Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 6

Vísir - 19.04.1936, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBL.U) Hulduskipið. Æfintýri eftir Hu 1 du. Niðurl. Þeir Arnviður og Björn litli settust á hólbarð seni var orðið autt og þurt. Sólin skein heitl og það var engin liælta að þeiin vrði kalt, þó að þeir sætu þarna um stund. Arnviður gamli kom sér vel fyrir og lagði síðan arm- inn yfir Björn litla og hallaði honum að sér. „Ó!“ livíslaði ílrengurinn samstundis, „eg sé eg sé, afi.“ „Hvað sér þú þá,“ spurði afi Iians i hálfum hljóðum. „Skipið úti fvrir skerjagarðinum — fallega hálá sem eru að sækja vörur út í það, og fólk — f jölda margt fólk. Nei! og nú eru öll hvolfin eins og sæi inn í stóra sali. Og bátarnir lenda við allar þessar stóru dyr og fólkið sem er heima tekur á móti yörun- um úr þeim. — Ilcvrðu! Nú skella þeir þungum hurðum einliversslaðar inn i hjörgun- um. En hvað fólkið er fínt. Sjáðu, afi, lillu drengina i smá- hátunum hérna heint á móti. Hvað þeir eru i skritnum skrautlegum fötum.“ „Já, það skortir ekki margt huldufólkið í Svörtuhvolfum,“ svaraði Arnvitur gamli lágt og hrosli. „En afi — að þú skulir aldrei hafa sagt mér frá þessu fyrri og sýnt mér það alt. Vita bræður mínir ekkert um þetta? Hefir þú aldrei sagt þeim það? Geta þeir ekki séð það?“ „Hvaða ósköp spyr þú um niargt í einu, drengur. Þú varst nú fyrst í vor svo viti borinn, að eg teldi rétt að sýna þér þetta og segja. En hvað hræður þina snertir, eru þeir alveg ó- skygnir menn, það liefi eg margsinnis reynt. Nú verður þú vænn og stiltur drengur, Bjössi minn, og segir engum frá þessu nema mömmu þinni. Hún fer varla að fleipra með það. Hún veit um alt sem eg sé, þó að hún sé ekki skygn sjálf, þá trú- ir hún mér og hefir æfinlega trúað frá því hún kom i þenn- an hæ. En þú átt að fara dult með þetta alt sem þér er leyft að sjá öðrum mönnum fremur, að það sr sómi livers manns að vera orðvar. Og liitt líka, að liuldufólkinu geðjast ekki að þeim sem segja fró því og öll- um þeirra liáttum, i leyfis- eysi.“ Björn litli hlustaði vandlega eftir öllu sem afi lians sagði og fanst mikið til um það, að vera trúað fyrir leyndarmáli lians. Hann sat hljóður og horfði á liulduskipið fagra, sem lá rétt utan við skerjagarðinn og hækkaði smátt og smátt á sjón- um, eftir því sem það léttist við það að vörunum var skij)að upp. „Afi“, hvíslaði liann loks, „hefir þú aldrei talað við huldu- fólkið?“ „Ekki í vöku, en ofl kemur ]>að til mín i svefni og talar við mig um liitt og þetta. Það veit fult svo margt sem við, enda er það nú létlara á sér og getur skygnst betur um. Og svo er mér nær að halda að það sjái lengra fram i tímann en mensk- ir menn. Að minsta kosti hefir ])að varað mig við mörgu, um dagana.“ „Eg skal aldrei styggja huldu- fólkið“, mælti Björn lilli lágt og' leil framan í afa sinn„ „Ileldur þú ekki að mig dreymi það Hka, þegar eg er orðinn stór?“. — „Jú, ælli ekki það“, svaraði gamli maðurinn hóg- vær, „en nú fara foreldrar þín- ir að undrast um oklcur, Bjössi minn, og það er hest að við komum heim.“ Arnviður gamli slóð slirðlega á fætur, en Bjössi llli sat kvr á liólbarðinu. Um leið og afi Iians slepti honum dofnaði vfir þvi sem hann sá i hulduheimi. Og að lokum hvarf það með öllu. Hvernig sem liann starði á hamrana sá hann ekkerl nema auð og tóm hvolfin og svarta bergveggina á milli. Og' hvernig sem hann leitaði með æugunum var ekkert skip að sjá við skerjagarðinn né háta ó vík- inni. „Komdu nú, harn mitt“, end- urtók afi lians. Og Björn litli stóð líka á fætur og þeir lögðu af stað heimleiðis. „Heyrðu afi — heldur þú ekki að eg' geti séð eins og þú, þegar eg er orðinn stór?“ spurði drengurinn og leit til baka, en þar var ekkert að sjá. „Ekki er ])að ómögulegt, ef þu er stiltur og segir ekki mörgum frá.“ — „Eg ætla að vera stiltur og segja bara niömmu og þér.“ „Já, já — stiltur og þögull; þá verður þér treyst og' trúað bæði af sýnilegum og ósýnileg- um vinum. „Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geyni vel þína,“ tautaði gamli útskaga-bóndinn og liélt þétt um liönd sonarson- ar síns meðan þeir gengu suður bleika túnhólana. Þegar þeir komu heim undir bæinn kom hundur bræðranna, hann Sendill, á móti þeim. Hann dillaði skottinu, leit vin- gjarnlega til þeirra og hljóp sfðan við fót fram hjá þeim lit tún,alla leið út á hólbarðið, sem þeir Arnviður gamli og Björn litli höfðu setið á. Þar stað- næmdist liann, horfði ofan á Dyravík og gelti við og við. Björn litli leit þangað og spurði „Er hann Sendill máske skygn, afi?. Hann stendur þarna úti á hólbarðinu og geltir, eins og Iiann sjái eitthvað nýstárlegt.“ „Það getur vel verið að hann sjái eitthvað — eg hefi oft orðið þcss var að skepmjr eru skygn- ar —- einkum liundar. IJefir þú eklci tekið eftir því að liann Sendill sest löngum út á bæjar- vegg og gellir i vissa átt? Það bregst aldrei að úr þeirri átt kemur geslur áður en langt um líður. En Sendill er ekki að gelta að gestunum, því liann byrjar löngu áður en ,þeir eru komnir í augsýn, heldur geltir hann að fylgjum þeirra, því þær koma æfinlega nokkru fvr en mennirnir sjálfir.“ „Sér þá Sendill huldufólkið og skipið, afi?“ „Sennilega“, mælti Arnviður gamli um Jeið og liann staul- aðist inn í bæjardyrnar. Bara að það reiðist ekki við hann fvrir kjaftæðið, hugsaði Bjössi lilli. Eg' lield að ég t'ari og kalli á liann. Svo þaut Iiann út á Iiól og kallaði: „Sendill! Komdu greyið — Sendill!“ Sendill leil við og dillaði skottinu, en héll áfram að gella út á vikina. „Sendill, gegndu mér!“ kall- aði Bjössi lilli. Og Sendill þorði! ekki annað en gegna, en honum var auðsjáanlega nauðugt að verða á burtu af hólharðinu, því hann stansaði i öðru Iivoru spori, leit við og gelti. Svona dragnaðist hann heimleiðis og Bjössi litli var altaf að lierða á honum með því að kalla og kjassa i áttina til hans. Loks var liann kominn og flaðraði upp um drenginn. Og drengur- inn kjassaði hann og talaði við hann: „Þú mátt eklci styggja huldufólkið, Sendill minn, mundu það — þú máttir ekki gelta svona hátt og góna á skip- ið þess og bátana, það hefði vel getað reiðst við })ig fyrir kjaftæðið“. Og Sendill íldi hátt, gelti og flaðraði upp um Björn litla eins og hann vildi segja: Bjössi minn, var ekki von að mig lang- aði til að gella — ef þú hefðir séð alt, sem ég sá! Og svo hlupu þeir Björn litli og Sendill heimleiðis. Drengur- inn hló og hundurinn hljóp á undan honum og' gclli, þreif svo gamalt kindarhorn með kjaftin- um og henti þvi í háaloft, leit a vin sinn Bjössa og greip horn- ið ó ný. — Svona gekk það alla leið heim að bæjardyrum. Þar slej)ti SendiII horninu og elti Björn litla inn öll göng og til baðstofu. -— Fólkið var að skrafa saman, en upj)i í rúminu sinu Já Arnviður gamli, tottaði tóbakspípu og ])agði, en liýran skein í svij) hans. Bjössi lilli hljóp inn að rúmi afa síns og seltist á stokkinn, en Sendill skokkaði á eftir hon- um, lagðist við fætur hans og fór að sleikja sig. Sólin skein inn um gluggann og lil fóta í rúmi Arnviðar gamla lá kisa í geislanum og malaði lágt uj)j) úr svefninum. Viku seinna kom vorskipið í Vogakaupstað og allir hændur Skagans fóru í kauj)staðinn, fegnir siglingunni og sumar- blíðunni. POLA NEGBI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.