Vísir - 20.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR ítalir hafa hertekið Ji-Jigi London 20. apríl. Fregn frá Addis Abeba segir, að stór bifhjóla- og bifreiða- deild á suðurvígstöðvunum liafi tekið Ji-Jiga. Sérstök járnbraut- arlest með evrópeiska flótta- menn frá Abessiniu er á leið- inni til Djibouti í Frakkneska Somalilandi. (United Press— FB). Stóporusta í Ogadenhéraðí Abessiníumenn féllu í þús- undatali, segir í símfregn frá Róm. London 20. apríl. Samkvæmt símfregnum frá Rómaborg, sem þangað liafa borist frá Mogadisco hafa þús- undir Abessiniumanna fallið i stórorustu við Giannacopo-fljót- ið í Ogadenhéraði. Halda ítalir áfram sókn sinni þar. (United Press—FB). ——... .---------- Sáttatil- raunirnar. Kröfur ítala. — Fundahöld- in í Genf halda áfram í dag. London. (FB). Frá Genf er símað, að til- raunir 13 manna nefndarinnar til þess að miðla málum milli ítala og Abessiniumanna hafi farið algerlega út um þúfur. Hafa Abessiniumenn með öllu neitað að fallast á skilyrði ítala fyrir því, að gengið verði til um- leitana um friðarsamninga. Ráð þjóðabandalagsins kemur sam- an í dag. — Að því er frakk- nesk blöð lierma krefjast ítalir þess sem skilyrði fyrir vopna- hléi, að abessinski herinn gef- ist upp, keisarinn verði settur af og ítalskt herlið setjist að i Addis Abeba. Tyrlcir ekki samn- ingsrofar. London 20. apríl. Fregnirnar um að Tyrkir hefði farið að dæmi Þjóðverja og sent herlið inn á svæði af- vopnuð samkvæmt friðarsamn- ingum, er gerðir voru upp úr heimsstyrjöldinni, liafa vakið mikla athj-gli. Var fullyrt i fregnum frá Tyrklandi, að Tyrkir liefði sent lierlið til af- vopnuðu svæðanna við Dardan- ellasund, en svo voru fregnirn- ar bornar til baka, og á laugar- dag birtust enn mismunandi fregnir um þetta. United Press liefir nú látið gera fyrirspurn um þetta efni hjá sjálfri tyrk- nesku stjórninni i Angora og hefir Rushdiaras símað United Press þaðan og segir í skeyt- inu, að fregnirnar um að tyrk- neskt herlið hafi lagt undir sig afvopnuðu svæðin við Dardan- ellasund liafi við engin rök að styðjast. Tyrkir liafa sem kunn- ugt er eigi alls fyrir löngu far- ið fram á endurskoðun friðar- samninga, einkanlega þau á- kvæði, sem liér að lúta, og hafa Bretar tekið vel i að samning- arnir verði endurskoðaðir. (Un- ited Press—FB). Aukin sedla- útgáfa í Noregi. Oslo 18. apríl. Með skírskotun til tillaga frá fjármálafræðilegu (pengetekn- iske) nefndinni og umsagnar stjórnar Noregsbanka og full- trúaráðs bankans liefir rikis- stjórnin lagt fram tillögur um breytingar á lögum um Noregs- banka. 1 fjárhags- og stjórn- mála augnamiði verður opnuð leið fyrir bankann til sölu og kaupa á auðseldum verðbréfum á innanlandsmarkaðinum. Jafn- framt er lagt til, að heimildin til seðlaútgáfu sem nú er 250 milj. kr. umfram gullförðann, verði aukin um 75 milj. króna. (NRP —FB). Stjórnarflokkarnir virðast nú hafa tekið höndum saman um það, að þjóðvegur skuli lagður frá Hafnarfirði um Krýsivík og Selvog austur í Ölfus, og vetrar- vegurinn austur þannig lengdur alt að 50 km. Frumvarp þeirra forpianna stjórnarflokkanna um þéssa vegarlagningu, var samþykt i efri deild á dögunum með öllum atkvæðum þeirra flokka. Mál þetta er nú mikið rætt í blöðunum, og veldur mildum ágreiningi. En um eitt virðast þó allir vera sammála, en það er það, að þessi Ivrýsivíkurleið sé algerlega órannsökuð. Því er haldið fram, af meðhaldsmönn- um hennar, að hún hljóti að vera snjóléttari en styttri leiðin, sem ráðgert hefir verið að fara, sú um „Þrengslin“. En um það er ekkert vitað. Hitt er kunnugt, að leiðin um „Þrengslin“ hefir verið rannsökuð, einmitt að þessu leyti, og er lalið að það muni varla koma fyrir, að snjór verði þar að farartálma. Það virðist því næsta furðulegt til- tæki, að hverfa nú algerlega frá þessari leið, og fastákveða aðra, sem vitað er að er miklum mun lengri en að öðru leyti órann- sökuð. Og þetta er gert þvert ofan í tillögur veganrálastjóra, ráðunauts og trúnaðarmanns þings og stjórnar í þessum efn- um. Það kann vel að vera, að Krýsivíkurleiðiri sé hagkvæm að ýmsu leyti, og þá fyrst og fremst vegna sambandsins við jarðhitasvæðið þar. En þegar um það er að ræða, að velja veg- arstæði, aðallega með þarfir Suðurlandsundirlendisins og Reykjavíkur fyrir augum, þá er auðsætt, að það skiftir mestu, að vegurinn verði sem stystur jafnframt þvi að vera sem greiðfærastur að vetri til. Og frá þvi sjónarmiði verður að gera þá kröfu til Krýsivíkurleiðar- innar, að það sé þá alveg örugt, að snjór verði aldrei að farar- tálma á þeirri leið, ef hana á að laka fram yfir styttri leiðina, sem þó er talin allörugg að þessu leyti. ■ Það virðist þvi auðsætt, að áður en nokkur ákvörðun er tekin um Krýsivíkurleiðina, verði að fara fram grandgæfi- leg rannsókn á henni að þessu leyti, til samanburðar við styttri leiðina. Og það hefði þá vænt- anlega heldur ekki verið að því fundið, þó að lagt hefið verið fyrir vegamálastjórnina að framkvæma slíka rannsókn, >áð- ur en liafist yrði handa um vegagerð aðra leið. En hitt, að ákveða vegalagninguna um Krýsivík að algerlega órannsök- uðu niáli, er svo augljós liunda- vaðsháttur, að það er Alþingi ekki sæmandi. Háskóli íslands. Rannsóknarstofa Háskólans í þágu atvinnuveganna verður reist í sumar. Búist er við, að byrjað verði á byggingunni bráðlega — ef til vill eftir fáa daga. Gert er ráð fyrir, segir húsameistari, að húsið með innanstokksmunum, utanhúss leiðslum o.fl. kosti alt að 200000 krónum, og leggur Háskólinn þetta fé fram af tekjum happ- drættis samkv. lögum. Fer hér á eflir stutl lýsing á húsinu: Húsið er 3 hæðir, kjallara- laust, hátt port með lágu risi. Stærð hússins er 30x11 metrar. Á neðstu hæð eiga landbúnaðar- rannsóknir að fara fram, þar verða herbergi fyrir ræktunar- tilraunir, j arðvegsrannsóknir, plöntupatologi og húsdýrafræði. Miðhæðin öll er fyrir efnarann- sóknir og er stærsta efnarann- sóknarstofan þar 12XHÞ/4 met- er. Á efstu liæðinni verður fiski- rannsóknum komið fyrir og verða þar fjórar vinnustofur á- samt geymslu, en á sömu hæð er lcomið fyrir kenslustofu og rannsóknarstofu fyrir nemend- ur i efnafræði. Á þakhæð á geymsla að vera. Húsið alt verður mjög vand- að og alt fyrirkomulag af nýj- ustu gerð. Gert er ráð fyrir, að rannsóknarstofa þessi verði síð- ar ný kensludeild við háskólann, atvinnudeild. t Yæntanlega verður byrjað í þessum mánuði á verkinu. —o—- Húsameistara liöfðu borist 25 tilboð í sjálfa liúsbygginguna. Hæsta tilboð var 170 þúsund krónur, en hið lægsta 105 þús- und. — Var það frá Guðm. Gíslasyni o. fl. og mun þvi hafa verið tekið. — Átta tilboð bár- ust í liitalagnir og hreinlætis- tæki, hið hæsta 27250 kr„ en hið lægsta 20000 kr. (Óskar Smith). Níu tilboð í hitalögn bárust húsameistara og var hið hæsta 6370 kr„ en lægsta til- boð 3050 kr. (Eiríkur Helga- son). Frá Alþingl í fyrradag. Efri deild. 1. Frv. til 1. um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum, skotfærum o. s. frv. Fór til 3. umr. 2. Frv. til 1. um einkaleyfi til að flytja út hrafntinnu og selja hana á erlendum markaði. — 2. umr. Vísað til 3. umr. 3. Frv. til 1. um bráðabirgða- breyting 1. um fræðslu barna og um skipun barnakennara og laun þeirra. — 1. umr. 4. Frv. til 1. um framlenging á gildi ýmsra lagaákvæða um tekjuöflun fyrir ríkissjóð. — 1. umr.. Frá meiri liluta fjárhags- nefndar. Frv. þetta er eins og fyrirsögnin ber með sér um framlenging á 25% viðauka á verðtolli sem og öðrum skött- um, svo sem skemtanaskatti, tekjuskatti og eignarskatti á- samt bensíntolli. i Neðri deild. Á dagskrá voru 10 mál, en aðeins 4 tekin fyrir. 1. Frv. til 1. um sveitastjórn- arkosningu. Frh. 3. umr. Fór til e. d. 2. Till. til þál. um friðun Faxaflóa. — Flm. Ólafur Thors og Pétur Ottesen. — Tillagan er svoliljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera liinar ítr- ustu tilraunir til þess að fá við- urkenningu fyrir því, að Faxa- flói verði talinn innan íslenskr- ar landhelgi, enda liann þá frið- aður fyrir botnvörpuveiðum.“ Ólafur Thors flutti allsköru- lega framsöguræðu og benti á hve nauðsynlegt það væri, ef nokkur tiltök væru til þess, að friðaðar yrðu bestu lirygningar- stöðvar nytjafislca. — Till. var samþykt með 22 samhljóða at- kvæðum og afgr. til stjórnar- innar, sem ályktun Alþingis. Óeirðír á Spáni halda áfríím. — Alræði ör- eiganna. — Berlín 20. april (FÚ) Óeirðunum á Spáni heldur á- fram, og liafa árásir verið gerð- ar á ýmsar opinberar bygging- ar. I Madrid hafa verið framd- ar skemdir á sendiherrabústöð- um Brasilíu og Tékkóslóvakiu. í Granada fór lýðurinn kröfu- göngu til þýska sendiherrabú- staðarins og réðst á ýmsar þýsk- ar verslanir þar í borg. Berlín 20. apríl. FÚ. í spænska þinginu liafa vinstri flokkarnir samþykt lagafrum- varp um viðtækar fyrirkomu- lagsbreytingar í áttina til social- ismans. Largo Caballero, for- ingi spánskra jafnaðarmanna, sem flutti frumvarpið, lét svo um mælt, að á Spáni stæði nú fyrir dyrum alræði öreiganna, og að hlutverk öreiganna væri nú að hrifsa til sín rikisvaldið. Hjónavígslum fjölgar — barns- fæðingum fækkar. Oslo 17. apríl. Hjónavígslur voru fleiri en nokkuru sinni í Noregi árið sem leið eða 20.430. En fæðingar voru á sama ári færri en nokk- uru sinni eða 41.870. Fæðingar umfram dána 12.471. (NRP— FB). Guðm. Guðmundsson s k á I d. (Ljóðasafn I.—III. Útgefandi: ísafoldar- prentsmiðja h.f. — Reykjavík. — MCMXXXIV). Heildar-safn af ljóðum Guðmundar Guð- mundssonar, þeim er prentuð verða, kom út síðla árs 1934, í það mund er liðin voru sextíu ár frá fæðingu skáldsins. Ljóðasafns þessa hef- ir lítt verið getið í blöðum og gegnir slikt nokk- urri furðu. — Höf. skipar svo virðulegan sess meðal góðskálda þjóðarinnar, að verðugt þykir og skylt, að hans sé að nokkuru minst. — Hann var listamaður í ljóði og einn hinn mesti form- snillingur, sem kveðið hefir á íslenska tungu að fornu og nýju. G. G. var Rangæingur að kyni, fæddur 5. september 1874 að Hrólfsstaðahelli í Landsveit. Hann var til menta settur og lauk stúdentsprófi vorið 1897. Hóf þá læknisfræði-nám, en hvarf frá þvi síðar. — Hugurinn beindist allur að skáldskap og fögrum fræðum. Hann var hverj- um manni bragslyngari og varð alt að Ijóði. Mælti hendingum, er hann vildi, hversu sem á stóð, og lék sér að dýrum háttum. Hann var einskonar „lausamaður í landi“ næslu ellefu árin eftir að hann lauk stúdents- prófi. Má svo að orði kveða, að það áraskeið hafi verið hálfgerður hrakningstími í lífi hins bljúglynda og viðkvæma skálds. — Hann lang- aði til að sigla, kynnast framandi þjóðum og löndum, sjá sig um í víðri veröld, þroskast og eflast að andlegu gildi. — En af þvi gat ekki orðið, sakir fjárskorts.-- Og þá var stund- um leitað „hugarkæti“ í þeim „guðaveigum“, sem Jónas Hallgrímsson telur vel til þess falln- ar, að lífga sálarylinn. G. G. fluttist til Isafjarðar árið 1906. Sagðist honum svo frá síðar, að sú ráðabreylni hefði ekki verið sér allskostar að skapi, en orðið hefði hún þó upphaf allrar þeirrar hamingju, er sér hefði í skaut fallið. — Honum fanst þröngt um sig vestur þar og alt ömurlegt „útnorður í haf“. En gæfan beið skáldsins milli hinna „þung- brýnu fjalla“ þar vestra. — Og vitanlcga kom liún til lians í „mynd og líkingu“ ungrar, elsku- legrar stúlku. Það er ekki vist, að sönn og óhvikul hamingja komi að jafnaði til Iireyskra manna í öðrum myndum. Árið 1908 kvæntist Guðmundur skáld og gekk að eiga ungfrú Ólínu Þorsteinsdóttúr, glæsilega konu og gáfaða, trausta í hverri raun og óvenju hugstyrka. Varð sambúð þeirra hjóna svo ástúðleg, að hvergi bar skugga yfir. Er og bert af kveðskap G. G. síðasta áratug ævinnar, að viðhorf lians til mannlegs lífs og gervallrar tilverunnar liefir tekið miklum slakkaskiftum um það leyti er hann kvongaðist. Hugur skáldsins tekur þá mjög að leita inn á við, að kjarna tilverunnar og þeim verðmætum, sem hvorki má granda mölur né ryð. Þess var áður getið, að telja mætti næstu ellefu árin frá 1897 hrakningstímabil í lífi skáldsins. — En 1908 hefst hamingjutímabilið. Og það stendur önnur ellefu árin. — Guðm. Guðmundsson varð ekki langlífur. Hann and- aðist hér í Rcykjavík 19. mars 1919 og hafði þá lifað 44 ár og nokkurum mánuðum betur (fjórum sinnum ellefu ár). ; G. G. varð snemma þjóðkunnur af kveðskap sínum. Og rúmlega tvítugur að aldri hlaut liann veglegt sæti á hinum æðra skáldabekk. — Ilann lióf Ijóðagerð barn-ungur. En gefið mun hann hafa eldinum öll sín bernsku-ljóð, þá er aldur og þroski færðist yfir. Elstu kvæði hans, þau er nú munu til í eigin- liandar-riti, eru vart eldri en frá ársbyrjun 1889, er höf. var rúmlega 14 vetra. — Lætur hann þess getið, i óprentaðri kvæðasyrpu, sem eg hefi liaft undir höndum, að liann hirði ekki um að halda til haga neinu þvi, er hann hafi kveðið fyrir árslok 1888. — Ilandrita-syrpur hans — margar og sumar stórar — bera því órækt vitni, að liann hefir verið mikilvirkúr í kveðskapnum þegar á ferm- ingaraldri og næstu árin þar á eftir. — Hann kveður all-vel á þessum árum. Alt er slétt og' felt og liagmælskan óvenjuleg. Stundum bregð- ur hann á leik og gerist hinn mesti orðgnóttar- maður. Þá verða umbúðirnar ofmiklar og kefja efnið lil lýta. -—• Hann er um þessar mundir orðinn einskonar sveitar-skáld og síðar héraðs-skáld i Rangár- þingi. Og yrkisefnin eru margskonar. Hann kveður mikið um ástir, sökriuð og brostnar vonir, að hætli ungra skálda. Yrkir erfiljóð og brúðkaupskvæði, kveðjur ýmiskonar og hugg- unarljóð — í annara nafni. Þá eru og ferða- kvæði, kvæði um ýmisa fagra staði þar eystra eða sögufræga. Og snemma hefir hann farið að spreyta sig á því, að kveða um afreksmenn og hetjur sögualdarinnar. Einna mesta rækt hefir hann lagt við Gunnar á Hlíðarenda og þar næst þau Flosa og Hildigunni. Eitt hið fyrsta kvæði skáldsins, sem á prenti birtist, er um vig Gunn- ars. Og hið glæsilega lcvæði, „Flosi og Hildi- gunnur“, er suemma ort að stofni til, en siðar breytt og bætt og fært í þann búning, sem það hefir nú. — Það hefst á þessum'tigulegu og snjöllu liendingum: Skjöldum eru sköruð skálaþilin, tjölduð fegurstu dúkum að fornra tíma sið; skipar skorna bekki skörulegast mannval. — Hljótt talast Flosi og Hildigunnur við ___ Og enn má nefna ýmisleg kvæði, er sungin voru á gleðimótum þar eystra. Á einni slikri samkomu voru sungin fjögur kvæði eftir hið unga skáld. Þegar hér er komið fara stöku kvæði liöf. að birtast á prenti, í blöðuin höfuðstaðarins. — Og þegar er hann kom í skóla, mun alment hafa verið viðurkent, að þarna væri skáld á ferð, sem mikils mætti af vænta með aldri og þroska. —o— Hið prentaða Ijóðasafn Guðm. Guðmunds- sonar, þrjú bindi stór, er óneitanlega mikið að vöxtum. Menn gæti ætlað, að jiarna væri sam- andregið í heild alt það, er skáldið hefir kveðið. — Þvi fer þó harla fjarri. Enn eru til i handriti nokkur hundruð kvæði, einkum frá unglings- árum skiáídsiris, og verða þau aldrei prentuðr sem síðar mun að vikið. — G. G. mun liafa grunað, að hann yrði ekki langlífur. — Hann bjóst við þvi árum saman, að kveldað gæti í fyrra lagi. Hann var sí-yrkj- andi og gaf sér ekki tóm til, að líta yfir gömul kvæði, laga þau og fága og búa til prenlunar. — Honum fanst meira máli skifta, að yrkja ný kvæði, en að dunda við hin gömlu, er tími ynn- ist vart til hvors tveggja. — Honum mun hafa fundist, að hann yrði að „hraða sér undir þá nótt, sem enginn má vita livar bíður“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.