Alþýðublaðið - 14.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1928, Blaðsíða 3
ALÞÝBUBLA®!© ' 3 Höfum til: Gaddavír, Girðinganet, Vírlykkjur, Þakjárn, Þakpappa. náttúrunni, og temja í þjónustu hinna nauðsynlegu búnaðarfram- kvæmda. I raun og veru er þessi ástæða rót þeirrar síðari, sem nærist af þeim hugsunum, sem skapar jarðveg fyrir kyrstöðu. Að stjórnarvöldin hafa hlynt betur að atvinnurekstri útgerðarmanna en bænda. Er slíkt skiljanlegt, þar sem vitanlegt er, að valdið er vaxið úpp úr hyggjuástandi þjóð- arinnar. Islenzkir bændur hafa á öllum tímum verið íhaldssamir. Þeir hafa vantreyst sjálfum sér til um- bótastar-fa, sem nýir tímar krefja hverja kynslóð um. Fyrir því hafa. vakningar allar náð seint tökum á þeim. Tröllatrú þeirra á hinu forna og úrelta annars vegar og andstygðin og hræðslan við hið nýja, sem straumólga menningar- innar hefir borið upp á bakka þjóðlífseifunnar, hins vegar, hefir lokað augum þeirra fyrir flestum mannfélagSibótum nýja tímans. Þessi innilokunarstefna hefir og verið óspart studd af valdi því, sem lýðurinn hefir alið í þeirri saklausu von, að væri heiibrigt verndarvald, sem ynni á móti er- lendri siðspillingu. Um þetta vald hefir síðan vaxið í kauptúnun- um nýr flokkur, eins konar hirð, sem með þroska bæjanna hefir eflst mjög og haft í flestu ólikra. og annara hagsmuna að gæta en bændur og verkalýður. Kjarni þessa flokks eru valdhafarnir. Þeir eru gefnir undir aga hirðar- innar, sem skreytir sig með lán- uðurn fjöðrum. Fyrir luktum tjöldum í skjóli valdsins hefir hirðin neytt braskhneigða sinna og verzlað með fé og krafta þjóð- arinnar og lifað á ávöxtum iðju hennar. Með þessum flokki hefir vald þjóðarinnar smámsaman vaxið frá henni og fjarlægst hana 00 Imleir, án þess að hún sjálf hafi veitt því eftirtekt. Loks lend- ir þessi ilokkur sem óháð ríki utanveltu þjóðfélagsins með völd- ,in, sem lýðurinn hafði trúað hon- um fyrir. Þar spennir hann greip- um utan um þýfið og berst sem hrímþurs á móti fræðslu, frelsi og lýðræði. Heldur í völd og rétt móti pjódinni. Slíkur er íhaldsflokkurinn islenzki. Menn munu spyrja: Getur þessi lýsing á íhaldsflokknum verið rétt, þar sem fylgi hans var svo mikið við siðustu kosningar til Alþingis, að þingmannsefnum hans voru greidd ca: 14441 at- kvæði? En slíkar atkvæðatölur eru engin meðmæli með íhaldinu. inu. Þær eru að eins sorgleg af- leiðing af skilniingsleysi þjóðar- innar og blindni hennar á sviði stjórnmálanna. íhaldinu hefir verið mjög tamt að telja bændum trú um að í- haldsstefnan væri eðlileg bænda- stefna. Hafa slík sáðkorn íhalds- andans fallið í ógróna jörð ís- lenzkrar bændahyggju. Vaxið hafa upp af þeim bæði illgresi og lostætir ávextir. Ávextirnir íhafa lent í hlut þeirra, sem þrengt hafa kostum bændalýðsins. 111- gresið rótfestist og hefir sogið merg úr íslenzku þjóðlifi. Lífs- stefna bændanna hefir gert and- stæðingum þeirra mögulegt að leika skrípaleik á sviði þjóðmál- anna. 1 þeim leik hefir oddborg- aravaldið og fylgifiskar þess með kjörorðin: Samkeppni og frjálst framtak einstaklingsins, skapað þjóðinni þungar byrðar, sem hún stynur undan, og gerðar verða hér að umtalsefni. Meira Hræðilegnr ilæpur. Á miðvikudaginn var lítil telpa með tæplega eins árs gamlan hálfbróður sinn í vagni á Berg- staðastræti, en hún á heima að Bergstaðastræti 25. Faðir drengs- ins er Sigurður Eyjólfsson, Njáls- götu 3 hér í borginni. Kom hann þar að, sem telpan var með drenginn, og bað hana að kaupa fyrir sig vindlinga. Þegar telpan kom aftur, var Sigurður horfinn, en drengurinn grátandi, og hún sá, að hann var hvítur á vörun- um. Hún fór þegar og sótti móður sína, sem náði strax í héraðs- lækni. Hann grunaði þegar hið rétta og gerði lögreglunni aðvart. Sást og á fötum barnsins, að ein- hver vökvi hafði helzt niður í þau. Við rannsókn á efnarann» sóknarskrifstofunni kom það í ljós, að vökvinn var saltsýra. Læknirinn dældi upp úr barninu og er það full hraust að öðru en því, að það er brent i munninum. Lögreglan tók Sigurð þegar fastan, og játaði hann eftir nokkra vafninga, að hafa ætlað að myTða barnið. Hafði hann keypt saltsýru og gert tilraun til að hella henni ofan í son sinn. En drengurinn fékk uppköst, og varð það honum til lífs. Sigurður þessi er sagður svo vanstiltur á geði, að menn efist um, að hann sé með öllum mjalla. Rán og ræktun. 1 þúsund ár hefir Island bygt verið, og allan þann tíma hcafa íbúar þess farið vægðarlausri ránshendi um það þvert og endi- langt og umhverfis strendur þess. Gæðum og gröðri landsins hefir verið eytt án þess að hirða um, hvort nokkuð kæmi í staðinn. Ár eftár ár hafa sömu bíettirnir verið slegnir og heyið hirt „heim í garð“, en engu hefir verið launað það, sem tekið hefir verið. Það eru að eins túnin, þessir örsmáu grænu dílar, sem segja má að hafi verið notaðir á menn- ingarlegan hátt. Skógurinn, sem áður klæddi landið mjög víða, er nú þvi nær horfimn, vegna þess, hve- vægðarlausri meðferð hann hefir mætt. Lyng og víðir hefir einnig verið rifiö, og á þann hátt allvíða ver,ið opnuð leið fyrir vind og vatn til að hefja stór- felda eyðingu. Á þenna hátt hefir landið rýrnað smátt og smátt, gæði þess eyðst og unaðsreitir þess fækkað og t smækkað. Á þessu eiga mennirnir mesta sök- ina, en ekki lega landsins eða náttúra þess. Sérhver kynslóð hefir skilað landinu í lakara á- standi til niðjanna heldur en hún tók við því af feðrunum. Svipað á sér stað, þegar litið er til veiðivatnamia á landinu, sem áður voru' mörg og veiði- sæl, en nú eru stórum færri og lakari. Þá eru grunnfiskimiðin því nær úr sögummi vegna ógætilegr- ar veiðiaðferðar. Þannig hefir einstaklingsframtakið farið með landið og gæði þess, hagur líð- andi istundar að eiins hafður í huga, án þess að nokkuð hafi verið hirt um að búa í haginn fyrir eftirkomendurna. Eins og kunnugt er, komu land- námsmennimir hér að óbygðu landi og köstuðu eign sinni á stór svæði. Gáfu þeir svo félögum sín- um og vinum, er síðar komu, hluta af landnámi sinu. Síðar, þegar katólska kirkjan var orð- in ríki í ríkinu íslenzka og klerka- valdið var í algleymingi, þá eign- uðust kirkjur og klaustur mikinn fjölda af jörðum og ítökum víðs vegar um land. Seinma sló kon- ungur eign simni á kirkju og klaustra eignir, þar á meðal jarð- eignir, og þannig stóðu salrir, unz fsland fékk aftur fjárréttindi sín og konungur eða Danir urðu að neyðast til að láta undan réttimæt- um kröfum, sem vormemn lands vors báru fram í nafni þjcVðar- innar. Á þennan hátt urðu margar af jörðum landsins þjóðareign, og þar með var lagður gTundvöllur að réttu þjóðskipulagi á sviði landbúnaðarins. En því miður báru löggjafar landsins ekki gæfu til að byggja ofan á þennan grimdvöll með því að láta „landið" eignast smétt og smátt sem flestar af þeim jörðum, sem fáanlegar voru úr eign einstaklimga, heldur var að því ráði horfið að selja jarðirnar einstökum mönnum og „Iandið" þannig svift meira og meira ei-gn sinni. Stærsta og versta óheillaspor- ið í þessa átt var þó stigið, er lög um sölu á þjóð- og kirkju- jö’rðum voru samin og sett. Með þeim var öllum ábúendum slikra jarða gert mjög hægt fyrir um að eignast þær með sérstaklega vægum kjöxum, enda voru lögin mikið notuð — sem eðlilegt var. 0g þannig hafa jarðeignir lands- ins, hver á "fætur annarj, horf- ið úr eign þess til einstaklinga, sem svo hafa — margir hverjir — braskað með þær eða hluta úr þeim, rúið þær hlunnindum, leigt okurverði o. s. frv. Stund- um hefir einngetað svæltundlrsín yfirráð tvær, þrjár eða fleiri jarð- ir. en aðrir, sem þó hafa viljað búa í sveit, ekki getað fengið jarðarskika, nema ef Vera kynni með afarkostum. Tjón það, sem landið hefir beðið' vegna þessa ráðlags, er meira en svo, að í tölurn verði talið. Menn vita um þjóðjarðir, sem á sínum tíma voru seldar ábúendum fyrir virðingarverð, en hafa að nokkrum árum liðnum verið seldar aftur margföldu, alt að tíföldu verði, og það jafn- vel án þess, að eigandi hafi bætt jörðina nokkuð þau ár, sem hún var í eign hans. Sumar jarðir hafa gengið kaupum og sölum milli margra eigenda, alt af með hækkandi verði, og eru þær nú orðinn svo þungur baggi á bú- skapnum, að tæpast er hægt að rísa undir. Heillaríkara hefði hitt verið, sem áður var bent á, að „landið“ ætti sjálft sínar jarðeignir og keypti smátt og smátt hinar, sem voru í einstaklingseign; en svo hefði ábúðarlöggjöfinni verið breytt í það horf, sem kröfur tírnans gerðu heppilegast. Með þessu móti hefði mátt komast hjá miklu böli, og sennilegt er, að lífvænlegra væri en nú er, bæði í sveitum og bæjum, ef alt land- 'ÍS væri. rikimgn. Þá hefði mátt fjölga bæjurn með skiftingu stærri jarða í tvær eða fleiri, og þar með fjölga sjá/fstæðum atvinnurekend- um og auka ræktun landsins. Nú ér það eitt af því, sem mjög er þörf að vinna að og taka alvar/ega til meðferðar, að ríkið geti smátt og smátt eign- ast landið. Nú hafa hreppar for-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.