Vísir - 20.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 20.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR NÝR ÍSLENSKUR iðNaður. H.f. Gler hefir reist verksmiðju til glergerðar hér í bænum og tekur hún til starfa í næsta mánuði seint. I næsta mánuði hefst gler- gerð hér í bænum. Hefir verið stofnað hlutafélag í því skyni, verksmiðja reist, og öllum und- irbúningi svo vel á veg komið, að starfsemin hefst í næsta mánuði seint. Félag það, sem liér er um að ráéða, er h. f. Gler. Það hefir !reist sér verksmiðju í Rauðar- árliolti, við Þverveg, og er húið að koma þar fyrir mörgum vél- um, en von er á fleiri eftir mán- aðamótm. í verksmiðjunni eru þrír bræðsluofnar, til þess að hræða gagnsætt gler i mjólk- urflöskur o. fl., mislitt gler og loks þunt gler, i lampaglös o. fl. Vélarnar eru keyptar í Eng- landi og enskur maður Mr. Greenwood frá Leeds, glergerð- Lögregtunni tilkynt árás og rán. Maður einn tilkynnir lög- reglunni, að á sig' hafi verið ráðist og hann ræntur 2900 krónum. S. 1. laugardag kom Guð- mundur Þórðarson, annar stýri- maður á Gulltoppi á lögreglu- stöðina og tilkynti, að hann liefði orðið fyrir árás á Skúla- götu kl. 12,35—12,40, á móts við Sænsk-íslenska frystihúsið, og hefði árásarmennirnir rænt af honum 2900 lcr. Voru klæði Guðmundár allmjög rifin, eink- um yfirfrakki hans. Guðniund- ur hafði um kl. 11 tekið við 3000 kr. á skrifstofu Kveldúlfs. Var fé þetta lifrarhlutur háseta og ætlaði G. Þ. að greiða þeim hlut þeirra kl. 1. Peningunum fékk liann skift í Landshankan- um og hafði 2900 kr. í stórum seðlum í veski sinu, en 100 kr. i skiftimynt í buxnavasa sínum. Árásarmennirnir voru í bíl. Kom einn þeirra úr bílnum og hað G. Þ. um 10 kr., en liann armaður í þriðja lið, hefir start- að að uppsetningu þeirra. Er hann utan nú og kemur hráð- lega aftui. Enskir menn eiga að kenna hinu íslenska starfsfólki. Hvatamaður þess, að i þetta var ráðist, er Friðþjófur Thor- steinsson. Var stofnað lilutafélag í þessu skyni og fól stjórn þess Eyjólfi Jóliannssyni framkv.stj. að annast framkvæmdir og undir- búning, uns verksmiðjan tæki til starfa. Verður þá ráðinn framkvæmdastjóri. Það, sem hér segir að framan, er sam- kvæmt viðtali við Eyjólf Jó- hannsson. Ýms efni til glergerð- ar munu nothæf liér á landi, en frekari rannsóknir þarf að gera á því sviði. a. neitaði. Reif hann þá í frakk- ann og sló Guðmund i andlitið, en annar maður lcom þá úr bílnum og réðust þeir nú háðir á hann, náðu af honum seðla- veskinu og óku af stað sem hraðast austur götuna. Rreitt var yfir númer bílsins. Enginn var nálægur, sem G. Þ. gat kall- að á. Læknir skoðaði hann, en engin merki sáust eftir höggið. Fékk G. Þ. leyfi til þess að fara út aftur með skipinu. Lögreglan hefir málið til rannsóknar. G. Þ. er enn sem komið er einn til frásagnar um viðburð þennan og liefir eklci tekist að hafa uppi á neinum, sem sá hvað fram fór, eða veit neitt um atburð þennan. Rann- sókn heldur áfram. Næturlæknir er i nótt Jón Norland, Skóla- vörðustíg 6 B. Sími 4348. Næturvörður er yfirstandandi viku Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. 1.0.0 F. = 0.Il1P. =117421874 = E. 8. * [X] Helgafell 59364217—IV/V. —2. Veðrið í morgun: í Reykjavílc 0 stig, Bolungar- vík —2, Akureyri —2, Skála- nesi —2, Vestmannaeyjum 1, Sandi —1, Kvígindisdal —2, Hesteyri —4, Gjögri —4, Blönduósi —2, Siglunesi —5, Grimsey —4, Raufarhöfn —3, Sfeálum —2, Fagradal —2, Pap- ey —2, Hólum i Ilornafirði —3, Fagurhólsmýri 1, Reykjanesi 1. Mestur hiti liér i gær 4 stig, mest frost 3 stig. Sólskin í gær 5,4 st. Yfirlit: Háþrýstisvæði um Is- land og Grænland, en lægð yfir Noregi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður: Norð- austangola. Víðasí léttskýjað. Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland, Austfirðir: Norð- austan kaldi. Sumstaðar dálítill éljagangur. Suðausturland: Norðaustankaldi. Víðast lélt- skýjað. Skipafregnir. Gullfoss var á Akureyri í morgun. Detlifoss er á leið til IIull frá Vestmannaeyjum. Goðafoss fer vestur og norður annaðkveld. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfóss er á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss er á leið til Iiamborgar. Esja var á Djúpavogi i gær. M. s. Dronning Alexandrine fór frá Kaupmannahöfn á laugardags- morgun áleiðis hingað. Af veið- um liafa komið: Belgaum með 140 tn., Snori’i goði með 137, Ilannes ráðherra með 130, Karlsefni með 100 og Ólafur með 98 tn. Lyra kom liingað i dag. Nova fer síðdegis í dag vestur og norður um land til Noregs. Ver seldur til Norðfjarðar. Hlutafélag í Neskaupstað í Norðfirði liefir lceypt togarann Ver Ög eru Ilafnarsjóður Nes- kaupstaðar og Fóðurmjölsverk- smiðja Norðfjarðar stærstu hlutliafarnir. Einstaklingar eiga einnig hluti í skipinu. Skipið er keypt af Landsbanlca íslands og Þegar drepsóttin mikla gekk hér í Reykja- vík öndverðan vetur 1918, sýktist Guðmundur mjög alvarlega og var ekki hugað líf um sinn. Hann hrestist þó nokkuð, er leið að jólum og komst á fætur. — En hann náði hvergi nærri fullri heilsu, og mun þá liafa búist við, að senn drægi að leiðarlokum. Varð og sú reyndin, því að hann lagðist bráðlega af nýju og reis ekki á fætur úr því. Þá er liugað var að handritum hans síðar, kom í ljós, að hann hafði lagt skriflegt bann við því, að gömul kvæði yrði prentuð umfram það, sem nú er út komið. — Þess er því ekki að vænta, að óprentuð kvæði skáldsins lcomi nokkuru sinni fyrir almenningssjónir. —o— í bréfum síra Mattliíasar, hins mikla skáld- jöfurs, þykir þess gæta nokkuð, að liann sé all- spar á mikið lof um skáldbræður sina. Þykir honum „sitt að hverjum og að öllum nokkuð“ og ckki ber liann lof á sjálfan sig. Hann kveðst ekki hafa orðið nema „hájfur maður“ og átti hann þó að fagna löngum vinnudegi. — Það er því hætl við, að þeir sem ungir falla í valinn, verði ekki nema brot af því sem í þeim býr Ævidagur Guðm. Guðmundssonar varð ekki langur, að eins 44 ár. Fær vitanlega eng- inn úr því skorið nú, liverju óðlist þjóðarinnar hefir verið svift, er liann var svo ungur frá störfum kvaddur. Síra Matthías gelur Guðmundar á einum stað eða tveim í bréfum sínum. Og liann viðurkenn- lr liiklaust, að jiessi skáldbróðir sinn sé mikill formsnillingur. Hann segir m. a.: Guðm. þarf sigla; hann er of dreymandi og rósaskýjaleg- lIr fyrir þjóðina, en hragsnillingur er hann og vcrðnr“. r— Og enn segir hann: „En þó eru þau Jjóð Guðm.“ (þ. e. Ljósaskifli) „gull — það sem þau ná . . . . “ — Þegar kvæðáflokkurinn „Friður á jörðu“ kom út, þótti hinum vitra manni, Þórhalli hiskupi, svo mikið lil koma, að hann hafði orð á því á prenti, að höf. ætti slcil- ið að liljóta friðarverðlaun Nobels að bragar- launum. — Enginn maður, sá er nokkurt skyn her á kvéðslcap, mun neita jiví, að Guðmundur Guð- immdsson hafi verið einn hinn mesti formsnill- ingur í Ijóði, sem þetta land hefir alið. — Hinu hafa sumir viljað halda fram, að kvæði.hans sé ekki alls kostar efnismikil. — Það kann að vera, að sum hinna fyrri kvæða hans sé ekki veigamikil að þessu leyti. — En þau er yndisleg- ur skáldskapur. Formið er víða svo fullkomið og töfrandi, að mönnum finst að lengra verði ekki komist. — Þau kvæði eru í raun réttri óvið- jafnanleg. — Þau eru eins og norðurljósa-bál — cins og geisla-sindur á ísum — eins og vira- virki gimsteinum sett. Síðari kvæðin eru að jafnaði efnismeiri, liugsunin þroskaðri, dýpri og fegurri. En yfir öllu eða flestu leika lielgi- töfrar ríms og máls. Það liefði óneifanlega verið gaman að birla nokkur sýnishorn af kveðskap hins bragslynga og ágæta höfundar. — Eg læt mér nægja að birta eitt af síðustu kvæðum skáldsins — kvæðið Strengja-galdur: I. Sá eg inn i sólheima, sá eg inn i draumheima, horfði’ eg inn í steinanna og hólanna sál. Fann eg líða blómblæ blíðan yfir hljómsæ, sungu mér og sungu mér þar svanir Huldumál. liefir því verið gefið nýtt nafn -— Brimir. Skipstjóri er Gunnar Pálsson, en framkvæmdastjóri Jónas Guðmundsson alþm. „Barnadagurinn“, sumarmálablað Barnavinafé- lagsins Sumargjöf er komið út. Dagskrá barnadagshátíðahald- anna er þar hirt almenningi og auk þess eru í blaðinu margar góðar greinar eftir þá ísak Jóns- son, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Sig- urðsson, Steingrím Arason, Sig- urð Thorlacius, Skúla Skúlason, Vigdísi G. Blöndal. Ennfremur kvæði eftir Hallgrím Jónsson og Hjört frá Rauðamýri. Barnadagsblaðið verður selt á götum borgarinnar á morgun og geta börn sem vilja selja það fengið það i Austurstræti 12 frá kl. 9 á þriðjudagsmorg- un. Blaðið kostar 25 aura. Sölu- laun eru 5 aurar. Tilkynning frá franska ræðismanninum í Reykjavík. — Franski ræðis- maðurinn i Reykjavík tilkynnir að lionum liafi borist skirteini frá stjórn kaupstefnu þeirrar, sem verður lialdin i París frá 16. maí til 2. júní næstkomandi. Þau eru ætluð íslenskum kaup- sýslumönnum, iðnaðarmönn- um eða framleiðendum, sem liefðu í hyggju að sækja þessa kaupstefnu. — Sldrteini þessi gefa réttindi til 40% lægra verðs en ella á ferðum með frönskum járnbrautum. Skir- teinin eru aflient á frönsku ræðismannskrifstofunni í Rvik. Sumarfagnaður glímufélagsins Ármann verð- ur í Iðnó síðastá vetrardag. Þar fer fram kappglíma um drengjahornið og síðan hefst dansleikur. Hljómsveit Aage Lorange spilar, sjá nánar í augl. Fiskáflinn var 15. þ. m. 12.522 smál. miðað við fullverkaðan fisk, en á sama tíma í fyrra 24.905 smál. Útvarpið í kveld: 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19.45 Fréttir. 20.15 Umræðukvöld liáskóla- stúdenta (um þjóðmálastefnur liáskólastúdenta). Útvarpið árdegis á morgun: 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönsku- kensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veð- urfregnir. Óeirdir á Sýrlandi. Berlín 20. apríl FÚ. Blóðugir bardagar hafa orðið milli Gyðinga og Araba í borg- unum Jaffa og Telaviv i Sýr- landi. Fjöldi manna hefir særst eða beðið bana. Stjórnin hefir lýst yfir hernaðarástandi. Veg- urinn milli Jerúsalem og Jaffa hefir verið lokaður. Breskar hersveitir eru á leið til Jaffa. -----í-iicvngjm-'- Sænskap mentastofn— anir opnaðar fyrir íslenskum námsmönnum. Stokkhólmi 17. apríl (FB) Sænska rikisstjórnin hefir samþykt ráðstöfun, sem Is- landsvinir i Sviþjóð telja mik- ilvaegt skref til þess að efla sam- búð og vináttu íslendinga og Svía. Hefir ríkisstjórnin nefni- lega, eftir sérstakri beiðni, sam- þykt að veita íslenskum stúd- entum rétt til þess að innritast við sænskar mentastofnanir, stunda þar nám og ljúka prófi. Stofnanir þær, sem um er að ræða, eru háskólarnir í Uppsöl- um og Lundi, Stockholms hög- skula, Göteborgs liögskula, Karlolinska institutet fyrir læknisfræðinemendur og tann- læknaskólinn og Tekniska liög- skolan í íjjtockholm og loks Clialmers tekniska institut í Göteborg. Helge Weedin. f Friöíjófur Mars Jónasson andaðist 19. f. m. i sjúkrahúsi í New York, eftir slutta legu. Hann var fæddur 4. mars 1898 og því fullra 38 ára að aldri, er hann lést. Hann var sonur Jónqsar H. Jónssonar, fasteignasala, og konu hans, Sigurlaugar Indriðadóttur, Jónssonar, síðast bónda í Ytri- Ey á Skagaströnd. Friðþjófur stundaði hljóm- listarnám í Þýskalandi um hríð. Dvaldist þvi næst hér í Reykja- vík um tíma, en hélt þá vestur um liaf, staðnæmdist í New York og mun hafa átt þar heima til dánardægurs. Síðustu 4—5 árin hafði liann atvinnu hjá sama iðnfyrirtæki og var þar enn fastur starfs- maður, er hann lést. 55 refir skotnir. FÚ. 17. apríl. Á Melraklcasléttu liafa verið skoínir 55 refir í vetur. — Þar af liafa bræðurnir í Ormalóni skotið 22 og Leifur Eiríksson í Raufarhöfn 12. — Góð jörð er nú komin upp meðfram sjó á Melrakkasléttu, en veðrátta er lcöld. Guðleysingjar. Lenin sagði: „Vér liöfnum öllu siðalögmáli, sem á rót sina að rekja til yfirjarðneskra hug- sjóna, eða hugsjóna, sem eru ofar skilningi stéttanna. Að vorri liyggju eru siðalögmálin í órofa sambandi við áliugamál- in í baráttu stéttanna. Það er alt siðferðislegt, sem þarf til þess að eyða úreltu skipulaginu. Vér trúum ekki á eilífar siðgæðis- hugsjónir og andmælum'slikri blekkingu. Siðgæði kommún- ista er barátta þeirra fyrir sam- ábyrgð og alræði öreigastéttar- innar.“ ( Þetta sagði Lenin og sam- kvæmt þessu „guðspjalli“ reyna rauðu greyin hérna að hegða sér. — Rauðliðar kæra sig víst ekki um aðra guði en þá Lenin og Stalin! Kr. H. Hvort eg vakti’ eða svaf ekki vissi eg af, en eg leið eins og ljóðblær, eins og lágværðar hljóðblær yfir algleymis-alkyrðar haf. Undur mér að eyrum har og undur að brám: , léku bjartar liillingar i Ijósvaka blám. Seiðfögur, söngtigin svifu þar fljóð — sem litmerli ljósþoku loftsins roðaglóð. Ekki var þar dagur og ekki var þar nótt. Þar var liávær glaðværð og þó var kyrt og hljótt. Ekki var þar árla og ekki var þar síð — en eilífðin eilífa , ofar rúmi’ og tið. II. Háa sá eg hljómsali hvelfast yfir blómdali —- umdu silfur-súlur og safir boga-göng. Þungur var sá kliður sem þúsund vatna niður, ómsog djúp í eilífum aldanna söng. Stigu dans um tindrandi bifrastir brúðir, hráleiftrin glitruðu lýsigull við árm. Riðu Jögröst sindrandi , riddarar prúðir, rósirnar titruðu liægt við glæslan barm. Hörpur slógu söngvarar á mjallsteinamúr, miljón bjöllur gullu þeim liáborgum úr. — III. Langar mig í Ijósheima, langar mig i draumheima, langar mig í ljóðheima — löng er mér bið. Síðan eg sveif þar, á sóllinda kleif þar, ( aldrei hefir sál mín fyrir söngvunum frið. Hvergi sá eirir, er óminn þann heyrir, annað fátt sér una má um aldurdaga við. Hillingaborgirnar bak við allar sorgirnar seiða liug og seiða í sólbjartri þrá----- Opna þú, hljómsproti, himininn blá! Seiði’ eg íil mín ljósheima, syng eg til mín draumlieima, kveð eg ofan í dagheima dularveldin há.----------- Ekki’ er satt hann deyi, sem drottin fær að sjá: Eilíft lif er einmitt það, í öllu guð að sjá. Þetta er dásamlegt kvæði, litríkt og kliðmik- i®. — Skáld, er svo yrkir, hlýtur að lifa Iengi hjá Ijóðelskri þjóð. P. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.