Alþýðublaðið - 14.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.07.1928, Blaðsíða 2
2 AL!»ÝÐUBLA®I© Ulþýbublaðiðí kemur út á hverjum virkum degi. j í Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við í 1 Hveriisgötu 8 opin frá ki. 9 árd. j tii kl. 7 síöd. | Skrifstofa á sama staö opin kl. | j 9V*—lO'/j árd. og kí. 8—9 síðd. t 5 Slmar: 988 (afgreiðslan) og 23 )4 j 3 (skrifstofan). í | Verðiag: Áskriftarverö kr. 1,50 á j j mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 í j hver mm. eindálka. » J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [ j (i sama húsi, simi 1294). E SamviMfisiiSélait ísfirðiuga. Viðtal við S’ímm Jéusson. fsfirðiirgar kaupa í'inim vélskip. Alþbl. hitti að máli Finn Jóns- son póstmeistara á ísafirði, sem er nýlega kominn frá útlöndum. Talið barst aÖ Samvinnufélagi Is- iirðinga, sem mjög vekur nú at- hygii manna. „Þér fóruð utan í erindum fé- lagsins ?“ spurði tíðindamaður blaðsins. „Já, ég ferðaðist í þrjár vikur um Danmörku, Noreg og Sviþjóð, safnaði tilboðum í vélskip, skoð- aði vélaverkstæði og heimsótti skipasmíðastöðvar. Það var úr mörgu að velja.“ „Gerðuð þér kaup á skipum ?“ „Já, ég hefi gert samninga við A/B. Svenska Maskinwerken Söd- ertalje í Svíþjóð um 5 vélskip handa mönnum í samvinnufélag- inu.“ „Á ekki félagið skipin sjálft ?“ ’„Nei, hvert skip er sérstök eign út af fyrir sig og með sér rcikn- ingi. Skipstjórar, vélamsnn, há- setar o. fl. eiga þau í sameiningu, en samvinnufélagið sér um öll innkaup og söiu.“ i „Hvað eru skipin stóír ?“ „Þau verða ttm 40 smálestir að stærð, brutto, lengd h. u. bL. 60 fet, breidd 16 fet og dýpt 7,6 fet, bygð úr eik, með 90 hestafla Ellwe-diesel mótor.“ „Það er lítt þekt vélategund hér á íslandi?“ „Já, fremur, en háþrýstivélarn- ar hljóta innan skamrns að verða almennar, og glóðarhausa vélarn- ar að hverfa úr sögunni. Óvii- hallir yísindaimenn eins og t. d. próf. Liitz við Norges Tekniske Höjskole, sem mikið hefir athug-' að mótora sem starfsmaður há- skólans, segir m. a. í ársskýrslu fiskiveiðafélagsins í Þrándheimi fyrir 1927 um háþrýstivélarnar í fiskiskip, að pœr séu gló)d:?r- hausavélunum mikln ódýrari í rekstri, Q9 dð mjnsta kpsti eins gtíngtryggdr•*) Að minni hyggju myndu Is- lendingar geta sparað sér' hundr- *) Sbr. Trondhjems Fiskeriselskabs aarsberetning for 1927, bls. 36. uð þúsundir króna á ári með því að fá sér þær í skip sín í stað glóðarhausavélanna, sem þuv nota nú. Lágt reiknað eyða þær 20—30o/o minna en hiinar, þaninig, að skip með gló'ðarhausvél, sem notar olíu fyrir 6000 kr. á ári, myndi með diesel-vél spara sér 1200—1800 kr. á ári.“ „Eru skipin öll af sörnu stærð ?“ „Já, þau verða öll nákvæmlega eins að öllu leyti. Ætlunin er að gera tilraun með að samræma mótorskípaútgerðina." „Þetta verða vönduð skip?“ „Já, það eiga þau að vera. Þau verða bygð undir þaki hjá einni af elztu 'skipasmíðastöðvum Norð- manna. Allur gildleiki á viðum er ríflega eins og norska Veritas eftirlitið krefst um 50 smálesta mótorskip. Það vax strax byrjað á smíðinni, og þau eiga að vera tilbúin í síðasta lagi 30. nóvem- ber þ. á. „Hvað eiga þau að kosta?“ „Þau kosta þrjátíu og sex þús- und sænskar krónur hvert, við smíðastöðina, með öllum útbún- aði, eins og krafist er af íslenzku fiskiskipaskoðuninni.“ „Hver lítur eftir smíðinu?“ „Eiríkur Einarsson skipstjóri frá Isaíirði geriir það fyrir hönd samvinnufélagsins.“ „Gátuð þið borgað skipin út?“ „Nei, svo ríkir erum við ekki. Ég útVegaði lán í Svíþjóð til kaupanna að 4/s hlutum með rík- is- og bæjar-ábyrgð, samkvæmt beimild þeirri, er síðasta alþingi gaf stjórninni. Lánið er veitt til 10 ára með 6/4% ársvöxtum, af- fallalaust." „Vakti það ek-ki undrun, að ríkið skyldi ver-a að ábyrgjast slík lán ?“ „Nei, síður en svo. Danir, Norðmenn og Svar styrkja fiski- veiðar sínar á þann hátt, að ríkin veita sjómönnum lán út á ein- hvern hluta skípsverðsins með 31/2 0/0 vöxtum.“ „Hvérnig hyggja menn til þessa nýja skipulags þar vestra?“ „Yfirleitt býst ég við að menn telji félagsstofnunina heillavæn- lega. Annars er útgerðin á Isa- firði búin að fara eiiinkeininilega hringferð. Þégar litlu vélbátarnir tóku við af róðrarbátunum, áttu formennirnir hluta í flestum þeirra. Eins var um mörg af hin- um stærri mótorskipum í fyrstu. Kaupmenn voru meðeigeindur þeirra og höfðu stjórnina. Ein- hvern veginn eignuðust þeir líka smátt og smiátt hluta formann- anna. Fyrir þremur árum var mestur hluti skipanna komiran á hendur þriggja útgerðarmanina og félaga. Fjárhagur þeirra hafði stöðugt farið versnandi síðan 1919, og svo var alt stöðvað skyndi- lega. Nokkuð hafði lika týnst af skipum. Nú eru að koma ný skip í í'igu sjómanna að mestu leyti, og' er nú eftir að vita, hvort samvjnnufélagsskapurinin ekki gefst betur en sameignin við kaupmennlna. Að Vísu er öll að- staða til útgerðax mun örðugri en þegar fyrst var byrjað á hinnl stærri útgerð, og kreppur geta öllu grandað, en vonandi vegur bætt skipulag nokkuð upp á móti því. F-élagið leggur sérstaka áherzlu á að safna í sjóði. Ot- gerð -einstakra manna var svo mjög komin í kaldakol á ísafirði, að við jafnaðarmerm urðum að hefjast handa, og flestir okkar munu líta svo á, að þetta sé bezta skipulagið, sem unt var að; hiafa, næst ríkis- éða bæjar- rekstri.“ „Hefir samvinnufélagið keypt línuveiðarann „Auders?" „Nei, samvinnufélagið hefir hvorki keypt „Anders“ né önn- ur skip.“ Alþbl. veit, að almenningur í landinu ber þær óskir í brjósti, að Samvinnufélagi ísfirðitoga vegni sem bezt, og blaðinu er kunnugt um, að allur almenningur á Isafirði hefir brennandi áhuga fyrir því, að samvinnufélagið verði bænum til þeirrar blessunar, sem forgön-gumennim-ir ætlast til, og öðrum iandsmönnium, er fiski- veiðar stunda, hvöt og fyrirmynd til framkvæmda. fCappleiknrlBiM í gærkveldi. Vlkingar — Skofar. Jafntefli: 2 s 2 I gærkveldi fór fram fjörug- asti Skotakappleikurinn, sem háð- ur hefir verið hingað til, að þessu sinni. Var það knattspyrnufélagið Víkingur — hið 3. í rööinni að knál-eik til í flestra augum, er að þessu sinni átti að etja við Skot- ana. Bjuggust fæstir við að kapp- leikurinn mundi enda á þann veg, er raun varð á, því trú ■ manina var sú, að Valur og K. R. hefðu staðið svo vel í þessum erl-endu köppum, að ekki væri að vonast eftir betr-a frá íslenzku félagi. Vindur var mikill af norðri, og áttu Víkingar að sækja undan vindi, en gegn sólu í fyrri hálf- leik. Hófu þeir þegar í upphafi leiksins harða sókn, og má segja, að knötturinn hafi allan fyrri hálf- leikinn 1-egið á Skotunum, og þeir lítið annað gert en að verjast. Fór og svo, er hálfl-eikurinn var tæplega hálfnaður, að Víkingar skoruðu mark, og litlu síðar ann- að til. Voru það þeir Guðjón Ein-arsson og Tómas Péturssoin, er skoruðu mörkin. 1 þessum hálfleik gerðu Skotar nokkur upphlaup, en fá skæð. Er líka auðséð, að þeir eiga v-erri aðstöðu til að keppa, þegar vindur er, hvort sem hann er með þeim eða móti. Reyndi lít- ið á m-arkmann Ví-kiinga, Þórir ÍKjartansson, í þessum hálfleik, en í þau fáu skifti, er knettinum var skotið á mark hans, gr-eip Þóiir hann prýðilega. 1 -seinni hálfleik sóttu Skotar undan vindi. Var þá sól horfin. Lá knötturinn næstum undantekn_ ingarlaust á vallarhelmingi Vík- inga. __ Leið svo g-óð stund, að ekkert har til tíðinda. Skotar sóttu, en Víkingar vörðust af mikilli leiikni. Var það sérstaklega Þórir í markinu, er varðist prýði- lega, og stundum svo, að undr- um sætti. Gerði hann ýmist að grípa knöttinn laglega, og varpa honum fram á völlinn, eða ijösta hann með hnefanum yfir höfði Skotanna, og vakti það mesta að- dáun áhorfenda. — Þegar þessi síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður, skaut einn Skotanna knettinum knálega á mark Vík- inga — Þóxir greip hann, — en. misti hann, og k-nötturinin rann ofur rólega inn fyrir marklínu. Fyltust nú Víkingar Vikiingslu-nd mikilli, og kváðu við eggjunarorð formannsins. Þustu þeir með knöttinn nokkrum sinnum að marki Skotanna, — ein — ekki lengra. Skotarnir komust með hann jafnharðan að marki Víkinga aftur, og innan lítillar stundar nam knötturinn staðar í neti Vík- inga í annað skifti —. Þá var „kvittað". Tókst nú harður l-eikur af beggja hálfu um stund, en litið gekk. Var þó knötturinn alla-jafna við mark Víkinga, og fengu Skot- ar ho’rn-spyrnu þrisvar í röð,/en án þess að koma knettinum í mark. Varðist Þórir aðallega með því, að greiða knettinum lagleg hnefahögg — og endaði þanniig leikurinn, að ekkert breyttist — með jafntefli, 2 : 2. Að leiknum loknum hrópuðu knattspyrnumennirnir húrra hver- ir fyrir öðrum, — út af vellinum. var Þórir borinn á „gullstóli". — Átti hann það sannarlega skilið,, kappinn. , Síðan hrestu knattspyrnumenn- irnir síg á kaffi á Hótel Skjald- breið. H-efir þar víst mikið verið talað bæði á ensku og íslenzku, — e;n tíðindamaður Alþýðuiblaðs- tnsi viltli ekki láta blaðið í dag verða án þessarar greinar og flýtti sér því að skrifa og get- ur þess vegna ekki sagt I-esendum frá þv/ er sagt var undir borðum. Spymir. AtvÍMMMÝækiit offásleitæka pJéHin eftir Árna Á'gústsson. Telja má tvær höfuðástæður fyrir því, að landbúniaðurinn hefir verið svo semþr-oska, og í flest- um gneimim staðíð í sama spoxinu frá fyrstu tímum. Fyrrl ástæðan er: Dáðleysi og blin-dni bænda- lýðsSns fyrir framtíðarm-öguleikum landsins. Þekkingar- og skilnings- leysi han-s á nauðsyn þess að leysa úr læðingi blundandi öll í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.