Alþýðublaðið - 17.07.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1928, Blaðsíða 3
3 ALÞÝBUBLA®!# Höfum til Gaddavír, Girðinganet, Vírlykkjur, Þakjárn, Þakpappa. Bifreiðastðð Eiears & M6a. Avalt til leigu góðar bifreiðar í iengri og skemri ferðir. Simi 1529 Laxveiði við Landaklöpp í Soginu fæst leigð. Hringið í síma 1830 milli 12 og 1 og eftir kl. 7 e. h. vill gjarna verða í kjöri og ná fcosnjngn, en flokkurinn verður sárfeginn að iosna við hann. Coolidge ætlaði, sér að Iáta sár- biðja sig að gefa kost á sér, en í stað þess að gera það, lýsti flokkuTinn því yfir, að honum þætti mjög leitt, að Mnn „etek- aði, mikilsvirti og fjölhæfi" fbr- seti sæi sér ekki fært að vera í kjöri — og lét svo þar við sitja. Kosning forsetaefnis gekk mjög fljótt. Annars er venjan sú, að kjósa þarf margsinniS áður en nokkur sé rétt kosinn. Nú þurfti ekki að kjósa nema einu sinni áður en Herbert Hoover væri rétt kjörinn. Andstæðir honum voru einungis bændurnir. Þeir lxtu svo á, að Hoover hefði verlð land- búnaðinum óþarfur. Lá við upp- þoti, en nú er alt með friði og spekt. Herbert Hoover er alkunnur maður. Á fyrstu heimsófriðarár- ®num bauðst hann til að veita fbrstöðu starfseminni til hjálpar Belgum. Hann var þá ungur og iítt þektur. En starfsemi hans í þágu Belga sýndi að haxin var, með afbrigðum duglegur, séður og ákveðinn. Síðar varð hann einvaldux umsjónarmaður mat- væla allra í Bandaríkjunum. Var það þá, er allir Bandamenn fengu matvæli sín í hinu mikla búri Bandarikjanna. Eftár styrjöldina gegndi Hoover svipuðum störf- nm í Evröpu. Það er ekki talið, að Hoover sé þjónn stóriðjuhöldanna ame- risku. Hann er hlyntari verziun- arstéttinni....En samt sém áð- ur er það nú svo, að hvort sem hann eða annar verður kosinn forseti, þá verður það Daliir konungur, sem skipar hásætið. Atvinimtækin og ísleozka þjéðin eftir Árna Ágústsson. --- _ Á þéssum árum uxu bæirnir undurfljótt. Rótin til þess vaxtar er framför sjávarútvegsins og kyrstaðan og framkvæmdaley&ið í sveitunum. 1 bæjunum hafa svo íbúarnir átt lífsbrauð sitt að sækja til einstakna auðdýrkenda, sem hafa átt og ráðið atvinnu- tækjunum. Um rekstur þeirra hefir einstaklingshyggjam mestu ráðið. Fyrix því hafa vonir lýðs- ins um að vöxtur framleiðslu- tækjanna bætti og blómgaði at- vinnuiífið orðið tálvonir. Sorgleg dæmi úr atvinnulífinu á síðari árum sanna, að einstökum mönn- um er ekki tneystandi til þess að hafa ráð á þeim tækjum, sém skapa eiga þjöðinni lífsmögu- leika. Öl'lum hugsandi mönnum er því orðið Ijóst, að til þess að vöxtur og framfarir fram- leiðslutækjanna styrki þjóðina sjálfa, verða þau að vera starf- rækt í fullu samræmi við þarfir hennar. — Vér þekkjum ástæð-. urnar fyrir því, að stórútgerðin hefir orðið til þess að mynda öryggislausan verkalýð í bæjun- um, verkalýð, sem lifir við svo aum kjör og ótrygga kosti, að hann myndi verða bráðlega visin grein á þjóðlífsstofninum, ef honum bærjst ekki árlega nær- ing úr heilsubrunni þjóðlífsins, sveítunwm. Þessi kjör verkalýðsins ogönn- ur óxeiða í þjóðfélaginu er vegna þess, að einstakir meim eiga og ráða framleiðslutækjunum. Slíkt er mjög auðveit að skilja. Fram- leiðslan er lífsnauðsyn þjóðar- innar. Störfin við hana er eiíni lífsmöguleiki verkajýðsins. Við hverju er þá að búast, er einhverjir Pétrar eða Pálar hafa ráð á þessum lífsmöguleika fjö’íd- ans og ’ haga ölíum rekstri at- vinnuveganna eftir eigim geðþótta. Miða hann einungis við eigin gróöavon. En þrátt fyrir eitrið, sem þetta atvinnuIífsfyriTkomulag hefir byrlað þjóðinni, hafa ís- lendingar ekki enn hafist dyggi- lega handa til þess að losna við eiturgjafann, sýkt og úrelt þjóö- félagsskipulag. Miklu fremur virpist eitrið hafa haft svœfandi áhrif. á þjóoina. Enn eru margir meðai álþýðu þessa iands, sem færa Iofkesti að eiturgjafanum og upphefja sinn eigiin böðul. Sömu menn kasta steinum að jafnað- arstefnunni og þeim mönnum, er fyxir henni fara og hafa þjóðar- heill fyrir augum. Er ég minnist þess, koma mér í hug hróp lýðs- ins suður á Gyðingalandi fyrir 1900 áruin, er honum var af land- stjóra sínum í sjálfsvald gefið, hvorn hann vildi fremur leysa undan hegningii, glæpamanninn Barrabas eða umbótamanninn og meistarann mikla, Jesúm frá Na-^ zaret. Vér vitum hvorn Gyðingar völdu. Með vali sínu komust þeir í blóðskuld við guð tiilverunnar. Vér vitum einnig, hverja miikiil hluti íslenzku þjóðarinnar hefir valið til þess að skipa ráðsæti sín og hafa áhrif á líf sitt. I blindni hefir þjóðin fórnað kröft- um sínum á altari þeirra manna, sem rænt hafa guðsgjöfunum og náð einkarétti á þeim. Ef ein- hverjir hafa gerst svo djarfir að efast um það, að útgerðarmenn starfrækti tæki sín vegna fjöld- ans, hafa menn sþurt: Hvernig værum vér Islendingar komnir, ef enginn væri atvinnuveitandínn ? Framtak einstaklingsins, en það er sama og auður í þjóðfélagi vo,rra tíma, — hefir verið guð þeirra. Með slíkum hætti hefir þjóðin veitt sjálfshyggju- og braskara-lýð tækifæri til þess að ræna frá sér guðsgjöfunum. Slík þjóð er aumkunarverð. Hún á sjálfsmátt, sem hún knýr ekki fram. Skilur ekki hlutverk sitt.. Skilur ekki að hver er sjálfum sér næstur. Meira. Erl©Md sfimisl&eyfl* Þjóðabandalagið. Pólland LStauen. Khöfn, FB., 16. júlL Frá Genf er símað: Þjóða^ bandalagið hefir látið birta skýxslu stjórnttrixmar í Póllandi um tilraun til samninga á millí Pólverja og Litauenmanna, en samningatilraun þessi bar engain árangur. Segir í skýrslunni, að Litauen hafi lagt það til, að Pól- land og Litauen viðurkenni, að Vilnasvæðið sé umþráttað svæði, og lofi að útkljá deiluna um það á friðsamlegan hátt. Litauen hefir. neitað að fallast á tiilögu Pól- iands um öryggissamning, nema Fró Margrethe Brock-Nieisen. Siðasta danzsýning hennar i kvöld. Kl. 7,15 í kvöld hefir frú Mar- grethe Brock-Nielsen kveðjusýn- xngu í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar, að sýningunni kosta nú 2,00 kr. fyrir fullorðna, en krónu fyrir. börn. Frúin sýnir 12 danza og skiftir 8 sinnum um búnin.g. Eru bún- ingar hennar hver öðrum fall- egxi. Slíkur danz sem danz frú Brock-Nielsen hefir eldri sézt hér fyrr en xiú og vart er við því aðl búast, að Reykvíkingum gefisí kostur á að sjá slíkan snildar- danz bráðlega. Vilnamálið sé útkljáð fyxst. Pól- land hefir neitað að falast á þessa tiilögu Litauen. Leitin að Malmgren talin pýðingarlaus. Fxá Stokkhólmi er símað: Sænsku leíðangursmennimir á Spitzbergen hafa tilkynt, að fxiek- ari leit að Malmgrexi sé þýðíng- arlaus, þar eð sleðaleiðangur hafi um síðast liðin mánaðamót á- rangurslaust leitað kring um Brockseyju. Þrjár sænskar. flug- vélar, sem verið hafa' á Spitz- bergen, hafa verið sendar heim. Landskjálftar i Litlu - Asiu. Frá Smyrnu er símað: Land- skjálftar hafa komið í Litlu-Asiu. Mörg hús hrunið. Bærixjn Torball gereyðilagst. Innlend tfiðindi. Siglufirði, FB., 15. júlí. Maður slasast og biður bana. Guðmundur Steinsson véla- maður á e/s Björgúlfi varð í gæxj fyrir höggi í vél skipsins og beið banæ Vond veðrátta síðustu daga. Kalsarigning. Snjóað í fjallatinda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.