Vísir - 22.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 22.04.1936, Blaðsíða 3
VISIR . á Alþingi. Frumvarpið um skotvopnin er stærsta, og raunar eina her- frumvarp, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi íslendinga. Ætlar ríkisstjórnin að halda völdunum með hervaldi, ef hún tapar næstu kosningum. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp um sölu og innflutning á skotvopnum og lilutum i þau, og um innflutning og sölu á skotfæruin og efnum í þau. 1 frumvarpi þessu er dómsmála- ráðherra heimilað, að ákveða liverjir megi eiga skotvopn og skotfæri hér á landi og hverjir megi það ekki. Það á að varða alt að 10000 króna sekt, ef útaf er brugðið. Eigi einhver byssu, ]iá getur dómsmálaráðherra látið lalta liana af lionum, án endurgjalds, ef ráðherranum sýnist svo. Þetta er nú auðvitað hreint ]iverbrot á 62. grein stjórnar- skrárinnar, er hljóðar svo: „Eignarrétturinn er friðhelg- ur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema al- menningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrirmæli og komi fult verð fyrir“. En hér á að taka eignir mann án endurgjalds, þvert á móti nefndum ákvæð- um stjórnarskráinnar. En stjórnarskráin er sá rammi, sem stjórn og þing má ekki fara út fyrir við alla lagasmíð og alla l'ramkvæmd laga. Þetta frum- varp stríðir þvert á móti sið- gæðis og réttarmeðvitund al- mennings. Samkvæmt því á hreint og beint að ræna frið- sama menn eignum sínum. — Hvað kemur næst? Hver veit, nema stjórnarliðinu detti næst í liug, að ræna t. d. hestum frá bændum, án endurgjalds, af því að hægt er að nota þá handa riddaraliði, eða bilum frá bíleig- enduni, (þó líklega ekki frá Jónási) af því liægt sé að nota þá fyrir orustutæki? Það er ekki gott að segja, livað þessu hiálf- brjálaða fólki kann að detta í hug. En — iiefur þessu fólki ekki dottið það í liug, að það geti verið hættulegt fyrir lýðræðið í landinu, sem það talaði svo mikið um fyrir síðustu kosning- ar, að fela einum einasta manni í ríkinu það voða vald, sem dómsmálaráðherra er falið með þessu frumvárpi, ef að lögúin verður ? Verði þetta frumvarp lög, þá getur dómsmálaráðlierra látið taka alt, sem heitir skotvopn af öllum pólitískum andstæðing- um, án endurgjalds, og lagt þau í hendur sinna flokksmanna. Með því gæti hann svo, á ódýr- an hátt, lcomið sér upp vopnuð- um flokksher. Er leikurinn virkilega til þess gerður? Spyr sá er ekki veit. í skjóli sliks flokkshers, gæti hann svo, ef honum dytti það í vmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Oslo, 21. apríl.. . Fulltrúi Itala greiddi einn at- kvæði gegn ályktun ráðs banda- lagsins um, að Italir hætti ófrið- inum. Fulltrúi Itala í ráði banda- lagsins greiddi atkvæði gegn ályktun þeirri sem samþykt var á fundi ráðsins í gærkveldi, en í ályktun þessari var þvi yfirlýst, tilraunirnar til þess að ná samk°ruulagi um , vopnahlé ^efði engan árangur borið. Jafnframt skoraði ráðið á Ítalíu að binda enda á styrjöld- ina. (NRP. —• FB.). liug, freislast til að bjóða þjóð- inni hvaða ofbeldi, sem honum sýndist, jafnvel það, að afnema Alþingi og láta ekki kjósa fram- ar, lieldur stjórna þjóðinni með hervaldi. Þá þyrftu ekki rauðu skepnurnar lengur að skríða á maganum út um alt land, til að biðja þjóðina að kjósa sig. Þá gæti liðið komið frain í sinu rétta eðli. Þetta frumvarp getur því ver- ið reglulegt herfrumvarp, og þá liið fyrsta, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi Islendinga, þótt það sé dulklætt í þennan frum- varpshjúp, sem auðvelt er að sjá gegnum. Það, sem hefur komið stjórnarliðinu til að flytja þetta frumvarp, er ekkert annað en tilhneigingstjórnarinn- ar til fasisma og ofbeldis, sem greinilega liefur komið í ljós hjá henni síðan hún tók völdin. Hvað segir nú það fólk um þetta, sem heldur fundi og þyk- ist vilja berjast á móti striði og fasisma? Hvers ve,gna er frumvarpið flutt? Það er erfitt að finna skyn- samleg og eðlileg rök fyrir því, að þetta fruinvarp er fram komið. Stjórnarliðið hefir reyndar eitthvað minst á of- beldisflokka, sem ekki megi liafa vopn, í sambandi við þetta frumvarp. Það er alveg rétt, að ofbeldismenn eru hættulegir, ef þeir bera vopn, en það er hægt að afvopna alla lögbrjóta sam- kvæmt núgildandi lagaákvæð- um. T. d. var einu sinni hér lögreglustjóri, sem gerði eitt- livað, með riffli sínuin, sem hann mátti ekki gera, og var þá riffillinn tekinn af honum. Til- gangurinn getur því ekki verið sá, að afvopna lögbrjóta, þvi það er liægt samkvæmt núgild- andi lögum. En — hverjir hafa nú eiginlega sýnt af sér mest ofbeldi hér undanfarin ár? Hafa menn gleymt 7. júlí og 9. nóvember 1932? Jú. Það er ein- mitt annar stjórnarflokkurinn með stólfótakónginn Héðin Valdimarsson í broddi fylking- ar, ásaint konnnúnistum, sem mest liefur verið orðaður við of- beldi. Er þá einmitt tilgangur- inn sá, með þessu frumvarpi, að ræna þessum eignum frið- samra borgara og leggja þær i hendur rauðra ofbeldismanna, svo að þeir geti framið enn meira ofiieldi? Eða í öðru lagi: Er stjórnin orðin svo lirædd við sín eigin verk, að hún þori ekki annað en lála þjóðina velja um þá tvo kosti, annað livort að taka m'eð ])ögn og þolinmæði öllum henn- ar ólögum og órétti, eða mæta byssukjöftum rauðs flokkshers áð öðrum kosti? Þetta eru þó flokkarnir, sem einu sinni ætl- uðu að stjórna með svo miklu réttlæfi, að ekki þyrfti neina lögreglu, livað þá annað. En lcannske það hafi nú farið með ]ietta kosningaloforð stjórnar- flokkanna, eins og svo mörg önnur loforð þeirra. Eða í þriðja lagi: Ætlar ríkis- stjórnin, með þessu, að skapa sér þá aðstöðu, að hún gæti haldið völdunum með hervaldi ef hún tapar næstu kosningum? Um það skal ekkert sagt hér, hvað lienni er í hug. Engum ís- lendingi hefur enn dottið í hug að liefja vopnaðan lierskjöld á móti stjórninni. Þjóðin er þolin- móð og seinþreytt til vandræða, en eitt er vist, og það er, að það verður ómögulegt fyrir stjóm- ina að halda almenningi niðri með neinum „vopnalögum“, ef stjórnin fyllir svo mæli synda sinna, að þolinmæði þjóðarinn- ar þrýtur svo, að andúðar- og óánægjualdan rísi fyrir alvöru. 16. apríl 1936. Friðsamur borgari. Bæjarfréttir I. O. O. F. 1174226. Spila- kveld. Veðrið í morgun: I Reykjavík 3 stig, Bolungar- vík —1, Akureyri —3, Skála- nesi —2, Vestmannaeyjum 4, Sandi 2, Kvígindisdal 2, Hest- eyri —1, Gjögri —1, Blönduósi —1, Siglunesi —5, Raufarhöfn —2, Skálum —3, Fagradal —5, Papey —2, Hólum í Hornafirði —1, Fagurhólsmýri —0, Reykjanesi 5 stig. Mestur hiti hér i gær 6 stig minstur 2. Úr- lcoma 4.0 mm. Yfirlit: Viðáttu- mikil lægð um 1500 km. suð- vestur af Islandi á lireyfingu austur eftir. Horfur: Suðvest- urland: Hægviðri i dag, en aust- anátt í nótt. Allhvass undir Eyjafjöllum. Úrkomulaust. Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: Hæg austanátt. Þurt og viða bjart veður. Norðurland, norðaustUrland, Austfirðir: Breytileg átt og hægviðri, Sum- staðar dálítill éljagangur. Suð- austurland: Hæg austan- og norðaustanátt. Úrkomulaust að mestu. Guðsþjónusía verður i dómkirkjunni á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 6 síðdegis. Jóhann Hannes- sön stud. theol. prédikar. Húsnæði. Að gefnu tilefni skal þess getið, að upplýsingar um hús- næði, sem auglýst er í Vísi, verða ekki gefnar í Félagsprent- smiðjunni. — Veldur það óá- nægju og misrétti, ef slíkar upp- lýsingar eru gefnar, og fyrir því hefir blaðið neyðst til að taka fyrir slíkt. Skipafréttir. Gullfoss kom til Reykjavik- ur í dag að vestan og norðan. Dettifoss er á leið til Grimsby. Selfoss er á leið til Hamborgar. Brúarfoss fer frá Kaupmanna- liöfn í dag áleiðis til Leith. Lag- arfoss er á Austfjörðum. Goða- foss var á Patreksfirði í morg- un. M. s. Dronning Alexandrine er væntanleg á morgun frá út- löndum. Esja var á Þórshöfn í gærkveldi. Egill Skallagrímsson kom af veiðum í nótt með 110 tn. lifrar. Laxfoss kom úr Breiðafjarðarför í nótt. Samkoma. Síðustu samkomu sína, fyrst um sinn, heldur Arthur Gook í Varðarliúsinu, sumardaginn fyrsta, kl. 8,30. Allir velkomnir. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Guðmund- ur Þórðarson, stýrimaður á Gulltoppi, er ekki Guðmundur Þórðarson, Geirssonar lögreglu- þjóns. Guðspekif élagið: Reykjavíkurstúkan hefir fund föstudag. 24. þ. m., klukk- an 8V2 s. d. í liúsi félagsins. — Fundarefni: Höndin, sem stjórnar og dulrænar sögur. Verslunarmannafélag Rvíkur hefir bókaútlán og spilakvöld í Kaupþingsalnum, kl. 8V> i kvöld. Gullverð j ísl. króna er nú 49.28. Ferðafélag Islands fer tvær skemtiferðir á sum- ardaginn fyrsta. Aðra ferðina á Keili, TröIIadyngju og Grinda- vík. Farið i bilum að Kúagerði, gengið þaðan á Keili og Trölla- dyngju. Þaðan vestur með Vest- urhálsi um Selsvelli, Þrengslin til Grindavíkur. Með bílum til baka til Reykjavíkur. — Hin ferðin verður farin á Grim- mannsfell. Ekið í bílum að Reykjum í Mosfellssveit, gengið upp með Reykjaborg sunnan Bjarnarvatns og á Grimmanns- fell, siðan norður eftir fellinu niður að Hraðastöðum og þaðan í bílum til Reykjavíkur. — Far- miðar seldir í bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar til kl. 7 á miðvikudagskveld. K. Gangleri. Fyrsta hefti 10. árg, er nú komið út fyrir nokkuru. Út- gefandi er „íslandsdeild Guð- spekifélagsins“, en ritstjóri Grétar Fells, deildarforseti..— Efni ritsins er sem hér segir: „Af sjónarhóli“, eftir Grétar Fells. — „Guðspekifélagið sex- tíu ára“, kvæði eftir Kr. Sig. Kristjánsson. — „Hugsjónir Guðspekifélagsins“, ræða flutt af G. F. — „Einar H. Kvaran skáld“, kvæði eftir Grétar Fells. — „Trúarbrögð náttúrunnar“, eftir Grétar Fells. — „Frá Ind- landi“, eftir Kristínu Matthías- son. „Sjálfstæði“, eftir ' Jón Árnason. — „Aldarandinn“, eftir Þorlák Ófeigsson. — „Kvörnin“, kvæði eftir Grétar Fells. — „Dulrænar smásögur“, eftir Magnús Gíslason. — „Mol- ar af meistara borðum“, eftir Kahlil Gibran. Nemendamót Norræna félagsins verður í Oslo um livítasunnuna frá 30. maí til 13. júní. 100 nemendum á aldrinum 14—16 ára frá öll- um Norðurlöndum, er boðið, á- samt fararstjórum. Nemendur, bæði frá barnaskólum og æðri skólum, taka þátt í mótinu. Fyrst verður hátíðleg móttaka í hátíðasal háskólans í Oslo. Þar næst verður farið upp á Holmenkollen og Frognersæter, en þar verður stór skemtisam- koma. Hinum deginum verður varið til þess að skoða Oslo og söfnin þar og þá verður sýning um kveldið á Per Gynt,i þjóð- leikliúsinu, og loks verður farið með nemendurna í bílferð til Sundvollen. Nemendurnir eiga að búa ókeypis hjá jafnöldrum sínum í Oslo og fá þannig tæki- færi til þess að kynnast heim- ilum og eignast góða kunningja i nágrannalandinu. Nemendur úr þeim skólum, sem eru í Norræna félaginu, ganga fyrir. Umsóknir um þátttöku í nem- endamótinu sendist fyrir 30. apríl til ritara Norræna félags-, ins, Guðl. Rosinkranz, Ásvalla- götu 58, Reykjavik. Svo og um- sóknir um þátttöku í verslun- armannanámskeiðinu. — (FB). Aheit á Hallgrímskirkj u i Saurbæ, afhent Vísi: Kr, 2.50, gamaJt á- lieit, frá N. N. Til stúlkunnar, sem þarf að fá gerfifótinn, afhent Vísi: 10 kr. frá G. K. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 3 kr. gamalt á- heit frá N. N., 10 kr. frá M, 5 kr. gamalt áheit frá S. G. Farsóttir og manndauði í Reykjavilc vikuna 8.—14. mars (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 56 (63). Kvefsótt 78 (72). Gigtsótt 1 (0). Iðrakvef 11 (31). Misl- ingar 1 (1). Kveflungnabólga 4 (0). Taksótt 0 (4). Rauðir hundar 0 (2). Skarlatssótt 8 (1). Hlaupabóla 9 (2). Munn- angur‘2 (4). Ristill 0 (3). Heila- sótt 1 (0). Mannslát 3 (5). — Landlæknisskrifstofan. (FB.). Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Fornsalan, Hafnarstræti 18, selur með tækifærisverði: Ágæt Svefnherbergissett. Klæðaskápa. Kommóður. Borð- stofuborð og önnur borð. Rúm- stæði ýmiskonar. Dívana. Stóla. Karlmannafatnaði o. fl. Kvöldvaka „Lögreglufélags Reykjavíkur": Ræður, samtöl, söngur, hljóðfæraleikur. 22,15 Danslög (til kl. 24). I Verslunarmannanámskeið. Norræna félagsins verður í Kaupmannahöfn og á Hinds- gavl 3.—10. júní. Tólf þátttak- endum er boðið fná hverju landi og séu þeir helst annaðhvort sjálfstæðir atvinnurekendur eða í ábyrgðarstöðu í stærri fyrir- tælcjum. Á námskeiðinu verða fluttir fyrirlestrar um danskt atvinnu- og viðskiftalíf. Ýms stærri verslunar- og iðnfyrir- tæki verða heimsótt. Margar ferðir verða farnar í sambandi við námskeiðið, meðal annars til Litla-Beltis-brúarinnar og Jótlands. Þátttökugjaldið er kr. 11.00, en dvölin er ókeypis, að öðru leyti en því, að þátttakend- ur borga ferðirnar sjálfir, en afsláttur er veittur á öllum ferðum. (FB.). Otan af landi. Borgarnesi 20. apríl. FÚ. Eimskipafélagsskipið Selfoss kom 16. þ. m. með 350 smá- lestir af vörum til Jóns kaup- mann's Björnssonar frá Bæ, og er þetta í fyrsta skiftið sem Eimskipafélagið lætur skip flytja vörur til Borgarness beint frú útlöndum. Áður hafa. vörur verið fluttar á dönskum eða norskum skipum eða á Suður- landi og Laxfossi frá Reykjavik. Eldborg flytur hrogn til Svíþjóðar og fer síðan til Álaborgar og tekur þar steinlím og flytur til íslands. 1 Borgarfjarðarhéraði eru menn farnir að sleppa sauð- fé og byrjaðir að vinna á tún- um. 1 Vestmannaeyjar 20. apríl. FÚ. í Vestmannaeyjum var mjög misjafn afli i dag. Á nokkra báta var afli góður, en á aðra mjög litill. Aflahæstu bátar í gær voru: Kap með 19- 500 kg., skipstjóri Guðjón Valdason, Isleifur með 18.000 kg. — Veiga með 17.000 kg. og Skiðblaðnir 17 þús. kg., skip- stjóri Jónas Sigurðsson. Ferðir Halvdans Koht utanríkis- málaráðherra Norðmanna. Oslo, 20. apríl. Frá Varsjá er símað, að Halvdan Koht utanríkismála- ráðherra Norðmanna hafi s. 1. laugardag gengið fyrir forseta pólska lýðveldisins, er efndi til veislu í gær Kolit til heiðurs. Ivolit lagði af stað i gærkveldi áleiðis til Moskva. Á landamær- um Póllands og Sovét-Rúss- lands tók á móti honum full- trúi sovét-stjórnarinnar, er ferðaðist með honum til Moskva. (NRP. — FB.). Flugferðir til Noregs. Oslo, 20. apríl. Flugferðir milli Noregs og anmara landa hófust á ný í gær. (NRP. — FB.). Pepsil, FLIK-FLAK, RADION, RINSO, LUX, PALMOLIVE. Verk- stæðispláss til leigu* Dppl. f síma 2392. FiElABSPRENTStlieJUNNAR Saltfiskup, ágætur, kg. 0.60, Lúðuriklingur, Sardínur, dósin 0.35. Flatbrauð, Kex, ósætt, fæst í Fermingar- gjaflr. Sjálfhlekungap góðir og ódýrir, nýkomnir. Heppilegasta fermingargjöfin. Bokaverslnn Þór.B.Þorlákssonar Bankastræti 11. Sími 3359. Kaffi O. J. K. 90 pk. Export 65 pk. Smjörlíki 75 stk. Strásykur 45 kg. Molasykur 55 kg. Kartöflur 30 kg. Versl. Vesturgötu 45- og ÚTBÚ Framnesvegi 15. Skipskaðar Norðmanna á Hvítahafi. ‘ Oslo, 21. apríl.. . Skipbrotsmennirnir af „Tern- ingen“ eru nú komnir til Tromsö eftir 45 daga veru í sel- veiðiskipinu Quest á Hvitahafi, frá þeim degi talið er Terningen fórst i ísnum. — $ldpstjórinn, Gustav Jensen, telur verð hinna norsku selveiðiskipa, er fórust i ísnum 700.000 kr. (NRP. — FB.). — L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.