Vísir - 09.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 09.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR gengustu blómin, hvít, ljósrauð, dökkrauð og gul. Nellikur og rósir voru og margar, en fjól- urnar voru fallnar. Það var komið svo langt fram á vorið þar. Skírdagur kominn! Blóma- ilinurinn var mikill og blóma- beðin vel hirt, víðast kross- mynduð. Samt voru það ekki blómin né liönd garðyrkju- mannsins, sem helgisvipinn settu á garðinn, lieldur gömlu trén, þau mintu á liðnar aldir, ekki síst stærsta tréð syðst í garðinum. 'Þaðan blöstu við kirkjurústir frá 4. öld rétt utan við garðinn. Við hjónin settumst við þetta tré. Sátum þar fyrst um stund alein. Svo koma gestir einn og einn. Ungur prestur, kaþólsk- ur, fellur á kné til bænagjörðar við tréð. 2 munkar frá Abess- iniu, dökkir og með svört höf- uðbindi fara um ytri ganginn, og kyssa helgimyndirnar. — Nokkrar hjúkrunarkonur nema staðar og syngja þýska sálma. Það er blæja logn. Blómin og greinarnar hreyfast ekki. Frið- ur á jörðu, heilög stund og hjörtu manna gagntekin af þrá eftir meiri friði upphæða. Sólin er nýgengin bak við olíufjallið, en geislar hennar leika enn um kúpt þak grísku kirkjunnar upp í hliðinni and- spænis garðinum. Við sitjum þögul, hugur og hjarta dvelur við fornar, helgar minningar. Þá kemur alt i einu gamall munkur til okkar og segir vingjarnlega: „Það á að loka garðinum.“ „Hvað segið þér? Á að loka garðinum á skírdagskveld ? Það nær ekkrnokkurri átt!“ „Honum verður aðeins lokað i eina klukkustund á meðan munkarnir eru að borða“, svar- ar munkurinn liæglátlega. Þetta fanst mér blátt áfram hlægilegt og óviðunandi. En hér dugðu engin mótmæli, og við fórum leiðar okkar. Þegar eg koin aftur einsam- all, eftir klukkustund, var búið að opna garðinn að nýju; eg ^ór þó ekki inn i hann, heldur gekk eg upp ú klöppina, þar sem sagan segir að þeir Pétur, Jakob og Jóhannes liafi legið og sofið meðan Jesús háði ein- ínana barátlu sína. Það er nú orðið dimt. Aust- ur-varnargarður Jerúsalem gnæfir hár og skörðóttur liinu- megin í Kedronsdalnum, og þar eð Getsemane liggur tiltölu- lega lágt, skyggir múrveggur- inn á öll ljósin í borginni. Efsti toppurinn á hvelfingu Omars- niusterins og hinn hái turn á Antoniusarkastala gnæfa upp iyrir hann. Maður verður varla var við að rétt lijá sé stór borg. Alt er kyrt og rótt og myrkrið bylur alt. Lengi sat eg aleinn á staðn- um, þar sem lærisveinarnir sváfu nieðan Jesú leið. Mér fanst eg einnig eiga lieima á þessum stað. Eg hafði einnig oft sofið í stað þess að vaka og biðja. Minningar biblíunnar og ininningar míns eigin lífs beygðu sál mina i lieilaga auð- mýkt fyrir Drottni almáttugum °g mintu mig á gömlu Getse- Uianebænina, „þó verði ekki minn vilji, lieldur þinn“ .... Þessari stundu mun eg seint Sleyma. Hvergi annarsstaðar i Landinu helga hefir mér fund- 5st eg jafn gagntekinn af helgi staðarins og þarna. Og eg skildi ^innig nú þrá pílagrímanna til biðja fyrir sínum nánustu u slikum helgum stöðum. Vér •^biin raunar að Guð er alstað- r 1afn nálægur, þegar við liann *abið í anda og sannleika, en heila„ • • . , agar mmnmgar, tengdar vissum stöðum, geta gert sitt til a< Jænih sé flutt í anda og sannleika; þetta fann eg í Get- semanegarðinum — eða réttara sagt á Postulaklöppinni fyrir utan garðinn. Eg sat þarna rúma klukku- stund. Smáliópar manna streymdu stöðugt inn í garðinn. En upp að Postulaklöppinni komu fáir; á meðan eg sat þar komu aðeins 3 pílagrimar undir leiðsögn rússnesks prests. Þeir féllu allir á kné og kystu klöpp- ina með innileika. Síðan sungu þeir stuttan sálm, nær því í hálfum hljóðum. Orðin skildi eg ekki, en lagið var undur fag- urt, og mér fanst það lýsa barnslegu trúnaðartrausti á Guði, og sterkri þrá eftir því ó- komna. Lagið gagntók mig svo, að mér fanst eg hafa orðið fyrir miklu tjóni að eg gat ekki num- ið það og munað alla mína æfi. Þegar pílagrímarnir fóru, var eg að því kominn að standa á fætur og þakka þeim fyrir söng- inn, en eg veit af revnslu, að þessir einföldu rússnesku pila- grímar kunna aðeins sitt eigið móðurmál og vanalega eru prestarnir einnig jafn ómentað- ir. Og livað hefði þá þakklæti mitt haft áð þýða? Það hefði varla leitt til þess sem hefði þó verið tilætlunin, að vér hefðum allir kannast við að vér værum bræður í trúnrii á Drottin. Svo eg lét mér nægja að hvisla á eftir þeim: „Til sama himins liggur leið vor, þó leiðir skilji hér.“ En þegar þeir voru farnir, og eg sat aftur einsamall, datt mér ósjálfrátl í hug: „Þeir kystu klöppina! Á hún það skilið. Postularnir sváfu á henni, ef það er þá sama klöppin. En þá mintist eg að það var hér sem Jesús sagði: „Vakið og biðjið, svo þér fallið eigi í freistni, and- inn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt“. Sannleiksgildi þessara orða kemst enginn framhjá, og Postulaklöppin er sem táknmynd þeirra. Nú gekk eg aftur inn i Get- semane-garðinn. Þar var sam- ankomið töluvert af fólld, lík- lega um 50 til 60 að lölu. En JiVað alt var samt hljótt og kvrt. Allir fundu til helgi staðarins. Menn gengu ósjálfrátt varlega og hægt og töluðu saman í liálf- um hljóðum. Sumir sátu út af fyrir sig og báðust fyrir. Eg settist niður undir stærsta trénu í garðinum, stjörnurnar skinu, og er eg leit upp til him- ins fansl mér þær svo nálægt, að það var eins og þær héngu í trjákrónunni, og að eg þyrfti ekki annað en að lirista tréð, til þess að þær féllu niður til mín. Einmitt þegar eg var að hugsa um þetta var kveikt á blysum skamt frá mér og Ijós- in blöktuðu skær fram og aftur á milli hinna gömlu trjáa. Blys í Getsemanegarði! Voru óvinirnir komnir? Júdas og æðstu prestarnir? Nei, ekki í þelta sinn, því nú liljómaði heilagur söngur um Getse- manegarðinn. Að honum lokn- um var lesin frásögn Maltheus- arguðspjalls um fyrsta skír- dagskveldið: „Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn, gengu þeir út til Olíufjallsins .... Þá fór Jesús með þeim lit i garð, sem var kallaður Getsemane, og hann segir við lærisveinana: Setjist hér á meðan eg fer og biðst fyrir . .. . “ Hvert orð í lýsingu biblíunn- ar gagntók mann þarna undir þessum gömlu trjám. Þá var heðin sameiginleg bæn, og all- ur hópurinn gekk síðan upp á hina breiðu stétt fyrir framan rússnesku Alexanderskirkjuna. Þar átli að fara fram útiguðs- þjónusta fyrir mótmælendur. Eg fór þangað einnig. Það var mannmargt þarna, en alls ekki hávaðasamt eins og um morguninn við „fótaþvotts- athöfnina“. Það rikti Getse- mane-kyrð og ró. Það var beð- ið og sungið. Landsstjórinn í Jerúsalem las upp Getsemane- textann og enski biskupinn las að lokum upp blessunarorðin. En það sem lireif mig mest var einsöngur. Söngurinn lýsti því, hvernig Jesús gekk aleinn fram fyrir Pilatus — og var aleinn á krossinum. Viðlag sálmsins var: „Hann fórnaði fjöri sínu til að frelsa oss öll“. Og í hvert skifti, sem söngmaðurinn söng þetta viðlag við raust, svaraði berg- málið frá múrum Jerúsalem „að frelsa oss öll! — oss öll! — hljómaði greinilega frá gömlu múrunum og Musterishæðinni. Það var Guðs vilji að allar kynkvíslir jarðar skyldu verða aðnjótandi blessunarinnar, sem var undirbúin á fjalli Guðs. Og náð sína boðar Guð öllum. 1 næturkyrðinni hljómar til vor frá hinu lieilaga f jalli „oss öll“! Það er eins og höfuðhugsun í öllu því, sem undirbúið var á Zionsfjalli kæmi nú fram úr næturhúminu og benti á kær- leikslijarta Drottins, sem gerir sig ekki ánægt með ininna en „oss öll — öll!“ Eg þakka Guði fyrir sálar- baráttu Frelsarans í Getse- mane, og eg þakka Guði fyrir þá stund, sem mér var leyft að dvelja þar á skírdagsnótt. Skovgaard-Petersen. Ljósið í glugganum. Þórður beykir Stefánsson, sem lengi bjó í Bergstaðastræti 37 og nú er látinn fyrir fáum áruin, ólst upp í Deildartungu í Borgarfirði. Einu sinni á unglingsárunum fór hann vetur einn til sjóróðra suður með sjó. Var hann öllum leiðum ókunnur, nema rétt í nærsveitunum. Hann var fót- gangandi. Hélt liann nú fyrsta kvöldið að Varmalæk og gisti þar. Úr því þrutu þær leiðir, sem honum voru kunnar. Næsta dag ætlaði hann suður á Hvalfjarð- arströnd, en það ér erfið dagleið í ófærð óþroskuðum unglingi. Fór hann nú samt ferða sinna, sem leið liggur og kom um kvöld að bæ einum, sem hann þekti ekki þá, en vissi síðar að mundi liafa verið Ferstikla á Hvalfjarðarströnd. Baðst hann þar g'istingar, en var synjað. Sagði fólkið honum að hann skyidi lialda að Hrafnabjörgum innar á ströndinni. Það væri auðvitað góð bæjarleið, en þar mundi hann áreiðanlega fá inni. Hélt liann nú áfram leiðar sinnar í liríðarveðri og nátt- myrkri og var'það ekki björgu- legt. , Nú vikur sögunni að Hrafna- björgum. Bóndinn þar átti dótt- ur eina og sat hún við vinnu sina á vökunni, eins og annað heimilisfólk. Hana sækir þá svo mikill svefn, að hún getur með engu móti haldið sér vakandi. Legst hún þá út af og sofnar. Þykir henni hún þá vera stödd úti og sjá ókunnan mann, sein hún þykist vita að sé i nauðum sladdur. Finst henni einhver segja sér, að taka kerti, kveikja á þvi og lála það í baðstofu- gluggann. Við þetta vaknar liún. Bregður hún þá fljótt við, tekur kerti og kvcikir á þvi og lætur það i gluggann. Undraðist fólk- ið liltæki hennar, en lét það þó óátalið. Þórður heldur áfram ferð sinni og örvænli nú mjög um sinn hag, þar sem bæði var myrkt af nóttu og liríð. Vissi Iiann einnig, að viða voru slæm- ar fjörur á Ströridinni og hann alókunnugur. Þegar hann hefir gengið all-lengi, dettur hann alt í einu um þústu nokkura. En þegar liann stendur upp sér hann ljós í glugga skamt frá. Var þústa þessi útiliús frá Hrafnabjörgum, en ljósið var kertið bóndadóttur. Flýtti hann sér nú til bæjar. Var lionum þar vel tekið og gisti hann þar um nóttina. Sagði bóndadóttir hon- um frá draumi sinum og tiltekt- um. Morguninn eftir liélt hann leiðar sinnar og segir ekki meira af ferðum hans. ( Þórður lieitinn var alla líð sannfærður um, að ljós þetta hefði bjargað lífi sinu. E. Hitt og þetta* Refsingar. Eins og menn vita, voru refs- ingar allar við afbrotum manna' rniklu strangari fyrr á öldum, en nú tiðkast. — Sem dæmi um miskunnarleysi í þeim efnum má geta þess, að drengur einn i Næfurholti á Rangúrvöllum, Eysteinn Jónsson, varð að þola húðlát og að höggnir væri af honum tveir fingur fyrir þá sök, að liafa slegið föður sinn í bræði. Var þessi refsing á pilt- inn lögð með alþingisdómi 1657. Og samt hafði faðirinn ekki kært drenginn og kannast við, að sökin hefði verið sín að nokkuru leyti, þvi að hann hefði reitt piltinn til reiði. Það mundu þykja Ijótar aðfarir nú á döguin, ef svipuð refsing væri á einhvern lögð fyrir likar sakir. t Töturkúfur og Beinrófa. Frá því er sagt, að i einni af plágum þeim hinum miklu og mannskæðu, sem yfir landið gengu, hafi sumar sveilir nálega eyðst að mannfólki. — „í Grunnavikur- og Aðalvikur- sveitum tveimur lifðu ekki eft- ir nema einn maður og ein kvennsnipt. — Hann var nefnd- ur Ögmundur tpturkúfur, en hún Helga beinrófa. Þau tengd- ust eða tóku þar eptir saman bæði“. 98% eflir gefin. „Tíminn“ heldur því fram, að Jörundur i Skálholti sé einn af bestu bændum landsins og eins og bændur eigi að vera. Það sé eitthvað öðru máli að gegna með hann ellegar Svein bónda á Egilsstöðum. Sveinn hafi sýnt af sér þá dæmalausu óvífni, að fara i Kreppulánasjóð og fá þar eftirgefið eitthvað af skuldum. Þetta sé hin mesta svivirðing fvrir Svein bónda og í rauninni hefði hann ekki átt að fá neina hjálp, því að liann sé orðinn versti dóni i pólitík og stein- hættur að trúa á Jónas! — Hins- vegar hafi Jörundur alla tið verið mesti fyrirmyndarbóndi, sannarlegur máttarstólpi og brautryðjandi. Og ekki Iiafi hann gengið af trúnni á Jónas. Hann haldi fast við sína póli- tisku barnatrú og sé lika góða barnið enn í dag. — Þessháttar menn eigi kreppuhjólpin að styrkja á allar lundir, eins og hver maður geti séð. Og það sé vissulega ekki umfram verð- leika, að Jörundi skuli hafa ver- ið gefnir eftir 98 aurar af hverri krónu, sem hann skuldaði. Hann sé margbúinn að vinna fyrir slíku, blessaður maðurinn, með öllum sínum afreksverk- um í þarfir lands og þjóðar!! Árn. Visa Jóns biskups Arasonar um ósóma aldarfarsins: ---------0--- Hnigna tekur heims magn, hvar finnur vin sinn? ( Fær margur falsbjörg, forsómar manndóm. Trygðin er tryld sögð, trúan gerist veik nú. Drepinn lield eg drengskap, dygð er rekin í óbygð. Braud lífsins. ----o--- í ræðu, sem síra Bjarni dóm- kirkjuprestur liélt nýlega, og var úlvarpað, talaði liann uin „lífsins brauð“, sem allir trúað- ir menn vita hvað merkir, nefni- lega, að Jesú er brauð lífsins og Guðs orð. Presturinn segir að sem barn hafi liann orðið að borða alt brauð, og mátti ekki skilja eftir skorpuna eða það sem honum þótti verra. Hann varð að borða það alt. Eins segir hann, að vlð eigum að meðtaka Guðs orð alt. Eg skil prestinn. Úr því eg trúi á liinn lifandi Guð, sem býr á háum og helgum stað og eg trúi að bibl- ían sé eina „Guðinnblásna bók- in“ sbr. 11. Tim. 3, 16, þá trúi eg auðvitað öllu sem í biblíunni stendur skrifað. — En það er alt annað mál, hvort eg skil það alt. Við viljum trúa með skyn- semi, segjS menn, en það er engin trú. En eg felli mig svo innilega vel við, að taka með ró ýmsu sem eg skil ekki, með mínum takmarkaða skilningi. Aðeins veit eg það, að eg skil nóg mér til sáluhjálpar. Og hvi ætti eg þá að taka einn og einn ritningarstað og segja: Eg hef ekkert með hann að gera; eg ifelli mig ekki við liann, og skil hann lieldur ekki. Væri slikt trú? Eg vil taka undir með jirestinum. Eg vil hirða alt brauðið, svo ekkert spillist. — Skönuuu eftir þetta les eg í Al- þýðublaðinu þessa setningu, eft- ir einhvern hálfvolgan Pétur: „Eg skil ekki að hugsandi nú- tímamaður geti verið í neinum vanda með þessar fornu ritn- ingargreinar og sérvisku þeirra“. Þetta er þvi miður alt of rétt. Fjöldinn er sannarlega ekki í neinum vanda með ritn- inguna. Hún er tætt niður blað fyrir blað, og troðin niður af saurugum fótum vantrúarinn- ar.----- „Sál mín tærist af þrá eftir hjálpræði þínu, á þitt orð vona eg“. „Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur fast, eins og himininn." Davíðsálm. 119. G. S. Næsta blað Vísis kemur út laugardag fyrir páska. Eldhúsumræður » liéldu áfram i fyrradag, eins og getið var um i blaðinu i gær. Tóku margir til máls og fyrst- ur allra Jón Pálmason fyrir liönd Sjálfstæðisflokksins. Var ræða Iians hin skörulegasta og fer hér á eftir stuttur útdrátt- ur úr henni. Ræðumaður talaði m. a. um fólksstrauminn úr sveitunum. Alt ungt fólk flýði sveitirnar, svo elcki væru eftir nema börn og roskið fólk. Alþýðuflokkur- inn hefði liækkað vinnulaunin svo að framlciðslan bæri sig ekki. Skuldir hlæðust á jarðir bænda, sem væru nú lítt selj- anlegar, nema með stórtapi. Bændur yrðu því annaðhvort að afhenda jarðir sínar upp í skuldir og verða leiguliðar eða hröklast burt úr sveitinni. — Atvinnubótavinnán væri sveita- styrkur „númer tvö“ og ofan á það væri nú stofnað til þess með svokölluðum atvinnuleys- istryggingum að borga mönnuin kaup fyrir ekki neitt. — 1 Reykajvík væri 10. hver mað- ur á sveitinni. Atvinnumálaráð- herra hefði eitt sinn látið sér þau orð um munn fara, að það þyrfti að granda þjóðskipulag- inu og virðist nú drjúgum fær- ast nær því marki. Saga mjólk- urmálsins væri saga ofríkis og eiginhagsmuna togstreitu. — Launamálið á ekki að fá af- greiðslu á þessu þingi, sökum þess að vemdarvængur vald- hafanna vakir yfir velferð sinna trúu þjóna. Skipafregnir. Edda fór héðan i gærkveldi áleiðis til Dýraf jarðar með salt- farm. Brúarfoss kom i gær- kveldi frá Breiðafirði og Vest- fjörðum. Færeyskur kútter kom inn í gær, vegna bilunar. Togararnir, sem komu inn í fyrrinótt og gærmorgun, eru farnir á veiðar aftur. Ferðafélagið. , Farið verður i Fossvog i dag kl. 1, ef veður leyfir og safnast þátttakendur á Skólavörðuhæð. — Athygli skal vakin á þvi, að farmiðar í Reykjanesferðina verða seldir á laugardaginn til kl. 5 á afgreiðslu Fálkans, vegna þess að Bókaverslun Sigf. Ey- munssen er lokuð þann dag allan. Daily Herald i London skýrir frá því 3. mars, að tuttugu reynsluflug- ferðir verði farnar yfir Norður- Atlantshaf á sumri komanda, tíu frá Kaupmannahöfn til New York, og tiu frá New York til Kaupmannahafnar, í báðum leiðum að líkindum með við- koniu á Slietlandseyjum, Fær- eyjuin, Islandi og Grænlandi. Póstur verður fluttur, en far- þegar ekki. (FB.). Fishing Gazette, enskt tímarit, birtir þ. 7. mars grein, sem nefnist „Ice- land for the Fisherman“, eftir R. Ansell Wells. Greininni fylgja þrjár myndir. Ein af manni, sem er að veiða á stöng í Gljúfurá í Borgarfirði, önnur af Soginu og sp þriðja er frá Reykjavik. Greinarhöfundur er sýnilega vel kunnugur hér á landi. Greinin er ítarleg og vin- samleg í garð Islands og Islend- inga. — (FB.). Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá S. G., 5 kr. frá S. H., 5 kr. frá Ó. S., 2 kr. frá Þ. Þ. Til stúlkunnar sem þarf að fá gervifótinn, afhent Vísi: 2 kr. frá Ó. G., 2 kr, frá M. S. Gildi guðstrúarinnar, Svo heim til náum himna ranns og hljótum sælu búna, , á fórnardauða frelSarans festa verðum trúna. Jens J. Jensson. Bókasafnið „Anglia“ verður lokað um hátiðina. Áheit á Hallgrim skirkj u i Saurbæ, afhent Vísi: 12 kr. frá J. J. J. Skrifstofur stjórnarráðsins og rikisféhirðis verða lokaðar á laugardag fyrir páska.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.