Alþýðublaðið - 20.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1928, Blaðsíða 2
2 ALfrYÐUBLAÐIB IalþýðdblaðiðE j kemur út á hverjum virkum degi. } Algreiðsla í Alpýðuhúsinu við [ í Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. t J til kl. 7 síöd. í Skrifsfofa á sama stað opin kl. í J 91/, —10 Vj árd. og ki. 8—9 síðd. t ; Simar: 988 (aígresðslan) og 2394 [ J (skrifstoian). ► í Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ! J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ! ! hver mm. eindálka. ► í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmi&jan || (í sama húsi, simi 1294). Sildarsalan. Rússar hafa greitt víxía sína. Sæmllega góðar sölsshorf- ar seglr Erlingnr Friðjónsson. Eins og kuruiugt er, tókst í fyrra að selja Rússum 25 000 tn. af islenzkri síld. Greiddu Rúss- ar síldina með víxlum — og skorti nú ekki á, að gerðar væru Rússum getsakir. „Morgunblaðið“ gaf fyMilega i skyn, að seint og tlla myndi ganga að ná fénu hjá þeim, og einstakir íhaldsmenn reyndu óspart að vekja tortryggni gegn þeim. En nú hefir það gerst, sem „Morgunblaðs“-liðið hefir vart búist við og liklega varia fcært sig um að yrði. Rússar hafa greitt víxlana á réttum gjalddaga og refjalaust! Alþhl. hringdi upp Erling Frið- jónsson í gær og spurði hainn um, hvort horfur væru á, að unt yrði að selja Rússum síld í ár. Kvaö hann Einar Olgeirsson hafa að undanförnu verið í Rússlandi og myndi Einar nú á heimleið, en ekki væri enn vitað, hvað honurn hefði orðið ágengt. Þá spurði blaðið Erling og að því, hverjar horfur væru um síld- arsöluna, og yfirleitt iéí hann all- vel yfir, sagði, að þegar hefði verið selt talsvert af síW. Ný- lega hefðu t. d. sænskum manni verið seldar 12 þúsund tn. Ekki vildi hann segja frá því, hvert verðið væri, en kvað það mlkið hærra en í fyrra, hvað sem það kynni að verða framvegis. Þá spurði tiðindamaður blaðs- ins hann um það, hversu menn nyrðra væru ánægðir með einka- söluna, og sagði hann, að alment myndu menn vel ánægðir. Hann kvað stjórn einkasölunnar hafa rýmkað söltunarleyfi lítilla rek- netabáta, svo að nú mættu þeir salta alt að 800 tn„ í stað s4 —500, sem áður hefði verið á- kveðið. Enn fremur sagði Erlngur blað- inu, að síldarbræðslustöðvarnar á Siglufirði greiddu nú að eins 7,00 kr. fyxir hvert mál síldar, en Krossanesveriksmiðjan 8,00 kr. Gæfu eigendur stöðvanna í skyn, að þeir myndu hækka verðið eft- ir að byrjað yrði að salta, en á þvi verður byrjað 25. þ. m. Síldveföin sagði Erlingur að gengi sæmilega, og þó að ekk- ert yrði sagt með vissu um það að sinni, hvemig afkoma síldar- útgerðarinnar yrði í ár, þá mætti þó segja, að horfurnar væru nú alls ekki óværdegar. Knattspyrnan í gær- kveldi. Skotar vlnna úrvalsliðið meö 3 gegn 1. 1 gærkveldi kepti úrvalslið is- lendinga við Skotana. í liðinu voru 7 menn úr „K. R.“, 3 'úr „Val“ og ednn — markmaðurinn — úr „Vílring", Þrátt fyrir ósigrana í rmdan- förnum kappleikum báru menn í brjósti veika von um það, að úr- valsliðið kynni nú að sigra. Var fjöldi mikill saman kominn á á- horfendasviði — og óhætt er að segja, að eigi hafi knattsþyrnu- mennina íslenzku skort samhug landa sinma. . . En svo fóru leik- ar, að Skotarnir báru hærri hlut sem áður, skoruðu 3 mörk, en islendigar 1. Hafa pá Skotar skortfð alls 23 mörk, en tsled- ingan að eins 6. Hefir „Víking- ur“ þann heiður að hafa staðið sig bezt allra íslenzku flokkanna, þar eð „Víkingar“ gerðu jafn- tefli við Skotana. Þegar í byrjun sást það, að við mátti búast harðvítugri sókn og vörn á báðar hliðar. Vind- ur var hægur, en stóð á mark Skota. Hallaði í fyrstu mjög á íslendinga, og var knötturinn oft- ast nærri marki þeirra. Varð þröng mikil, og hlaut einn Skot- anna nokkur meiðsli. Gerðu Skot- arnir eina árásina annari harðari — og að eins voru fáar min- útur liðnar frá leiksbyrju'n, er þeir skoruðu mark. Það mark hefði vart þurft að verða, ef markvörður Islendinga, Þórir Kjartansson, hefði ekki stokkið úr marki og ætlað sér að taka knöttinn, meðan lítt varð séó, hvort Skotar eða íslendingar fengju vald á knettinum, sem þá var um háð allbörð senna. Rann knötturinn inin í mannlaust mark- ið. Fram að þessu hafði svo virzt sem Islendingamir væru hikandi, þá er þeir áttu við að etja Skot- þna í stríði um knöttinn. Einn- ig hafði mjög borið á því, hve samieikur Skota var margfalt betri. En nú var semi íslending- unum ykist ásmeginn. Gerðu þeir eina árásina annari harðari, og féilu menn unnvörpum, en stóöu skjótlega á fætur. Reyndi nú Htt á markvörð Islendinga, því að þá er knötturinn nálgaðist íriark, var Sigurður Halldórsson álls staðar nálægur og skaut knett- inum af afli og leikni Var leik- ur Sigurðar mjög fxækilegur. Áttu Skotar í vök að verjast, og má segja, að þeir yrðu vand- ræðalega oft að spyrna knettin- um út af leikvangi. Höfðu þeir oftast tvo menm í marki, þá er knötturinn var ískyggilega nærri og lögðu hart að sér í leiknum. En þá er þriðjungur var eftir af fyrra hálfleik, sikaut Hans Kragh knettinum mjög fallega í mark Skota. Harðnaði nú enn leikurirrn og eitt sinn bjargaði markvörður Skota markinu að eins með því að leggjast á knöttinn og treysta á vægð og rólyndi íslendinga. Lauk svo fyrra hálfleik, að jafn- tefli var. Síðari hálfleikur hófst með hörðum leik af beggja hálfu. Gerðu báðir flokkar harðar at- rennur. Bjargaði markvörður ls- lendinga mjög faldega marki, þá er nokkrar mínútur voru liðnar frá byrjun leiks. Þá er 10 mín- útur .voru af leiknum, féll einin Skotanna og lá um hríð. Komst hann þó á fætur — og varð nú ekki lát á hörðum leik, unz Skot- um tókst að skora mark. Var þá eins og. heldur drægi af íslendingum, en Skotar lögðu hart að sér, og var nú samleik- ur þeirra snildarlegur, en mjög bar á því, að þeir skytu knett- inum út af leikvangi, þá er illa horfði fyrir þeim. Var auðséð að þeir tóku á því, er þeir höfðu til. Þegar hálftími var liðinn af síðari leik, var að allra áhorf- enda dómi „hönd“ hjá Skotunum á vítateig, en eigi dæmdi dómarinn, Bene- dikt G. Waage, svo vexia. En þáj er þetta gerðist, voru fslending- ar mitt í harðri atrennu, svo að óvíst er, hvort eigi hefðu þeir náð marki, ef Skotinn hefði ekki brugðið hendi á knöttinn. Var nú enn sótt af miklu kappi á báðar hJiðar. Varði Þórir á- gæta vel markið og bjargaði því mjög fagurlega. En þá er að' eins voru 3 mínútur til ieiksloka, skor- uðu Skotar þriðja mark sitt. Og lauk þannig leiknum með vi'nin- ingi Skota. axb. Nýjar kvöldvökur. „Nýjar kvöldvökur“ voruum eitt skeið mjög vinsælt rit. Raunar fluttu þær ómerkilega reyfara, en innan um voru góðar sögur, alÞ mikill fróðleikur og mjög vin- sælir bókadómar. Var þetta eink- um meðan séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili ,skrifaði mikið í þær. En á seirrni árum hafa vin- sældir þeirra nokkuð farið þverr- andi, enda hefir ritstjórnm veriö allhirðulaus um efnisval. Nú hefir Þorsteinn M. Jónsson bóksali á Akureyri keypt Kvöld- vökurnar — og eru sex hefti kom- in út af þeim undir umsjón hans. Eru þau fjölbreytt að efni og mjög skemtileg. Þar eru sögur eftir J. Anker Larsen, Johan Bo- jer, Rex Beach og fl. Kvæði eru þ*> eftir Davíð Stefánsson og Pál Árdal, ferðasaga eftir Jón Sig- urðsson kennara, grein um Hóla- skóla hinn foma eftir Brynleif Tobiasson, greinar um Pál Árdal og séra Jónas Jónasson, frásagn- ir um höfuðborgir ýmssra landa og s. frv. Þorsteinn Jónsson er duglegur bókaútgefandi og hefir sýnit það, að honum er ant um að gefa út fróðleg rit og mentandi, hvort sem eru skáldrit eða fræðiirit. Hefir hann í hyggju að vanda enn betur til Kvöldvakanna en hann hefir enn þá séð sér fært að gera, og má þá ætla, að þær nái á ný hinum gömlu vinsæld- um sínum. Ytri frágangurinn ó þeim heft- um, er Alþbl. hafa verið send, er mjög góður. Atvimfiutækin og íslenzkn þlóðin eftir Árna Ágústsson. ---- Nl. Loks vil ég taka dæmi úr atf vinnulífi Hafnarfjarðar til stað- festu því, sem að framan hefir sagt verið um íslenzkan starfs- lýð. Fyrir nokkrum árum var enskur útgerðarmaður í Hafnar- firði, er Bookles heitir. Hann var á ,sínum tíma stærsti atvinnurek- andi bæjarins Allur þorri bæjar- búa átti líf og framtíð sína und- ir þessum Englending. Þau ár, sem hann rak útgerð sína, var að mörgu leyti glæsilegt tímabil í 'Sögu Fjarðarins. Atvinna neeg. Flestir ánægðir með lífið. Ég ef- ast um, að á þeim árurn háfi þeir verið margijr meðal verka- lýðsins í Hafnarfirði, sem óraði fyrir því að nauðsyn m-yndi verða á því, að hugsa betur fyrir aðal- atvinnuveg ibúanna, en að láta tsann dankast í höndum erlends manns. Fáir munu hafa gert sér ljó-sa grein fyrir öðrum möguieiko til reksturs atvinnutækjanna, en þeim, isem einstakir „framtaks- samir“ sjálfshyggjumenn sköp- uðu. Sjálfstraust verkalýðsins var eins og hjá bændunum. I stað þess kom óskorað traust og von- ir, er verkam. -ólu ti'l atvi-nnuveit- andan-s. Fáir munu hafa búist við, að hann brygðist, enda voru í- ötJarrotr þá ó-sjálfbjarga. Fyxsta skylda bæjarmanna var því að ,sýna honum þá hollustu og und- irgefni, sem unt var. I helfjötr- um slíks einstaklingsa'ga ólu' Hafnfirðingar ,svo líf sitt um hríð. En loks losnaði urn „Bjargið". Krosstré þeiria brást. Bookles gjaldþrota. Atvinnutækin stöð'vuð. Þá hefst atvinnuleysi, sem leiðir af sér örbirgð og eymd. Sorgleg- ur þáttur í sögu bæjarins. Felmtiri1 sló á bæjarbúa og þeir sjá enga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.