Vísir - 09.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Abessiníustjórn og Þjóðabandalagið. Abessinska stjórnin gerir enn eina tilraun til þess að fá þá aðstoð frá Þjóðabandalaginu, sem dugi til þess að bjarga Abessiníumönnum frá tortímingu. — Haile Selassie kallar alla vopnfæra menn í herinn. Osló, 8. apríl. Abessinska stjórnin hefir sent nýja áskorun til Þjóða- bandalagsins og beðið það þess, að hjálpa Abessiníu svo að dugi, og koma í veg fyrir það, að abessinska þjóðin verði svo Iiart leikin, að hún eigi sér ekki við- reisnar von framar. Áskorun þessi er talin seinasta tilraun Abessiníumanna til þess að fá Þjóðabandalagið til þess að verða sér að liði á þann hátt, sem Abessiníu verði til bjargar. Keisarinn hefir gefið út til- skipun og kallað alla vopnfæra menn i lierinn til þess að gera úrslita-tilraun til þess að stöðva framsókn Itala. (NRP. - FB.). Nopsku skipin á Hvitakafi. Einn af frægustu flugmönnum Rússa, Moronin, hefir flogið yfir Quest og hin selveiðiskipin norsku, sem eru föst í ísnum á Hvítahafi. — Rúsneskur ísbrjótur er farinn af stað skipunum til hjálpar. s Osló, 8. apríl. Samkvæmt skeyti til norska utanríkismálaráðuneytisins frá sendiherra Noregs i Moskwa, verður björgunarleiðangri Rússa á Hvítahafi stjórnað af hinum kunna íshafsfara og flugmanni, Moronin. Hann sím- við tillögum Hitlers. London í gær. FÚ. Franska stjórnin leggur fram í sérstökum kafla svarsins gagntillögur sínar. Eru þær i stuttu máli á þá leið, að komið skuli á innbyrðis friðarsamn- ingum milli nágrannaríkja um alla Evrópu, sem myndi sér- stakt kerfi undir eftirliti al- þjóðanefndar. Ennfremur, að engar breytingar skuli gerðar á landamærum í Evrópu í næstu 25 ár, og aðeins gerðar að þeim tíma liðnum með sam- eiginlegu samþykki allra aðila. ÖII brot á þessum samningi skuli koma til meðferðar al- þjóðanefndarinnar. Ennfremur gerir franska stjórnin ráð fyr- ir þvi í tillögum sínum, að slík alþjóðanefnd hafi bæði landher, flota og lofther til umráða, er henni sé lagður hlutfallslega af rikjum Þjóðabandalagsins enda ákveði Þjóðabandalagið störf hennar og verksvið. Að þessu búnu leggur franska stjórnin til, að einstök ríki skuli draga úr vígbúnaði sínum, eftir nán- ari reglum, sem Þjóðabandalag- ið setur. Á grundvelli þessa 25 ára friðar um landamæri, og al- þjóðlegs lögregluvalds Þjóða- bandalagsins leggur franska stjórnin lil að ráðist sé í úr- lausn hagfræðilegra erfiðleika í Evrópu. í fyrsta lagi leggur hún til, að Evrópuríkin öll innan Þjóðabandalagsins myndi með sér tollsamband, og skapi með sér tollfrið innbyrðis. í öðru lagi, að Evrópuríkin verðfesti gjaldeyri sinn innbyrðis, og komi skipulagi á innbyrðis lánastarfsemi sina. í þriðja lagi, að þessi ríkjaheild geri hrá- efnalindir í öðrum heimsálfum að sameiginlegum sjóði, er skift skuli milli þeirra eftir aði 5. april að hann daginn áður hefði flogið yfir svæðið, þar sem hin innifrosnu skip eru. „Quest“ var þá orðið fast í ísn- um, en hin skipin í 30 kílómetra fjarlægð frá „Ques“. Einn af ísbrjótum Rússa fer skipunum til aðstoðar. (NRP. - FB.). sögulegum og fjárhagslegum rétti. Framkvæmd þessara at- riða skal þó vera því skilyrði bundin, að hún sé gerð með ráði Þjóðabandalagsins, og standi undir framkvæmd nefndar þeirrar, er áður getur. Manntjón Itala í Abessiníu. London, 8. mars. — FÚ. ítalska stjórnin liefir gefið út skýrslu um þá, sem fallið liafa og týndir eru i Abessiníu- ófriðnum af hálfu ílala, á tíma- bilinu frá 3. október til 1. apríl. í skýrslu þessari segir, að 984 ítalir hafi verið drepnir en 49 sé saknað. 979 innfæddir menn hafi farist i liði Itala, en þess er ekki getið hversu margra sé saknað. Utan af landi. Frá Patreksfirði. 8. apríl. FÚ. Togarinn Gjdfi kom af veið- um til Patreksf jarðar í gær með 115 tunnur lifrar. Leiknir kom í dag með 79 tunnur. — Fisk- mjölsvél sú er sett var í Gylfa í fyrra vetur starfar ágætlega, og skilar mun meira fiskmjöli á sólarhring en verksmiðjan á- ætlaði er vélin var seld. — Ný- lega voru settar í báða þessa togara lifrarbræðsluvélar af fullkomnustu gerð og vinna þær meira lýsi en þær eldri. | Frá Vestmannaej^jum. 8. april. FÚ. Bátar í Vestmannaeyjum réru ekki í morgun vegna veðurs. Mestan afla höfðu í gær: Leo 17.000 kg., skipstjóri Þorvald- ur Guðjónsson, Óðinn 15.100 kg., skipstjóri Ólafur ísleifsson, og Erlingur 14.000 kg., skip- stjóri Sighvatur Bjarnason. — Síðar í dag fóru bátar að vitja um net sin því veður var að lægja. Saga Steady-farmsins. Hörmungasagan um afskifti stjórnarvahlanna eða fiskimála- nefndarinnar í samvinnu við at- vinnumálaráðherra af fisksöl- unni til Norður-Ameríku er nú orðin kunn öllum almenningi, bæði af frásögn blaðanna og út- varpsumræðunum á Alþingi. Það kemur auðvitað engum á óvart, þó að „rauða samfylk- ingin“ reyni í blöðum sínum að „klóra í bakkann“, og lýsi staðreyndir, sem þegar eru kunnar, helber ósannindi! En augljósasti votturinn um það, hve varnarlaust stjórnarliðið stendur uppi í þessu máli, eru þó liinsvegar einmitt ræður málsvara þess á Alþingi, og þá fyrst og fremst „eldhús“-ræða Finns Jónssonar um fisksöluna lil Ameriku, sem Alþýðublaðið birti í gær. I stað þess að reyna að bera blak af fiskimálanefnd og atvinnumálaráðherra fyrir afskifti þeirra af fisksölunni til Norður-Ameriku síðustu mán- uðina eða vikurnar, þá tekur Finnur Jónsson sér fyrir hend- ur, að víta aðgerðaleysi fiskút- flytjenda um markaðsleit þar vestra á undanförnum árum! En þessar „gömlu lummur“ Finns, sem Þorst. Briem mundi kalla svo, eru ekki til þess falln- ar, að bæta nokkuð um fyrir fiskimálanefnd eða ríkisstjórn, fyrir afskifti þeirra af fisksöl- unni síðustu vikurnar. Það er alkunnugt, enda get- ur F. J. þess líka í ræðu sinni, að fiskútflytjendur hafa altaf öðru hverju á undanförnum ár- um verið að gera tilraunir til að koma á fisksölu til Ameríku. Ilinsvegar hafa gjaldeyrisvand- ræði i Suður-Ameríku liamlað þvi, að slík viðskifti gæti lekist fram að þessu. En það er líka í fersku minni, að í fyrra var gerð tilraun til að selja fisk til Norður-Ameríku, og að islenslc stjórnarvöld bönnuðu þau við- skifti. Nú hefir fiskimálanefnd með aðstoð ríkisstjórnarinnar grip- ið fram fyrir liendur fiskút- flytjenda, með þeim hætti, að ekki er annað sýnna, en að var- anlegt tjón hljótist af. í Alþbl. í gær er sagt, að afskifti þess- ara aðila af freðfisksölunni til Ameríku hafi orðið til ómetan- legrar blessunar, og er því rétt að rifja upp á ný sögu Steady- farmsins, svo að mönnum gef- ist kostur á að meta þá „bléss- un“ svo sem vert er. Eins og kunnugt er, þá var það erindreki sölusambands fiskframleiðenda, Kristján Ein- arsson, framkvæmdarstj., sem beitti sér fyrir því, að sendur yrði freðfisksfarmur til Amer- íku. Honum tókst, með milli- göngu umboðsmanns, sem liann komst í samband við i New York, að selja fyrirfram 50 smálestir af farminum fyrir á- gætt verð. Kaupandinn var stórt matvælaverslunarfyrirtæki sem hefir viðskifti um öll Bandarík- in hafanna á milli og heitir „Great Atlantic“. Þessi kaup- andi vildi kaupa meira af farm- inum, en fiskimálanefnd neit- aði að selja honum meira. 8 dögum eftir að Sigurður Jónas- son kom til New York, í erind- um fiskimálanefndar, fór hann á fund umboðsnranns þess, sem Kr. E. hafði samið við, og tjáði honum, að hann ætlaði engin skifti við hann að eiga! 10 dög- um síðar, þegar farmurinn var kominn, og „Great Atlantic“ hafði gengið frá kaupunum á 50 smálestunum, vegna þess ineðfram að hann varð þess var að verið var að bjóða út af- ganginn af farminum fyrir lækkandi verð í beinni sam- kepni við liann og án þess að honum væri gerður kostur á frekari kaupum, þá kemur Sig- urður aftur á fund umboðs- manns Sölusambandsins og biður liann nú að lijálpa sér til að kippa þessu i lag, og koma | því til leiðar, að G. A. endurnýi kaupin á 50 sinálestunum. Um- boðsmaðurinn gerði þetta, og kaupin tókust aftur, fyrir nokkru lægra verð. Samtímis biður umboðsmaðurinn um til- boð um sölu á öllum farmin- um, fyrir sama kaupanda (G. A.), en um það var neitað. Og skömmu síðar simar fiskimála- nefnd til Sigurðar og bannar honum að selja þessum kaup- anda meira af fiskinum! En þegar svo alt er komið i óefni, snýr Sigurður Jónasson sér svo loks aftur til umboðsmanns Sölusambandsins í fyrradag, og tekst með aðstoð hans, að selja þessum sama kaupanda það sem eftir var af farminum, fyr- ir 2i/2 cents lægra verð lyrir pundið, en upphaflega var i boði. — Og nú er „allur farmurinn úr „Steády“ seldur“ — eins og Alþýðublaðið skýrir frá í gær, eins og það séu því hin mestu fagnaðartíðindi. Farmurinn er seldur, og þessari hrakfallasögu fiski- málanefndar, ríkisstjórnarinn- ar og Sigurðar Jónassonar lok- ið. Og í stað þess að allar líkur eru til, að 20 þús. kr. ágóði hefði getað orðið á sölunni, má telja víst, að alt að því tvöfalt tap verði á lienni. Frá Alþingl í gær. ----o---- Sameinað þing. Utan dagskrár mintist forseti fyrrverandi alþingismanns Ing- ólfs Bjarnarsonar frá Fjósa- tungu, sem nýlátinn er á Land- spítalanum eftir uppskurð. — Vottaði þingheimur virðingu sína við hinn látna þingmann, með því að rísa úr sætum sin- um. — Var síðan gengið til dagskrár. 1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1937. Framli. 1. umr. Atkv.gr. Málinu var vísað til 2. umr. með samhlj. atkvæðum. 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1934. 1. umr. Eftir frum- varpi þessu eru veittar til gjalda auk fjárlaga árið 1934 kr. 3.650.957.33. 3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1935. 1. umr. Samkv. frv. eru veittar til gjalda auk fjár- laga árið 1935 kr. 53.845.95. — Var frv. þessum báðum visað til 2. umr. og f járveitinganefnd- ar. Efri deild. 1. Frv. til laga um breyting á lögum Menningarsjóðs. 3. umr. Var samþykt með smá- vægilegum orðabreytingum og afgreitt til neðri deildar. 2. Frv. til I. um breyting á 1. um útsvör, 2. umr. Umræðu um málið frestað og tekið út af dag- skrá. 3. Frv. til I. um viðauka við 1. um brunamál. 1. umr. Frá alls- lierjarnefnd efri deildar. Sam- kvæmt frv. þessu ber að gæta liinnar itrustu varúðar um með- ferð kertaljósa á jólatrjám. — Bannað er að halda jólatrés- samkomur nema með leyfi lög- reglustjóra eða hreppstjóra, og aðeins í þeim húsum, sem telj- ast vel útbúin til þess, meðal annars með útbúnað dyra og annara skilyrða til útgöngu. Nánar með reglugerð er at- vinnumálaráðherra setur. Sekt- ir eru ákveðnar 5—1000 kr. — Frv. var vísað til 2. umr. 4. Frv. til 1. um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum o. s. frv. 1. umr. Málið er búið að ganga gegnum neðri deild og var vísað til 2. umr. og alls- lierjarnefndar. 5. Frv. til 1. um landssmiðju. Framh. 2. umr. Málið var ekki útrætt og var tekið út af dag- skrá. Neðri deild. | Á dagskrá voru 11 mál, en 7 tekin fyrir. 1. Frv. til laga um vátrygg- ingarfélög fyrir vélbáta. 3. umr. Umræður hafa engar orðið um þetta frv. fyr en nú, að Pétur Ottesen gagnrýndi frv. nokkuð og kom þvi til leiðar að um- ræðu var frestað í því skyni að málið yrði athugað nánara. 2. Frv. til 1. um samþ. á landsreikningnum fyrir árið 1934. 1. umr. Frv. var vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. 3. Frv. til 1 um sérstaka heim- ild til að afmá veðskuldbinding- ar úr veðmálabókum. 3. umr. Frv. var samþ. og afgreitl sem lög frá Alþingi. 4. Frv. til 1. um skipun presta- kalla. Frh. 2. umr. Frv. fékk enn megnan andróður, og eng- in, sem til máls tók lagði þvi liðsyrði nema Páll Zoplionias- son. Umræðu var lokið en at- kv.greiðslu frestað. 5. Frv. til I. um jarðakaup ríkisins. Frh. 1. umr. Sigurður Kristjánsson rakti með all- skörulegri ræðu óheillastefnu frumvarpsins og tildrög þess. Umræðu var lokið en atkv.gr. frestað. 6. Frv. til 1. um landaura og verðlagsskrár. 1. umr. Flm. Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jó- liann Jósefsson. Frumv. þetta gerir ráð fyrir að breyta undir- stöðuatriðunum við samningu verðlagsskrár, þannig að bæta við dilkum, nýmjólk og sild, en fella niður tóvöru og skinn- vöru — Sömuleiðis útreikn- ingsaðferð til að finna út með- alverðið. — Fyrsti flutnings- maður Iiafði framsögu í mál- inu. Að því loknu var því vís- að til 2. umr. og fjárhagsnefnd- ar. 7. Frv. til 1. um breyting á 1. um brúargerðir. 2. umr. Um- ræður urðu litlar um málið, en að þeim loknum var atkv.gr. frestað. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 14. apríl. , Osló, 8. apríl. Danir vilja varðveita góða við- skiftasambúð sína og Norð- manna. Samkvæml Dagbladet eru líkur til, að ekki verði af á- formum Frakka um stofnun köfnunarefnisáburðar-vcrk- smiðju í Danmörku, ]iar eð Danir vilji ekki spilla hinni góðu viðskiftasambúð Norð- manna og Dana. (NRP. - FB.). [ Getsemane. Þýtt úr bók sr. Skovgaard-Pet- ersens dómprófasts um „Land- ið helga“ | —o— Skírdagskveld í Getsemane- garði var meðal bestu stunda minna á páskunum i Jerúsalem. Getsemane er tiltölulega svip- aður og forðum. Á flestuni öðr- um helgum stöðum hefir mannshöndin og trúræknin reist viðhafnarkirkjur og skrauthýsi. En garðurinn er garður enn þar sem tré og blóm vaxa í friði eins og á dögum Ivrists. Garðurinn, sem hér ræðir um er við rætur Olíufjallsins þar sem vegirnir 3 yfir Olíufjallið skiftast. Það hefir lengst af engin girð- ing verið um hann, en árið 1848 létu Fransiskanar gjöra þar steingirðingu, og 25 árum síðar gerðu þeir háa járngirðingu nokkrar álnir innan við stein- vegginn og liafa síðan styrkt liana með stálneti, milli þessara girðinga er vegur og hér og hvar við steinvegginn eru smá- básar, prýddir barnalegum myndum úr píslarsögunni, nokkurskonar eftirliking af „via dolorosa“. I norðvestur horni garðsins er rúmgóð kap- ella. Gömlu olíuviðartrén vekja mesta eftirtekt í garðinum. Á 17. öld voru þau 9, en pílagrím- ar, sem safna minjagripum og „helgum dómum“, liafa alveg eytt einu trénu, skáru af þvi greinar og flísar, uns það visn- aði. Þegar það fréttist til Róm, tók páfinn í taumana og lýsti kirkjubanni yfir livern þann, sem hnuplaði grein eða skæri flis af þessum trjám, — og svo var vörður fenginn hjá yfir- völdunum, Múhameðsmaður, til að líta eftir að enginn skemdi trén. Trén eru sem sé svo gömul og ellileg að sumir lialda, að þau séu frá dögum Krists. Krist- ur liafi sjólfur setið undir þeim, er liann liáði sálarbaráttuna miklu forðum, halda sumir. Það er samt næsta ótrúlegt. Fyrst og fremst verða olíuvið- artré sjaldan eldri en 500 til 600 ára, þó kvað það koma fyrir, að þau verði um 2000 ára. Svo er þess að minnast, að þegar Rómverjar sátu um Jerúsalem forðum, feldu þeir hvert tré innan 90 stadiafjarlægðar frá Jerúsalem til að reisa umsáturs- vígi sín, að því er Jósefus sagnaritari segir frá. Þá segja fornir sagnaritarar, að eftir uppreist Bar Kakba á 2. öld liafi Gyðingaland verið sem auðn ein og þá hvergi sést neitt olíuviðartré. En þótt olíuviðartrén 8, sem nú standa í Getsemane séu þannig ekki beinlínis sömu trén og Kristur leit, þá er ekkert ó- líklegt, að þau séu vaxin af sama stofni og bar hin trén forðum. Ekki vantar þau stærð- ina, 20 fet ummáls við jörðu, og ekki skortir ellimerki: skell- ur í börkinn og inn i stofn, en þó lifa þau góðu lífi og bera 8 grænar krónur og l'jölda á- vaxta. Munkarnir, gæslumenn garðsins, hafa sumstaðar sett net undir krónur þeirra, svo að enginn ávöxtur falli utangarðs. Ávextir þessir eru seldir háu verði; oliuviðarolía úr Getse- mane er dýr vara, og úr kjörn- um ávaxtanna eru gerðir dýrir „rósakransar“. Auk þessara trjáa eru nokkr- ur Cyprestré í garðinum, steind- urbrunnur vafinn laufskrúði fögur blóm. „Levkojur“ eru al-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.