunarmanns í dagbl. „Vísi“ 28. mars s. 1. með fyrir- sögninni „Rauðu samfylking- unni svarað“, langar mig til að gera eflirfarandi athugasemd. Grein þessi fjallar nær ein- göngu um rekstur Pöntunarfé- lags verkamanna. En í lok greinarinnar snýr hann skyndi- lega að gagnólíku efni, sem flestum mun virðast all-fjar- skylt því sem hann byrjaði að skrifa uni; það er sem sé um pólitiska starfsemi hjá verka- mönnum í „sandnámu hæjar- ins“, og hafnarvinnunni. Veitist hann þar sérstaklega að okkur, sem umsjón höfum með vinnu á þessum stöðum, Þorláki Otte- sen og mér sem skrifa þessar linur. Eg ætla að laka upp orð- réttan þennan kafla greinarinn- ar, og er hann á þessa leið: „Bæjarstjórnin mætti vel at- huga, hvernig pólitískur áróður er rekinn í vinnustöðvunum í bæjarvinnunni, sérstaklega i hafnarvinnunni og sandnámi bæjarins, svo þar er varla vært nema rauðliðum, annaðhvort með vilja eða afskiftaleysi verk- stjóranna.“ Þetta eru svo þungar ásakan- ir í garð okkar Þorláks, og vit- anlega allra sem þarna eiga hlut að máli, að þeim verður ekki tekið með þögn og þolinmæði. Og eg harðneita, að þetta hafi við nokkur rök að styðjast, livað vinnuflokkinn hjá sandtökunni snertir. , Nú veit eg ekki betur en að það sé sameiginlegt áhugamál allra verkstjóra, að vinna sú, sem þeim er trúað fyrir, gangi sem allra best, og sé unnin á eins hagkvæan liátt og unt er; þetta er lika þeirra sjálfsögð skylda gagnvart sinum hús- bónda, hver sem hann er. Nú efast eg ekki um, að Hannes mundi mjög vel fallinn til að stjórna vinnu, og mundi le5rsa það eins prýðilega og unt væri af hendi. Og því vil eg spyrja hann: Hvernig mundi vinna ganga á þeim vinnustað sem verkstj. léti það við gang- ast, að kappræður um stjórn- mál eða önniir málefni, gengju þar svo úr hófi fram, að þar væri ekki vært sumum þeirra manna, sem þar væri ráðnir til vinnu, og gengi enda svo langt, að þeir yrðu að hypja sig burt, vegna ofrikis félaga og sam- verkamanna sinna? Og mundi ekki allir sæmileg- ir verkstjórar reyna að koma í veg fyrir að slílct ætti sér slað? Eg fullyrði að svo muni vera. Nú er það öllum vitanlegt, að sá verkstjóri sem ekki gerir skyldu sína, í fyrsta lagi gagn- vart sínum húsbónda, vinnu- veitandanum, og í öðru lagi gagnvart þeim mönnum, sem lionum er trúað fyrir að stjórna, mundi ekki verða til lengdar verkstjóri á þeim vinnustað. Þetla er mín skoðun á þessu máli, hvað sem Hannesi finst. Að endingu skora eg á hann, að skýra opinberlega frá því liér í blaðinu, livar liann hefir fengið þessar upplýsingar, og einnig að birta nöfn þeirra manna, sem ekki eða varla hefir verið vært fyrir pólitískum ofsókn- um í vinnuflokki verkamanna lijá sandtöku bæjarins. Geri hann það ekki skoðast ummæli hans sem endemis þvaður, grip- ið úr lausu lofti. ! Sigurjón Snjólfsson, verkstjóri lijá sandtöku bæjarins. 1.0.0 F. 3= 117468 = XX Veðrið í morgun: í Reykjavík 7 stig, Bolungar- vík 3, Akureyri 1, Skálanesi —0, Vestmannaeyjum 7, Sandi 7, Kvígindisdal 6, Hesteyri 5, Gjögri 4, Blönduósi 5, Siglu- nesi 4, Grímsey 1, Raufarliöfn —-1, Skálum —1, Fagradfál 0, Papev 0, Hólum í Homafirði 4, Fagurhólsinýri 4, Reykjanesi 7 stig. Mestur hiti liér í gær 7, minstur 4. Úrkoma 1,1 mm. Sólskin 0,1 st. Yfirlit: Lægð við suðausturströnd Grænlands á hreyfingu norðaustur eftir. Hæð vestan við Bretlandseyjar. Horfur: Suðvesturland, Faxa- flói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland. Vaxandi sunnan- átt. Allhvass með kveldinu. Rigning. Norðausturland, Aust- firðir: Vaxandi suðaustan og sunnanátt. Alllivass og víða rigning í nótt. Suðausturland: Vaxandi sunnanátt. Allhvass með kvöklinu. Rigning. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur til Leith i dag. Goðafoss er í Ham- borg. Brúarfoss kom til Borð- eyrar í morgun. Dettifoss kom til Akureyrar á hádegi i dag. Lagarfoss er í Kaupmanahöfn. Selfoss er á leið til landsins frá Gautaborg. I.yra er í Vest- mannaeyjum. Væntanleg hing- að í nótt eða fyi’ramálið. M. s. Dronning Alexandrine er á út- leið. Væntanleg til Færeyja i dag. Esja kom til Norðurf jarðar kl. 11 í gærkveldi. Geir kom af veiðum í nótt með 80 tn. og Iiafsteinn með 90 tn. í morgun. Ilannes ráðlierra kom af veið- um árdegis í dag. Njósnarmálin. Yfirlieyrslur byrjuðu aftur s. 1. laugardag. Var Þorgeir Páls- son útgerðarm. fyrir rétti og að yfirheyrslunni lökinni var honum tilkynt að mál yrði höfðað gegn lionum. Garðar Þorsteinsson hrm. er skipaður verjandi Þ. Pálssonar. Auglýsingar í næsta sunnudagsblað (páskablað- ið) þurfa að afhendast skrifstofunni, eða í prent- smiðjuna, ekki seinna en kl. 11 fyrir hádegi á mið- vikudag. Eldhúsumræðurnar. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins talar í kveld jÓlafur Thórs, Bændaflokksins Þorst. Briem og af liálfu stjórnarflokkanna ráðherrarnir. Glímufél. Ármann biður alla þá, sem hafa í hyggju, að taka þátt í skiðaferð- um félagsins um páskana, að tilkynna á skrifstofuna, sími 3356, í kvöld eða annað kvöld kl. 8—10, eða til ferðanefndar. Leiksýningin í gærkveldi. Spanskflugan var sýnd í gærkveldi fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Var sýningin ágóða- sýning fyrir Friðfinn Guðjóns- son og munu færri liafa komist að en vildu. Skemtu menn sér dátt og létu sumir svo um mælt, að í leiknum væri valinn maður í liverju rúmi. Var klappað óspart fyrir Friðfinni, en öðrum leikendum var og vel fagnað. Þótti og öllum gott, að fá að sjá Ilarald Á. Sigurðsson við þetta tækifæri. Að leikslok- um launuðu áhorfendur Frið- finni með óstöðvandi lófataki. Brynjólfur Jóhannesson hélt stutta ræðu og þakkaði Frið- finni fyrir liönd Leikfélags Reykjavikur, hið langa starf hans í þágu leiklistarinnar. Jafnframt þakkaði liann hon- um í nafni leikhússgesta fyrir óteljandi ánægjustundir. Gat Brynjólfur þess, að þar sem á- liíið væri, að hláturinn lengdi lifið, væri þeir orðnir nokkuð margir, seni ætti Friðfinni fjör að launa. — Leikfélag Rvíkur færði hinum vinsæla leikara forlcunnarfagra blómakörfu, og að síðustu stóð hann á leiksvið- inu með fangið fult af blómum frá liinum og þessum. Kvöddu leikendurnir — bæði konur og karlar, Friðfinn með kossi í þakklætisslcyni fyrir samstarf- ið. Þótti áhorfendum það þjóð- legt og maklegt og lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Kveðst Friðfinnur nú munu ganga i strangasta lcikbindindi, en allir vona að takast megi að fá hann til „að brjóta“! g. 75 ára er í dag frú Ilelga KetUsdótt- ir, Hverfisgötu 55. 75 ára er í dag Magnús G. Waage, Þingholtsstræti 28. 75 ára varð i gær Kristleifu» Þor- steinsson bóndi og fræífima'ð- ur á Stóra-Kroppi. Háskólafyrirlestrar á ensku. — Síðasti fyrirlestur verður fluttur í Háskólanum í kvöld kl. 8,15. Efni: — Scotland — the Northern Highlands með skuggamyndum). Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi er ný- kominn til bæjarins og mun dveljast hér um sinn. Varðskipið Ægir tók breskan togara, Vanberry frá Grimsby, út af Stafnesi i fyrrinótt, fyrir ólöglegan um- búnað veiðarfæra (í landhelgi). Dómur féll í morgun og var sektin ákveðin 4100 kr. Framh. bæjarfrétta er á 4. síðu. Undanfarin ár liefir mjög borið á því, að rafmagnsstöð- in við Glerá lijá Akureyri, full- nægði ekki rafmagnsþörf Ak- ureyrarkaupstaðar, — og þrátt fyrir ítrekaðar óskir Glerár- búa, liafa þeir liingað til ekki orðið 'liennar aðnjótandi, livorki til ljósa eða hitunar. Síðustu árin liefir mikið ver- ið talað um það, að reisa þyrfti nýja rafstöð fyrir Akureyri, þar sem væri mun meiri vatns- orka en sú, sem Glerá getur látið í té. Á árunum 1933—34 voru gerðar orkumælingar á þeim vatnsföllum, er næst lágu bæn- um, og því helst gátu komið til greina, — en þau voru Hraunsvatn í Öxnadal, Djúpa- dalsá í Eyjafirði og Fnjóská. En við nánari mælingar kom það í ljós, að öll þessi vatns- föli, livert um sig, mundi ekki nægja til virkjunar fyrir hæinn nema í bili, — og yrði því að leita nýrra orkulinda, þó fjar- lægari væru. A síðastliðnu vori var Hösk- uldur Baldvinsson, rafmagns- verkfræðingur, fenginn til að gera nákvæmar mælingar á Skjálfandafljóti -— eða öllu Iieldur tveim aðalfossum þess, Goðafossi og Barnafellsfossi — með tilliti til virkjunar annars- hvors þeirra. Nýlega fór Höskuldur með E.s. Dettifossi til ísafjarð- ar i erindum rafveitunn- ar þar, en skömmu áður en hann fór, hitti eg hann að máli og spurði hann um hina fyrir- liuguðu rafmagnsstöð fyrir Ak- ureyri, og mælingar hans, i því sambandi, á síðastliðnu sumri. —- Hve lengi mun hafa borið á rafmagnsskorli á Akureyri? spurði eg. — Það get eg ekki sagt um fyrir vist. En það mun hafa yerið 1934, sem Akureyraring- ar, fyrir alvöru, fóru að hugsa um að reisa nýja rafmagnsstöð er nægði bænum til ljósa, hita, suðu og nokkurs iðnaðar. — En hvað mikið rafmagn þarf til þess? — Að meðtöldu umhverfi Akureyrar og nokkurs hluta af Suður-Þingeyjarsýslu,sem ligg- ur mjög vel við fvrir samveitu, mun það vera nálægt 3-—4 þús. hestöfl a. m. k. En til að full- nægja þeirri rafmangsþörf er ekkert eitt vatnsfall í Eyja- fjarðarsýslu nógu stórt, svo ör- ugt geti talist. Aftur á móti eru tvö vatnsföll í Suður-Þingeyj- arsýslu, sem liafa nægilega orku að geyma, — en þau eru: Skjálfandafljót og Laxá, er fellur úr Mývatni. Bæði þessi vatnsföll liafa að geyma meiri orku en þörf krefur í fyrirsjá- anlegri framtíð. — Hvaða staðir koma þar lielst til greina? —Virkjunarstaðir f}rrir Laxá eru einkum tveir. Annar upp við Mývatn, en liinn þar sem á- in fellur fram úr Laxárdal austan við Grenjaðarstaði í Aðaldal. — Og búist þér við, að ann- ' arhvor þessara staða verði val* inn? — Nei, — á þvi tel eg litl— ar líkur. Verulega hagkvæmar virkjanir á þessum stöðum tel eg, að ekki geti orðið að sinni. — En livað líður þá Skjálf- andafljóti? — Um það er nokkru öðru, máli að gegna. Helstu virkjun- arstaðir í því eru Goðafoss og Barnafellsfoss. Báðir eru foss- arnir vel til virkjunar fallnir, og aðstaðan þannig, að tiltölu- lega ætti að vera auðvelt að> virkja í fyrstu nokkurn hluta af aflinu og bæta síðan smám saman við, uns fullvirkjað er. — En livað líður þá orku þessara fossa? — Eigi verður með fullri vissu sagt um það, hve mikið virkjunarafl þessir fossar hafa að geyma, því að nægilegar vatnsmælingar liafa þar ekki verið gerðar til að ákveða lág- marksrenslið, en þó mun láta nærri að það sé fjörutiu ten- ingsmetrar á sekúndu, en það svarar til 6—8 þús. liestöflum í Goðafossi. — Hvar liafið þér helst hugs- að yður að þessi fyrirhugaða aflstöð yrði reist? — Verði Goðafoss virkjað- ur, mun stöðin verða reist i Hrútey, á vestri bakka fljóts- ins, nokkru neðan við veginn. Það er um tvær leiðir að ræða til að virkja Goðafoss. Önnur er sú, að stifla fljótið skömmu ofan við fossinn og veita því i Hrúteyjarkvisl, og leiða vatnið síðan í pipum yfir þvera Hrúlcy, — eða að stífla fljólið nær fossinum og leiða vatnið í pípum eftir sandrifjunum noitðvestan við fossinn og síðan niður ineð- veslri gilbarminum. En livor leiðin, sem yrði valin, mundi stöðin verða reist á sama stað. Verði aftur á móti Barna- fellsfoss virkjaður, yerður stöð- In reist i Djúpárgilinu, rétt þar sem Djúpá nú fellur út í Skjálfandafljót. Áin mun þá verða stífluð við Breiðanes, og siðan veitt austur i fljótið. Öfl- ugri stíflu mun verða komið fyrir ofan við krappasta strenginn, en neðan við sjálf- an fossinn inundi „túrbínun- um“ verða komið fyrir. — En hvor fossinn skvldi þá verða ofan á? — Um það skal eg ekki segja — en eg tel, að í virkjun Barna- fellsfoss liggi meiri vinna en minni hvggingaefnakaup held- ur en við virkjun Goðafoss! Til þess her lika að taka tillit. — Hve löng mundi leiðslan verða frá fossunum til Akur- eyrar ? — Frá Akureyri að Goða- fossi vrði liún 30,06 km., en að Barnafellsfossi 32.5 km. — Hvað há spenna jrrði á þeirri leiðslu? — Það mundi verða 2 þús. volla spenna, en siðan mundi hún verða lækkuð í bænum niður í 230 volt, á sama liátt og t. d. hér í Reykjavík. — Og hvað er gert ráð fyrir að svona stöð kosti?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.