Vísir - 07.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR Traustsyfirlýsing til bresku st| órnarixinar sam- þykt í neðri málstofunni. Alþýðuflokksmenn gerðu harða hríð að stjórninni fyrir afskifti hennar af Abessiníu- málunum og samningsrofum Þjóðverja. — Eden svaraði og boðaði nýtt skipulag til þess að varðveita friðinn í Vestur-Evrópú. London, 7. apríl. Síðastliðinn miðvikudag beið ríkisstjórnin ósigur í neðri mál- stofunni við atkvæðagreiðslu í sambandi við tillögu frá alþýðu- flokksmönnum um jöfn laun karla og kvenna, sem eru starfs- menn hins opinbera. Neðri málstofan hefir nú hafnað þessari tillögu og vottað ríkisstjórninni traust sitt með 361 atkvæði gegn 145. , Við umræðurnar í neðri málstofunni í gær gerðu alþýðu- flokksmenn harða hríð að stjórninni. Voru ræðumenn flokks- ins einkum hvassorðir út af afskiftum stjórnarinnar af Abess- iníumálunum og „Locarno“-málunum. Töldu þeir stjórninni hafa verið mjög mislagðar hendur í þessum málum. Anthony Eden utanríkismálaráðherra varð fyrir svörum. Lýsti hann yfir því, að ríkisstjórnin gerði sér vonir um, að fyrir næsta haust yrði svo komið, að allar Evrópuþjóðir verði þátt- takendur í Þjóðabandalaginu og jafnframt verði þá búið að koma á nýju, örggu skipulagi í stað Locarno-sáttmálans, til þess að treysta friðinn í Vestur-Evrópu, en einnig verði þá lokið við að gera ráðstafanir til þess að tryggja friðinn annarstaðar, m. a. í Austur-Evrópu, á þann hátt að yfirumsjón með því, sem gert verður til þess, að friður haldist, verði í höndum Þjóðabanda- lagsins sjálfs. — (United Press. — FB.). Flsksðlu málin. Abessinia ekki sigrud. London 7. apríl. FÚ. Abessiniukeisari hefir gefið út opinbera yfirlýsingu, þar sem hann staðhæfir, að sigur ítala á norðurvígstöðvunum sé ekki eins alger og Badoglio láli i veðri vaka. „Ahessinía er ekki sigruð,“ segir hann. „Vér erum reiðubúnir að berjast til vors síðasta blóðdropa, til þess að reka árásarmennina úr landi voru.“ Þá lýsir keisarinn yfir því, að liann hafi orðið fyrir stórkostlegum vonbrigðum af Þjóðabandalaginu, vegna þess, hve það dragist fyrir því, að herða á refsiaðgerðunum, og einkanlega olíubanninu. Hann fer því næst nokkrum orðum um bardagaaðferðir Itala, sem séu svo ægilegar og villimann- legar, að því verði naumast trúað að þær geti átt sér stað á þessum tímum. Loks tekur hann það fram, að liann hafi ekki ennþá tapað öllu trausti til Þjóðabandalagsins, kveðst ekki trúa þvi, að það liafi sin- ar eigin samþyktir um sameig- inlegt öryggi að engu, og láti saklausan meðlim sinn verða- öðrum meðlimi þess að bráð. Krefst keisarinn loks, að ekki verði lengur daufheyrast við bænum sínum. Badoglio segir, að stríðið sé brátt á enda. London 7. apríl. FÚ. Badoglio marskálkur átti i gær tal við blaðamenn, og sagði m. a. að stríðið væri nú þá og þegar á enda. Hinir stór- feldu sigrar, sem ítalir hefðu nú unnið, hvern á fætur öðr- um upp á síðkastið, gerði þeim mögulegt að hrinda í fram- kvæmd stórkostlegri fyrirætl- un, sem innan skamms yrði gerð heyrum kunn. Utan af landi, Vestm.eyjum, 6. apríl. FÚ. Hlaðafli í Vestmannaeyjum. Hlaðafli var á suma báta í Vestmannaeyjum í dag, en aðr- ir höfðu lítinn afla. — Mestan afla liöfðu í gær Gissur livíti, 19.200 kg, skipstjóri Alexander Gíslason og Halkion, 14.200 kg., skipstjóri Stefán Guðlaugsson. Siglufirði, 6. apríl. FÚ. Jarðarföt Sophusar Blöndal fór fram á Siglufirði í dag, að viðstöddu fjölmenni og við mikla viðhöfn og hluttekningu. Eldup í skipi. Oslo, 6. apríl. Frá San Francisco er símað, að eldur hafi kviknað í farmi skipsins „Tricolor“, eign Wil- helmsens útgerðarfélagsins, á leið frá Yokohama til New York. Skipið er með stykkja- farm. Tekist hefir að hindra út- breiðslu eldsins. Farþegarnir, sextán að tölu, voru teknir um borð í enskt tankskip, sem kom Tricolor til aðstoðar. Á Tricolor, sem er nú á leiðinni til Hono- lulu með fullum hraða, er 40 manna áhöfn. (NRP. — FB.). Hænsnabú brennur til kaldra kola með 300 fullorðnum hænsnum og á 6. hundrað ungum. Klukkan langt gengin 3 í nótt kom upp eldur í liænsna- búi þeirra Vilh. Bernhöfts og Högna Halldórssonar. — Er hænsnabú þeirra á lioltinu við Langholtsveg. Hænsnabúið var i langri skúrbyggingu og brann bún til kaldra kola og um 300 fullorðin hænsn, sem í henni voru, og á 6. hundrað ungar. Þegar slökkviliðið var kvatt á vettvang, vantaði klukkuna 10 mínútur í 3. Var skúrbygging- in alelda, er slökkviliðið kom inn eftir. f henni voru, auk hænsnanna, tvær kýr og einn hestur, og var það snarræði pilta, sem þarna komu, að þakka, að gripum þessum var bjargað. Mátti ekki tæpara standa, að björgunin tækist. Líkur benda til, að eldurinn hafi kviknað út frá ungamóð- ur, sem hituð er upp með oliu- vél. Það er nú komið í ljós, að fregnir þær af fisksölutilraun- unum í Bandaríkjunum, sem Visir skýrði frá, nú fyrir viku- tíma, hafa við full rök að styðj- ast. Það virðist svo, sem liin ólánlegu afskifti fiskimála- nefndar af fisksölunni þar vestra hafi að minsta kosti í svipinn orðið til þess að tor- velda þau viðskifti og tefja fyrir því, að tilætluðum ár- angri af sölutilraunum Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda yrði náð. Og það er ekki því að heilsa, að við það hafi ver- ið látið sitja, af hálfu fiski- málanefndar, að stofna freð- fiskssölunni i tvísýnu, með af- skiftum sínum, heldur liefir nefndin einnig, öllum til ó- þurftar, fárið að vasast í salt- fiskssölu, og veit enginn, hver bölvun kann af því að hljót- ast. Það væri ekki nema að von- um, þó að menn léti sér detta í hug, að fiskimálanefndin héldi það hlutverk sitt, að reyna að spilla sem mest fyr- ir fisksölunni. Hver heilvita maður átti að geta séð það í hendi sér, að eftir að erindreki Sölusambandsins hafði ferð- ast um Norður-Ameríku, í um- boði íslenskra fiskframleið- enda, og stofnað þar til fram- búðarviðskifta við ákveðin við- skiftasambönd, þá hlyti það að spilla fyrir öllum árangri af þvi undirbúningsstarfi, ef þangað væri sendur annar maður, til þess að stofna til samkepni við þá aðila, sem tekið höfðu að sér að beitast þar fyrir sölu á íslenskum fiski. — Fiskimálanefnd var kunnugt um það, að Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri, hafði samið við ákveðna aðila um að hafa á hendi sölu á salt- fiski þar vestra fyrir Sölusam- bandið, sem ada/útflytjanda á fiski frá íslandi. En þrátt fyr- ir það, sendir nefndin annan mann þangað, svo að segja á liæla Kr. E., til að útvega aðra umboðsmenn, til að selja þar fisk, undir því yfirskini, að hún, eða þessi sendimaður hennar fyrir hennar hönd, hafi umboð til að selja allan salt- fisk, sem þangað kynni að verða fluttur héðan. Þetta til- tæki nefndarinnar hlaut að hafa þær afleiðingar, að sagt yrði upp öllum viðskiftasam- böndum, sem stofnað hafði verið til, án þess þó að nefnd- inni tækist að ná nokkurum nýjum samböndum. Og þannig virðist þetta líka hafa farið, því að ella hefði nefndin tæp- lega leitað þessarar þrauta- Indingar, til þess að sýna þó nokkurn árangur af lilraunum sínum, að fá danskan kaup- sýslumann til þess að sélja fyr- ir sig nokkur hundruð smá- lestir af saltfiski til Ameríku. Það verður að teljast vel far- ið, ef rétt er, að atvinnumála- ráðherran hafi nú Ioks séð að sér og jieitað að láta fiskimála- nefnd hafa sig lengur að ginn- ingarfífli, og löggilt Sölusam- band ísl. fiskframleiðanda á ný sem aðalútflytjanda á salt- fiski. En það virðist auðsætt, að dróttur sá, sem varð á þeirri löggildingu, hafi stafað af þvi, að fiskimálanefnd hafi viljað fá tækifæri til þess að sprevta sig á saltfiskssölunni í Ame- ríku. Hún hefir nú gert það, með þeim sorglega árangri, að í því efni er alt komið á ring- ulreið. Og vonandi lætur nú at- vinnumálaráðherra ekki teyrna sig aftur út í slíkt glæfraspil. Það er hinsvegar sjálfsagt von- litið um það, að því fáist fram- gengt, að fiskimálanefnd verði lögð niður, þó að sá sé vilji alls þorra fiskframleiðanda. En þess er þó að minsta kosti að vænta, að liún verði með einhverjum hætti gerð óskað- leg og alveg tekið þvert fyrir það, að hún fái framvegis að hafa nokkur afskifti af salt- fiskssölunni. — Það virðist þegar of miklu tilkostað, með því að láta henni eftir freð- fiskssöluna, svo augljóst sem það nú er orðið, að það hlut- verk er henni algerlega of- vaxið. rauðu. Þeir eru aðal-bitlingahítir landsins., Jónas frá Hriflu og aðrir rauðir forsprakkar hafa mikið um það skrafað og skrifað, að sumir stjórnmóla-andstæðingar þeirra liefði óþarflega miklar tekjur. Hefir þetta nudd staðið árum saman, en liltu verið ans- að. — Jafnframt hafa þeir Jón- as og félagar hans haldið því fram, af frekju mikilli og ó- skammfeilni, að Tímamenn og socialistar væri ákaflega frá- bitnir því, að sækjast eftir bitl- ingum og háum launum. Þeir sækist ekki eftir að búa við betri kjör — hvorki i mat né drykk, klæðum eða húsnæði, en bænd- ur og verkamenn verði aö láta sér lynda. Duglegastur allra í róginum um „bitlingamenn“ hefir Jónas frá Hriflu verið. Og samtímis ])vi, sem ltann liefir ákært and- stæðinga sína fyrir „bitlinga- græðgi“, hefir hann talað um sjálfan sig sem lireinan engil í þeint sökum. Og við og við hef- ir hann verið að skýra frá því, að hafi það komið fyrir, að hann hafi með engu móti getað hjá því komist, að taka að sér laun- að starf, auk aðalstarfsins, þá liafi liann æfinlega gefið ein- liverjum launin fyrir aukastarf- ið. Frá þessu hefir hann venju- Iega sagt nokkurum sinnum á ári og má vel vera. nð hann sé nú farinn að trúa því, að hann segi þetta satt. Blaðið „Framsókn“ hefir nú gert bitlinga-ógeð Jónasar og nokkurra rauðliða annara að umtalsefni. Og það hefir komist að þeirri niðurstöðu, að Jónas muni fara með töluverðar ýkj- ur, er hann haldi því fram, að hann hafi megna óbeit ó báum launum og bitlingum. — , Blaðið skýrir frá þvi, að J. J. hafi nú nýlega „með ofstopa“ þvingað „flokksbræður sína til þess, að koma sér að launuðu starfi við þjóðbankann“. — Og þvi næst heldur það áfram: — „Bitlingur þessi er uppbót á há skólastjóralaun með endur- gjaldslausri íbúð í sólarhlið Sambandshússins, ritstjóralaun Samvinnunnar, þingmanns- kaup, mentamálanefndarþókn- un, endurgjaldslausar langdval- ir á opinberan kostnað á Þing- völlum og Laugarvatni og fjár- stuðning af almannafé til ár- legra utanferða.“ Ennfremur scgir blaðið, að J. J. muni ekki standa mjög að baki Jörundi Brynjólfssyni um bitlingaveiðar, en hann vita menn athafnamestan í þeim sökum. Að lokum nefnir blaðið fá- eina höfuðpaura hinnar rauðu samfylkingar og greinir frá launum þeirra, að meðtöldum bitlingum, eftir því sem næst verði komist. , Mennirnir eru þessir og launa- hæðin sú, sem „Framsókn" tel- ur: Krónur. Héðinn Yaldimarsson 32.090.00 Sigurður Einarsson 14.000.00 Guðbr. Magnússon 18.000.00 Sveinbjörn Högnason 11.000.00 Jónas Jónsson .... 20.000.00 Þetta eru bara fimm menn. En hægðarleikur mundi að finna aðra fimm og þriðju fimm meðal hinna rauðu „al- þýðuvina“, er komist liafa í engu minna eða lakara æti við bitlingajötuna. Bitlinga-græðgi rauðra for- sprakka virðast engin takmörk sett. Frá Alþingl í gær. i Efri deild. 1. Frv. til l. um sérstaka dómþinghá í Djúpárhreppi, 1. umr. Frv. er búið að ná samþ. neðri deildar og var því vís- að til 2. umr. og allsherjar- nefndar. 2. Frv. til um löggildingu verslunarstaðar í Hjarðardal í Önundarfirði, 1. umr. Frumv. þetta er einnig komið frá neðri deild, og var því visað til 2. umr, án nefndar. 3. Frv. til l. um breytingu á vegalögunum, 2. umr. Flm. Jón- as Jónsson og Jón Baldvinsson. Samgöngumálanefnd mælir með fr-umv., en gerir 10 breyt- ingartillögur við það og voru þær flestar samþyktar og frv. visað lil 3. umr. Neðri deild. Á dagskrá voru 7 mál, en 4 tekin fyrir. 1. Frv. til l. um vátrygging- arfélög fyrir vélbáta, 2. umr. Frá sjávarúlvegsnefnd. Enginn tók til máls við þessa umræðu, en frumvarpið samþ. grein fyr- ir grein og vísað til 3. umr. 2. Frv. til l. um breyt. á lög- um um þingsköp Alþingis. Ein umræða. Enginn tók til máls um frv., sem kom endursent frá efri deild, sem hafði gert allmiklar brylingar á því frá þvi að það var samþ. við 3. umr. í neðri deild, eða alls á 7 greinum þess. Við atkvæða- greiðsluna var, samkv. ósk Jak- obs Möllers viðhaft nafnakall, og var frv. samþykt með 17 at- kv. gegn 4. — Margir þingmenn neituðu að greiða atkvæði, sök- um þess, að þeir álitu ákvæði frv. vera brot á stjórnarskránni þar á, meðal voru þeir Thor Thors, Garðar Þorsteinsson og Jakob Möller. Þannig var frv. þvingað í gegnum þingið og er nú orðið að lögum. 3. Frv. lil I. um skipun prestakalla, 2 .umr. Flm. Jör- undur Brynjólfsson. — Launa- málanefnd hafði klofnað um málið. Meirilil. (J. B., P. Z. og Jónas Guðm.) leggur til, að frv. verði samþykt óbreytt að mestu. Minnihlutinn (Guðbr. Isberg og Jón Pálmason) gera gagngerða breytingu á 1. gr. frv. og leggja til, að prestaköll- in verði 91 á öllu landinu og þar að auki í Reykjavík 4 prestaköll eða alls 95. Jörundur mælti með frum- varpi sínu, en allir aðrir, er til máls tóku, andmæltu því, og færðu sem ástæðu, fyrst og fremst, að sóknirnar yrðu margar svo erfiðar yfirferðar fyrir presta, að lítt væri hugs- anlegt, að prestar gætu annað þeim. Umræðunni var frestað og málið tekið út af dagskrá. 4. Frv. til l. um brátðabirgða- breytingu nokkurra laga, frli. 3. umr, atkv.gr. Tvær brtt. voru samþ. og frv. því næst af- greitt til Efri deildar. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir, en þau, sem eftir voru, tekin út af dagskrá og fundi slitið. Fundur var settur aftur sam- stundis og tekið á dagskrá: Frv. til I. um frestun á fram- kvæmd 2. og 3. málgreinar 62. gr. laga nr. 26, 1. febr. 1936, um alþýðutryggingar, 1. umr. Frá allsherjarnefnd. Frv. er að eins 2 gr., svo- hljóðandi: 1. gr. Framkvæmd 2. og 3. máls- greinar 62. gr. laga nr. 26, 1. febr. 1936, um alþýðutrygging- ar, skal frestað til 1. apríl 1937. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Frv. þetta er flutt skv. beiðni atvinnumála- ráðherra og er fram komið vegna þess, að sýnt þykir, að það geti valdið óþægindum fyrir alþýðutryggingamar, ef hægt væri á fyrsta starfsári þeirra að krefjast endur- greiðslu á iðgjöldum úr líf- eyrissjóði eftir heimild í 2. og 3. málsgrein 62. gr. alþýðu- tryggingarlaganna, nr. 26, 1. febr. 1936. Frv. samþ. og vísað lil 2. umr. — Fundir voru svo settir á ný tvisvar sinnum og málið samþ. við 2. og 3. umr. og af- greitt til efri deildar. EMhúsuxn- ræðup hófust í Sþ. i gærkveldi og verður haldið áfram í kvekl. Ölafur Thors talaði af heudi Sjálfstæðisflokksins og hóf mál sitt á því, að gera þá kröfu til núverandi ríkisstjórnar, fyrir hönd fjölmennasta stjórnmála- flokks landsins, SjálfstæðLs- flokksins, að þing yrði rofið þegar eftir afgreiðslu fjáríag- anna, og nýjar kosningar látn- ar fara fram. Rökstuddi hann kröfuna með því, að rekja syndaferil stjórnarinnár og sýna fram á, að ýmsar fram- kvæmdir hennar hefðu orðið alþjóð til hins mesta skað- ræðis o.fl. Ilann mintist m. a. á: Fjögurra ára áætlunina frægu, trúarjátningu rauðra burgeisa, kjötsölulögin, sem allir væru óánægðir með. Ennfremur mjólkurmálið, skattabyrðarn- ar, fjármálin, gjaldeyrisástand- ið, bitlingana, freðfisksöluna frægu til Ameriku og margt fleira. Aðrir ræðumenn voru: Þor- steinn Briem, af hálfu Bæuda- flokksins og ráðherrarnir þrír af liálfu stjórnarflokkanna. Eikarskrifbopð. Nokkur ný og vönduð eikaf' skrifborð lil sölu á kr. 125, n)C^ góðum greiðsluskilmálunr. Allskonar liúsgögn smíðuð ef*ir pöntunum. Uppl. Gretlisgöiu 69» ld. 2—7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.