Vísir - 22.04.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 22.04.1936, Blaðsíða 4
VlSIR Reykjavík: vantar úti - sundlaug, segir Ben. G. Waage, Ben. G. Waage, forseti Í. S. í. Eigi verður sagt, að mikið hafi verið gert fyrir sundmál höfuðstaðarbúa á liðnum ár- um. I 29 ár — 1 29 ár — eða siðan Sund- laugarnar voru endurreistar — iná telja, að litt liafi verið bætt aðstaða Reykvíkinga til sund- náms og sundþjálfunar. í sex ár hafa ungir og aldnir Reyk- vikingar, er sundmálum unna, mátt sjá Sundhöllina hálf- gerða og ónothæfa — og verð- ur þar best séð við liver kjör íslenskt íþróttalíf á við að búa. En nú er Sundhöllin, þrátt fyrir alt, a ðverða fullgjör, þó vart megi gera ráð fyrir, að hún taki til starfa fyr en á hausti komanda. Og ætti þá ekkert að vera því til fyrir- stöðu, að sund yrði gert að skyldunámsgrein við alla skóla hér í bænum. — Er þá sundmálum bæjar- insins vel komið, þegar Sund- höllin verður opnuð? Sundhöllin nægir ekki hinum sundmentaða Reykvíking. Nei — Sundhölhn nægir ekki. Hún getur aldrei fullnægt sundþörf hinna sundmentuðu Reykvíkinga! — Og hvað vantar? Það vantar útisundlaug, minst 50 m. langa, þar sem auðið er að æfa keppendur óg há kappsund. Einnig fyrir þá, sem jafnt vilja æfa sund- ment sína vetur og sumar — því fyrir þá er Sundhöllin of litil vegna sundkenslunnar. — Við þessa útilaug þyrfti og að koma fyrir áhorfendabekkjum, fyrir margt fólk, því þar mundu öll stærri sundmót verða haldin. Hvar hafið þér hugsað yður, að þessi fyrirhugaða laug yrði reist? — Eg hef liugsað mér, að hana mætti reisa sunnan við Sundhöllirja, en þó tel ég það ekkert aðalatriði, ef annar stað- ur jafngóður eða betri yrði val- inn. Hitt skiptir mestu, að laug- in komist upp, og því fyr, því betra! Gömlu sundlaugarnar gleymast ekki. Má ekki nota gömlu laugarn- ar í þessum tilgangi, ef þeim yrði eitthvað breytt? Þær eru altof litlar, enda mun framvegis ekki veita af þeim sem kenslu- og æfingalaug fyrir Klepps- Laugaholts- og Kirkjusandshverfi og Laugar- nessskóla. Gömlu sundlaugarn- ar gleymast ekki, eða leggjast niður, þó Sundliöllin og ný úti- laug komi. En mundi þá ekki eitthvað vanta enn ? Sundskálinn í Skerjafirði verður reistur í vor. Jú —- það vantar sundskála, og sólbaðsskýli, við baðstaðinn í Nauthólsvík — og þetta mun bráðlega verða reist — því á síðustu fjárhagsááetlun Reykja- víkur var veittur 10,000 króna styrkur til þessara fram- kvæmda, og vona ég að þessu verki verði lokið 17. júní n. k. Skerjafjörður liefir og góð skilyrði fyrir kappróðra, og til að gera íþróttafélögum hér hægara fyrir, að eiga aðgang að Skerjafirði, sem baðstað og bækistöð kappróðra, hefir í. S. í. gengist fyrir því í vetur að selja skuldabréf fyrir bæinn, svo að tekið yrði eignarnámi 80 ha. landspilda sunnan og vestan við Öskjulilíðina .— en land þetta er eign enska félags- ins Harbour & Piers, og metið á ca. 80 þús. krónur. Sundmálum komið í við- unandi horf. En það e rekki fyr en kominn er upp góður sundskáli í Naut- hólsvík, reist hefur verið stór útilaug og Sundhöllin fullgjör að liægt er að segja að sund- mál Reykvikinga séu komin í viðunandi liorf. Enda er sund- íþrótlin sú íþrótt, sem okkur Islendingum er skylt að leggja alúð við og að læra að meta að verðleikum! — quis. Hjálpræðisherinn. Á morgun kl. 4 samkoma á Lækjartorgi, kl. 8 sumarfagnaður í salnum. Allir velkomnir. (847 fllUQÍNNlNGARI Heimatrúboð leikmanna, Hverfisgötu 50. Samkoma ann- að kvöld kl. 8. Allir velkomnir. (855 KliClSNÆDll TIL LEIGU: Sólrík stofa í nýju húsi, ná- lægt miðbænum til leigu ódýrt frá 14. maí. Aðgangur að baði og síma. Tilboð, merkt: „Vest- urbær“ sendist Vísi. (828 2 lierbergi til leigu í Vestur- bænum. Öll þægindi. Uppl. í síma 4023. (829 2 herbergi til leigu fyrir 40 kr. Tilboð, merkt: „42“ leggist á afgr. (837 Stór 4 lierbergja íbúð til leigu, Vitastíg 8 A. Sími 3763. (840 Sólrík 4 herbergja íbúð, með öllum þægindum, til leigu 14. maí. Tilboð, merkt: „Austur- bær“, sendist Vísi sem fyrst. — (776 Sólarstofa til leigu. Aðgangur að eldhúsi gelur komið til greina. — Uppl. Hverfisgötu 100B. (859 Einstök herbergi, stærri og minni, til leigu 14. maí á Ljós- vallagötu 32. (858 1 herbergi og eldhús til leigu. Uppl. í síma 1995 og 2649. (851 Til leigu herbergi með eldun- arplássi. Einnig einbýlisher- bergi. Öldugötu 25. (850 Herbergi til leigu i nýju steinliúsi við miðbæinn 14. maí. Leiga 40 kr. á mánuði. — Uppl. í síma 2088. (849 3 herbergi, eldhús og bað, með laugavatnshita, til leigu 1. eða 14. maí. Uppl. á Óðinsgötu 14 B, niðri, kl. 6—8 í kveld. -r- (845 2 samliggjandi stofur móti suðri, fyrir einlileypa, með raf- lýsingu og miðstöðvarhitun, til leigu friá 14. maí, í Tjarnargötu 20. — Sími 2081. (866 Sólríkar ibúðir, 2ja, 3ja og 5 herbergja, í húsi nálægt mið- bænum til leigu. Uppl. í síma 3144. (864 Til leigu 3 herbergi og eld- hús með öllum þægindum í ‘Sogamýri. Sími 1613. (000 ÓSKAST: Góð íbúð, 2 lierbergi og eld- hús, með nýtísku þægindum, óskast 14. maí. Tilboð, merkt: „S. K.“ sendist Vísi. (827 1 vesturbænum óskast tvö herbergi og eldhús 14. maí. 3 fullorðnir. Fyrirframgreiðsla ef krafist. Tilboð, merkt: „Áreið- anlegur“, sendist Vísi. (831 2 herbergi og eldliús óskast 14. maí. Skilvís borgun. Uppl. í síma 2750. (832 Ábyggilegur maður í fastri stöðu óskar eftir 2 samliggjandi herbergum 14. maí. Tilboð, merkt: „Samliggjandi“ leggist á afgr. — (835 Maður í fastri stöðu óskar eftir 1 herbergi og eldhúsi 14. maí. Aðeins tvent í heimili. — Uppl. i síma 4305, milli kl. 7 og 9. — (838 2 herbergi og eldliús óskast 14. maí. Má vera í góðum kjall- ara. Tilboð óskast sent afgr. Vísis fyrir laugardagskveld, merkt: „Kjallari“. (839 Fullorðin kona óskar eftir herbergi og aðgangi að eldhúsi eða eldunarplássi. Uppl. i síma 4147. (789 2 herbergi og eldliús -óskast 14. maí. Simi 2764. (856 Séríbúð óskast, 2 lierbergi og eldhús. — Uppl. í síma 2599 til kl. 8. (853 Húsnæði óskast frá 14. maí til 1. október, lielst í Vestur- hænum. Fyrirframgreiðsla. — Fullorðið fólk. Tilboð, merkt: „Skilvís" sendist Vísi. (865 2ja herbergja ibúð i góðu húsi óskast til leigu 14. maí. — Ólafur Daðason. Sími 2549. — (863 SUMARFAGNAÐ lialda stúk- urnar „Dröfn“ og „Frón“ 1. ■.! sumardag í Góðtemplarahús- inu kl. 8^/2 síðd., er hefst með kaffidrykkju. Til skemtunar verður: Kven-dúett, karla- kvartett, gamanvisur, ræður, dans undir ágætri hljómsveit. Húsið skreytt. Stúkufélagar og aðrir reglufélagar, fjöl- mennið með gesti. Aðgöngu- miðar verða afhentir við inn- ganginn. —- Skemitnefndin. (857 LO€AH Verkstæðispláss, bjart og rúmgott, óskast frá 14. maí eða fyr. Þarf að vera „lagerpláss“ og 1—2 vinnulierbergi eða meira. Tilboð með tilgreindum stað, stærð og verði, sendist Vísi sem fyrst, auðkent: „S. K. G.“ (844 ÍTAPAt íUNDItJ Brjóstnál, með ávölum, rauð- um steini, tapaðist. Fundarlaun. A. v. á. (826 1 Sá sem tók hatt í misgripum á íarfuglafundinum í gær, skili honum á afgr. Vísis. (848 Drengjafrakki var skilinn eft- ir á grindverkinu við Laufás, Bragagötu. Finnandi vinsam- lega beðinn að gera aðvart Fjólugötu 13, kjallara. (842 Stúlka, 37 ára, með barn, óskar eftir framtíðarstöðu lijá miðaldra, huggulegum manni, ef semst. A. v. á. (825 Ef yður vantar mann í garða- vinnu, þá hringið í sírna 3110, kl. 5—6 síðdegis, virka daga. — , (830 Hreingerningar. Sími: 4036. Hattasaumastofan, Suður- götu 3. — Þar fást fermingar- kjólar og fralckar. (728 Utan- og innanhússmálning- ar. Einnig hreingerningar. Sími 4059. L. Jörgensen. (651 Loftþvottar. Sími 1781. (697 Loftaþvottur fljótt og vel af hendi leystur. Sími 4331. (800 Bústýra óskast á lítið sveita- lieimili austur í sveitum. Má hafa með sér barn. — Uppl. á Bókhlöðustig 6 A, frá kl. 7—9 í kveld. (861 IIAiPSKAPIJKl Barhavagn til sölu á Lauga- vegi 45, kjallaranum. (833 Litið notaður legubekkur, (Ottoman, 180x110 cm.) til sölu. E. Corelli, Amtmannsstíg 4. — (834 Vörubíll, í góðu standi, til sölu. Uppl. hjá Sigurði Magnús- syni, í Raftækjaverslun Eiríks Hjartasonar. (841 Til sölu lítið timburhús á stórri eignarlóð í iðjuhverfi bæjarins. Uppl. í síma 3758. -tt (744 Barnabuxur í mörgum litum. Allskonar saumur tekinn á Laugaveg 79 (áður Fíllinn). —»■ (581 Permanent fáið þér best í Venus. Austurstræti 5. Sími 2637. (553 Pantið í tíma, í síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 Uppkveikja, þur og góð. — Sag, spænir og niðursagað timb- ur fæst ávalt hjá okkur. — Kassagerð Reykjavíkur. Sími 2703. (168 Svefnherbergisbúsgögn úr póleraðri hnoturót, sem ný, til sölu með tækifærisverði vegna flutnings til útlanda. Framnes vegi 26 A. (862 Barnarúm til sölu. Eiríks- götu 35. Sími 4851. (860 Steinhús til sölu á góðum stað í bænum. Uppl. á Óðins- götu 14 B. Sími 1873. Hannes Einarsson. (854 Skátabúningur, á dreng, sem nýr, til sölu á Laugavegi 33. (852 Pottaplöntur, Rósir, Pelar- goniur, Primúlur, fást í Gróðr- arstöðinni. Simi 3072. (846 Hús til sölu. — Uppl. Kára- stíg 2. (843 Húseignir til sölu. Steinhús, 2 ibúðir, með þæg- indum. Verð 18 þúsund. — Steinhús, hitað með lauga- vatni; eignaskifti möguleg. — Stéinhús, 2 íbúðir. Verð 9 þús- und. — Timburhús, með nú- tíma þægindum. Verð 12 þús- und. — Steinhús, á hornlóð, með sölubúð; eignaskifti fáan- leg. — Hús í Skerjafirði og Laugarnesvegi, með gjafverði o. m. fl. — Hús tekin í umboðs- sölu. — Elías S. Lyngdal, Frakkastíg 16. Sími 3664. (867 Túnþökur lil sölu. Uppl. á Laugavegi 82, milli 6 og 7. (836 Ismaskína óskast til kaups. Lövdahlsbakarí. Sími 2556. — (868 KELAGSPHENTSMIWJ * i\ KRISTALSKLÓ. 7 Um Ieið og hann sagði þetta, vorum við staddir, þar sem bugða er á veginum og heyrð- um við þá skyndilega kallað „Achtung“, sem menn heyra svo oft í Ölpunum, því að það er ávalt notað í aðvörunarskyni, þegar hætta er á ferðum eða að eins ef vissara er að fara varlega. En það voru þau Stanley Audley og kona hans sem bæði í eiuu höfðu kallað til okkar. Hún var að þessu sinni í einkar snotrum skíðafötum úr grænu efni og hafði eg ekki séð hana í þeim fyrr. — Á næsta andartaki þektu þau okkur og veif- uðu þau til okkar, er þau fóru hratt fram hjó okkur á sldðum sínum. „Þau eru mjög viðfeldin“, sagði Humphreys, „eruð þér ekki á sama máli? Því oftar sem eg sé þau þvi meira langar mig til að kynnast þeim betur. Hvernig list yður á konuna? Þér eruð ungur maður og séttuð að hafa opin augun fyrir kvenlegri fegurð“. „Eg er yður fyllilega sámmiála“, sagði eg. „En sannast að segja finst mér Audley heldur dauf- ur í dálkinn. Hann er oftast svo alvarlega sinn- aður“. — „Það má vera. Það er meiri áhugi, kraftur í henni. Hún er sjálfstæð í lund, vill fara sínar götúr, að eg bygg, eins og nútimakonur flestar áf yngri kynslóðinni. Raunar liygg eg — þegar um hjúskap er að ræða, — að' samhf' kárls og konu geti ekki blessast, nema konan sé góður félagi manns síns. Og konur, sem eru mjög gáfaðar og lærðar og gefa sig að pólitík og vís- indum reynast sjaldan góðar húsmæður. Heim- ilisánægja og farsæld byggist ekki á slíku. Það er hjartalag konunnar, en ekki gáfur, sem mest er undir komið. En þó getur ekkert verra kom- ið fyrir nokkun mann en að eiga heimska og léttúðuga eiginkonu“. „Þér eigið ekki við Mrs. Audley?** „Vissulega ekki“, svaraði hann fljótlega. „Mér dettur ekki í hug að ætla, að hún sé heimsk — eða léttúðug. Eg er að eins að segja yður frá því, hvernig eg hugsa mér fyrirmyndar eiginkonu. Sönn eiginkona verður að vera fé- lagi manns síns. Félagi! Góður maki! Slik orð eru tíðara notuð í alþýðustétt en öðrum stétt- um, en með þeim er sagt það, sem eg vildi sagt hafa. Því að eg liygg, að Stanley Audley og kona hans geti ekki orðið góðir félagar — eg held ekki, að þau eigi saman, með öðrum orðum. Eg læt það ékki villa mig, að þau eru mjög ást- fangin hvort af öðru. Eg held, að aðdragandinn að því, að þau voru gefin saman, hafi ekki verið langur.“ . ■ Þetta vakti mig til umhugsunar og leiddi til þess, að hugsanir mínar komust á aðrar brautir en áður. En eg þagði. Eg vissi, að Humphreys gamli var miklu lífsreyndari maður en eg, að hann þekli lífið frá hinum mörgu hliðum þess langlum betur en eg, og eg bár virðingu fyrir hónum óg taldi hann hafa dómgreind í besta - lagi- Þegar við komum aftur að gistihúsinu, beið dr. Feng mín og við snæddum hádegisverð sam- an. Við Humphreys komum svo seint, að flestir gestanna voru staðnir upp frá borðum. Þegar við höfðum matast, fór dr. Feng upp í herbergi sitt til bréfaskrifta, en eg fór inn í reyksalinn og ætlaði mér að drekka þar kaffisopa, eins og eg stundum gerði að miðdegisverði loknum. Mér til mikillar undrunar, því að eg hélt, að þau væri einhversstaðar uppi í hlíðum á skíð- um, sá eg Stanley og konu hans sitja þar á bekk. Það leyndi sér ekki, að eitthvað liafði komið fyrir, og eg gat ekki betur séð, en að hún hefði grátið. , Eg veit ekki enn hvernig á því stóð — kann- ske var það að eins vegna þess, að þau höfðu orðið mín vör, og eg varð að gera eitthvað — gekk eg til þeirra og sagði hlæjandi: „Nú — er ekki alt í besta lagi?“ Og sannast að segja hélt eg ekki, að nein al- vara væri á ferðum. Þau störðu á mig og það var auðséð, að þau undruðust framkomu mína. Eg sá þegar hver skissa mér hafði orðið á og mælti fram einhver afsökunarorð hálfstamandi. „Það skiftir kannske engu, Yelverton“, sagði Stanley Audley og eg ’þóttist verða þess var, að gremja hans væri þegar að hverfa, „Sannleikur- inn er sá, að við erum í vandræðum og mér er ekki ljóst hvað eg get gert.“ „Get eg orðið ykkur að liði?“ spurði eg. „Því miður ekki, að eg held. En eg.skal skýra yður frá hvernig ástatt er. Við vorum gefin sam- an í London fyrir að eins fjórum dögum og nú verð eg að hverfa aftur til Englands og Thelmu mislíkar jjetta, sem vonlegt er. Eg er rafmagns- verkfræðingur og vinn í aðalskrifstofum Gor- don & Auslin i Westminster, en það er, eins og yður er kunnugt, mikið fyrirtæki, sem fram- ieiðir rafmagn lianda 40 bæjum á Englandi. Eg hefi rétl í þessu fengið skeyti um að leggja af stað án tafar og taka þátt i forstjórafundi, en hann verður haldinn árdegis á mánudag. Það er i ráði að láta mig fá betri stöðu, gera mig að forstjóra rafmagnsstöðvar félagsins í Wool- wicb, en eins og gefur að sldlja er það mikil- vægt, að ])ví er alla framtíð mína snertir, að fá þessa stöðu.“ „Þér verðið að sjálfsögðu að fara,“ sagði eg. „Eg geri ráð fyrir, að eg megi til,“ svaraði hann. „En eftir því sem blöðin segja er ofsarok á Ermarsundi, og til þess að komast í tæka tið á fundinn yrði eg að fara á litla milliferðaskipinu frá Boulogne. Tlielma vill ekki, að eg farí frá sér, og hún er svo ónýt á sjó, að eg held, að hún mundi verða fórveik, ef hún færi irieð mér. Seinast þegar hún varð sjóveik lá við, að það hefði alvarlegar afleiðingar. Hún getur því ekk» farið.“ Það var augsýnilegt, að við lá, að Mrs. Audley færi að gráta aflur. , „En, Mr. Aúdley,“ sagði eg, „það geta ekki verið hundrað í hættunni þótt húri yrði hér þessa fáu dagg. Ef þér álítið mig ]>ess transts verðan skal það verða mér ánægjuefni að verða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.