Alþýðublaðið - 19.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ j J kemur út á hverjum virkum degi. t < Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við 5 Hveriisgðtu 8 opin irA kl. 9 árd. > J til kl. 7 síðd. í Skrifstofa á sama stað opin kl. | j 91/,— 10‘íj árd. og kl. 8 —9 síðd. t í Simar: 988 (afgreiöslan) og 2314 t J (skrifstofan). i ♦ Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á t J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 i < hver mm. eindálka. > J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ý < 0 sama hiísi Kimi 12941. > „MorgunMaðlð4( og norsfci verka- mannætSlokkorinii. „Morgenavisen" heitir blað, sem er gefið út í Björgvin. Pað fylgir eindregið stefnu hægri manna, en er J>ó síður en svo aðalblað peirra í Björgvin. Aðal- blað hægrimanna par er „Bergens Aftenblad". Að pví standa allir hinir mentaðri menn flokksins, og tií þess ex tekið tillit í stjórn- málum. En að „Morgenavisen“ standa peir hægrimenn, sem eru hreinn og beinn pendngaskríll, braskarar, ioddarar og annar slík- ur lýður. Það blað fyllir dálka sína með gxeinum um alls kon- ar hneyksli, sem gerast hingað og þangað um(heim. Pá er þa'ð vant- ar slíkt efni, lætur það búa það til, greinir, sem eru lygi frá upp- hafi til enda. í Osló er blað það, sem er á borð við „Morgenavi'Sen", í dag- legu tali kallað „Sværta“. Slík saurblöð eru í ölilum stærri borg- um víðsvegar um heim. „Morgunblaðið" hér í Reykjavík hefir víst fundið andlegan skyld- leika með sér og Björgvinjar- nafna sínum. Það flutti í fyrra- dag saurgrein um verkamanna- flokkimi norska, þýdda úr „Mor- genavisen". Er sagt, að greinin sé eftir konu, sem á sínum tima hafi verið mjög áhrifamikil inn- an verkamannaflokksins norska. Auðvitað er nafn konunnar eltki nefnt! „Morgenavisen“ kemst að þeirri niðurstöðu, að hagur verka- manna í Noregi sé nú svo, að eymd, fátækt og vesaldómur píni þá.. Petta er hverju orði sannara. en orsakirnar til þessa eru þær, að brasklýður landsins; „Morgun- blaðs"-lýðurinn, hefir komið öllu i kalda kol. Á stríðsárunum voru alls konar glæframönnum fengn- ar stórar fúlgur af fé bankanna. Þessir menn lifðu svo óhófssömu lífi, að sldkt mun í minmum haft kynslóð eftir k>mslóð í Noregi. Þeir byrjuðu af fullu ábyrgðar- og fyrirhyggju-Ieysi á alls konar fyTírtækjum. Launin, sem þeir buðu, voru há, fólkið flyktisí að hinum nýju iðjuverum, burt frá fyrri störfum sínum — burt frá jarðyrkju, handiðn o. s. frv. En Verðið á öllum verzlunarvcrum og öðru því, er verkamenm þurftu að kaupa, varð ærið hátt. Laun- in urðu því að eins eyðslufé. Eftir nokkra mánuði — eða í hæsta lagi trö þrjú Ss — hrundu flest þessara fyrirtækja. Og fólk- ið sat eftir atvinnulaust, bank- arnir félausir, ríkið í fjárkreppu. Þá voru aðrir, sem keyptu fyrir stórfé erlenda mynt. Á því töp- uðust hundruð milljóna. Og hver greiðir hallann? Hinn vinnandi lýður. Hver geldur allra fjár- glæfranna V Verkamemm og smá- bændur fyrst og fremst. En þeir sleppa flestir án ábyrgðar, sem hafa leikið sér að fé þjóðarinn- ar — og eins hinir, sem trúað var fyrjr meðferð fjárins og fengu glæfralýðnum það í hendur. Öllum þeim, er báru í brjósti nokkra ábyrgðartilfinningu, of- bauð skipulagsleysið, ábyrgðar- leysið og afskiíta- og hirðu-leysi hinna pólitísku valdhafa. Og þeim ofbauð og hitt, hve sárlega verka- lýðurinn var leikinn, hve sárlega gamalmenni, konur og börn guldu óhófs braskaralýðsins og aðgerða- leysis valdhafanna. Það var bein afleiðing af stjórnleysinu, að mik- ill hluti verkamannaflokksins hneigðist að byitingu. Margir for- ingjar verkamanna örvæntu um, að umbætur gætu komið að gagni, þar sem alt var jafn rotið og í Noregi. Og eins og hetjur hafa foringjarniT barist fyrir hagsmun- um verkalýðsins. Ár eftir ár haJfa flestir þeirra setið í fangelsi mán- uðum saman — og tekið, í hvert •sinn og þeir hafa sloppið út, tiil ó- spiltra málanna um starfsemi í þágu verkalýðsins, án þess að taka minsta tillit til eigin þæg- inda eða hagsmuna. Og ósér- plægni þeirra og dugnaður er við- urkendur um allan Noreg — hjá öllum heiðarlegum mönnum allra fiokka. Þessir foringjar eru langflestir fyrverandi verkamenn. T. d. var Nygaardsvold verkamaður, ein- hver mest virti, en um leið harð- vítugasti maðux flokksins. Margir eru og mentamenn, djarfir, framsæknir og ósérplægnir hyllendur fagurra og gagnlegra hugsjória. Um hríð var flokkurinn klofinn, en klofningurinn varð þess vald- andi, að mörgum þótti lítið vinn- ast og óvænlega horfa. Fjölda alþýðunranna félst hugur, og launasamtök verkalýðsins liðu við ósamlyndið og deilurnar á stjóm- málasviðinu. Varð það og úr í fyrra, að tveir stærstu klofning- arnir komu sér saman um að samcinast. Síðan hefir fyigi fiokksins aukist og margfaldast og hann unnið hinn glæsilegasta sigur við kosningar til Stó-rþjngs- ins . En íhaldið*) hefir ekkiVeriðiðju- laust um að tryggja sig gegn verkalýðnum. Það hefir séð skömm sína, séð, að þjóðin mundi *) Hér eru allir burgeisaflokka nir kallaðir einu nafni íliald. missa trú á dugnað þess og stjórnsemi, þar eð það hafði setið aö völdum öll stríðsárin og síð- an öll eymdarárin. Það vissi, sem er, að jafnaðarmönnum varð ekki kent um neitt, sem aflaga fór. Það vissi, að það hafði sóað fé almennings úr bönkum og sjóð- um, að það hafði hleypt ríkinu í óbotnandi skuldir, að það hafði látið ábyrgðarlausa „spekúlanta“ leika eftir vild að f jöreggi. þjóð- arinnar, gefið stjómlausum brösk- urum upp geysilegar fjárhæðir og lánað þeim fé tii að braska á ný. Það vissi, að það hafði fleygt milljónum úr ríkissjóði í hend- ur einhverrar himnar ófyrirleitn- ustu bankastjórnar, sem sögur fara af, og látið hana sama sem fleygja þeim í sjóinn. Ait þetta vissu íhaldsflokkarnir, . — og þeir vissu, að sigur verka- lýðsins var nálægur. Á næsta þingi á undan síðustu kosningum samþyktu þeir hin alTæmdu tugt- húslög, til þess að stemma stigu fyrir því, að verkamönnum gætu komið að haldi samtökin. Sam- kvæmt tugthúslögunum úrskurð- ar íhaidið verkföll hættuleg þjóð- inni, setur kauptaxta og skipar verkamönnum að vinma. Ef þeir gera það ekki, eru þeir óalandi og óferjandi um öll bjargráð. Ekki má veita þeim fátækrastyrk, ekki mega sjúkrasamlögiim styrkja dauðveikar fjöiskyldur þeirra, ekki má nágranni verkamanns stinga að sárhungruðu barni hans brauðmola eða tíeyrin'gi, án þess að sæta háum sektum. Hungur- svipan er látin ríða á verkamönin- um, og þeir, sem taka brauð þeirra frá munninum á þeim og börinum þeirra, eru verndaðir af ríkisvaldiinu. Ef verkamenn bægja vérkfallsbrjótum frá vinnu, þá er herinn sendur af stað, vélbyssun- um .byssustinigjunum, rifflunum beint að hungruðum verkalýðnum. Nú heyja verkamenn hina ægi- legustu deilu við ríkisvaldið, er óspart beitir á þá hungursvip- unni. Og hafa þá foringjar verka- manna hlíft sér? Nei, og aftur nei. Þeir hafa fyrstir manna hafist handa til hjáipar verkamannunum og til mótmæia og verið dæmdir til að greiða háar sektir. Þá er verkamannastjóm var mynduð í vetur í Noregi, leizt íhaldinu ekki á blikuna. Og í- haldsfiokkarnir, eftir kröfu auð- valdsins, fluttu vantraust á stjórn- ina. Og svo ókunnuglega sem það kann að koma fyrir sjónir íhalds- rnanna hér, sem hafa hangið við völd, þó' að eitt eftir aninað af stefhumálUm þeirra hafi verið fel.t ,þá vék verkamanniastjóTnin þegar frá völdum'. Hún þokaði ekki frá stefnu sinni um eiina hársbreidd tii að halda völdun- um. Norskir verkamannaforingjar eru ólíkir íslenzkum íhaldsforinigj- um um alia hluti. Ihaldið hér er líka á hröðu undanhaidi, eins og flokksbræður þess í Noregi, en verkamannafiokkurlnn norski sæk- ir fram til sigurs eios og skoðana- bræður hans á Islandi. ÖIl sú eymd, er nú kvelur verkalýðinn í Noregi, er, edns og sýnt hefir verið frarn á, af völd- um ihaldsins. Það hefir stjómað iagasetningunni, það hefir stjóm- að peningamálum ríkisins og al- þjóðar. Og stjórnarsaga þess er mjög hliðstæð sögu íhaldsins ís- lenzka. En það er ekki von, að Mgbl.- ritstjóramir þekki þessi mál, úr því að einin helzti maður í- haldisflokksins íslenzka lcann ekki iskdl á foringja norska bændaí- haldsins, Melbye stórbónda, en isegir hann ■ í Mgbl. í fyrra dag vera einin af ráðberrunumi í ístjórn Mowinkcels! Til dæmiis um andlegan skyld- leika Mgbl. og „Morgenaviisen“' iskal það að lokuim sagt, að Mgbl. er auglýst í „Morgenaívisen" og „Morgenavjsen" í „Mgbl.“ En það er „Mgbl.“ meira virt hér en „Morgenaviisen“ í Noxegi, að það er stundum virt svars, en „Mor- genavisen" undalntekningarlitið látin algerlega afsikiftalaus af andistæðingablöðunum. Ætti það að vera sæmilega skýr vottur um gildisleysi blaðsins. Khöfn, FB„ 17. júií. Sviar ætla að láta fara fram rannsókn út af dauða Malm- grens. Frá Stokkhólmi er símað: Ek- man forsætisráðherra hefir tilkynt, að sænska stjórnin hafi i huga að gera ráðstafanir til þess að stofna til opinberrar rannsóknar viðvíkj- andi dauða Malmgrens. Búast blöð- in við því, að stjórnin í Svíþjóð- ætli að semja við stjórnina í Nor- egi um málið. Krassin enn þá heilladrjúgmv Frá Moskvu er símað: Krassire hefir bjargað rússneska flugmann- inum Sjuknovski og félögum hans. Ætlar isbrjóturinn nú til Advent Bay til þess að birgja sig upp af; kolum, en fer að þvi búnu að leita' að loftskipsflokknum og Amund- sen. Frakklandsstjórn felst á tillögur. Kelloggs. Frá París er simað: Stjórnin í Frakklandi hefir sent Bandarikja- stjórninni svar viðvíkjandi ófriðar- bannstillögum Kelloggs. Felst Frakklandsstjórn á tillögurnar. Járnbrautarslys. Frá Berlin er símað: Tvær járn- brautarlestir hafa rekist á utan við Múnchen. Tiu menn biðu baaa, en þrettán meiddust. Khöfn, FB.| 18. júlí. Forsetinn i Mexico myrtur. Frá Mexico City er símað;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.