Vísir - 27.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Njósnarmálin. Rekstrarráði símans neitað um upplýsingar. Krafa um rannsókn af þingsins hálfu. (Stutt yfirlit helstu frétta frá því síðdegis á laugardag). Veikindi Fuads Egipta- landskonungs. í Vísi á laugardag var birt fregn um veikindi Fuads Egiptalandskonungs frá United Press, svo og útvarpsfregn frá Berlín um, að Fuad konungur væri látinn. Seinni fregnin hefir reynst skökk, því að útvarps- fregn frá London kl. 16 á laug- ardag segir m. a.: „... . var konungur nokkuru betri í morgun, en hafði þó liðið illa í nótt.“ Kosningar í Frakklandi. Þingkosningar fóru fram í Frakklandi í gær, en fullnaðar- úrslit verða eigi kunn fyrr en eftir næstu helgi. Úrslita þess- ara þingkosninga er heðið með eftirvæntingu um allan heim. Flokkarnir, sem keppa eru f jölda margir, en þeir hafa skift sér í tvö kosningabandalög, og eru íhaldsflokkarnir i öðru, studdir af fascistum, en vinstri flokkarnir í hinu. Abessiniustyrjöldin. Italir hafa nú tekið herskildi alt svæðið umhverfis Tanavatn sem Bláa Níl á upptök sín í. ítalskar flugvélar eru annað veifið á sveimi yfir Addis Abeba en hafa enn ekki kastað sprengi- kálum á borgina. Á suðurvíg- stöðvunum halda ítalir áfram sókn sinni, en nokkurt hlé liefir orðið á framsókn þeirra á norð- urvígstöðvunum. Mjög er nú um það rætt, hvort Itölum muni liepnast að ná Addis Abeba á sitt vald áður en rign- ingatímans liefst, en Abessiniu- menn leggja alt kapp á að hindra það. Sérfræðingar telja að auðnist Abessiiniumönnum það, minki líkurnar mjög fyrir því, að ítalir vinni úrslitasigur á Abessiniumönnum, þar eð að- alrigningatímann muni hernað- urinn stöðvast að miklu leyti, en ítalir muni ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til þess að halda styrjöldinni áfram marga mánuði enn. Flug yfir norðurheims- skautið frá Rússlandi til Norður-Ameríku. Rússar eru nú að undirbúa flug tveggja flugvéla frá Rúss- landi yfir norðurheimsskaut til Ameríku, segir í FÚ-fregn. Til- gangurinn er að finna flugleið fyrir beint flug milli norðurálf- unnar og Ameríku. Fimm ára dreognr drnkknar. Keflavík 26. apríl. FÚ. I gærkveldi um kl. 18 vildi það til i Keflavík, að fimm ára drengur, Magnús Björgvin Björgvinsson drukknaði. Hálf- tíma áður en slysið vildi til, sáu menn er vinna við dráttarbraut Keflavíkur, sem liggur vestan við Grófarbryggju, drenginn niður á bryggju og nokkru síð- ar fundu tveir sjómenn er gengu þama um, drenginn á floti rétt við bryggjuna. Gerðar voru lífgunartilraunir á drengnum en árangurslaust. Ókunnugt er hvemig slysið vildi til, en þess er getið til, að drengurinn hafi ætlað út í 'bát er lá við bryggjuna, en orðið fótaskortur og fallið í sjóinn. 1 fundarbyrjun í neðri deild Alþingis í fyrradag, bar Sigurð- ur Kristjánsson fram umkvört- un um það, að símamálastjóri hefði neitað að verða við þeirri kröfu, að hann fengi að sjá úr- skurði þá, sem lögreglustjóri hefði að sögn kveðið upp um það, að lileruð skyldu sam- töl manna í bæjarsímanum. En S. Kr. á sæti í rekstrarráði sím- ans, og á heimtingu ó því, sam- kvæmt lögum, að fá að sjá öll skjöl, sem símann varða, og beiddist hann nú fulltingis at- vinnumálaráðherra til þess að fá þessari kröfu sinni fram gengt. —- Atvinnumálaráðherra peitaði algeflega að verða við þeim tilmaplum, og þvað það hafa verið skyldu símamála- stjóra, að neita að verða við kröfu S. Kr., þvi að úrskurðir þessir væri rekstrarráðinu óvið- komandi. Út af þessu spunnust síðan nokkurar umræður, en i lok lýsd Ólafur Thors því yfir, að úr því að því væri þannig neit- að, af hálfu ráðherranna, að gefa fullnægjandi upplýsingar um málið á þingi, þá mundi sjálfstæðisflokkurinn bera fram tillögu um skipun rannsóknar- nefndar, samkvæmt 34. grein stjórnarskráarinnar, til þess að rannsaka þetta hneykslismál alt frá rótum. Hefir njósnarstarfsemi stjórnarvaldanna verið enn víðtækari en menn hefir grunað? Síðar á þessum sama fundi, tók forsætisráðherra Hermann Jónasson til máls, og kvaðst hann nú ætla að gefa þinginu frekari „skýringar“ á njósnar- málunum og var ræða hans öll hin furðulegasta. . - Hann kvaðst hafa fyrirskipað rannsókn á dulmálskeytum til togara, án úrskurðar lögreglu- stjóra, en til þess væri heimild í reglugerð, sem sett hefði verið samkvæmt Iögum um rekstur loftskeytastöðva frá 1917. En heimild ráðherra til þessa, hefir aldrei verið véfengd af öðrum en flokksmönnum hans og flokksblöðum. Sjálfstæðimenn hafa hinsvegar haldið því fram, að þessi heimild væri fullnægj- andi, og því engin þörf annarar lagasetningar um þetta. Þessa skoðun sjálfstæðismanna stað- festi ráðherrann nú svo ræki- lega, að hann lýsti því sem sinni skoðun, að heimild Iaganna frá 1917, til þess að rannsaka loft- skeyti, væri svo víðtæk, að af þeirri ástæðu gæti verið varhugavert að nota hana! Og slcildist mönnum, að höfuðtil- gangurinn með bráðabirgðalög- uin þeim um eftirlit með skeytasendingum til togara, sem hann setti í vetur, og nú liggja fyrir þinginu til staðfest- London 27. apríl. Frá Madrid er símað, að í gær hafi farið fram kosningar um gervallgn Spán til þess að kjósa 473 fulltrúa, sem ásamt þjóðþingsfulltrúunum 473 eiga að kjósa nýjan ríkisforseti þ. 9. maí Óeirðasamt hefir verið á ýmsum stöðum á Spáni að undanförnu vegna þessara kosninga, en þær fóru friðsam- ingar, væri sá, að takmarka þessa heimild! Samrýmist þetta illa öllum bægslagangi Jónasar frá Hriflu og stjórnarblaðanna út af mótþróa sjálfstæðismanna gegn því, að eftirlit sé liaft með skeytasendingum til togara og lagasetningu í þeim tilgangi. En forsætisráðherrann fór lengra en þetta í staðhæfingum sínum, því að hann hélt þvi fram, að það væri ekki að eins heimilt að rannsaka skeyta- sendingar til togara, samkvæmt lögunum frá 1917, heldur einn- ig almenn símskeyti! Vekur sú staðhæfing ráðherrans óþægi- legan grun um það, að hann viti sig sekan um víðtækari njósnarstarfsemi í sambandi við símann, en enn er kunnugt um. Hinsvegar er enginn fótur fyrir þvi, að nokkur heimild sé til í lögum til almennrar símskeyta- skoðunar. Og það er vitanlega alveg tilhæfulaus uppspuni, sem ráðherrann fór með, þegar hann i ræðu sinni staðhæfði, að í tíð fyrrverandi stjórna, hefði verið framkvæmd bæði almenn sím- skeytaskoðun og hlustun tal- simans. En þetta átti að hafa verið gert árið 1921, að því er ráðherrann sagði, og í sambandi við þá staðhæfingu sína varð liann til ahnenns athlægis. . ’ I Ráðherrann verður til al- menns athlægi. Ráðherrann talaði mjög borg- inmannlega um þessar athafnir ríkisstjórnarinpar árið 1921, og kvaðst mundu leggja fram sannanir fyrir því, að það væri rétt, sem hann segði. Dró siðan upp skjal eitt mikið og las upp lögregluúrskurð friá umgetnu ári, þess efnis, að loka skyldi nolckurum símanúmerum og tilgreint hús einangrað frá simásambandi! — Var nú um það spurt, hvort síðan hefði verið hlustað á þessi símanúm- er, sem lokað hafði verið, og kvað þá við hlátur um öll sala- kynni Alþingis. Ráðherrann mun nú hafa ætlað að rétta lilut sinn og rikis- stjórnarinnar með þessari ræðu sinni. En það fór á aðra leið. III var hin fyrsta ganga ráðherr- anna, í umræðunum um þelta hneykslismál síðasta vetrardag. Enn verri varð þessi síðari ganga forsætisráðherrans. Því að auk þess að verða til áthlæg- is fyrir öllum þingheimi, vakti hann nýjar grunsemdir, um það, að ekki væri enn séð fyrir endann á óhæfuverkum stjórn- arvaldanna í sambandi við af- skifti þeirra af starfrækslu simans. En það er nú orðin ein- dregin krafa allra þeirra manna, sem nokkur not þurfa að hafa af símanum, hvaða stjórnmálaflokk sem þeir fylla, að þessari sennu verði ekki linnt fyr en öll þau kurl eru komin til grafar. legar fram en búist hafði verið viS. Þátttakan í kosningunum var mjög lítil. Aðeins 30 kjós- endur af hverjum 100 neyttu kosningaréttar síris, að því er giskað er á. Opinberar tilkynn- ingar um þátttökuna hafa ekki verið birtar enn. Hægri flokk- arílir tóku ekki þátt í kosning- unum. (United Press—FB). Fundur sá, er Félag talsíma- notenda í Reykjavík boðaði til, út af símanjósnunum, hófst kl. 3 e. h. í gær í Nýja Bíó, eins og til stóð. Guðmundur Ás- björnsson kaupmaður setti fundinn og stakk upp á Bene- dikt Sveinssyni bókaverði fyrir fundarstjóra og var það sam- þykt með lófataki. Var hvert sæti skipað í húsinu, er fundur- inn hófst, en margir stóðu. Fyr- ir utan húsið og í anddyri var margt manna, sem ætlaði að vera á fundinum, en komst ekki inn í fundarsalinn sakir rúmleysis. Fundarstjóri stakk upp á Geiri Sigurðssyni fyrir fundarskrifara, ef hann væri viðstaddur, en svo var ekki, síð- an stakk hann upp á Pétri Sig- urðssyni háskólaritara, ef liann væri viðstaddur, en hann var þar eigi heldur. Stakk fundar- stjóri þá upp á Jóni Bergsveins- syni erindreka, er mættur var á fundinum, og samþykti fundur- inn liann fyrir skrifara. Fundarstjóri skýrði nú frá því, að komið hefði fram til- laga um að fundurinn yrði fluttur í Barnaskólaportið, þar sem þröng manna væri fyrir dyrum, er eigi kæmist inn. Var samþykt að flytja fundinn og fór nú allur skarinn, bæði þeir sem inni voru og þeir, sem úti biðu, suður í Barnaskólaport, og var fundinum haldið þar á- fram. Fyrstur tók til máls Guð- mundur Ásbjörnsson, formað- ur Fél. talsimanotenda i Reykja- vík. Kvaðst hann ekki sjá á- stæðu til þess að gera langa grein fyrir fundarefninu, en ræddi þó nokkuð um það og sagði m. a., að þegar vitnast hefði um símahleranirnar hefði slegið óhug á bæjarbúa. Minti hann og á það, að þegar deilan hefði staðið yfir um síma-af- notagjöldin hefði símastjómin látið svo um mælt m. a., að nú gæti menn verið öruggir um það, að ekki væri „hlustað“, og þessu hefði menn trevst. Um jólaleytið í vetur hefði svo gos- ið upp kvittur um það, að „lilustað“ hefði vorið meðan bílstjóraverkfallið stóð yfir og hefði fæstir lagt trúnað á það þá, en þegar það sannaðist um daginn, að hlerað var í síma- stöðinni vegna ólöglegrar á- fengissölu í bænum, liefði menn sannfærst um að grunurinn um, að hlerað hefði verið í vetur, væri réttur, enda hefði þetta nú verið viðurkennt. Taldi G. A. hvorug þeirra mála, sem hér er um að ræða, svo mikil stórmál, að réttmætt gæti talist, að rjúfa friðhelgi símans og taldi það óyndisúrræði að grípa til þess, að hlusta á einkasímtöl manna. Ræddi hann um þetta nokkuru frekara og kyað njósnimar hafa verið símnotendum til mikill- ar skapraunar. Bar hann loks fram eftirfárandi ályktun fyrir hond stjómar Félags talsíma- notenda í Reykjavik: Almennur fundur talsíma- notenda í Reykjavík, haldinn 26. apríl 1936, samþykkir svo- látandi ályktanir: Fundurinn lýsir sig algerlega mótfallinn þeirra aðferð að láta hlusta á símtöl manna í milli, nema nauðsynlegt sé til þess að forða þjóðfélaginu frá bersýni- legri yfirvofandi hættu. Fundurinn telur þau tilefni, sem notuð hafa verið, til þess að brjóta leynd símans, fjarri því, að réttlæta slíkar ráðstaf- anir sem bersýnilega stofna bæjarsímanum í hættu. Fundurjnn krefst þess, að gefnu tilefni, að talsímanotend- um verði trygt á einn eða ann- an fullnægjandi hátt, að slík misnotkun símans ekki fram- vegis geti átt sér stað, og felur stjórn Félags talsímanotenda í Reykjavík að beita sér fyrir að slík trygging verði fengin. Reykjavík 26. apríl 1936. Guðmundur Ásbjörnsson (sign.) Aðalbjörg Sigurðardóttir (sign.) ( Valgeir Björnsson (sign.) Lúðvig C. Magnússon (sign.) Nikulás Friðriksson (sign.) Garðar Þorsteinsson (sign.) Fundarstjóri lýsti nú yfir því, að ályktun þessi væri til umræðu. Þá tók til máls Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráð- herra. Þakkaði hann stjórn fé- lagsins fyrir að hafa boðað til fundarins. Kvað liann öryggi allra sæmilegra borgara í land- inu liggja í því, að lögreglu- og dómsvaldið í landinu gerði skyldu sína og trygði öryggi þjóðfélagsborgaranna. Skyldur lögreglustjóra í því efni, sem hér er um að ræða, taldi ráð- herrann tvímælalausa og væri öryggi borgaranna i þyí,' að í dómarasæti væri valdir sam viskusamir menn, er ekki mis- beitti valdi sínu. í ræðu sinni bar H. G. blak af póst- og síma- málastjóra og Guðm. Péturs- syni símritara. Kvað hann póst- og simamálastjóra hafa skrifað sér og farið fram á, að rann- sókn væri látin fara fram út af þessu máli og yrði það gert. Ennfremur ræddi hann nokk- uð um hleranirnar, bæði í vet- ur og nú á dögunum o. fl. Þá tók til máls Garðar Þor- steinsson og fara hér á eftir nokkur atriði úr ræðu hans: % - Ræðumaður kvað fréttirnar um að hlerað væri á símtöl manna hafa komið flestum á óvart. Sagði hann og, að sima- lögin frá 1905 gerðu ráð fyrir hinni mestu leynd, að viðlögð- um ströngum ákvæðum (brott- vikning), ef símamenn brygð- ist þagnarskyldu siniji. Enn- fremur gerði raeðumaður að umtalsefni hversu raskað væri friðhelgi heímiíanna með hler- unarstarfseminni. Undanþágur frá sjálfsðgðum reglum í þess- um efnum mætti því aðeins gera, ef mikil hætta vofði yfir þjóðinnij — og slíkar undan- þágur yrði að vera miklum tak- mörkunum háðar. Þá drap ræðumaður á þau tvö mál, sem ætti að réttlæta hleranirnar, bilstjóraverkfallið og ólöglegu áfengissöluna. Benti hann m. a. á það, að ríkið seldi áfengi til kl. 7, en eftir þann tima væri áfengi selt á laun af ýmsum. Slík brot væri algeng og væri refsað fyrir þau með sektum eða fangelsi og væri ekki hægt að réttlæta hleranimar með því hve alvarleg brot væri uíh að ræða. Fullgildar sannanir fyrir brotum væri ekki hægt ítð fá með því að hlera í síma. Þegar ræðumaður talaði um hleranimar í bílstjóraverkfaU- inu, spurði hann m. a. fyrir livaða glæpi hefði átt að kom- ast með að hlusta — og hverjir hefði verið grunaðir. G. Þ. vítti aðferðina við njósnirnar á dög- unum. Þær liefði 4 menn haft með höndum, 2 lögregluþjónar og 2 menn, sem ekki voru skip- aðir af lögreglustjóra. Hvers- vegna var það gert? Og hverjir lilustuðu í bílstjóraverkfallinu? 1 lok ræðu sinnar sagði G. Þ. að það va^ri aukaatriði livort úrskurður lögreglustjóra væri löglegur eða ekki. Aðalatriðið væri, að símanotendur væri of- urseldir í hvaða máli sem er, ef farið væri út á þessa braut, og ef lög lieimiluðu þetta, yrði að setja löggjöf, sem hannaði það. Hvatti hann símanotendur til þess að fylgja fast fram kröfum sínum og standa um þær sein einn maður. Þá talaði Sigurður Kristjáns- son og birtist liér útdráttur úr ræðu lians: I máli þessu eru 4 aðilar: Símanotendur, póst- og síma- málastjóri, lögreglustjórinn og ríkisstjórnin. Skal eg nú í ör- fáum orðum gera grein fyrir hver er afstaða hvers þessara aðila til símanjósnunarmálsins frá mínu sjónarmiði. Símnotendur hafa ekki aðeins sem skattþegnar. komið þessari stofnun upp, heldur greiða þeir ákveðið gjald fyrir afnot sím- ans, í því trausti, að skeyti þeirra og samtöl njóti verndar um fullkomna leynd, eins og lög bjóða. Áður en sjálfvirka stöðin kom, vissu menn hér í Reykja- vík og Hafnarfirði, að línur gátu lagst saman og fleiri bilan- ir valdið því, að símtöl heyrðust milli síma. En eftir það að sjálf- virka stöðin kom, taldi almenn- ingur að slikt gæti ckki átt sér stað. Er því víst að almenning- ur í Reykjavík og Hafnarfirði hefir notað símann 1 fullu trausti þess að hann væri örugg leið fyrir leyndarmál, Hlustanir óviðkomandi manna i símam* eru því mjög ódrengileg svik við símanotendur. Eg hefi haft sérstaka ástæðu til að gagnrýna framkomu símamálastjóra, af þvi að eg er i ráði þyí, er Alþingi 1934 slcip- aði til eftirlits símanum. I lög- um um ráðið segir, að forstjór- ar ríkisstofnana skuli bera und- ir ráð stofunarinnar hvert Þ»!* mál, er snertir stofnunina verur lega. Þetta láðist símamálii- stjóra að gera. Krafði eg lianu þvi um það, að sýna mér úr- skurði þá, er hann hafði látið hlustanirnar fara fram eftir. En hann neitaði mér ’um það. Er þó svo fyrir mælt í lögum Kosningarnar á Spáni til undirbúnings ríkisforsetakosningunni 9. maí fóru fram í gær. Hægri flokkarnir tóku ekki þátt í kosn- ingunum og neyttu að eins 30% atkvæðisréttar síns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.